Þjóðviljinn - 12.12.1976, Blaðsíða 27
Sunnudagur 12. desember 1976 þjóÐVILJINN — SÍÐA 27
BRODDI OG JAKOB
Broddi Siguröarson er 5
ára gamail. Hann á
heima á Bræðraborgar-
stíg 21 íReykjavík. Bróðir
hans heitir Jakob og er 4
ára. Þeir bræðurnir eru í
leikskóla eftir hádegi.
Leikskólinn heitir
Drafnarborg og er ekki
langt frá heimili þeirra.
Þeim finnst gaman þar
og tíminn líður f Ijótt. Þeir
fara i skóiann klukkan
hálf eitt og koma heim
um fimmleytið. Bæði
mamma þeirra og pabbi
eru að læra í Háskólan-
um.
Broddi og Jakob eru
ekki búnir að eiga lengi
heima á Bræðraborgar-
stignum, þeir fluttu
þangað í fyrra. Áður áttu
þeir heima á Spáni í
fallegri borg sem heitir
Barcelona. Stundum
langar þá aftur til
Spánar. Þar var svo
gaman og þeir áttu góða
vini þar. Hérna er mynd
af þeim að skoða spánska
myndabók. Þeireru yngri
á myndinni en þeir eru
núna því hún var tekin á
Spáni. Broddi er þriggja
Broddí og Jakob. ára en Jakob tveggja ára.
litlu fugiunum Tunglið er
blátt og það sést stórt
vatn á tunglinu. Svo er
maður í loftbelg. Hann er
í útsýnisferð. örin sýnir
úr hvaða átt vindur-
inn blæs.
Patreksf irði, Bárðardak
og Garðabæ.
Nú verða getraunirnar
ekki fleiri, það féll niður
Kompa í afmælisblaðinu,
þess vegna urðu þær
aðeins fimm, til að bæta
fyrir það verður dregið
um ein aukaverðlaun, svo
þau verða sex eins og
ákveðið var.
Á morgun er 13. og þá
verður dregið. Úrslitin
verða birt í næsta blaði.
Það er margt á þessari
mynd sem Broddi
teiknaði. Hús og tré. Svo
sést eldfjall sem gýs gló
andi grjóti. Það fljúga
fuglar í loftinu. Fjórir
mávar og einn mávsungi,
en svo er lika krummi.
Það er búið að skjóta
hann í vænginn, af því að
hann er svo grimmur að
éta eggin og ungana frá
29 svör í
þessari viku
Við getraun 4 bárust 9
svör, við getraun 3 bárust
13 svör, við getraun 2 bár-
ust 5 svör og við getraun 1
bárust 3 svör.
Flest bréfin komu úr
Reykjavík og Kópavogi
eða 6 frá hvorum stað,
frá Hafnarfirði 3, Akra-
nesi 2 en eitt bréf frá
Hellu, Vestmannaeyjum,
Hveragerði, Mýrdal,
Broddi gerði þessa
mynd af Molda handa
Jakobi bróður sinum.
Þeir horfa æfinlega á
Stundina okkar og Jakobi
finnst Moldi svo
skemmtilegur. Myndin er
af Molda þegar hann var
að festa upp stjörnuna.
Brodda finnst
Kommóðukarlinn miklu
skemmtilegri, en það er
bara ekki laust við að
Jakob sé örlítið smeykur
við hann.
Jól á Spáni
Spánverjar halda ekki
upp á aðfangadagskvöld
eins og við gerum. Jóla-
nóttina kalla þeir noche-
buena (þ.e. góða nóttin)
þá er farið í kirkju. Dag-
inn eftir 25. desember
byrjar hátíðin, en börin
fá engar jólagjafir, þær
koma ekki fyrr en á
þrettándanum. Jóla-
sveinninn kemur kki með
g jaf irnar, heldur
vitringarnir þrír, Kaspar,
Balthasar og Melchior,
sem forðum færðu Jesú-
barninu hinar fyrstu jóla-
gjafir: gull, reykelsi og
myrru.
Fyrir jólin er búin til
Betlehemjata með Jesú-
barninu, Jósef og Maríu
og öllum dýrunum í
kring, hún kemur í
staðinn fyrir jólatreð hjá
okkur. Hver og einn notar
hugvit sitt og hagleik til
að gera þessa jóla-
skreyingu sem
fallegasta. Oft er stór
(tvegg jakílóa) brauð-
hleif ur skorinn í tvennt og
holaður innan, svo er
skorpan notuð í f járhúsið.
A gamlárskvöld
(nochevieja) verða öll
börn að vaka til mið-
nættis, þegar klukkan
slær borða þau 12 vinber,
eitt við hvert klukkuslag.
Þau eru kölluð hamingju-
vínber og er eitt fyrir
hvern mánuð komandi
árs.
Umsjón: Vilborg Dagbjartsdóttir
j