Þjóðviljinn - 12.12.1976, Blaðsíða 18

Þjóðviljinn - 12.12.1976, Blaðsíða 18
, 18 SIÐA — ÞJOÐVILJINM Sunnudagur 12, desember 1976 t kosningunum á Jamaica 1972, þegar Þjóðlega Alþýðu- flokknum (P.N.P.) tókst að vinna stórsigur á Verkamanna- flokknum (J.L. P.), þá fékk leiðtogi P.N.P. Michael Manley marga helstu tónlistarmenn eyjarinnar i lið með sér og komu þeir viða fram á kosningafund- um flokksins. Með þessu móti fékk flokkurinn greiðari aðgang að hinum fjölmörgu ibúum fá- tækrahverfanna í Kingston og viöar um eyjuna, sem höfðu hingað til látið sig litlu varða þingkosningar enda ef til vill skiljanlegt ef maður hefur það i huga að þriöjungur ibúanna var þá ólæs. Þannig komst upp á yf- irborðið tónlistartegund sem hingaö til hafði eingöngu verið bundin við viss hverfi og þjóðfé- lagshópa á Jamaica, tónlist sem á undurfurðulegan hátt blandar saman trúarbrögðum og pólitik, vefur saman innlendri tónlistar- hefð og erlendum áhrifum. Frá þvi er Þjóðlegi Alþýðu- flokkurinn komst til valda 1972, hefur loft verið lævi blandið. Flokkurinn hefur reynt að koma & sósíalisma og samvinnustefnu á ýmsum sviðum og borgara- stéttin hefur beitt öllum meðul- um til að koma i veg fyrir slikar breytingar. Og auðvitað hefur C.I.A. stutt dyggilega við bakið á þeim og meira að segja bandariska Mafian hefur látið töluvert á sér kræla þar um slóðir. Ofbeldi og launmorð hafa farið i vöxt og rikisstjórnin hef- ur svarað með útgöngubanni yf- ir hánóttina og ströngum viður- lögum við byssuburði. Brenni- punktur þessara mannviga hef- ur verið höfuðborgin Kingston og úr fátækrahverfum þeirrar borgar er sprottin Reggaetón- listin. Tónlist Jamaicabúa fylgdi lengi hefðum Mið- og Suður- Ameriku — hinir suðrænu takt- ar og tónar voru allsráðandi, rúmba, samba og kalypsó, en upp úr 1960 myndast ný af- brigði, fyrst Ska.hraður og sól- rikur taktur, en vegna aukinna áhrifa svertingjatónlistar frá Bandarikjunum varð til Rock Steady um 1965, rólegri tóniist sem gaf flytjendum meira tæki- færi til að koma eigin túlkun og tilfinningum að. Á seinni hluta sjötta áratugsins fer sfðan að þróast nýtt hljómfall sem fékk að lokum nafnið Reggae. Þetta hljómfall á rót sina að rekja til þeirrar arfleifðar sem þrælarn- ir frá Afriku fluttu með sér yfir Atlantshaf. Bassinn er leikinn á svipaðan hátt og leikið er á bumbur. Þetta hæglynda og seiðandi hljómfall náði á skömmum tima föstum tökumá hugum Jamaicabúa og virðist ennþá vera þar allsráðandi. Tónlist þessi náði útbreiðslu fyrst meðal fólksins án þess aö Atrúnaðargoðið Haile Selassie sálugi. eykst. Afrikustefna þeirra á sér iða itök i dag og ýmir atburðir andan hafsins hafa ýtt undir stolt Jamaicabúa sem afkom- endur þræla frá Afriku. Aukin tengsl við Afriku hafa sýnt þeim hversu margt þeir eiga sameig- inlegt með þessum bræðrum sinum, og allt þetta hefur orðib til þess að auka virðingu manna fyrir þessari trú. Tónlistarmenn þeirra hafa minnst daga þræl- dóms og hlekkja og i dag lof- syngja þeir þjóðfrelsisbarátt- una i Afriku. Auk þess hafa þeir verið þeir listamenn sem best lýsa lifinu i fátækrahverfum Kingstonborgar og hafa barist fyrir og stutt stefnu Manleys að bæta kjör hinna fátæku og at- vinnulausu þótt oft gæti óþolin- mæði i textum þeirra hversu hægt gengur i rétta átt. Þannig er talið að fylgi þeirra hafi margfaldast á undanförnum ár- um og eitt er það sem ýtt hefur undir fylgisaukninguna meðal Jamaicabúa er það að trú þessi hefur enga fasta yfirstjórn, mönnum eru ekki sett nein boð eða bönn, hver trúir á sinn hátt og nýjar túlkanir hafa komið fram á trúnni sem hafa gert hana æ róttækari. Reggae tónlistin náði fyrst út- breiðslu utan Jamaica i Bret- landi enda er það engin furða þar sem tugir þúsunda Jama- icamanna hafa sest að i Eng- landi vegna hins bága atvinnuá- stands heima fyrir. Lengi vel var tónlistin einskorðuð við þau hverfi sem þessir innflytjendur höfðu sest að i, en vegna áhuga plötuútgefandans Chris Black- well sem er einn aðaleigandi Is- land plötuútgáfufyrirtækisins komst tónlistin til breiðari hlustendahóps, en Blackwell er ættaður frá Jamaica. Hann gaf útplötur hljómsveitarinnar The Wailers og er óhætt að segja að meðlimir þeirrar hljómsveitar hafi átt mestan þátt i að kynna Reggae tónlist i Evrópu og siðar i Ameriku. Þessir menn eru Bob Marley, Pete McKintosh og Bunny Livingstone. Fyrsta plata þeirra kom út i Bretlandi 1972 og bar nafnið Catch á Fire, en þeir höfðu áður gefið út f jöld- ann allan af plötum á Jamaica. Siðan komu út Burnin, Natty Dread, Liveog núna i ár Rasta- man Vibration. Þessar plötur hafa allar verið fáanlegar hér i hljómplötuverslunum annað veifið. Þeir Pete Tosh og Bunny Livingstone hafa báðir yfirgefið The Wailers og gefið út sinar eigin plötur, Legalise it, og Black Heart Man.Þessar plötur eiga það allar sameiginlegt að fjalla um trúna, kjör hinna efnaminni á Jamaica og óhætt er að fullyrða að tónlist þessi er sifellt að verða pólitiskari. Þar er f jallað á mjög opinskáan hátt um vandamálin sem blasa við og visdómur sóttur i Bibliuna til þess að bæta úr ástandinu. En Reggae tónlistin á best heima i þvi umhverfi sem hefur mótað hana og þar blómstrar hún mest á litlum plötum en þær hafa þarlendir efni á að kaupa. Ef við athugum vinsælustu plötur þessa árs meðal innflytjend- anna i Bretlandi þá ber mest á plötum sem túlka viðhorf þeirra til seinustu atburða i Afriku i lögum svo sem MPLA, We should be in Angola, þar sem lýst er fögnuði yfir gangi mála þar. Reggae tónlistin er nú orðin alþjóölegt fyrirbæri. Hún hefur náð töluverðri útbreiðslu bæði i Ameriku, Evrópu og Afriku. Og um leið hafa hrægammar við- skiptanna séð þarna leið að græða peninga. Þeir hafa boðið bestu listamönnunum gull og græna skóga. Þvi er töluverð hætta á að aukinn þrýstingur verði á þeim að útþynna tónlist- ina og þá sérstaklega textana sem hljóta að vera alltof póli- tiskir sem alheimssöluvara. En ennþá hefur litið borið á slikri viðleitni hjá þeim tónlistar- mönnum sem hafa ánetjast og fest i neti gylliboðanna. Ennþá fjalla þeir um lif fólksins á Jamaica og eru ekki farnir að stara á naflann eins og við þekkjum svo ótalmörg dæmi um alþýðulistamenn sem náð hafa „heimsfrægð”. Þvi getum við enn um sinn hlustað á tóna og raddir söngfuglanna frá Jama- ica og þið hin sem ekki hafið reynt þá upplifun tekið þátt i gleði okkar. E.ó. TRÚ OG PÓLITÍK Pete Tosh. Hann hafðieins og margir land- ar sinir leitað til Bandarikjanna i von um vinnu og allsnægtir. En reyndin var önnur. Litla eða enga atvinnu var að fá fyrir þessa útlendu svertingja og flestir voru þeir fluttir nauðugir heim aftur. En Marcus Garvey kom ekki aUslaus heim. Hann flutti með sér opinberun. Sú opinberun sagði að allir svartir menn ættu að flytjast yfir hafið á ný til Afriku og sá maður væri þeirra guð sem fyrstur yrði krýndur konungur á afriskri grund. örfáum árum siðar var Haile Selassie krýndur keisari Eþíópiu og varð hann þvi guð fylgismanna Marcus Garveys. Nafnið Rastafarian ber trúin ; vegna heitis Haile Selassie en hann var prins. Ras, og ættin hans hét Tafari sem sagt Rastafari. Fylgismenn þessar- ar túar lita á Bibliuna sem trú- arbók sina og nota hana sem nokkurs konar véfrétt til að sýna óorðna atburði og til að réttlæta liferni sitt. Meðlimir Rastafari trúar- safnaðarins urðu snemma óvin- sælir meðal nágranna sinna á Jamaica. Þeir drógu sig yf- irleitt út úr þjóðfélaginu um- hverfis þá, lifðu hálfgerðu kommúnulffi, blönduðu ekki geði við annað fólk og stunduðu vinnu með höppum og glöppum. Þessvegna voru þeir ofsóttir af yfirvöldum og ekki bætti það úr skák að þeir stunduðu leynt og ljóst marihuana reykingar og fundu i Bibliunni réttlætingu þessa athæfis þar sem sagt er um Jahve „reykur steig úr nefi hans og eldur úr munni”. Þvi var söfnuður þessi fámennur og 1964 var hann talinn vera um 15.000 manns. Það er ekki fyrr en með út- breiðslu Reggae tónlistarinnar að áhrif Rastafari safnaðarins Bunny Wailer. tónlist Jamaica búa f jölmiðlar kæmu þar við sögu og fljótlega kom i ljós að þeir sem fyrst fylktu sér um þessa tónlist og áttu langflesta flytjendur hennar var hópur sem hingað til hafði átt litlu fylgi að fagna og var jafnvel ofsóttur af þarlend- um yfirvöldum. Þetta voru meðlimir Rastafarian trúar- safnaðarins. Rastafarian trúarsöfnuðurinn á að baki sér stutta og furðulega sögu. 1 upphafi þriðja áratugs þessarar aldar sneri maður að nafni Marcus Garvey heim til Jamaica frá Bandarikjunum. klsisiílui Umsjón: Þröstur Hara Idsson og Freyr Þórarinsson

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.