Þjóðviljinn - 12.12.1976, Page 5
Sunnudagur 12. desember 1976 1>JÓÐVILJ1NN — SIÐA 5
,TO
* nokkrar af b6\um ol&ar
r
SKÁLDSÖGUR
SÁLMURINN UM BLÓM-
IÐ eftir Þórberg Þórðarson.
Sagan um Litlu manneskjuna,
Sobbeggi afa og Mömmu-
göggu, meistaraverk Þórbergs
frá sjötta áratugnum, loksins
komið í nýrri útgáfu.
KERLINGARSLÓÐIR eftir
Líneyju Jóhannesdóttur.
Aðalpersónan er barn ungl-
ingsstúlku sem flyst frá einum
ættingja til annars í því rót-
leysi nútíma Reykjavíkurlífs
sem höfundur er svo einkar
skyggn á. Hér er fjallað um
vandamál sem ekki hafa fyrr
verið tekin til meðferðar í is-
lenskum bókmenntum.
LJOÐ
JAPÖNSK LJÓÐ FRÁ
LIÐNUM ÖLDUM í þýðingu
Helga Hálfdánarsonar.
Þessi bók er enn ein sönnun
snilldar Helga Hálfdánarson-
ar sem skálds og þýðanda.
Útkoma hennar er öllum
ljóðaunnendum mikið fagn-
aðarefni. Gullfalleg bók yst
sem innst.
Tryggvi
Emilsson
FÁTÆKT
FOLK
Æviminningar
ÆVIMINNINGAR
FÁTÆKT FÓLK eftir Tryggva Emilsson.
Útkoma þessarar bókar sætir einna mest-
um tíðindum á þessum vetri.
Einstæð öreigafrásögn frá Akureyri og
Eyjafjarðardölum á fyrstu áratugum þess-
arar aldar.
Frásagnargáfa höfundar er einstæð og
bókin fulltrúi hins besta í alþýðlegri, ís-
lenskri frásagnarlist.
y BÍÁL OG MENNÍÍIG
Ljónshjarta
Astrid LindgreirVJ
SAGNFRÆÐI
GALDRAR OG BRENNUDÓMAR eftir
Siglaug Brynleifsson.
Hér segir frá óhugnanlegustu vitfirringu
sem yfir landið hefur gengið og var einkum
bundin við Vestfirði. Rakinn er uppruni og
saga galdrafársins á íslandi frá fyrstu
galdrabrennunni til hinnar síðustu. Þetta
er sérstæð bók, mjög forvitnilegt sagn-
fræðirit og skemmtilegt aflestrar.
ÆVINTYRI
BRÓÐIR MINN LJÓNSHJARTA eftir
Astrid Lindgren.
Sagan um bræðurna Jónatan og Snúð
Ljónshjarta og ævintýri þeirra í furðu-
landinu Nangijala. Fögur, uggvænleg og
áhrifamikil frásögn um gott og illt — og
um leið full af töfrum og skáldskap. Þetta
er ævintýri sem á ríkulegt erindi, bæði við
börn og fullorðna.
I