Þjóðviljinn - 12.12.1976, Side 6

Þjóðviljinn - 12.12.1976, Side 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 12. desember 1976 GILS GUÐMUNDSSÓN: Er þetta hægt, Matthías? Kæri Matthias. Láttu þér ekki veröa bylt við þótt ég bregöi á þaö ráö nú i svartasta-skammdeginu aö senda þér nokkrar linur. Sennilegust skýring á þvi hátterni minu er ugglaust sú staðreynd, að einhver óvenjumikil deyfö og drungi hvil- ir þessa nóvember — og desem- berdaga yfir öllu og öllum á min- um vinnustaö. Hér á Alþingi get- ur ekki einu sinni heitiö að menn rifist lengur — en það kann að standa til bóta. Helstu tiðindi héðan eru þau, að sjávarútvegs- ráðherra er orðinn lafmóður i þindarlausri leit sinni að fiski inn- an 200 milna lögsögu Efnahags- bandalagslanda, sem islendingar kynni að sætta sig við i skiptum fyrir ýsu, þorsk og ufsa af Is- landsmiðum. Er þar skemmst frá aö segja, aö sú leit hefur nauðalit- inn árangur borið. Eftirminnilegustu tiðindi haustsins eru að visu i óbeinum tengslum viö Alþingi, þar sem al- þingismaður er aðalpersónan. Þó eru tenglsin við Morgunblaðiö sýnu meiri , ekki af þvi að fyrrver- andi ritstjóri þess á i hlut, heldur vegna hins aö blaðiö birti hina dramatisku, myndskreyttu frá- sögn af atburðunum. Ég á hér að sjálfsögðu við söguna um Eyjólf Konráð og hrútinn, en Morgun- blaðsmyndin af þeim tveimur er gersemi. Verður hún ugglaust ’föluð til birtingar i Oldinni okkar þegar þar að kemur. Eftir á að hyggja. I skammdeg- inu hér niðri i Alþingishúsi gera menn sér það til dundurs að orða á nýjan leik fræga spurningu úr heimsbókmenntunum. Styðjast menn þá bæöi við Shakespeare og Laxness, en siöast en ekki sist við Eykon. Nú er spurt eitthvað á þessa leið: Hver hefur skotiðhrút og hver hefur ekki skotið hrút? Hvenær skýtur maöur hrút og hvenær skýtur maður ekki hrút? — Það er hin mikla spurning. Þegar ég grip pennann eftir langt hlé kemur býsna margt fram i hugann, sem gaman væri að minnast á og taka til umfjöll- unar i bréfkorni. Flest biður það þó um sinn. En nú langar mig til að ræða við þig i bróðerni og af fullri alvöru um eitt tiltekið mál- efni. Sumir kunna að yppta öxlum og telja smámál eða a.m.k. vandamál fjarlægt okkur is- lendingum. Ég tel hér um aö ræða stórmál og varða sæmd og van- sæmd islenskrar þjóðar. Af þeim sökum verður þaö aðalefni bréfs mins að þessu sinni. Um langt leið hefur hér á landi viðgengist sú forsmán, að við is- lendingarsækjum um og þiggjum verulegar fjárhæðir úr alþjóöleg- um þróunarsjóðum á sama tima ogvið leggjum nauöalitið fram til stuðnings við fátækar og hungr- andi þjóðir. Við afgreiðslu fjár- laga og önnur tækifæri hef ég ásamt fleirum reynt að vekja at- hygli á þessum ósóma, en það verður að segjast eins og er, að undirtektir hafa verið sáralitlar og skilningurinn nálægt lágmarki. Tómlátur er mörland- inn, sögöu menn forðum, og gengur okkur nú á dögum ekki ætið sem best að afsanna þetta. Það hefur ekki farið fram hjá mér, að blað þitt hefur nokkrum sinnum nú að undanförnu vikiö að þessu máli með þeim hætti að ykkur Morgunblaösmönnum er fremur til sóma heldur en hitt. Á varfærnislegan máta hefur verið á það bent i málgagni þinu og for- sætisráðherrans, að ekki sé vansalaust með öllu fyrir okkur sílspikaða Islendinga að þiggja stbrum meiri alþjóðlega fátækra- hjálp en þeim upphæðum nemur sem við verjum til aðstoðar við þróunarlöndin. Mér þykir liklegt að þú eigir góða hlutdeild í þvi að blað þitt er tekið að gagnrýna þaö ófremdarástand sem hér rikir i þessu efni. Og þar sem ég tel vist að þú munir brátt herða barátt- una fyrir þvi að viö mörlandar þvoum af okkur- þann smánar- blett sem hér um ræðir, langar mig til að benda þér á nokkrar staðreyndir málsins. Arið 1971 setti Alþingi löggjöf um aöstoð Islands við þróunar- löndin. Sú löggjöf var ekki hvað sist sett fyrir baráttu ölafs Björnssonar prófessors, þáver- andi þingmanns Sjálfstæðis- flokksins, en með góðum stuðn- ingi manna úr öllum þingflokk- um. Sett var á fót stofnun með 5 manna stjórn,sem Alþingi kýs til 4 ára i senn, og hefur Ólafur Björnsson veriö formaður frá upphafi. Með löggjöfinni frá 1971 var markið sett nokkuð hátt og bein- linis lögfest, að stefnt skuli að þvi að einn af hundraði þjóöartekna islendir.ga renni til þróunaraö- stoöar. En þegar til kastanna kom reyndust menn heldur naumir á fjárveitingar og hefur stofnunin „Aðstoð Islands við þróunarlöndin” verið i algeru fjársvelti frá upphafi og fram á þennan dag. Við aðra umræðu fjárlaga i fyrra vakti ég athygli á þessari ómynd, og flutti breytingartillögu um aö hækka upphæðina úr 12.5 milj. í 25 milj. Ég skýrði þá einnig frá þvi, að öll aöstoð islendinga við fátækar þjóðir væri ekki einn af hundraði, eins og markmiðið er samkvæmt- gildandi landslögum heldur hálfur þúsundasti hluti af þjóðartekjum. Ég gat þess einnig, að nágrannar okkar og frændur annars staðar á Norðurlöndum hefðu staðiðsig ólikt betur i þessu efni, og væru sviar eina þjóð i heiminum sem náð hefði 1% markinu, en norðmenn nálguðust það ár frá ári. Til frekari skýring- ar skal þess getið, að umrætt markmiö, a.m.k. einn hundraðasti hluti þjóðartekna til þróunarhjálpar, er sett fyrir all- mörgum árum af Allsherjarþingi Sameinuðu þjóöanna. — Ekki þarf að taka það fram, að stjórnarliðið eins og það lagði sig kolfelldi hækkunartillögu mina, enda þótthún væri svo lítilfjörleg að ég blygðaöist min hálfpartinn fyrir aö flytja hana. NU kemur nýr kapituli — og hann er ljótur. Þróunarsjóður Sameinuðu þjóðanna er stofnun sem er ætlað það hlutverk að aðstoða þróunar- lönd. Með einhverjum hætti, sem er utan við minn skilning, hefur ráðamönnum þjóöarinnar tekist að komast inn á gafl i þessum sjóöi fátæka fólksins og fá þaðan verulega styrki til „þróunar” nokkurra islenskra atvinnu- greina. Hafa styrkveitingar okkur til handa úrsjóði þessum nú um hrið verið stórum meiri en framlag það, sem við höfum i hann orðiö að greiða sem eitt af aðildarrikj- um Sameinuðu þjóðanna. Við þriðju umræðu fjárlaga i fyrra flutti ég tillögu um það að rikisstjórn tslands skyldi heimilt Ritgerðin: ÍJppruni og pema gerir nokkra jgrein fyrir þeim skoðunum hans. Niðurstaða Oskars gengur í herhögg við ályklanir Sigurðar Nordal í hinni frægu rit- gerð Hrafnkatla (1940). Ritgerðin: Uppruni og þema Hrafnkels sögu er gefin út í kiljuformi. Hún er þriðja frœðiritið sem rannsóknarstofnun í bókmennta- fræði við Háskóla Islands stendur að. | i Verð til félagsmanna kr. 1600,- + s.sk. VercI til utanfélagsmanna kr. 2000,- + s.sk. Hið íslenska bókmenntafélag

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.