Þjóðviljinn - 12.12.1976, Síða 11

Þjóðviljinn - 12.12.1976, Síða 11
Sunnudagur 12. desember 1976 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA H í afahúsi Ný bók eftir Guðrúnu Helgadótt- ur, höfund bókanna um Jón Odd og Jón Bjarna. Þetta er sag- an um Tótu litlu, átta ára óvenju- lega bráðþroska telpu, og fólkið í afahúsi, mömmu hennar og pabba, systkini, afa og ömmu. Og á hinu leitinu er skólinn, þar sem margt ber til tíðinda, og fólkið í götunni. Sagan lýsir fjöl- þættu, iðandi mannlífi þar sem ekki skortir skemmtileg atvik né hnyttin tilsvör fremur en í fyrri bókum Guðrúnar. Vísnabókin Þessi sígilda bók hefur öðlast slíkar vinsældir að fátítt er. Hún ætti að komast í hendur allra barna og foreldra þeirra. Ný sending af hljómplötunni góðu, þar sem sungnar eru vísur úr bókinni, er væntanleg næstu daga. Kalli og Kata í fyrra komu út tvær bækur um Kalla og Kötu og urðu mjög vin- sælar. Nú eru komnar út tvær nýjar bækur, Kalli og Kata eiga afmæli og Kalli og Kata eignast gæludýr. Þær standa hinum fyrri síst að baki og eiga áreiðanlega eftir að gleðja mörg lítil börn. Jón Oddur og Jón Bjarni Báðar bækur Guðrúnar Helga- dóttur um þessa óviðjafnanlegu bræður hafa verið endurprentað- ar, en sú fyrri er þegar á þrot- um öðru sinni. Það er því ekki seinna vænna að komast yfir eintak. Barbapapa hefur unnið hug og hjörtu allra barna, enda er það auðskilið, þegar bækurnar eru skoðaðar, því að þær eru gæddar óvenju- legu hugmyndaflugi og lífsgleði. Nú er komin ný bók með 17 Tvær nýjar Tumabækur eru komnar út: Tumi leikur við kisu og Tumi og Magga. Bækur þess- ar eru eftir mjög kunnan barna- bókahöfund, Gunilla Wolde, og gefnar út samtímis i mörgum löndum. Skemmtilegar myndir. Sigrún fer á sjúkrahús Þessi bók Njarðar P. Njarðvík er einskonar heimildarsaga fyrir börn. Sagt er frá fjögurra ára stúlku sem þarf að fara á sjúkra- hús til að láta taka úr sér háls- kirtla. Bókin er samin í samráði við barnadeild Landakotsspítala og er ætlað kynningarhlutverk, auk þess sem hún geymir skemmtilega og að ýmsu leiti spennandi sögu. bráðskemmtilegum myndasög- um af ævintýrum Barbafjölskyld- unnar. Einnig eru fáanlegar fjór- ar aðrar bækur um þessa ein- stæðu fjölskyldu. Tvær fyrstu bækurnar í nýjum bókaflokki eftir höfund Tuma- bókanna, Emma öfugsnúna og Emma og litli bróðir. Þessar bæk- ur eru algerlega hliðstæðar Tumabókunum og bera öll sömu góðu höfundareinkennin. Helgi skoðar heiminn Hinar gullfallegu myndir Hall- dórs Péturssonar, sem sýndar voru á Kjarvalsstöðum í haust, hugljúf og skemmtileg saga eftir Njörð P. Njarðvík. Ótvírætt feg- ursta og vandaðasta íslenzk barnabók, sem gerð hefur verið. Gleðjið unga vini yðar með þess- ari frábæru bók. Jólavísur Ragnars Jóhannessonar með myndum Halldórs Péturssonar eru korrmar í nýrri útgáfu. Þess- ar skemmtilegu vísur hafa um langt skeið verið ríkur þáttur í jólagleði og jólahaldi íslenzkra barna, enda óspart um hönd hafðar í heimahúsum, á jóla- skemmtunum og í barnatímum í útvarpi. Breytíngar t Crtsabæ þroskandi leikbok eftir Annette Tison og Talus Taylor ÍÐVNN Breytingar í Grísabæ Þroskandi leikbók eftir Tison og Tailor, höfunda bókanna um Barbapapa. Falleg bók og skemmtileg, sem kennir börn- unum ýmislegt.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.