Þjóðviljinn - 12.12.1976, Síða 15

Þjóðviljinn - 12.12.1976, Síða 15
14 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 12. desember 1976 KONUR KIN& I \ 111 n .Akveðnar á svip’ Algjör frelsun kvenna und- an aldalangri kúgun og van- mati verður aldrei að veru- leika i kapitalistisku þjóð- félagi, en þar má aö sjálf- sögðu gera ýmsar úrbætur. Konur ná ekki algjöru jafn- rétti á við karla nema i sósialisku þjóöskipulagi en það frelsar þær ekki sjálf- krafa. Þar verður að heyja harða baráttu fyrir nýjum hugmyndum og breyttu mati og viöhorfum. S.l. sum- ar átti ég þess kost að heimsækja Kinverska Al- þýðulýðveldið og dvelja þar i þrjár vikur. Þá sá ég hvernig byltingarsinnað samfélag getur frelsað konur, en ég sá einnig að þjóðskipulagi veröur ekki bylt án þátttöku kvenna. Kinverskt máltæki segir, að konurnar beri helminginn af himninum á herðum sér. Kin sósíaliska umsköpun, sem nú fer fram 1 Kina væri óhugsandi, ef hún snerti að- eins helming þjóöarinnar, en skildi hinn helminginn eftir i kúgun og ófrelsi. Kinverskar konur hafa reyndar ekki enn náð fullu jafnrétti á við karla, en þær eru komnar mun lengra á þeirri braut en kynsystur þeirra annars staöar i heiminum. Kinverjar gera sér vel ljóst, að lagaleg og fjárhagsleg jafnstaða er ekki nóg, heldur verður alger hugarfarsbreyting að eiga sér stað. Mat kvenna á sjálfum sér og mat karla á konum veröur að taka al- gjörum stakkaskiptum. Endurmeta veröur hlutverk kvenna sem eiginkv. og húsmæðra og þátttakenda i atvinnulifinu. //Gamla Kína". Kúgun kvenna i gamla Kina var margföld og Kinverjar tala nú um fjöllin fimm, sem þær hafi mátt bera á bakinu. Konurnar voru ofurseldar oki lénsskipulagsins og þrælahalds- ins, sem þvi fylgdi, á sama hátt og karlarnir. Vald lénsherrans yfirleiguliðum sinum viröist hafa verið nær ótakmarkaö. Auk þess aö hiröa 50 til 90% af uppskerunni i leigugjald, gátu þeir tekið konurnar með valdi. Þræll þrælsins. Þar við bættist sú kúgun, sem konurnar máttu þola á heimilun- um og i hjónabandinu. Foreldrar völdu börnum sinum maka meðan þau voru enn á unga aldri. t foreldrahúsum voru dæturnar ofurseldar valdi föðurins. Gjaf- vaxta flutti svo dóttirin sem ódýr vinnukraftur inn á heimili eigin- mannsins, þar sem hann og móöir hans máttu meðhöndla hana eins og þeim sýndist. Þannig hefndi tengdamóöirin fyrir sina eigin kúgun. Eiginmaðurinn beitti konu sina likamlegu ofbeldi, hann gat selt hana, ef þvi var aö skipta eða jafnvel fórnað henni guðunum. Viö matboröiö sat tengdadóttirin ekki við boröiö, heldur varð hún að standa viö dyrnar og eta ruður og afganga og fylla risskálar tengdaföður sins, tengdamóöur og eiginmanns. Sem ekkja laut konan valdi elsta sonar sins. Reyrðir fætur tákn kúgunarinn- ar, foru merki um kvenleika og fegurö. Byrjaö var aö reyra fætur 5 til 7 ára stúlkna. Þessir litlu fætur báru að sjálfsögöu vart full- vaxna maneskju, en alþýöukon- ur, sem tóku þennan afdrifa-Ika ósið upp eftir yfirstéttarkonum, uröu aft sjálfsögöu aö ganga til allra sinna verka eftir sem áöur. Trúarbrögðin lögðu einnig sitt af mörkum, en trúarbrögð Kin- verja lítilsvirtu konur eins og reyndar flest trúarbrögð gera. Gamla þjóðfélagiö var aö sönnu helviti á jöröu fyrir fátæklingana, en I þvi viti voru konurnar allra neöstar. Sjálfsmorð var eina lausnin og þau voru vist ekki svo fátiö i Kina fyrri alda. „Nýja Kína". Eftir 1949 fer hagur kvenna batnandi hröðum skrefum. A 27 árum hafa konur i Kina ekki aö- eins öðlast fjárhagslegt og laga- legt jafnrétti á viö karla, heldur hafa þær einnig frelsast undan þrælkunaránauö, valdi tengda- móöur, 10 til 15 barnsburðum og likamlegu ofbeldi eiginmanns. Reyndar hafði akurinn veriö ögn plægður fyrir 1949, þvi eitt fyrsta verk herja Maós á frelsuðum svæöum var aö stofna kvennahópa. Konum var gert ljóst, að þeim bæri sami réttur og körlunum og þær voru hvattar til að koma saman og ræða sin mál. 1950 voru sett lög um einkvæni og jafnrétti kynjanna. 1 framfarastökkinu mikla” 1958 fóru tugir miljóna húsmæöra út i uppbygginguna. Eftir stofnun alþýðukommún- anna tii sveita, sem eru I raun samtengdar framleiöslueiningar eöa þorp meö tugum þúsunda manna, voru sveitakonurnar ekki eins burídnar búi og börnum og áöur. 1 kommúnunum var komiö upp barnaheimilum, heilsugæslu- stöövum, mötuneytum og sauma- verkstæðum. Auk þess sem fariö var að beita tækni viö ýmis störf, sem áöur voru dæmigerð kvenna- störf eins og t.d. kornmölun. Hvar þjóna konur bylting- unni best? Menningarbyltingin, sem snerist m.a. gegn stéttamis- munun og hinni sovésku útgáfu af sósialismanum, var jafnframt kvennabylting. Þá voru barðar niður þær hugmyndir, sem voru oi-ðnar allútbreiddar, að konurn- ar þjónuðu byltingunni best heima á heimilunum. Allflestar vinnufærar konur þyrptust út i at- vinnulffið. Húsmæður við sömu götu I borg tóku sig saman og stofnuðu lltiö verkstæöi meö ein- hverri framleiöslu eða við-' gerðum, fleiri bættust i hópinn og áöur en varöi höfðu verkstæöin breyst i stórar verksmiöjur, sem framleiddu margbreytileg tæki. En baráttunni verður aö halda áfram. Kenningar Konfúsiusar mótuðu kinverskt þjóðfélag um aldaraðir. Sleggjudómar hans um að karlar væru konum æðri hnepptu kínverskar konur í and lega f jötra I meira en tvö þúsund ár. Slik djúptæk áhrif veröa ekki þurrkuö út i einu vettvangi. Nú hópa nágrannar á öllum aldri sig saman aö loknum vinnudegi og nema Marxisma, gagnrýna gamlar hugmyndir og byggja sér upp nýjan hugmyndaheim. Kinverjar gera sér ljóst, aö frelsun kvenna næst ekki ein- göngu með æöri stööu, hærri launum eða völdum. Takmarkið er heldur ekki að konurnar til- einki sér aöeins hiö karlmann- lega, þ.e. gangi karlmannaþjóð- félaginu á hönd, heldur reyna menn að breyta gildismati og leita nýs takmarks fyrir konur og karla. Konur eru hvattar til aö taka aö sér hefðbundin karlaverk bæöi á sviði tækni og stjórnmála með orð Maós formanns að leiðarljósi: „Timarnir hafa breyst og nú eru konur og karlar jafningjar. Allt sem karlkyns félagi getur gert það getur kvenkyns félagi einnig.” Á sama hátt eru karlmenn hvattir til að ganga i störf, svo sem heimilisstörf og barnaupp- eldi, sem áöur voru heföbundin kvennastörf. Það sem gerir stöðu kvenna I Kina langtum betri en okkar Vesturlandakvenna er, að þær þurfa ekki að hafa sektarkennd vegna starfa sinna utan heimilis, þvi allar konur eru útivinnandi og þjóöfélagiö litur ekki aðeins á það sem æskil. heldur sjálfsagt. Þær þurfa heldur ekki aö hafa áhyggj- ur af börnum sinum, þvi þau eru i öruggum höndum á uppeldis- stofnunum. Þaö skiptir einnig miklu máli að gamla fólkið er heima á heimilunum. börn sem koma heim úr skóla á undan for- eldrum sinum, koma þá ekki að tómu húsi. Konumyndin Konur eru ekki auglýstar upp sem kynverur eða stöðutákn I Kina eins og á Vesturlöndum. Ekki er reynt að sefa leiðindi óánægðra kvenna með nýjum kjólum, nýrri tegund af þvotta- efni eða nýrri uppþvottavél: meöul, sem á Vesturlöndum eiga að bæta konum upp þá staðreynd, að ekki er reiknaö meö þeim i at- vinnulifinu og hæfileikar þeirra liggja þvi oft vannýttir. Vöruauglýsingar, driffjöður neysluþjóðfélagsins, sem segja okkur hvað viö eigum aö vilja, eru ekki til. En á pólitískum áróöursspjöldum og i blöðum eru konurnar glaölegar og ákveönar á svip viö störf i landbúnaöi og iðnaði eða aö stunda nám i skól- um eða námshópum, en ekki baðaðaróraunverulegri fegurö og dulúögi eins og i okkar auglýsing- um. Engin tiskuþrælkun! Allir eru eins klæddir.Konur og kariar klæöast bláum eöa ljósum buxum og ljósri skyrtu. Ekkert skraut eöa farði, háriö slétt. Konurnar eru stuttklipptar eöa meö hárið bundiö i flettur. Hvilikt frelsi að vera óháður boðum tisku og allri þeirri samkeppni, sem henni fylgir. Vestrænar konur eyða ekki svo litlum tima I að velta fyrir sér fötum, tala um föt, skoöa tiskublöö, arka búö úr búö i leit aö réttum lit eöa lagi, mála andlitið, leggja háriö, gagnrýna eða hrósa útliti hver annarrar o.s.frv. Nú hugsar sjálfsagt margur karl aö þaö hljóti aö vera leiöin- legt og sviplaust þjóöfélag, þar sem „kvenleg fegurð fær ekki aö njóta sin”! En það er öðru nær. Ætli hún njóti sin bara ekki miklu betur og ekki átti ég a.m.k. erfitt með að sjá mun á körlum og kon- um i Kina! „Féiagi Yujung". Konurnar eru ávarpaða „félagi” en ekki frú eöa fröken (sem sagt I ávarpinu skiptir hjú- skaparstaða ekki máli). Þær halda einnig fæðingarnafni sinu, þótt þær giftist. Hjónaband. Samkvæmt lögum má fólk gifta sig um tvitugt, en I reynd er gift- ingaraldur um 27 til 30 ára. Ung fólk er hvatt til þess aö ljúka námi, öölast reynslu i starfi heima og heiman og öölast póli- tiskt uppeldi áður en það bindur sig öðrum einstaklingi og fer að eiga og ala upp börn. Þetta skiptir konur gifurlega miklu máli. Kona, sem hefur lifað sjálfstæöu lifi sem fullorðin manneskja i u.þ.b. 10 ár áður en hún giftir sig, gengst ekki svo auðveldlega undir kúgun eigin- manns. Hún hefur haft starf úti i atvinulifinu, sem hefur gert henni kleyft aö sjá fyrir sér fjárhags- lega. E.t.v. hefur hún tekiö þátt i stjórnmálum eða starfaö að menningarmálum. Hún hefur kynnst f jölda manns og öðlast við þaö dýpri skilning á þjóðfélaginu og þörfum þess. Fjárhagslegt, þjóöfélagslegt og hugarfarslegt sjálfstæði, sem konurnar afla sér á þessum ár- um, verður þeim dýrmætt vega- nesti og hvatning til áframhald- andi sjálfstæöis i hjónabandi. Kona meö slika reynslu sættir sig vart viö að hverfa inn á heimili og starfa þar eingöngu innan lok- aðra veggja. Kinverjar lita einnig á siðbúna giftingu sem þátt i baráttunni við fjölgunarvandamáliö. Annars eru fóstureyöingar frjálsar og fær kona 1/2 mánuð I veikindafri eftir slika aðgerð. Fólk er óspart hvatt til að nota getnaðarvarnir, sem eru þær sömu og á Vesturlöndum, lykkjur, hettur og pillan. Einnig eru karlar geröir ófrjóir. Konur eru látnar hafa kort yfir blæöing- ar sinar, sem safnaö er saman á heilsugæslustöðvum. Þannig kemur þungun eöa sjúkleiki strax i ljós. Æskilegt er talið aö fólk eigi ekki fleiri en tvö börn. Allar kon- ur fá 56 daga fri frá störfum I kringum barnsburð Kynlif fyrir giftingu þekkist ekki. (Attum viö tslendingarnir erfitt meö aö skilja þetta og reyndum til hins ýtrasta aö fá svar við þeirri spurningu, hvernig siikt væri hægt, en fengum ekki. Þetta losar stúlkur að sjálfsögðu undan þeirri tvihyggju, sem rikir á Vestur- löndum nú, að verða „að sofa hjá”, hvort sem þeim likar betur eða verr, til þess að vera ekki „púkó”, eöa aö verða að passa sig á að sofa ekki of mikiö hjá „til þess að falla ekki i verði”). Hóruhús og kynsjúkdómar voru útbreidd meinsemd i gamla Kina. T.d. vár Shanghai nefnd spilltasta borg i heimi, þar sem vændiskon- ur voru á hverju strái auk annars EFTIR GERÐI ÓSKARSDÓTTUR Sunnudagur 12. desember 1976 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 15 Brugðiö á dans fyrir gesti. A skólabekk (Ijósm. Arnar Jónsson) A barnaheimili Kinversk heföarfrú hér áður fyrr tbúð i Sjanghæ ólifnaðar. Kynsjúkdómum hefur nú verið útrýmt, og gleöikonur voru teknar i endurhæfingu og uppfræddar um þaö, hvers vegna þær lentu út i slikan lifnaö. Skilnaðir eru mjög sjaldgæfir i Kina. „Af hverju ætti fólk, sem hefur gift sig af frjálsum vilja, aö sækjast eftir skilnaöi?” var svar- ið, sem við fengum, þegar við spurðum um þessi mál. Hvað skyldu slik rök standast lengi? Heimi lislif. Fjölskyldur i Kina viröast stærri en hjá okkur. Þrjár kyn- slóöir búa gjarnan saman, t.d. ung hjón með foreldrum annars og börnum sinum. Fullorðna fólkiö hefur starf ut- an heimilis. Borgarbúar vinna i verksmiðjum, en fólk til sveita vinnur landbúnaöarstörfin i félagi við aöra i kommúnunni. Gamla fólkið, sem ekki hefur fulla starfsorku vinnur létt störf. Það kemur t.d. á dagheimilin og segir börnunum sögur frá gamla Kina eða undirbýr tómstunda- og félagsstarfsemi. Börnin verja deginum á dagheimilum eöa skól- um. Siðdegis stendur þeim alls kyns tómstundastarfsemi til boða. Þrisvar á dag borða menn grjón með kjöt- eöa fiskbitum út i. Máltiðanna neyta fjölskyldurnar saman á heimiiunun eöa i mötu- neyti. Matartimi I verksmiðjum er langur eða frá kl. 11 f.h til kl. 14, svo menn hafa góöan tima til aö fara heim. Kvöldunum eyðir fólk gjarnan I pólitiskum les- hringjum eða i einhverju tóm- stundastarfi. tbúöir fólks eru litlar á okkar mælikvaröa. Ekki er gerð krafa um sér herbergi fyrir hvert barn eöa sérstaka boröstofu, setustofu og sjónvarpsherbergi. T.d. kom- um viö inn á heimili fimm manna fjölskyldu I Shanghai. Hún bjó i tveggja herbergja ibúð meö eld- húsi og klósetti. Húsgögnin voru látlaus, járnrúm með fallegri út- saumaðri ábreiðu og púðum, kommóða, tveir hægindastólar og borð. Myndir voru á veggjum og smáskraut á hillu. Húsbóndinn sýndi okkur stoltur sjónvarps- tæki, sem hann haföi sett saman sjálfur. Annars er óalgengt að sjónvarp sé á heimilum. Menn horfa á sjónvarpsútsendingar I sameiginlegum tómstundasölum. Viö komum einnig á heimili i kommúnú úti i sveit. Húsakynni þar voru svipuö og i borginni. Þaö var gaman að sjá hrifninguna i andliti gamallar konu, sem sýndi okkur húsiö sitt, sem hún haföi byggt ásamt dóttur sinni og tengdasyni. Þegar við heyröum jafnframt lýsingu hennará kjörum sinum fyrir byltinguna, sáum við að húsiö hennar var i raun höll. I stofunni voru trébekkir meöfram veggjum, tréborö fyrir enda stof- unnar, á þvi var sultukrukka meö gúllfiskum. Gólfið var rauðmálað og ber pera hékk i loftinu. A veggjunum héngu myndir þar á meðal stór mynd af Maó, spegill og dagatal og á hillu var klukka og útvarps- tæki. Kinverjar setja ekki munaðarvörur á markað nema þeir framleiöi þær i svo stórum stil og á svo lágu verði, aö allir geti keypt þær. Þannig eiga allir nú t.d. armbandsúr, útvarpstæki og nú siöast myndavél. Hvað er f jölskylda? Nú eru sjálfsagt margir, sem halda þvi fram aö fjölskyldan sé meira eða minna uppleyst i Kina. Það er að visu rétt, ef menn lita á heimiliðsem heilagt vé eða stööu- tákn, þar sem einstaklingshyggj- an ræður rikjum og innilokuö kona veitir eiginmanninum skjól, umhyggju og vernd frá erli dags- ins. En ef menn lita á fjölskyld- una sem einingu, sem vinnur saman á jafnréttisgrundvelli og þar sem einstaklingarnir styðja hvern annan og hvetja til baráttu fyrir bættu þjóðfélagi þá stendur fjölskyldan fastari fótum i Kina en á Vesturlöndum. Það var at- hyglisvert að þegar rætt var um afkomu, var alltaf talað um tekj- ur heimilisins, en ekki tekjur fyrirvinnunnar eða húsbóndans. Að visu rikir ekki algert jafn- rétti milli kynjanna á kinverskum heimilum. Það vantar enn all- \ \ mikið á, að karimenn liti á þaö sem sjálfsagöan hlut, aö þeir \ vinni heimilisstörf til jafns viö konurnar. En karlarnir eru i „endurhæfingu” og þvi er haldiö mjög á loft opinberlega, aö allir skuli skipta með sér heimilis- störfum og barnauppeldi. Dreng- ir læra aö meta slik störf og skilja nauösyn þeirra i staö þess aö lita niöur á þau eins og okkar ung- lingsstrákar gera gjarnan. Sums staöar i borgum hefur verið reynt aö leysa heimilis- störfin sem mest félagslega, t.d. meö viögerðarverkstæöum fyrir föt og sérstöku hreingerninga- fólki, stefnan virðist vera sú aö i framtiöinni leysi karlar og konur heimilisstörfin af hendi i samein- ingu á jafnréttisgrundvelli. Hvaö er lika eölilegra en aö hver ein- staklingur geti séð um sig sjálfur og sinnt eigin nauðþurftum? Börn — barnaheimili. Krupskaja kona Lenins sagði: „Hvorki rikiö né foreldrarnir eiga börnin heldur eiga þau sig sjálf”. A feröum okkar og heimsókn- um i bæjum og sveitum i Kina veittum viö þvi athygli, hvað Kin- verjum er annt um börn. Fullorö- iö fólk bæöi karlar og konur báru eöa leiddu börn um götur og torg, i görum og versiunum, hvort sem var að degi eöa kvöldi. Börnin fengu aö koma meö á útibióiö á torginu i litla þorpinu, þótt langt væri liöiö á kvöld. Sum sofnuðu reyndar i fanginu á einhverjum góöum vini, en þaö gerði ekkert til. Það er ótrúlegt en satt, aö I þessu mannhafi rákumst viö varla á grátandi barn, enda eru kinversk börn meö afbrigðum lifsglöð að sjá. Dagheimilispláss fyrir öli börn. Skemmtilegustu heimsóknir okkar voru i dagheimili. 1 borgum eru þau yfirleitt i námunda við verksmiðjurnar, þar sem full- orðna fóikið vinnur og eru opin allan sólarhringinn vegna vakta- vinnunnar. Börnin mega koma hvenær sem er dagsins og fara þegar hentar eftir kl. 16.!! Hver fóstra (ath. varla sáust fóstrar!) vinnur 8 klst. á dag. A dagheimilunun er mikil áhersla lögö á, aö börnin læri að bjarga sér sjálf, séu vinnusöm, gæti hvers annars, hjálpi hvert öðru (ef einhver dettur segir fóstran „viö veröum aö hjálpa hvert ööru”) og siðást en ekki sist, að börnin sjái sjálfan sig sem hluta af stærri heild, þ.e. öllu þjóðfélaginu. Þeim er kennd sosialistisk hugsun með sam- vinnu, frásögnum, myndum, teikningum og leikjum. Þau eldri læra aö lesa, reikna og skrifa tákn. Hvern morgun kl. 9.oo til 9.15 fer fram pólitisk uppfræðsla. Börnin tileinka sér hana gegnum sögur og söng. Siöan liöur dagur- inn i starfi og leik annað hvort frjálst eöa eftir skipulagi starfs- fólksins. Allir hvila sig um miöjan daginn. Börnin eru þjálfuö i dansi og söng og þau færðu upp heilu leiksýningarnar fyrir gestina eins og þau hefðu aldrei gert annaö. Ófeimin og hispurslaus gengu þau fram á sviöiö glaöleg og létt i hreyfingum Hér er ekki um að ræöa óraunverulega ævintýra- leiki um kónga og drottningar heldur er efnið sótt úr raunveru- legu daglegu lifi og byltingar- baráttu. Einn liður i starfi dagheimil- anna eru tengsl viö atvinnulifiö i kring. A einu dagheimilinu sáum viö litil krili vera I óöa önn aö setja gúmmihringi innan i sultu- krukkulok fyrir niöursuöuverk- smiöju i nágrenninu. Þangaö fara þau svo sjálf meö lokin sin. Einnig vaska þau upp, sópa gólf og þurrka af boröum og stólum. Leikföngin gegna sinu ákveöna hlutverki. Brúöurnar eru engar „barbies” tiskudrósir eöa yfir- náttúrulegir „aktion” menn, heldur eru þær fulltrúar hinna ýmsu starfsstétta i Kina, t.d. skólabörn, verkamenn, bændur, hermenn eða „berfættir læknar” (þeir eru á öllum vinnustööum u.þ.b. einn á hverja tiu og hafa ferígiöeins árs þjálfun. Þeir veita fyrstu hjálp i veikinda- og slysa- tilfellum). Aldrei sáum við börn Framhald á bls. 26

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.