Þjóðviljinn - 12.12.1976, Síða 26
26 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 12. desember 1976
Loftþrýstingur
gegn sjúkdómum
Margir sjúkdómar stata at pvi
að súrefnið i blóðinu kemst ekki
hindrunarlaust út i vefi og frum-
ur. Til einskis er að dæla i slika
sjúklinga hreinu súrefni, þvi súr-
efnisinnihald blóðsins breytist
sáralitið við það. Ef hinsvegar
þrýstingur andrúmsloftsins er
aukinn nær súrefnið að þrengja
sér inn i blóðvökvana og ná til
frumanna án aðstoðar rauðu
blóðkornanna. Meðferð i þrýsti-
klefum opnar nýja möguleika
þegar um er aö ræða sjúkdóma
sem stafa af truflunum á súr-
efnisflutningi. Fyrir nokkrum ár-
um var opnuð i Moskvu miðstöð
sh’krar þrýstingsmeðferðar. Þar
eru þrir þrýstiklefar: einn fyrir
skurðaðgerðir, annar fyrir
annarskonar lækningar og rúmar
VEL SNYRT HAR
ER HAGVÖXTUR MANNSINS
SlTT HAR þARFNAST
MEIRI UMHIRÐU
SNYRTIVÖRUDEILD
EITT FJÖLBREYTTASTA'HERRA-
SNYRTIVÖRUÚRVAL LANDSINS
RAKARASTOFAN
KLAPPAFSTÍG
SlMI 12725
sex sjúklinga samtimis og þriðji
klefinn er tilraunaklefi. Astand
sjúklinganna er skrásett af
tölvum. Margar þungaðar konur
með alvarlega hjartagalla hafa
fætt börn sin á eðlilegan hátt i
þrýstiklefa. Við venjulegar að-
stæður hefðu fæðingarnar getað
haft mjög alvarlegar afleiðingar.
Þrýstilækningamiðstöðin i
Moskvu samræmir starfsemi
u.þ.b. 20slikra stöðva sem til eru i
Sovétrikjunum.
—APN
í rósagarðinum
Harmleikir listarinnar
Sammy Davis jr. brást heldur
illa við er honum þóttu gestir i
næturklúbbi einum í London
ekki klappa nægilega mikið fyr-
irvini hans, söngvaranum Billy
Ecksteine. Lét hann sig hafa
það að velta um borði slnu og
skamma fólk og þjóna áður en
hann gekk út i bræði.
. Dagblaðið
Pípulagnir
Nýlagnir, breytingar
hitaveitutengingar.
ÍSimi 36929 (milli kl. 12 og
jl og eftir kl. 7 á kvöldin)
BILALEIGANFALURhf
22*0-22-
RAUDARÁRSTÍG 31,
Alþýðubandalagið á Akranesi og
nágrenni
Almennur félagsfundur verður haldinn mánu-
daginn 13. desember i Rein kl. 20.30. Dagskrá: I.
Inntaka nýrra félaga. 2. Stefán Jónsson, al-
þingismaður, situr fyrir svörum. 3. Onnurmál.
— Mætið vel og stundvíslega.
Stefán
Herstöö vaa ndstæöi nga r
Herstöðvaandstæðingar
Skrifstofa Tryggvagötu 10. Sfmi 17966 Opið 17-19 mán. — föstud.
Hverfahópur Vesturbæjar sunnan Hring-
brautar heldur fund mánudaginn 13. desem-
ber kl. 20.30 að Tryggvagötu 10. Dagskrá:
Umræður um leyniskýrslur bandaríska utan-
ríkisráðuneytisins.
Konur
Framhald af 15. siðu.
slást, en byssur þykja sjálfsagt
leikfang, börnin skulu læra að
verja sig gegn óvinunum eins og
fullorðna fólkið!
Barnabækur hata byltingar-
innihald. Þær segja ekki frá
leynifélagi, sem með fádæma
slægð kemst á spor bófa, sem lög-
reglan hafði árangurslaust leitað
að, heldur segja þær frá dugleg-
um börnum, sem hjálpa öðrum á
erfiðri stundu og vinna að upp-
byggingu sósialismans undir
handleiðslu Maós formanns.
Þessum börnum verður lagt
erfitt verk á herðar, þegar þau
vaxa úr grasi og þurfa að taka
við byltingarstarfinu i landi sinu
og halda áfram að byggja upp
sósialismann. Kinverjar gera sér
vel ljóst að miklu máli skiptir að
vanda til uppeldis þeirra.
Heilsu barnanna virðist vera
vel gætt. Þau fara i reglulega
læknisskoðun, hafa hollt matar-
ræði og iðka likamsrækt. A einu
barnaheimili, sem við heimsótt-
um var vönduð sundlaug, þar sem
hópur barna æfði sig að kappi
fyrir hópsundið mikla, sem
árlega fer fram daginn, sem Maó
synti yfir Jangste-fljót.
Minnstu börnin eru á vöggu-
stofum, sem oft eru i verksmiðju-
byggingunum sjálfum svo mæð-
urnar eigi auðveldara með að
skreppa til eirra og gefa þeim
brjóst.
Fatnaður barna er fjölbreyttari
og litrikari en fullorðinna. Eftir
heimsókn á barnaheimili vorum
við alltaf kvödd með blómum og
söng. Við veifuðum á móti og
dauðlangaði að vera lengur!
Menntun.
Þótt menntun almennings væri
ekki mikil i Kina fyrir byltinguna,
var ástandið þó skárra meðal
karla en kvenna. I litlum bæ i
Suður-Kina voru 65% karlanna
læsir árið 1950, en aðeins 8%
kvenrmnna. 1 Sxechevan-héraði
kunnu 48% karlanna og 19%
kvennanna að lesa á árúnum 1942-
43.
Eftir frelsunina 1949 var komið
upp miklum fjölda lestrarhópa og
nú seg jast Kinver jar hafa útrýmt
ólæsinu.
Allir ljúka nú 9 ára skyldunámi.
Þá tekur við starf úti i atvinnulif-
inu. Stúlkur og drengir hafa sömu
undirbúningsmenntun, þvi standa
þau jafnt að vigi til starfs og
náms. Til þess að komast i fram-
haldsnám, þurfa menn að vera
valdir til þess af vinnufélögum
sinum eftir 2ja til 3ja ára starf.
Fókl á einnig kost á alls kyns
kvöldskólum og fullorðins-
fræðslu.
Markmið skólanna er það sama
og dagheimilanna, þ.e. að ala upp
einstaklinga, sem eru hæfir til að
taka við uppbyggingu sósialist-
isks þjóðfélags.
Vinnan.
Eftir menningarbyltingu hafa
Kinverjar tekið upp baráttu gegn
Konfúsiusi að „þeir, sem vinna
andleg störf, stjórni og þeir, sem
vinna með hörðum höndum, sé
stjórnað”. Reynt er að sameina
andlega og likamlega vinnu,
einnig iðnað og landbúnað. Fólk
sem t.d. vinnur skrifstofustörf i
borgum fer á uppskerutimanum
út i sveitirnar. Korn er þurrkað á
strætum borganna og sekkjað
þar. Alls kyns ræktun nær svo
langt inn i borgirnar, að ógerlegt
er að sjá hvar borg endar og sveit
tekur við.
Hjá okkur er tilgangur vinn-
unnar ,,að hafa ofan i sig og á”
eins og það heitir. Allur fjöldinn
hefur ekkert út úr starfi sinu
nema launin, sem hann eyðir i
nauðþurftiir. Verkakonur dreym-
ir jafnvel um þann fjarlæga mun-
að að geta „bara” verið heima.
Menn reyna að vinna það mikið,
að þeir geti átt afgang til þess að
eignast hús og innbú, bil og bát.
Nokkra fúlgu þarf lika að eiga
fyrir sumarfriinu, sem oft er
aðalmarkmið ársins. Minni
markmið eru svo helgarnar, sem
hjá mörgum er eini timinn, sem
þeim liður vel. „Einkalifið” verð-
ur aðalatriðið.
1 þjóðfélagi sem er i svo hraðri
þróun sem Kina og þar sem upp-
byggingin er framkvæmd á
félagslegum grundvelli, er þessu
allt öðru visi varið. Einstakling-
arnir eru sér miklu betur meðvit-
aðir um mikilvægi sitt og vinnan
er i þeirra eigin þágu. Vinnan
fullnægir fólkinu ekki siður en fri-
timinn.
Það skiptir einnig mjög miklu
máli að allir fullornir einstakling-
ar eru með, bæði konur og karlar.
Karlmennirnir eiga ekki konur
heima, sem lita á heimilið sem
mikilvægasta staðinn og fá eigin-
mennina til þess að lita hlutina
sömu augum.
Konur vinna nú nær öll störf i
Kina, sem karlar vinna, þótt þær
séu mun fámennari i fjölda
starfa. Aftur á móti vinna karlar
ekki öll störf, sem konur vinna
eins og t.d. fóstrustörf.
Við sáum mun færri konur i
leiðandi störfum, en þurfi að velja
milli karls og konu I eitthvert
ábyrgðarstarf og bæði eru talin
hafa sömu hæfileika, er það
stefna flokksins að velja konuna.
Allangt í launajöfnuð.
Konur virðast frekar vera i
lægri launaflokkum, en launa-
munur er enn all mikill i Kina.
Konur komast fyrr á eftirlauna-
aldur en karlar, eða við 50 ára
aldur. Umdeildanlegt er hvort
hér sé um jafnrétti að ræða.
Kannski eru þessi „forréttindi”
kvennanna bara leifar af þeim
gömlu hugmyndum, að konur séu
frekar veikburða en karlar. Eftir-
laun eru 50 til 70% af launum.
Laun verkafólks eru frá 40 yan
upp i 120 yan. Um 5% fer I húsa-
leigu og 25% I mat. Föt eru ódýr,
en hjól, aðalfarartæki almenn-
ings auk strætisvagna, kostar um
140 yan. 1 kommúnum til sveita
fara laun eftir framleiðsluverð-
mæti. Arði af sölu afurða er þar
skipt á milli þeirra sem taka þátt
i framleiðslunni i hlutfalli við
vinnuframlag þeirra. Daglegur
vinnutimi er 8 stundir.
Konur geta þjálfað sig til
allra starfa.
Eins og áður segir vinna konur
nær öll störf. Konur sem ryðja
brautina koma körlum til að trúa
á getu kvenna og hjálpa ungum
stúlkum til að öðlast trú á eigin
getu. I þungaiðnaði sáum við kon-
ur stjórna tækjum og vélum af
festu og öryggi. Þær féllu ósköp
eðlilega inn i umhverfið og það
vottaði ekki fyrir feimni eða af-
sökunarbrosi, þegar við störðum
á þær og mynduðum I bak og
fyrir.
Konur bora eftir oliu og nýlega
las ég frásögn af kvennahópi i
Norður-Kina, sem leitaði að oliu
og fann. Þær útveguðu tækin
sjálfar, fluttu á staðinn, lögðu
leiðslurnar og hófu siðan borun.
Allar viðgerðir önnuðust þær
sjálfar. Að vinnu lokinni koma
þær saman og stunda pólitik!
Annar hópur fór í rafllnulagnir.
Þær æfðu sig fyrst i að klifra I
reipisstigum, ganga á háum slám
o.s.frv. Konur eru skógarhöggs-
menn og þær byggja brýr. A
Gulahafinu er fjöldi báta á veið-
um mannaðir konum. Þær eru
einnig i námum, t.d. járnnámum.
Af þessu má sjá, að konurnar
veigra sér ekki við að taka að sér
erfið og slitandi verk, ef þeim er
treyst fyrir þeim og þær fá tæki-
færi til að sýna, hvað i þeim býr.
Sjálfsagt eru orð Maós þeim
hvatning, þegar hann ségir: „sá
er góður félagi, sem helst viil fara
þangað, sem erfiðleikarnir eru
mestir”.
1 Peking eru 40% visindamanna
og tæknifræðinga konur. A
sjúkrahúsum eru 35% lækna meö
hið meira læknapróf konur. Nú er
helmingur læknastúdenta konur.
Lokaorö.
A 27 árum hafa konur i Kina
náð langtum lengra i átt til jafn-
réttis, en við vestrænar konur
eftir áratuga baráttu. Hjá okkur
hafa baráttukonurnar verið svo
fáar. Baráttan hefur ekki náð til
nema litils hluta kvenna, hvað þá
að hún hafi náð til karla. Þótt
furðulegt megi teljast, þá er það
fyrst árið 1975 eða á kvennaári
Sameinuðu þjóðanna, að fólk al-
mennt, a.m.k. hér á landi, viður-
kennir að misrétti sé milli kynj-
anna.
t Kina er kvennabaráttan háð
opinberlega. Það er litið á það
sem mikiivægan þátt i þróun
sosialismans, að konur nái jafn-
rétti á við karla og taki virkan
þátt i uppbyggingunni.
Þeir áfangar, sem konurnar
eiga nú eftir að ná i Kina, geta
orðið þeim erfiðir, þ.e. að ná jafn-
rétti á heimilunum, i stjórnun
fyrirtækja og stofnana og i flokks-
forystu. Konur eru t.d. aðeins 22%
hinna 2000 fulltrúa i æðstu valda-
stofnun landsins.
(Með samsvarandi hlutfalli
ættu 13 konur að sitja hið
lýðræðislega Alþingi íslendinga).
Árangurinn er kominn undir
stjórnmálaþróuninni i landinu
næstu árin. Hvað sem þvi liður,
var mér það hvatning að sjá kin-
verskt þjóðfélag og hlut kvenna i
þvi.
Hvað getum við lært af
Kínverjum?
Mér finnst kominn timi til, að
félagar okkar i sósialiskri hreyf-
ingu fari að hugsa alvarlega um
það hlutverk sitt sem sósialista að
lita á konur sem jafningja sina.
Jafnframt þurfa þeir að sýna i
verki, að þeir liti á það sem sjálf-
sagðan hlut, að þeir taki á sig
helming heimilishalds og barna-
uppeldis, sem nú er að mestu i
höndum eiginkvenna þeirra og
veldur þvi, að þær vinna margar
tvöfalt starf og eiga þess engan
kost að sinna öðru. Karlarnir hafa
aftur óbundnari hendur til þess að
gera það sem þá lystir, hvort sem
það er að vinna meiri yfirvinnu
eða starfa að félagsmálum. nú
stoðar ekki lengur að segja „kon-
an min vill hafa þetta svona”.
Hver einasta kona þarf hvatningu
og uppörvun, eigi hún að brjóta af
sér fjötrana og koma út meðal
manna. Konurnar þurfa lika að
vera tilbúnar til að axla byrðarn-
ar með karlmönnunum. Byrjum
með sjálfsgagnrýni að hætti Kin-
verja og hefjumst svo handa!
Neskaupstað, i nóvemberlok 1976.
Gerður G. óskarsdóttir
f Bróðír mín^’,j
- Ljónshjarta ^
Astrid
ÆVINTÝRI
BRÓÐIR MINN LJÓNSHJARTA eftir
Astrid Lindgren.
Sagan um bræðurna Jónatan og Snúð
Ljónshjarta og ævintýri þeirra í furðu-
landinu Nangijala. Fögur, uggvænleg og
áhrifamikil frásögn um gott og illt — og
um leið full af töfrum og skáldskap. Þetta
er ævintýri sem á ríkulegt erindi, bæði við
börn og fullorðna.
snga;Vilborg Dagbjartsdóttir
myndir :Gyifi Gíslason
Alli Nalli og tunglið
eftir Vilborgu
Dagbjartsdóttur með
myndum eftir Gylfa
Gíslason nýkomin út.
Eftirlætisbók yngstu
barnanna.
Mál og menning.