Þjóðviljinn - 13.01.1977, Page 16
DJÖÐVIUINN
Fimmtudagur 13. janúar 1977
' Aðalsimi Þjóðviljans er 81333 kl. 9-21 mánudaga til föstu-
daga, kl. 9-12 á laugardögum og sunnudögum.
Utan þessa tima er þægt að ná i blaöamenn og aöra
starfsmenn blaðsins i þessum simum Ritstjórn 81382,
81527, 81257 og 81285, útbreiösla81482 og Blaöaprent81348.
81333
Einnig skal bent á
heimasima starfsmanna
undir nafni Þjóðviljans i
simaskrá.
Leikhúsfólkið frá Bretlandi á fundi meö forráðamönnum Þjóðleikhússíns i gær. Krá hægri: Hovhannes 1. Filikian, Ralph Koltai, Sveinn
Einarsson, Jane Bond, Sigurjón Jóhannsson, yfirleikmyndateiknari, og Stefán Baldursson, aðstoðarleikstjóri.
Shakespeare lika í Þjóðleikhúsinu
Sótt í smiðju til Bretlands
Rit væntan-
legt um
einangrun
ibúðarhúsa-
á vegum Rann-
sóknastofnunar
byggingar-
iðnaðarins
Þjóöviljinn hafði samband við
Hákon Olafsson yfirverkfræðing
hjá Rannsóknastofnun bygging-
ariðnaðarins og spurðist fyrir um
það hvortekki væri hægt að spara
orku með þvi að einangra hús bet-
ur. Hákon sagði að þetta væri
ekki sama vandamál hér og hjá
öðrum Norðurlandaþjóðum þar
sem á næstu árum hefðum við
umfram orku t.d. frá Sigöldu-
virkjun og þvi hefðu islendingar
ekki lagt eins mikið kapp á þetta
og þær. Þó væri þetta stöðugt á
döfinni og nú er Rannsóknastofn-
un byggingariðnaðarins einmitt
að gefa út rit um einangrun
ibúðarhúsa sem kemur út eftir
uþb. hálfan annan mánuð. A
mánudaginn var gekkst Rann-
sóknaráð rikisins fyrir ráöstefnu
um orkumál og bar þetta einnig á
góma þar.
Hákon sagöi að gluggar væru
veiku punktarnir i einangrun
húsa og þrefalt gler mundi spara
mikinn kyndingarkostnað og enn-
fremur betri einangrun á loftum
og útveggjum en þetta hefði allt
sin fjárhagsiegu takmörk og
miöaöist við verð og framboð á
orku hverju sinni.
A Norðurlöndum hefur verið
lagt geysimikiö i rannsóknir á
þessu svið og nú er þar td. fariö
að reisa sjálfhitandi hús. Þau
væru mjög vel einangruð og nýttu
sólarorkuna til upphitunar.
—GFr.
Þrir breskir leikhúsmenn
leggja Þjóðleikhúsinu lið við
uppsetninguna á Lé konungi
eftir Shakespeare, en æfingar
eru hafnar fyrir skömmu. Leik-
stjórinn, Hovhannes I. Pilikian,
er einn af þekktustu yngri leik-
stjórum i Bretlandi, og Ralph
Koltai, leikmyndasmiður, er
yfirleikmyndateiknari Royal
Shakespeare Company I
Lundúnum, og hefur hlotið
heimsfrægð fyrir leikmyndir
sinar. Með þeim vinnur að
sýningunni Jane Bond, sem
aöstoðar Koltai við leikmynda-
gerðina og búninga scrilagi.
Pelikian og Koltai hafa unnið
saman að tveimur sýningum,
sem báöar eru rómaðar, ödipús
Sófóklesar og Ræningjunum
eftir Schiller. í umsögnum
blaða hefur Pilikian verið llkt
við Grotowsky og Peter Brook
að frumleika i leikstjórn. Koltai
hefur gert leikmyndir fyrir um
100 uppsetningar I leikhúsi og
óperuhúsum, aðallega 1 Bret-
landi, en einnig i Bandarikj-
unum, Astraliu og fl. stöðum.
Hann fékk m.a. fyrstu verðlaun
á alþjóðastefnu leikmynda-
teiknara i Prag i fyrra. Hann
var i 8 ár, fram til ’73, skóla-
stjóri Theatre Design at The
Central School of Design i
Lundúnum. Hann er hér aðeins
skamma hrið nú, og stjdrnar
Jane Bond sviðsmyndagerð þar
til hann kemur aftur. Frum-
sýning er ráðgerð 2. mars.
Lér konungur hefur aldrei
verið fluttur hér á sviði áður, en
þessi harmleikur Shakespeares
hefur veriðfluttur i útvarp. Það
er þýðing Helga Hálfdanar-
sonar sem leikin verður.
Stefán Baldursson er
aðstoðarleikstjóri, Rúrik
Haraldsson leikur Lé konung,
Baldvin Halldórsson fiflið,
Erlingur Gislason jarlinn af
Gloster og Kristbjörg Kjeld,
Anna Kristin Arngrimsdóttir og
Steinunn Jóhannesdóttir dæt-
urnar Goneril, Regan og
Kordeliu.
—ekh
Skuttogari 1 smlöum.
12 nýir
skuttogarar
Einn af þeim
kemur til
landsins í dag
Um þessar mundir eru 11
skuttogarar i smiðum fyrir Is-
lenska útgerðaraðila og einn
nýr togari kemur til landsins i
dag; það crpólsk-smiðaðurskut-
togari af minnigerðinni, sem
Miðnes h.f. I Sandgerði fær.
Hinir 11 togararnir eru ýmist i
smiðum hér á landi, i Noregi
eða i Póllandi. 1 Póllandi eru
tveir skuttogarar i smiðum i
Gdansk. Annar þeirra er fyrir
vestmannaeyinga en hinn fyrir
útgerðaraðila frá Stokkseyri,
Eyrarbakka og Selfossi.
I Noregi eru i smiðum tveir
skuttogarar fyrir Isbjörninn h.f.
Þar er einnig i smiðum togari
fyrir seyðfirðinga og annar fyrir
ú t g e r ð a r f y r i r t æ k i á
Stöðvarfirði.
1 Slippstöðinni á Akureyri er
verið að smiða togara fyrir Þórð
Óskarsson á Akranesi og annan
fyrir Magna Guðmundsson á
Ólafsfirði og eru þeir báðir
smíðaðir frá grunni hér á landi,
en þar er einnig verið að ljúka
við smiði togara fyrir dalvik-
inga en skrokkur þess togara
var smiðaður i Noregi og siðan
fluttur til Islands.
1 Stálvik er verið að smiða tvo
togara, annar fer til Suðureyrar
en hinn er fyrir aðila i Reykja-
vik. —S.dór
Byggðalínan formlega tekin í notkun
Mikill kuldi olli
erfiðleikum í
prufukeyrslunni
t fyrradag prufukeyrðu Raf-
magnsveitur ríkisins I fyrsta sinn
nýju rafmagnslinuna til Akureyr-
ar og voru flutt þangað 4 mega-
wött. Tilraunin tókst ágætlega,
um tuttugu megawött fóru yfir
Borgarfjörðinn en vegna mikils
kulda noröan lands og vestan
varð að ræsa dieselvélar siðari
hluta dags til þess að ekki þyrfti
að gripa tii varavéla á Akureyri.
Voru dieselvélar settar I gang á
Suðárkróki og Laxárvirkjun, en
rafmagnið að sunnan var uppurið
er þangað kom, vegna hinnar
— en hjá Raf-
magnsveitum
ríkisins eru menn
hœstánœgðir
með rafmagns-
flutninginn að
sunnan
miklu notkunar á leiðinni ikjölfar
kuidans.
Kári Einarsson hjá Rafmagns-
veitum rikisins sagði að strengur-
inn yfir Hvalfjörð gæti borið um
25 megawött eins og nú er ástatt,
en af þeim fara um 6 til Akraness,
sex á Snæfellsnes, og sex að Lax-
árvatni, þegar kuldar eru miklir,
en mörg hús eru rafmagnshituð.
Byggðalinan var prufukeyrð
áfram í gær, en i dag verður hún
tekin formlega i notkun á Akur-
eyri.
—gsp
ítalskir kommúnistar styðja
tékkneska andófsmenn
RÓM 12/1 Reuter — L’Unita, dag-
blað Kommúnistaflokks Italiu,
fordæmdi i dag árásir
tékkóslóvakiskra yfirvalda á
mannréttindaávarp þarlendra
andófsmanna og þá, sem að
ávarpinu standa. Blaðið vikur að
stöðugum yfirheyrslum yfir
andófsmönnum og heiftarlegri
árás á þá i Rude Pravo, málgagni
Kommúnistaflokks Tékkó-
slóvakiu, i dag, og segir að af
þessu megi glögglega marka, i
hvaða anda og með hverskonar
aðferðum tékkóslóvakisk yfirvöld
hyggist snúast við þeim vanda-
málum, sem tekin eru til
meðferðar I ávarpi andófsmanna.
Framkvæmdanefnd Kommún-
istaflokks Italiu kemur saman
siðar i dag til að ræða viðhorf sitt
til þessa máls. — Yfir 280
tékkóslóvakar hafa nú undirritað
mannréttindaávarpið.