Þjóðviljinn - 18.01.1977, Blaðsíða 6
6 — SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN ÞriBjudagur 18. janúar 1977.
r
Hoogoven-skákmótið í Wijk Aan Zee
Friðrik fór var
lega að hollend
ingnum Böhm
Friörik og Timman hafa báöir fariö fremur rólega af staö, meö þrjú
jafntefli hvor aö loknum þremur umferöum, en þeir eru þó báðir á
meöal þeirra sem taldir eru sigurstranglegastir f mótinu.
Frá Gerard Vilschut,
Wijk Aan Zee:
I 2. umferð skákmóts-
ins í Wijk Aan Zee, sem
tefld var á laugardag,
gerðu báðir íslensku stór-
meistararnir jafntefli.
Friðrik tefldi gegn
hollendingnum Böhm,
sem nú berst fyrir öðrum
stórmeistaraárangri sín-
um. Böhm hafði hvítt og
Friðrik tefldi af varúð.
Þaö var ekki aö ástæöulausu
aö Friörik fór varlega aö Böhm.
Hollendingurinn skellti Friöriki
nefnilega illilega á IBM-mótinu
sl. sumar, og á skákmótinu i
Wijk Aan Zee i fyrra mátti Frið-
rik þakka fyrir aö ná jafntefli
eftir langan og erfiðan bardaga.
Já, Böhm er vaxandi og vara-
samur skákmaöur. Hann hefur
gaman af þvi aö leika óregluleg-
ar og litt kunnar byrjanir og fer
sinar eigin leiðir, þótt hann sé
e.t.v. hrifnastur af þvi að velja
sér friðsamlega byrjunarleiki.
Hann tefldi aö þessu sinni til
1. 3. u 1. s. L. 7. 10. 17. u
(Sfltfeziqh m >la 0 0
1 hiLes 'k m 'U
\ \ m 'U i
H Soso/GK'O n 1 'U
5. KAuhlek @ 0 'U
6. 6,L\^)K)UtM0u£ 11 'U 'U 0
?. FiSieeiK 'U ■ *u h
K icu 1 >u 'U
q. UXKOL.'QC 0 0 1 m
10. 'U lU 'U p
n LICilEeiPK ‘k 0
u. í>OHh l 'U 1
jafnteflis og Friörik fann engar
vinningsleiðir.
Hvitt: Böhm (Hollandi)
Svart: Friörik ólafsson
1. d4-Rf6
2. c3-g6
3. Bg5-Bg7
4. Rd2-d6
5. e3-Rbd7
6. Bd3-e5
7. Re2-0-0
8. 0-0-De7
9. Dc2-He8
10. f4-exd4
11. exd4-h6
12. Bh4-Df8
13. Hf3-b6
14. Rg3-Bb7
jafntefli
Á meöan tefldi Guðmundur
Sigurjónsson með svart á móti
júgóslavneska stórmeistarar.-
um Kurajica, sem undanfarna
mánuöi hefur teflt af miklu
öryggi og vakið sivaxandi at-
hygli. Guðmundur fór rétt eins
og Friðrik varlega i sakirnar og
reyndi ekki að stýra svartliöum
til sigurs.
Hvitt: Kurajica (Júgóslaviu).
Svart: Guðmundur Sigurjóns-
son.
Lokað afbrigöi af Sikileyjar-
vörn.
1. e4-c5 5. Bb5-Bd7
2. Rc3-d6 6. 0-0-e6
3. f4-Rc6 7. e5-dxe5
4. Rf3-Rf6
8. fxe5-Rd5
9. Re4-Be7
10. d3-0-0
11. Bxc6-Bxc6
12. a3
jafntefli.
Já, þær voru stuttar þessar
skákir islensku keppendanna sl.
laugardag. Á meöan var barist
af öllu meiri hörku á öðrum
borðum, eins og t.d. hjá Timm-
an sem hafði hvitt og leitaði stift
að vinningi á móti landa sinum
Sosonko...en árangurslaust.
Hollendingurinn Ligterink,
sem á möguleika á sinum þriðja
stórmeistaraárangri, tapaði
peði á klaufalegan hátt,og meira
þurfti sovéski stórmeistarinn
Geller ekki til þess að sigra
af öryggi.
Nikolac gerði örlagarik mis-
tök i timahraki og tapaði fyrir
tékkneska stórmeistaranum
Kavalek, en hann er nú búsettur
i Bandarikjunum og keppir fyrir
hönd þarlenskra.
2. umferð var þar með lokið
en framundan var þriöja um-
ferðin á sunnudeginum og siðan
fridagur á mánudegi, en i dag
verður 4. umferð mótsins tefld.
—gsp
Guðmundur tefldi djarft
til yinnings...en tapaði
eftir hörkuskemmtilega skák sem áhorfendur kunnu vel að meta
Frá Gerard Wilschut,
Wijk Aan Zee:
Þriðja umferðin á
Hoogoven-skákmótinu
reyndist íslensku kepp-
endunum nokkuð erfið.
Guðmundur Sigurjónsson
var í sviðsljósinu í skák
sinni gegn júgóslavneska
meistaranum Nikolac.
Júgóslavinn hafði ekki
átt velgengni að fagna og
tapaði bæði í fyrstu og
annarri umferð, fyrst
fyrir Sosonko en siðan
fyrir Kavalek. Menn
bjuggust þvi ekki við
miklu af honum með
svart á móti Guðmundi,
en er upp var staðið höfðu
úrslitin þó orðið nokkuð á
annan veg en búist var
við.
Guðmundi virðist ekki
ganga of vel að tefla gegn
mönnum I neösta sæti. Fyrir fá-
um mánuðum tapaði hann
i Júgóslaviu fyrir Marjan sem
þá var i neðsta sæti og hafði
Guðmundur þá hvitt i spánskum
leik, en sama staöa kom einmitt
upp núna. Aftur hafði Guð-
mundur hvitt á móti neðsta
manninum, spánskur leikur
Friðrik á
réttri leið
Friörik óiafsson hefur löng-
um fariö sér hægt i byrjun
stórra skákmóta og þreifaö fyr-
ir sér i fyrstu skákunum. t sam-
tali viö Þjóöviljann I gær sagöist
hann alls ekki óánægöur meö út-
komuna þaö sem af er; hann
þyrfti alltaf tima til aö finna
sjálfan sig og aö litil ástæöa
væri til aö rembast lengi viö
jafnteflislegar stööur I fyrstu
umferöunum.
Friörik hefur nú gert jafntefli
I þremur fyrstu skákunum, og
þaö er rétt aö hafa þaö i huga,
aö hann sigraði i þessu sama
móti I fyrra eftir aö hafa gert
jafntefli i fyrstu fimm um-
feröunum! Þaö er þvi litil
ástæöa til óþoiinmæöi enn sem
komiö er.
—gsp
kom upp...og Guðmundur
tapaði.
1 dag haföi hann örlitið betri
stöðu eftir leik svarts 14...c5, þvi
betra hefði verið fyrir Nikolac
að leika 14...Rc4. En Guðmundi
urðu á mistök I 17. Dd2 (betra
var strax 17. d5) 1 þessari stööu
neyddist Nikolac til að fórna
Mddara (22. leikur) en hvitur
var um leið I mikilli hættu.
Guðmunduv varð að svara af
haröfylgi. Hann fórnaði peði i
24. leik og siöan biskupi i 25. leik
og eftir það leit staöan tiltölu-
lega jafnteflislega út.
Guðmundur hafði fundið réttu
leiðina aö þvi er virtisten siðan
gerði hann örlagarik mistök
með 26. Rd5 i stað þess aö leika
26. Dh6+.Guðmundur vildi leika
til vinnings og tefldi þarna
djarft, en lenti fyrir vikið i
vandræöum sem Nikolac tókst
að nýta sér til fulls.
Júgóslavinn var þó kominn i
timahrak og honum sást yfir
fljótlegustu leiðina til vinnings,
sem var 36...Bb5. En vinninginn
halaöi hann engu að slður inn
eftir 40 leiki og þar með lauk
skemmtilegri bardagaskák,
sem áhorfendur kunnu vel aö
meta.
Hvltt Guömundur Sigurjónsson
Svart: Nikclac (Júgóslaviu)
Spánskur leikur.
1. e4-e5 5. 0-0-Be7
2. Rf3-Rc6 6. Hel-b5
3. Bb5-a6 7. Bb3-d6
4. Ba4-Rf6 8. C3-0-0
9. h3-h6
10. d4-He8
11. Rbd2-Bf8
12. Rfl-Bd7
13. Rg3-Ra5
14. Bc2-c5
15. b3-Dc7
16. Be3-Rb7
17. Dd2-a5
18. d5-c4
19. b4-axb4
20. cxd4-Ha3
21. Re2-Hea8
22. Rc3-Rc5
23. bxc5-dxc5
24. d6-Bxd6
25. Bxh6-gxh6
26. Rd5-Rxd5
27. exd5-Kg7
28. Rh4-Dd8
29. Rf3-Df6
30. Be4-Kh8
31. He3-Dg7
32. Hxa3-Hxa3
33. Dcl-b4
34. Rd2-f5
35. Rxc4-Hc3
36. Dfl-Bf8
37. Bd3-e4
38. Be2-f4
39. Khl-f3
40. gxf3-exf3
Hvítur gefst upp.
A meðan Guðmundur stóð I
þessum stórræðum reyndi Friö-
rik að koma andstæðingi sinum
á óvart með óvenjulegri
„Kðngs-biskups opnun”. Það er
gamait og litið notað afbrigði,
en Kurajica urðu ekki á nein
mistök og bauð jafntefli eftir 9
leiki' Friörik var ekki á þeim
buxunum, vildi ná vinningi úr
viðureigninni, en I lokastööunni
eftir 17 leiki á hvitur enga leiö til
sigurs.
Hvitt: Friðrik ólafsson
Svart: Kurajica (Júgóslaviu)
1. e4-e5
2. Bc4-Rf6
3. d3-c6
4. Rf3-d5
5. Bb3-Rbd7
6. 0-0-Bd6
7. Rc3-dxe4
8. Rg5-0-0
9. Rcxe4-Rc5
10. Rxd6-Dxd6
11. f4-Rxb3
12. axb3-h6
13. fxe5-Dxe5
14. Rf3-Dc5+
15. Khl-He8
16. Ha4-Rg4
17. Dd2
Jafntefli. —gsp
Guömundur lenti I kröggum á
móti júgóslavanum Nikolac og
sókndrifskan varö honum aö
falli eftir skemmtilega viöur-
eign.
Urslit
Jrslit í 2. umferð
Böhm — Friörik 1/2-1/2
Kurajica — Guömundur 1/2-
1/2
Nikolac — Kavalek 0-1
Timman — Sosonko 1/2-1/2
Ligterink — Geiler 0-1
Barczay — Miles 1/2-1/2
Urslit « 3. umferð
Miles —■ Böhm biösk.
Geller — Barczay 1-0
Sosonko — Ligterink biösk.
Kavalek — Timman 1/2-1/2
Guömundur — Nikolac 0-1.
Friðrik — Kurajica 1/2-1/2
Staðan
Staöan I Hoogoven-skák-
mótinu aö loknum þremur
umferöum er þessi:
1. Geiler 2 1/2 vinning
2. Kurajica 2
3/4 Böhm Sosonko 1 1/2 +
biöskák
5/7. Kavaiek, Friörik,
Timman 1 1/2
8. Miles 1 + biöskák
9/10. Nikolac, Guðmundur 1
11. Ligterink 1/2 + biöskák
12. Barczay 1/2