Þjóðviljinn - 18.01.1977, Page 13

Þjóðviljinn - 18.01.1977, Page 13
Þriöjudagur 18. janúar 1977. ÞJÓDVILJINN — SÍDA 13 Ámi Einarsson Reykjalundi 70 ára Arni Einarsson framkvæmdastjóri á Reykjalundi varö sjötugur i gær, þann 17. janúar. Arni er einn i hópi þeirra manna, sem þetta blaö á ailra mest aö þakka. Hann var framkvæmdastjóri Þjóöviljans, þegar erfiöleikarnir voru mestir, þá reyndist hann best. 1 15 ár starfaöi Arni viö biaöaútgáfu islenskra sósialista frá 1933 — 1948 fyrst viö Verkalýösblaöiö og svo viö Þjóöviljann, er hann hóf göngu sina. Annaöist Arni bæöi afgreiöslu og framkvæmdastjórn fyrir blööin. Þótt liöin séu nú nær 30 ár siöan Arni Einarsson hætti störfum viö Þjóöviijann, þá hefur jafnan veriö ákaflega stutt milli Arna og biaös- ins, og fáa höfum viö, sem nú störfum hér, átt betri hauka I horni en einmitt Arna á Reykjaiundi. Þjóöviljinn flytur Arna aiúöarþakkir, nú á timamótum i ævt hans, fyrir allt, sem hann hefur veriö þessu blaöi, frá fyrsta degi þess og ætiö siöan. Ef haröna kann á dalnum sföar I baráttunni um Þjóöviljann og fyrir Þjóöviljann, þá mun Arna Einarssonar veröa minnst, og verkanna, sem hann vann. Arna og f jölskyldu hans óskum viö allra heilla um ókomin ár. Þjóöviljinn Það færist fyrr en mann varir aldurinn yfir brautryöjendurna gömlu, þá sem enn eru ofan jarð- ar. Þá er Arni Einarsson kominn á áttræðisaldurinn lika, — varð sjötugur 17. janúar, — i gær. Það hefur alltaf þurft sérstaka manngerð til þess að annast og stjórna fjármálum og útgáfumál- um flokksins og blaösins — og þarf enn —, en að öllum þeim ágætu félögum ólöstuðum, sem hreyfing vor hefur eignast á þessu sviði, þá hefur vart nokkur þeirra gengið i gegnum slikar þrengingar, sem sá er isinn braut: Arni Einarsson. Hann útskrifaðist 1933 úr þeim harða skóla, sem ýmsir kommún- istar eins og aðrir þeirrar kyn- slóöar gengu i gegnum, — berkla- hælinu- og kom svo til okkar i Kommúnistaflokkinn og var strax settur i eitt erfiðasta verk- efnið, að sjá um að blaö flokksins, Verkalýðsblaðið, gæti komið út. Hann varö afgreiðslumaður þess. Það var að visu enn litið blað, kom út einu sinni i viku, — en það var hugsað hátt: það skyldi koma út tvisvar i viku. Og það var erfitt ástand i flokknum, en ekkert megnaði að drepa trúna á hug- sjónina eða draga kjarkinn úr þeim hóp, sem i hörðum skóla reynslunnar — kreppunnar og stéttabaráttunnar — lærði að veita þeim verkalýð, sem barðist fyrir brauði sinu og lifinu, giftu- samlega forystu. Og blaðiö var sterkasta vopnið, sem það fátæka fólk átti, — og það var sifellt hugsað hærra um það blað, dreymt um dagblað. Og „Arni og blaðið” varð sam- tvinnað hugtak. „Verkalýðsblað- ið” varð dagblað: Þjóðviljinn, en við gátum ekki hugsað okkur það án Árna. Hvað sem á gekk, alltaf vantaði peningana, alltaf var allt á sið- ustu stundu með að tryggja út- komuna, — en alltaf bjargaði Arni, alltaf sama mildin i við- mótinu og trúnaðartraustið i samtökunum: þetta bjargast allt á endanum. — Það er máske stundum erfitt fyrir bjargálna, ibúðareigandi verkalýð nútim- ans, sem stórhuga lyftir 30 — 40 miljóna Grettistökum fyrir stóra blaðið sitt, að skilja hvilika manngerð þurfti til aö standa fyrir útgáfu litla harðskeytta bar- dagablaðsins i fátæktinni þá. — Og þá var það ekki ónýtt fyrir hann Arna aö hafa hana Hlin sér við hlið. En það vantaði ekki heldur snarræðið og festuna þegar mest gekk á — og breska herstjórnin innsiglaði vinnustofuna hans og bannaði honum að gefa út blaöið sitt. Það var Árni, sem náöi sam- an blaðakrökkunum með rukkunarheftin, — og bjó til áskrifendaskrána að nýju — og bauö með Gunnari Ben. sér við hlið breska heimsveldinu og banni þess byrginn — og gaf út Nýja dagblaðið, eins og breski herinn væri ekki neitt — og komst upp með það. „Iö enska gull skal finna fyr en frelsisþrá sé börð á dyr.” Stórhugurinn óx við hvern sig- ur. Blaðið kom meira að segja upp eigin prentsmiðju — og auð- vitað varð Árni að sjá um að þetta allt saman gengi, — og fór jafnvel að heita fínum nöfnum, — það var svo sem ekki nema von, flokkurinn var jafnvel farinn að hafa ráðherra. En alltaf var Arni samur og jafn, þetta bjargfasta trúnaöar- tröll hvort sem flokkurinn átti foringjana i fangelsunum eöa ráðherrastólunum, — alltaf skyldi blaðið hans Árna koma út, hvernig sem erfiðleikarnir voru. Þvi var það að við urðum svo undrandi, þegar Arni sagði okkur eftir næstum 15 ár að nú væri hann að hugsa um aö hætta. Við áttum svo erfitt með að hugsa okkur blaðiö án Árna. En þessi mildi, trúi og dyggi maður hafði þá ekki veriö viö eina fjölina felldur, þessa einu sem við sáum I Þjóðviljanum. Hann hafði þá um svipað leyti og Sósialista- flokkurinn varö til, veriö að stofna ásamt Andrési Straum- land, Jóni Rafns og fleirum — út- skrifuðum úr berklahælunum, — samtök er hlutu nafnið SIBS — og öll þjóðin nú þekkir. Og þessir menn voru að brjóta isinn með þeim hætti er hvergi hafði þekkst, að skapa skilyrði til lifs og vinnu fyrir þá, sem hrifnir höfðu verið úr klóm hvita dauðans, en með- teknir og sárir eftir viðureignina. Og þjóðin hlýddi kalli þeirra og studdi þá — menn úr öllum flokk- um tóku höndum saman — og Reykjalundur varð til. Og hann átti lika kröfu á Arna. Og þaö kall skildum við og virtum, gömlu gestirnir frá Vifilsstöðum. Nú tekur Árni sér hvild, einnig frá þvi starfi. Hvilik hamingja er þaö ekki fyrir hann að sjá allt sem hann hefur annast um ævina: Þjóðviljann og Reykjalund hafa dafnað svo vel, fá þakkirnar frá viðarteinungunum, sem hann gróðursetti og hlúði að i uppvexti þeirra, þegar þetta eru orðin stór og sterk tré, sem borið hafa riku- legan ávöxt fyrir land og þjóð. Megir þú njóta þeirrar ham- ingju sem lengst og Hlin meö þér, Arni minn. Einar Olgeirsson Veturinn 1939—1940 átti ég heima vestur á Seltjarnarnesi, en var við nám inni i bænum, og af þvi leiddi að stundum þurftiég að biða einhversstaðar niðri I bæ þegar eyða var i stundatöflunni. Einn af biðstöðunum og sá vinsælasti var afgreiðsla Þjóðviljans i Austurstræti. Venjulegaerleiðinlegtaðbiöa, en á afgreiðslu Þjóðviljans var gaman að biða, það var ekki sist hið hlýja glaölega viðmót afgreiðslumannsins, sem gerði dvölina góða á þeim stað, þess afgreiðslumanns sem nú er sjö«- tugur framkvæmdastjóri á Reykjalundi, en alltaf samur og jafn. Hann mætir okkur meö sama hlýja brosinu og i gamla daga og er sami góði félaginn. Ætla mætti að ytri aðstæður haustið 1939 og næstu tvö árin hefðu ekki verið beint til þess fallnar að kalla fram glaðværð á afgreiðslu Þjóðviljans. En þar tóku samhentir menn sterklega á til þess að leysa þá þraut að koma Þjóðviljanum út þrátt fyrir allt, og einmitt slik barátta manna, sem vita að þeir eru að gera rétt, skapar þann anda sem elur af sér glaðværð á vinnustað.Arni l.ýsir þvi sjálfur i viðtali i einu af afmælisblöðum Þjóðviljans i haust hve þröngt var fyrir dyrum á þessum árum, og jafnframt þvi hvernig alltaf tókst að reita sam- an nægjanlega margar smáar upphæðir og greiða útgáfukostn- aðinn. Arni tók ungur berklaveiki, og það var i fullu samræmi viö lifs- skoðun og atorku hans að beita sér á félagslegan hátt fyrir þvi að bæta hag þeirra sem sá vágestur herjaði á, og á þeim vettvangi er hið mikla afrek starfsævi hans að finna. Hann var stofnfélagi samtaka berklasjúklinga árið 1938, og um það leyti sem fjárhagur Þjóðvilj- ans fór að skána snéri hann sér af fullum krafti að þvi mikla verk- efni að koma i veg fyrir að Framhald á 14. siðu Verslunin KRÓMHÚSGÖGN Grensásvegi 7, Reykjavík, er flutt að SMIÐJUVEGI 5, Kópavogi. Símar 40260 eða 43150 útvarp 7.00 Morgunútvarp. Veöurfregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikf imi kl. 7.15 og 9.05. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dag- blaðanna), 9.00 og 10.00. Morgunstund barnanna kl. 8.00: Herdis Þorvaldsdóttir les söguna „Berðu mig til blómanna” eftir Waldemar Bonsels (2). Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög milli atriða. Hin gömlu kynni kl. 10.25: Valborg Bentsdóttir sér um þáttinn. Morguntónlcikar kl. 11.00: Arthur Grumiaux og Róbert Veyron-Lacroix leika Dúett i A-dúr fyrir fiölu og pianó op. 162 eftir Franz Schubert / Friedrich W'úhrer leikur á pianó Stúdiur op. 3 eftir Robert Schumann / Tékkneska Fiiharmoniusveitin leikur „Gullrokkinn”, sinfóniskt ljóð op. 109 eftir Antonin Dvorák; Zdenék Chalabala stjórnar. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Listþankar; fyrsti þáttur Sigmars B. Haukssonar. Fjallað um hlutverk leik- húsa áhugamanna. 15.00 Miðdegistónleikar. Stokowski-sinfóniuhljóm- sveitin leikur tvær rúmenskar rapsódiur op. 11 eftir Georges Enesco, nr. 1 i A-dúr og nr. 2 i D-dúr; Leo- pold Stokowski stjórnar. A Jokheles og filharmóniu- sveit leika Pianókonsert eftir Otar Taktakishvili; A. Stasevitsj stjórnar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Popphorn. 17.30 Litli barnatlminn. Finnborg Scheving sér um timann. 17.50 A hvitum reitum og svörtum. Guömundur Arnlaugsson flytur skák- þátt. 18.20 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynningar. 19.35 Vinnumál. Arnmundur Backman og Gunnar Eydal stjórna þætti um lög og rétt á vinnumarkaöi. 20.00 Lög unga fólksins. Asta R. Jóhannesdóttir kynnir. 20.50 Að skoða og skilgrcina. Kritján E. Guðmundsson og Erlendur S. Baldursson sjá um þátt fyrir unglinga. 21.30 K völdtónleikar: Frá tónlistarhátiðinni I Berlin I haust. Filharmóniusveit Berlinar leikur Sinfóniu nr. 40 í g-moll (K-550) eftir Mozart; Karl Böhm stjórnar. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir Kvöldsagan: „Minningabók Þorvalds Thoroddsens’’ Sveinn Skorri Höskuldsson les (33). 22.40 Harmonikulög. Molan Gramantil leikur. 23.00 A hljóðbergi „Fröken Júlia” natúraliskur sorgar- leikur eftir August Strind- berg. Persónur og leikend- ur: Fröken Júlia/Inga Tid- blad, Jean/Ulf Palme, Kristin/Marte Dorff. Leik- stjóri: Alf Sjöberg. Fyrri hluti. 23.50 Fréttir. Dagskrárlok. sjónvarp 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 Bændur i brennipunkti. Magnús Ölafsson, bóndi og blaðamaöur, stjórnar um- ræðuþætti um hagsmuna- mál bænda meö hliösjón af fundahöldum þeirra i vetur. Þátttakendur auk hans eru Magnús Finnbogason, bóndi Lágafelli, Kristófer Kristj- ánsson, Köldukinn i Húnav. sýslu, og Gunnar Guö- bjartsson bóndi, formaður Stéttarsambands bænda. Einnig veröur rætt við full- trúa neytenda. 21.25 Sögur frá Miinchen Þýskur myndaflokkur. 2.' þáttur. Vogun vinnur. Þýö- andi Jóhanna Þráinsdóttir.' 22.15 Jarðskjálftar.Stuttbresk fræðslumynd um ýmis helstu jarðskjálftasvæöi heims, Filippseyjar, Kina, Alaska, Kaliforniu, Tyrk- land og Guatemala. Sýndar eru svipmyndir frá eldgos- um i Etnu, Vesúviusi og Heimaey. Þýðandi og þulur Guðbrandur Gislason. 22.35 Gítartónlist. Fyrsti þátt- urinn af átta, þar scm kunn- ir hljómlistarmenn leika alls konar gitartónlist, ým- ist einir eða tveir saman. Englendingurinn John Will- iams kemur fram i flestum þáttanna, landi hans Julian Bream i tveimur og spán- verjinn Paco Pena i þrem- ur. í fyrsta þættinum leikur Pena spænska tónlist. Þessir þættir verða á dag- skrá u.þ.b. einu sinni i mán- uði.Þýðandi Jón Skaptason. 23.00 Dagskrárlok. BLAÐBERAR óskast í eftirtalin hverfi: Reykjavík: Sogamýri, Langagerði, ÞJÓÐVILJINN Vinsamlégast haf iö samband viö afgreiðsluna Síðumúla 6 — sími 81333 ÚTBOÐ Tilboð óskast i veitingarekstur að Kjar- valsstöðum á Miklatúni. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Frikirkjuvegi 3, R. Tilboðin verðá opnuð á sama stað, miðvikudaginn 2. febrúar ’77 kl. 11.00 f.h.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.