Þjóðviljinn - 21.01.1977, Side 2

Þjóðviljinn - 21.01.1977, Side 2
Skrifið eða hringið í síma 8-13-33 Noröf jaröarkirkja Jón Thor Haraldsson skrifar um Heilsurœkt í „Kastljósi99 AAikil árátta er það hjá sumum þeim, sem koma fram í ,,Kastljósi" sjón- varpsins, að svara helst aldrei nokkurri spurningu beint og þvæla endalaust, ef þeir komast í vand- ræði. Ráðherrarnir is- lensku hafa þannig vel- f lestir náð allt að því f ull- kominni tækni í því að drepa öllu á dreif, þó að einn beri raunar af öllum. Eitt siöasta dæmiö um þessa aöferö sáu menn og heyröu hjá Skúla Johnsen á föstudaginn var, þegar rætt var um Heilsu- ræktina, margfrægu. Þetta borgarstjóraþý er skikkaö til þess aö verja þaö, sem hver heilvita maöur sér aö er kliku- skapur af ógeöslegasta tagi: thaldskelling meö sambönd veöur i opinbera sjóöi og hefur á brott meö sér hvorki meira né minna en 11 millj. kr. Og þaö er eins og viö manninn mælt: Borgarlæknir er spuröur fá- einna hnitmiöaðra spurninga frá tveimur greindarkonum, og þá er eins og stutt sé á hnapp: Hann þvælir og þvælir og kemst enginn aö. Þaö væri raunar fróölegt aö athuga það, hversu mikinn tima þáttarins borgar- læknir brúkaöi eöa öllu heldur misbrúkaöi. Þaö hlýtur aö vera hátt i 90%. Eru stjórnendur „Kastljóss” gersamlega varnarlausir gegn svona kjaftaski? Frá fyrri tiö man ég Guölaug Rósinkrans og Hannibal Valdimarsson leika svipaðan leik og komast upp meö þaö. Sjónvarpsfréttamenn, sem flestir eru hinir hæfustu menn, ættu aö fara aö gera sér ljóst, aö þaö er engin ókurteisi aö gripa fram i fyrir manni til þess aö stööva málæöi. Jón Thor Haraldsson. Auglýsing í Þjóðviljanum er gulls ígildi SfMI ÞJÓÐVILJANS ER 81333 Norðfjarðarkirkja Þann 24. jan. n.k. eru 80 ár liðin frá vígslu Norð- f jarðarkirkju. Vígsluna framkvæmdi þáverandi prestur safnaðarins, sr. Jón Guðmundsson. Aöur var kirkjan á Skorra- staö. Hinn 8. mars 1896 gerði mikinn storm af vestri og norð- vestri. Færöist þá kirkján af grunninum og liöaðist sundur að miklu leyti. Til tals kom aö reisa kirkjuna á sama staö,en einnig hafði verið um það rætt aö færa kirkjuna frá Skorrastað og út á Nes. Olli málið nokkrum deilum en það reið baggamúninn, að nesbæjarmenn hétu þvi aö gefa grunn undir kirkjuna og Sveinn kaupmaður Sigfússon bauðst til að lána eöa jafnvel gefa timbur i hana. Var svo kirkjan reist á Nesi vorið og sumarið 1896 og fullsmiðuð um á nýári 1897 og þvi 80 ára um þessar mundir. 80ára 011 er kirkjan hin traustleg- asta og vel byggö. Hefur henni og verið vel viö haldiö.og árið 1956 skreyttu hjónin Gréta og Jón Björnsson kirkjuna að inn- an i þeirri mynd, sem nú er. Norðfiröingar hafa og sýnt kirkju sinni mikla ræktarsemi og hefur hún eignast marga góöa gripi. Merkasta hlut kirkj- unnar má tvimælalaust telja prédikunarstólinn. Er hann úr gömlu kirkjunni á Skorrastaö.en upphaflega gefinn af kaup- manni á Reyðarfirði um 1700. Nefna má og ágæt messuklæði, skirnarsá, ljósprentaö eintak af Guðbrandsbibliu, sem gefið var af kvenfélaginu Nönnu o.fl. Fyrsta pipuorgel, sem kom til. Austfjarða, var sett i Norð- fjarðarkkkju árið 1958. Mesta lán kirkjunnar er þó það að hún hefur frá upphafi vega átt marga og óvenjutrygga vini og velunnara. Attatiu ára vigsluafmælis Norðfjarðarkirkju verður minnst meö hátiðarmessu 23. jan. n.k. 1 tilefni af afmælinu hefur sóknarnefnd ákveðiö að láta klæða setur kirkjubekkj- anna og verður þvi væntanlega lokiö fyrir afmæliö. Við vigslu- hátiðina prédikar biskupinn yfir Islandi, sr. Sigurbjörn Einars- son, um kvöldiö verða tónleikar. Koma þar fram Rut Magnús- son, Haukur Guðlaugsson söng- málastjóri og e.t.v. fleiri lista- menn. Menningarnefnd Nes- kaupstaðar styrkir heimsókn þeirra. Kirkjukór Neskaupstað- ar annast söng við hátiðamess- una, undir stjórn organista sins Agústs Armanns Þorlákssonar. Lionsklúbbur Neskaupstaðar hefur ákveðið að gefa kirkjunni nýja útidyrahurð i tilefni af afmælinu. ss/mhg framkvœmdir á Drjúgar Dalvík Umsjónarmaour þessarar siöu átti fyrir skömmu viötal viö Valdimar Bragason, bæjar- stjóra á Dalvik, og innti hann eftir þvi, hverjar heföu veriö helstu framkvæmdir bæjarfé- lagsins á nýliönu ári. Vékst Valdimar Bragason vel viö og fer frásögn hans hér á eftir: Þjónustumiðstöð Ef við tökum þetta nú svona i stórum dráttum, sagði Valdi- mar, þá má kannski fyrst nefna það, aö viö unnum hér aö bygg- ingu þjónustumiðstöðvar, sem talsvert hefur veriö talað um; það er skrifstofuhúsnæði fyrir ýmsa aöila, þar á meðal fyrir starfsemi bæjarfélagsins. Þessi bygging er nú talsvert mikið fyrirtæki og „hefur þó hvergi fundist staður fyrir hana I láns- fiárútvegun”. Við höfum þvi oröiö aö kosta bygginguna hér heimafyrir og þeir, sem hafa staðið straum af þvi, eru Dalvikurbær og Sparisjóður svarfdæla, sem er eina pen- ingastofnunin hér á staðnum og er eignaraöili að þessari bygg- ingu. Þaö var nú upphaflega gert ráð fyrir að fleiri kæmu til með að eiga i byggingunni og þá einkum opinberir aðilar eins og til að mynda embætti bæjar- fógeta. en bæjarfógetinn hér situr á Akureyri en hefur hér skrifstofu, en hefur þó, eins og er a.m.k., enga aðstöðu hér, og þvi töldum við eðlilegt að embættið ætti hlut að þessari byggingu og yrði þar eign- araðili. Auðvitað getur bæjar- fógetaembættið fengiö hér inni á meðan húsiö hefur ekki verið fullnýtt, en eftirspurn eftir hús- næði i byggingunni er miklu meiri en hægt veröur aö sinna. Og það er náttúrlega alveg ljóst, aö við getum ekki fjár- magnaö þarna uppbyggingu á þessu fyrir aöra en þá, sem leggja fram fé þegar i byrjun. Hinn hluti hússins verður þá að standa ónotaður. Dvalarheimili fyrir aldraða Svo erum viö með I byggingu hús, sem á að vera dvalar- heimili fyrir aldraða. Það er sjálfseignarstofnun,en að bygg- ingunni standa Dalvikurbær og Svarfaðardalshreppur. Að þess- ari byggingu var unniö i sumar og stóð nú til að steypa upp áfanga en tókst hinsvegar ekki að ganga frá efri hæðinni. Aö visu er búið að slá upp fyrir plötunni en það á eftir aö steypa hana. Neöri hæðin er hinsvegar komin. Þetta dvalarheimili er þannig uppbyggt aö þaö er jöfnum höndum ætlað fyrir einstaklinga og hjón, og innréttað samkvæmt þvi. Aðstaða er þarna fyrir fólkið til að sjá nokkuð um sig sjálft, þannig að i hverri einingu er eldunaraöstaða og snyrting, svo að ef fólkiö getur og vill, þá er unnt fyrir þaö að vera nokkuð sjálfstætt þarna. Hafi þaö á hinn bóginn ekki möguleika eöa áhuga á þvl, þá á það aö geta ,fengiö þá þjónustu, sem það þarf. Þó er ekki reiknað meö að yfirleitt dvelji þarna langlegu- sjúklingar. Viö teljum, að það form, sem fyrirhugað er á þess- ari starfsemi, sé heppilegra en að nota húsið sem einskonar geymslustað fyrir fólk. Heilsugæslustöð Þá er hér i fæðingu þriðja síórbyggingin en það er heilsu- gæslustöð fyrir Dalvikurlæknis- hérað. Er þaö aö sjálfsögðu fyrst og fremst rikissjóður, sem stendur straum af kostnaði við þá byggingu eða aö 85 hundraðshlutum en að öðru leyti standa aö byggingunni: Dalvikur-, Svarfaðardals-, Ar- skógs- og Hriseyjarhreppar. Þessi bygging, sem er um 720 ferm.,var gerð fokheld i haust. 1 húsinu er gert ráð fyrir aöstöðu tveggja lækna og þess liðs, sem i kringum þá þarf, hjúkrunar- konum, læknaritara, sjúkra- þjálfara o.s.frv. auk tannlækna. Framkvæmdir við þessa byggingu byrjuðu reyndar að- eins á árinu 1975, en svo var húsið gert fokhelt á þessu ári. A árinu nam kostnaður við áminnstar framkvæmdir þessu: Við þjónustumiðstöðina kr. 17,5 milj. við dvalarheimiliö hér um það bil 29 milj, og heilsugæslu- stöðina 45 milj, og er þar innifalið bæði framlag rikisins og sveitarfélaganna. Nýr togari A sl. ári keypti Ctgerðarfélag Dalvikur togara, en Dalvikur- hreppur á hér um bil helm- inginn i félaginu. Aðrir aðilar að Útgerðarfélaginu eru Kaupfé- . lag Eyfirðinga, og svo á einn einstaklingur ofurlitinn hlut. Þessi fjárfesting krafðist auðvitað hlutafjáraukningar, sem þurfti að greiöa á sl. ári. Skrokkur togarans var smfðaður úti I Noregi og dreginn til tslands og siöan er skipið innréttað i Slippstöðinni á Akureyri og er nú verið að vinna að þvi. Gert er ráð fyrir að unnt veröi að afhenda togarann eftir rúman mánuö. Aörar framkvæmdir Svo eru það þá þessar vana- legu framkvæmdir hjá bæjarfé- lögum eins og nýbygging gatna, svo að unnt sé að skaffa bygg- ingarhæfar lóðir, en talsvert var byggt hér af ibúöarhúsum á s. 1. ári, svona á okkar mælikvarða. Allt eru þaö einstaklingsibúöir. Dálitiö var lagt af varanlegu síitlagi á götur. Voru tvær malbikaðar. Malbikiö keyptum við frá Akureyri. Það stóö nú til aö bora hér eftir heitu vatni á siðasta ári,en svo fékkst enginn borinn, er til kom. Og við erum nú þannig settir að við getum ekki boraö hér nema yfir hásumarið. vb/mhg flandshomið Umsjón: Magnús Gíslason Dalvik

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.