Þjóðviljinn - 21.01.1977, Qupperneq 3
Föstudagur 21. janiiar 1977. ÞJÓÐVILJINN — StÐA — 3
Erlendar
fréttir í
stuttumáli
Tékkóslóvakia:
Forystumenn andófs-
manna ákœrðir
PRAG 20/1 Reuter — Einn af forustumönnum samtakanna um
Mannréttindaskjal 77, leikritaskáldið Vaclav Havel, sem hand-
tekinn var s.l. föstudag hefur verið ákaerður fyrir undirróðurs-
starfsemi I samrá öi við erlent riki eöa njósnara frá því, og gæti
hann hlotið tiu ára fangelsisdóm i framhaldi að þvi, að þvi er
eiginkona hans skýrði frá i gærkvöldi. Þrir menn aðrir voru
handteknir um leiö og Havel og hefur aö minnsta kosti einn
þeirra, Jiri Lederer fyrrum blaðamaður, verið ákæröur fyrir að
,,skaða álit Tékkóslóvakiu erlendis.”
Fréttaskýrendur geta þess að þótt blöð haldi uppi árásum á
mannréttindaskjaliö og þá sem að þvi standa hefur enginn em-
bættismaður stjórnarvalda eða Kommúnistaflokks Tékkósló-
vakiu ennþá vakið máls á málinu opinberlega. — Einn tals-
manna mannréttindasamtakanna, heimspekingurinn Jan
Patocka, sagði i gær aö skjalinu væri dreift leynilega og að þeir
sem hefðu undirritað þaö væru nú orðnir yfir 300. Hann sagði að
sex menntamenn og fyrrverandi stjórnmálamenn að minnsta
kosti hefðu verið reknir úr starfi fyrir aö undirrita skjalið.enda
þótt opinberlega sé undirritun þess ekki talin glæpsamlegt at-
hæfi.
1 frétt frá Vin segir að 20 manna hópur ungverskra marxista
og menntamanna hafi lýst yfir stuðningi sinum við samtökin um
mannréttindaskjalið.
Ritskoðun afnumin í Indlandi
NÝJU-DELHI 20/1 Reuter — Indverska rikisstjórnin afnam i
dag ritskoðun á blöðum landsins og dró þannig enn úr neyðar-
ástandslögunum, sem lýst var yfir fyrir 19 mánuðum. Verða ind-
versk blöð þá frjáls að þvi að birta það sem þau vilja fyrir þing-
kosningarnar, sem Indira Gandhi forsætisráðherra ákvað fyrir
tveimur dögum að haldnar skyldu I mars. Pólitiskir fangar hafa
einnig verið látnir lausir, en ekki er vitað hve margir. Einn
þeirra, aldraður stjórnmálaleiðtogi að nafni Morarji Desai, til-
kynnti i dag að fjórir stjórnarandstöðuflokkanna myndu bjóða
fram i sameiningu.
Bretland:
Dómstólar sakaðir um að taka
völd af þingi og ráðherrum
LUNDÚNUM 20/1 Reuter — Sam Silkin, dómsmálaráðherra
Bretlands, sagði i gær að dómstólar landsins væru að draga til
sin meira og meira vald frá framkvæmdavaldinu og benti i þvi
sambandi á dæmi um að dómstólar hefðu haft að engu
ákvarðanir teknar af ráðherrum. Varaði hann jafnframt dóm-
ara við að taka ákvarðanir, sem heyrðu undir þingið.
Mál þetta reis út af þátttöku breskra póstmanna i mótmælaað-
gerðum gegn kynþáttastefnu Suður-Afrikustjórnar, en Alþjóða-
samband frjálsra verkalýðsfélaga hafði hvatt til þeirra aðgerða.
Aðgerðir póstmanna voru fólgnar i þvi að þeir neituðu að af-
greiða póst til Suður-Afriku I viku. Hægrisamtök nokkur kærðu
þetta fyrir dómstóli. Dómsmálaráðherrann neitaði kröfu hægri-
samtakanna um að banna póstmönnum aögerðirnar, en dóm-
stóllinn dæmdi samtökunum hinsvegar i vil, og urðu póstmenn
þá að aflýsa aðgerðum sinum. Hafa út af þessu staðiö i þrjá daga
umræður i réttinum um valdaskiptinguna milli dómstólanna og
þingsins.
Klofningur franskra
hœgrimanna yfirvofandi
PARÍS 20/1 Reuter — Hugsanlegt er taliö að hægrisamfylkingin i
Frakklandi sem þar fer með stjórn, klofni vegna tilkynningar
Jacques Chirac, fyrrum forsætisráöherra, um að hann murii
þjóða sig fram til borgarstjóraembættis I Paris I borgar- og
sveitarstjórnarkosningunum, sem fara fram I Frakklandi I
mars. Chirac. , frekur maður og metnaðargjarn að sögn, fer ekki
leynt með þá löngun sina að verða forseti Frakklands og sagði af
sér embætti forsætisráöherra i ágúst s.l. eftir aö upp úr sauð
milli þeirra Giscards d’Estaing, forseta.
Giscard d’Estaing er leiötogi svokallaös Óháös lýðveldis-
flokks, sem mun teljast eitthvað skemmra til hægri en flokkur
gaullista sem Chirac stjórnar. Sá flokkur skipti nýlega um nafn f
endurnýjunarskyni og nefnist nú Pour la Republique (Fyrir lýð-
veldið). Óháöi lýðveldisflokkurinn hefur þegar boðið fram til
borgarstjóraembættisins mann úr sinum flokki, Michel nokkurn
d’Ornano, aðalsmann frá Normandii, og hafði stjórnin vonast til
að hann fengi stuðning allrar hægrisamfylkingarinnar. Sósfalist-
ar og kommúnistar eru sem nærri má geta kampakátir yfir
þessari tiltekt Chirac, sem almennt er taliö að muni auka sigur-
möguleika þeirra f kosningunum,sem voru þó miklir fyrir.
Þótt undarlegt kunni að virðast hefur Paris verið borgar-
stjóralaus f 100 ár eða þar um bil, en nú á að gera á þvi bragar-
bót. Hið nýja borgarstjóraembætti er gifurlegt keppikeifli þar eö
borgarstjóri höfuðborgarinnar kemur til með að hafa mjög mik-
ið stjórnmálalegt og efnahagslegt vald, svo sem nærri má geta
um svo miðstýrt land sem Frakkland er frá fornu fari. Forustu-
menn hægrisamsteypunnar hafa ámælt Chirac beisklega fyrir
tiltækið og sagt að hann sé með þessu að færa vinstriflokkunum
borgarstjóraembættiö á silfurfati. Gætir jafnvel óánægju með
þetta i flokki gaullista sjálfum. Jean Lecanuet, leiðtogi Mið-
flokksins, sem ásamt með gaullistum og Óháða lýöveldisflokkn-
um er aðalflokkur hægrisamsteypunnar, kvaðst halda að Chirac
væri meö þessu að reyna að neyða Giscard d’Estaing til að flýta
þingkosningum, en þær eiga samkvæmt reglu ekki aö fara fram
fyrr en eftir rúmt ár. Er komist svo að orði I frétt að framboð
Chiracs hafi komið yfir menn sem tundurhvellur.
Carter tekinn við
Fyrsti suður-
ríkjamaðurinn í
forsetastóli eftir
borgarastríð
WASHINGTON 20/1 Reuter —
Jimmy Carter sór i dag em-
bættiseið sem þritugastiog niundi
forseti Bandarikjanna. Carter er
52 dra, fyrrum rikisstjóri i
Georgiu og er fyrsti Bandarikja-
forsetinn frá hinum eiginlegu
suðurrikjum (Deep South) siöan
eftir bandariska borgarastriðiö
fyrir meira en hundrað árum.
Carter var til skamms tima til-
tölulega litt þekktur,og hefur hon-
um þótt sækjast óvenjugreitt á
veginum til æðstu valda.
Jimmy Carter — honum sóttist
óvenjugreitt upp á hefðartindinn.
Um 100.000 manns stóðu við
þinghöll Bandarikjanna, þrátt
fyrir bitandi kulda, til að horfa á
athöfnina, þar á meðal fjöld.i
suðurrikjamanna, sem sumir
kalla tilkomu Carters i forseta-
embætti merki þess, að ,,nú fyrst
sé borgarastriöinu endanlega lok-
ið.” í ávarpi sinu i tilefni eiðtök-
unnar hét Carter nýjum tilraun-
um til að stööva vigbúnaöarkapp-
hlaupið og til aö draga úr neyð i
heiminum. Hann talaði einnig um
nauðsyn á „nýjum anda meðal
okkarallra”ogmun þarhafa vik-
ið að Watergate-hneykslunum og
vandræðum Bandarikjanna
vegna Vietnam-striðsins. Carter
sór embættiseiöinn eftir að Walt-
er Mondale, fyrrum öldunga-
deildarþingmaður frá Minnesota
hafði veriö svarinn inn sem vara-
forseti. — Hinum nýja forseta
barstfjöldi heillaóska hvaðanæva
að, þar á meðal frá rikisleiðtog-
um.
Yfir 40 drepnir
í Egyptalandi
Gífurlegur lífskjaramunur aðalástœða óeirðanna
KAIRÓ 20/1 — Egypska blaðið al-
Akram telur að yfir fjörutiu
manns hafi verið drepnir i
óeirðunum þar 1 landi undanf arna
daga. Liklegt er þó aö mannfallið
hafi orðið allmiklu meira, þar eð
al-Akram er mjög hliðhollt
stjórnarvöldum og þvi viðbúið aö
það reyni heldur að draga úr
fréttum þeim óhagstæðum, og
einnig taka tölur blaðsins aðeins
til Kairó og Alexandriu. En hörð
átök urðu einnig i fleiri borgum,
svo sem Súes og Asúan.
óeirðirnar virðast varla hafa
veriðbældar niður að fullu ennþá,
enda þóttúrvalssveitir úr hernum
hafi verið sendar til liðs við lög-
regluna. 1 gærkvöldi gekk mann-
fjöldi berserksgang á veginum til
pýramidanna, en meðfram þeirri
braut var raöað mörgum dýrustu
næturklúbbum landsins. Fólkið
fór ránshendi um flesta nætur-
klúbbana og brenndi þá siðan.
Fór mannfjöldinn þarna sinu
fram þrátt fyrir það aö útgöngu-
bann væri i gildi og hermönnum
og lögreglu hefði verið fyrir-
skipað að skjóta alla óeirðaseggi
jafnskjótt og þeir sæjust.
Auk þeirra drepnu er vitað að
hundruð særðust og slösuöust og
fjöldi hefur verið handtekinn. A-
stæðan til þess að óeirðirnar
brutust út var sem kunnugt er
verðhækkanir á helstu
nauðsynjavörum, sem stjórnin
hafði ákveðið. En mikil óánægja
hefur lengi rikt meöal almenn-
ings i landinu. Fréttaritari
Reuters kemst svo aö oröi að
mikið djúp sé staðfest á milli
rikra egypta, sem eru fáein
hundruð þúsund að tölu, og alls
þorra þessarar 40 miljóna þjóðar,
sem ýmist skrimtir á sultar-
mörkunum eða fyrir neðan þau.
Siðan eftir striðiö við tsrael i
október 1973 þegar stjórn Sadats
var sem vinsælust, hefur hún
verið óspör á fyrirheit um endur-
bætur i efnahagsmálum, hús-
næðismálum og betri lifskjör
yfirleitt, en úr efndum hefur ekk-
ert orðið. Mikið auglýsingaskrum
hefur af hálfu stjórnarvalda verið
kringum opnun landsins fyrir
fjárfestingum utan frá, einkum
frá Vesturlöndum en það auðs-
innstreymi hefur ekki orðið öör-
um að gagni en hinni fámennu
yfirstétt, sem ekur um i stórum,
bandariskum bilum og heldur dýr-
legar veislur. Aberandi viö
óeiröirnar var einmitt að
brenndir voru lúxusbilar og
skemmtistaðir yfirstéttarinnar.
Óeirðirnar eru taldar alvarlegt
áfall fyrirSadat forseta, enda bar
mikið á beinni andúö á honum.
Stjórnin hefur að algengum sið
kennt „kommúnistum” um
óeirðirnar og er haft eftir
áreiðanlegum heimildum að 1
nótt, meðan útgöngubann var,
hafi margt raanna, sem yfirvöld
titla sem kommúnista, verið
handteknir. Grunur leikur á að
ein ástæðan til þess, að stjórnin
ákvaö verðhækkanirnar, hafi
verið skilyröi um það frá Alþjóö-
lega gjaldeyrissjóðnum (IMF),
gegn þvi að hann útvegaði
Egyptalandi lán. Egypsk
stjórnarvöld hétu i dag á erlenda
aðila að veita Egyptalandi mil-
jarða sterlingspunda i lán árlega
vegna tjónsins eftir óeirðimar og
ástandsins i efnahagsmálum yfir-
leitt, sem er allslæmt. Þeir aðilar,
sem egypskir valdhafar biðja um
fjárhagsaðstoð eru Alþjóðlegi
gjaldeyrissjóðurinn, Bandarikin,
Vestur-Evrópuriki, arabisk oliu-
riki og efnaðir egyptar erlendis.
Auglýsing
um stofnun undirbúningsfélags
saltverksmiðju á Reykjanesi
Samkvæmt lögum nr. 47, 25. mai 1976, hefur verið ákveðið að
stofna hlutafélag er hafi það markmið að kanna aðstæður til að
reisa og reka saltverksmiðju á Reykjanesi og annast undirbún-
ing þess, að sliku fyrirtæki verði komið á fót, m.a. með þvi að
reisa og reka tilraunaverksmiðju.
Með saltverksmiðju er i lögunum átt við iðjuver til vinnslu á
salti (natriumkóriði) fyrir innlendan og erlendan markað og
hagnýtingar á efnum, sem til falla við þá vinnslu.
Ákveðið er, að aðild sé heimil öllum innlendum aðilum, einstak-
lingum, stofnunum eða félögum, sem áhuga hafa á málinu, og
geta stofnendur skráð sig fyrir hlutafé hjá iðnaðarráðuneytinu,
Arnarhvoli, Reykjavik, fyrir þriðjudaginn 1. febrúar n.k.,en þar
liggja frammi drög að stofnsamningi og samþykktum fyrir
félagið.
Lágmarkshlutafjárframlag hvers stofnanda er kr. 20.000.00 og
er við það miðað.að 1/4 hlutafjárloforðs greiðist innan viku frá
stofnfundi.
Stofnfundur verður haldinn þriðjudaginn 15. febrúar, enda hafi
þá fengist nægileg hlutafjárloforð að mati stofnenda á stofn-
fundi.
Iðnaðarráðuneytið