Þjóðviljinn - 21.01.1977, Page 4

Þjóðviljinn - 21.01.1977, Page 4
4 — StÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 21. janúar 1977. DJOÐVIUINN MÁLGAGN SÓSÍALISMA, VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS. tltgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann Ritstjórar: Kjartan Ólafsson Svavar Gestsson Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson. Umsjón með sunnudagsblaði: Árni Bergmann írtbreiðslustjóri: Finnur Torfi Hjörleifsson. Auglýsingastjóri: úlfar Þormóðsson Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Sfðumúla 6. Simi 81333 Prentun: Blaðaprent hf. MANNRÉTTINDASKRÁ FRÁ PRAG Um hrið hafa svo til á hverjum degi bor- ist nýjar fregnir af handtökum og yfir- heyrslum i Prag yfir þeim um það bil 300 tékkum og slóvökum sem standa að kröfu- gerð þeirri sem þeir nefna Mannréttinda- skrá 77.1 þessum hópi eru ýmsir sem i tið Dubceks sátu i æðstu stjórn kommúnista- flokks eða i rikisstjórn, háskólakennarar, rithöfundar, blaðamenn og margir fleiri. Þeir andmæla i skjali þessum brotum á mannréttindaákvæðum alþjóðlegra samninga, sem rikisstjórn Tékkóslóvakiu á aðild að. En þeir eru ekki siður að mót- mæla brotum á þeirri stjórnarskrá og þeim lögum, sem eiga að heita gildandi i landinu. Mótmæla þvi, að valdastofnanir og ráðamenn túlki þau lög, sem eiga að tryggja mannréttindi, eftir geðþótta og fyrir luktum dyrum og banni mönnum leiðir til að verja sig opinberlega, rétta hlut sinn. 1 Mannréttindaskrá 77 er mótmælt at- vinnuofsóknum gegn þeim sem hlafa látið i ljósi „óæskilegar” skoðanir á frelsi og sósialisma, hvort sem er nú eða fyrir niu árum, þegar „vorið i Prag” vakti góðar vonir sósialista viða um heim. Undirskrif- endur mótmæla þvi, að stjórnvöld reyna að ná sér niðri á andófsmönnum með þvi að loka leiðum til náms fyrir böm þeirra. Þeir mótmæla þeirri ströngu ritskoðun og opinberu eftirliti með umræðu, blöðum, kennslu og listum, sem hefur kæft frum- kvæði i menningarlifi og hugvisindum og svo pólitiska umræðu. Þeir mótmæla skerðingu trúfelsis. Þeir mótmæla þvi að helgi einkalifs sé rofin með ósvifnum per-. sónunjósnum, póstskoðun, simahlerunum og öðru þessháttar. Aðstandendur Mannréttindaskrár 77 bjóða handhöfum hins pólitiska valds upp á „jákvæðar viðræður” um þessa hluti alla. Þeir hafa i staðinn fengið fúkyrða- flaum, blaðið Rude Pravo kallar þá „fyrr- verandi menn”, „hryggleysingja sem mundu lána sjálfum djöflinum nafn sitt”, „liðhlaupa”, „erindreka heimsvalda- stefnu auðvaldsins”. Að sjálfsögðu hefur þetta opinbera málgagn ekki hugrekki til að geta þess einu orði, að sjónarmið undir- skrifendanna 300 hafa fyrr og siðar notið samúðar og stuðnings sósialista og kommúnista i Vestur-Evrópu. Sú þögn minnir á það, að það er einmitt stuðningur sósialiskra hreyfinga sem kemur best andófsmönnum i Tékkóslóvakiu og fleiri löndum reyndar — það er sá stuðningur sem valdahrokinn óttast mest. Til munu einstaka raddir sem segja á þá leið, að umkvörtunarefni undirskrifend- anna 300 séu nokkuð léttvæg, séu þau bor- in saman við þá grimmd sem fjöldi vinstrimanna má sæta i fangelsum her- foringjastjórna i Suður-Ameriku, i íran og viðar. Það er rétt að minna á það, að slik- ur samanburður er fáránlegur: Það er lit- ið hrós að segja um tiltekin stjórnvöld að þau séu þó mun skárri en fasistar. Satt að segja eru aðferðir þær, sem óþægir menn eru beittir i Prag svipaðri þeim, sem tiðk- ast hafa i mismunandi sterkum mæli i þróaðri kapitaliskum rikjum i mynd at- vinnuofsókna og persónunjósna, sem einna verstar urðu i Bandarikjunum á dögum MacCarthys en skjóta jafnan upp kollinum i einni eða annarri mynd. Einnig i vestrænum lýðræðisrikjum sem svo heita eru mannréttindi ekki leyst — þar sem nægir að visa til kvenréttindamála, atvinnuöryggis o.fl. En menn munu ekki geta gengið fram af einurð i þeim málum hver i sinu heim- kynni, nema þeir taki af heilum hug undir mannréttindakröfur, sem gerðar eru á hendur valdhöfum i sósialiskum rikjum. Og geri þá málstað Mannréttindaskrár 77 áð sinum. Það skiptir auðvitað miklu, hvernig ástand er i einu landi á hverju augnabliki. Hitt er þó enn mikilvægara, i hvaða áttþað þróast. Og áðurnefnd feimni Rudé Právo bendir til þess, að það sé i raun mikilvægt, að einmitt sósialistar viða um heim sýni samhug sinn með Vaculik og Kohout, Mlynar og Hiibl, Hajek og Krigel og samherjum þeirra. ÁB. Skœtingur og útúrsnúningar Morgun blaðsins Morgunblaðið segir i Stak- steinum i gær: Vegna þess að engin baráttumál eru eftir i Alþýðu- bandalaginu hefur skapast tómarúm. „Af þessum sökum hefur verið gripið til næsta furðulegrar skáldsögugerðar um „hernaðaráætlun Alusuisse” um stóriðjuinnrás á islenska grund.Tilefnið er trúnaðarplagg sem Magnús Kjartansson þá- verandi iðnaðarmálaráðherra veitti viðtöku frá fyrrgreindu fyrirtæki árið 1972. Um þetta efni sagði Gunnar Thoroddsen i blaðaviðtali að frá þvi aö álverið I Straumsvik hafi verið reist hafi þetta „plagg” verið til athugunar hjá is- lenskum stjórnvöldum, fyrst hjá vinstristjórninni en siðar hjá núverandi stjórn. Viðræður hafa farið fram, sem leitt hafa til heimildar til stækkunar ann- ars kerskála fyrirtækisins.... Gunnar Thoroddsen sagði i fyrrnefndu viðtali, að af islend- inga hálfu yrði lögð megin áhersla á tvennt: Hreinsitæki I Straumsvik og ákvörðun um stækkun kerskála. Allt tal um leynimakk við svisslendinga væri Ut i hött”. (Leturbreyting- minar.-s'.) Þannig ætlar Morgunblaöið með sin 30.000 eintök að kveða málið niður I eitt skipti fyrir öll — með skætingi, útúrsnúningi og ósannindum. Morgunblaðinu verður ekki liðið að ástunda þá iðju og þess vegna vill Þjóðvilj- inn Itreka eftirfarandi: „Aætlun integral” er ekki skáldsögugerð. Hún hefur verið til meðferðar á 10-15 fundum forráðamanna Alusuisse og is- lensku rikisstjórnarinnar frá október 1974 eins og Þjóðviljinn hefur sýnt fram á. Asókn Alusuisse i islenskar náttúru- auðiindir hefur borið þann árangur að Islenskir ráðamenn hafa verið á undanhaldi — sam- kvæmt „áætlun integral”. „Aætlun integral” hefur verið leyniáætlun. Hefur Ólafur Jóhannesson lýst þvi yfir að hann hafi aldrei séö áætlun þá sem Þjóðviljinn greindi frá á sunnudaginn, en það var ein- mitt sú útgáfa áætlunarinnar sem Gunnar Thoroddsen tók við i október 1974. Gunnar hefur sjálfur staöfest að áætlunin hafi átt að fara leynilega með árásum á Þjóðviljann og Magnús Kjartansson fyrir frá- sagnir blaðsins af áætlun þess- ari. „Aætlun integral” var ekki afhent Magnúsi Kjartanssyni 1972 eins og „Staksteinar” segja. Sú útgáfa áætlunarinnar sem kynnt var Magnúsi Kjartanssyni var samin i mars 1973, en kynnt honum I septem- ber það ár. Magnús Kjartansson hafnaði þeirri áætlun. Hvert einasta atriði I Stak- steinaþættinum sem hér á undan var vitnað til er þvi ósatt. Og Þjóðviljinn mun ekki þola Morgunblaöinu né öðrum að fara með lygar I þessu alvar- lega máli. : 1*\ Útgefandi hf. Árvakur. Reykjavfk. BUWIÐ VISIR Anœgður með framsókn þrátt fyrir allt Þó að ritstjóri Visis vilji reka Ólaf og Einar úr rikisstjórninni og fjöldi ihaldsmanna sé óánægður með framsóknar- menn i rikisstjórninni — vilji heldur Alþýðuflokkinn — er öðru máli að gegna með Geirs- klikuna I Sjálfstæðisflokknum sem I daglegu tali i Bolholti er kölluð flokkseigendafélagið. Morgunblaðið skrifar sérstakan leiðara um þetta i gær þar sem rikisstjórninni er hælt á hvert reipi og framsókn þakkað fyrir samstarfið. Einkum er borið lof á stefnu rikisstjórnarinnar i utanrikismálum. Má lesa á milli linanna að þar er Ihaldsforystan sérstaklega ánægö með kúvend- ingu framsóknar frá stefnu vinstristjórnarinnar. Viður- kennt er að i efnahagsmálum hefi verið við erfiðleika aö etja, en þeir erfiðleikar „höfðu hins vegar ekki náð til pyngju hins almenna borgara þegar stjórnarskiptin urðu”.Úr þeim vanda hafi ihaldsstjórnin leyst, látið eínahagsvandann koma við pyngju „hins almenna borg- ara” — kaupmáttur launa hefur lika skerst svo um munar og allir þekkja. Framsóknarflokkurinn fær þetta siðferðisvottorð i leiöara Morgunblaðsins i gær: „Þessi árangur (rikisstjórn- arinnar — innskot mitt) er ma. þvi að þakka að samstarf Sjálf- stæðisflokks og Framsóknar- flokks hefur i raun verið belra en fyrirfram mátti búast við, þegar tekið var mið af fyrra samstarfi þessara flokka.” Siðar i leiðaranum segir: „Milli ráðherra flokkanna hefur skapast trúnaður sem veitir henni styrk”. Þá þurfa menn ekki frekari vitna við: Framsókn er ihaldinu þægur ljár I þúfu I stjórnarsam- starfinu. Þannig er klókindalega á málum haldið i ihaldsblöðun- um; eitt þeirra ræðst meö kjafti og klóm á framsókn og rfkis- stjórnina i heild ef svo ber við, annað, Vísir, reynir að skapa Sér millistöðu, það þriðja, Morgunblaðið, er „ábyrga” stjórnarblaðið hans Geirs Hallgrimssonar. Eftir standa ráðherrar framsóknar ráðvilltir °g þiggja klapp Morgunblaðsins á vinstri vangann þegar sið- degisblöðin berja á hinum. Vafasamur heiður I fyrradag var vakin athygli á vinarhótum ungra ihaldsmanna i garð Alþýðuflokksins. Viö þá athugun ber nú að bæta þeim tiðindum að vinarhótin létu vel I eyrum Alþýðuflokksins; stað- festing þess er Alþýðublaðið i fyrradag sem vakti sérstaka athygli á grein Visis um stjórnarsamstarfið. 1 þeirri grein var Alþýðuflokkurinn kallaður „besti vinur” Ihaldsins rétt eins og Dreyfus sagði um Vilhjálm Þór forðum og sagt er i kveðskapnum um Jesús Krist og börnin. Þó að slik vinarhót eigi sér þannig margar sögu- legar og bókmenntalegar hlið- stæður, er vafamál að einkunnir þessar verði Alþýðuflokknum til framdráttar.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.