Þjóðviljinn - 21.01.1977, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 21.01.1977, Blaðsíða 6
r 6 — SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Hoogoven-skákmótiö (Wijk Aan Zee „Botnkarlanur” hirða virminga af ídendingumim í gœr urðu bœði Friðrik og Guðmundur að láta sér lynda jafntefli gegn tveimur neðstu mönnum mótsins Frá Gerard Wilschut, Wijk Aan Zee: Þeir Friðrik ólafsson og Guðmundur Sigurjóns- son hafa heldur en ekki farið illa út úr viðureign- um sínum við einna lök- ustu keppendur á skák- mótinu í Wijk Aan Zee. I gær gerðu þeir jafntefli í skákum sínum gegn Ligterink og Barczay, sem eru í neðstu sætun- um, og áður hafði Ligter- ink hirt hálfan vinning af Guðmundi. Júgóslavinn Nikolac, sem einnig er nálægt botni, tók samtals einn og hálfan vinning af islendingunum og hol- lendingurinn Böhm, sem enn á langt i land með stórmeistaratitilinn, hirti hálfan vinning af Frið- riki. Frammistaða ís- lendinganna er þvi ekki glæsileg gegn þessum veikustu mönnum móts- ins á meðan þeir tefla þó ágætlega gegn þeim sterkari, eins og t.d. er Friðrik tók Timman „í bakanið" í fyrradag. En umferðin i gær var afskap- lega róleg i heildina eins og oft vill raunar verða daginn fyrir fridag: f dag er nefnilega ekkert teflt i Wijk Aan Zee og eftir úr- slitunum i gær að dæma hafa menn þráð fridaginn sinn ákaf- lega, þvi jafntefli varð i öllum skákum nema einni, sem Böhm tapaði. Guðmundur Sigurjónsson tefldi gegn ungverjanum Barczay, sem enn er I neðsta sæti með 11/2 vinning að lokinni skákinni i gær, en áður haföi hann náð jafntefli gegn Kavalek og Miles. Þeir Guðmundur og Barczay fylgdu nákvæmlega skák Timman og Geller úr fyrstu um- ferðinni þar til i 10. leik, að Guð- mundur lék 10. ... Bxf3 i stað 10. leiks Timmans...Bd7. Timman gerði jafntefli við Geller og hef- ur Guðmundur vafalaust viljað kanna vinningsleiðir en hann átti þó engan möguleika eftir kyrrlátan en sterkan leik ung- verjans 13. exf5. Eftir það var staðan algjörlega jöfn og samið var um jafntefli eftir 21 leik. Hvitt: Barczay Svart: Guðmundur Sigurjóns- son 1. e4-g6 2. d4-Bg7 3. Rc3-d6 4. Rf3-Rf6 5. Be2-0-0 6. 0-0-Bg4 7. Be3-Rc6 8. Dd2-e5 9. d5-Re7 10. Hadl-Bxf3 11. Bxf3-Rd7 12. g3-f 5 13. exf5-Rxf5 14. Bg2-Rf6 15. Bg5-h6 16. Bxf6-Dxf6 17. Re4-Ðe7 18. c3-h5 19. De2-Bh6 20. a4-a5 21. Hfel jafntefli —gsp Kurajica stóð á gati er hann sá byrjunarleiki Timman, báðir lentu I 1 bullandi timahraki og Kurajica bauð jafntefli er hann átti örfáar sekúndur eftir af umhugsunartima sinum. Sosonko frá Hollandi (fyrrv. sovétmaður) Jeiðir enn skák- mótið I Wijk Aan Zee... ...en Geller hefur tapað öðru sætinu til Kurajica Enn kom Timman skemmtílega á óvart Hann kom með eldgamla byrjun á móti Kurajica, fékk vinningsstöðu en lék af sér Frá Gerard Wilschut, Wijk Aan Zee Hollendingurinn Timman kom ennþá einu sinni skemmtilega á óvart er hann settist niöur við taflborðið gegn júgóslavanum Kurajica i gær, en Kurajica er nú í 2. sæti mótsins. Timman, sem hafði hvítt, pússaði nefnilega rykið af eld- gamalli byrjun, gambíti sem ekki hefur verið notaður á milli tveggja stórmeistara síðan í lok 19. aldar. Fyrstu leikir gengu þannig: (1. e4 — e5 2. Rf3 — Rc6. 3. Bc4 — Bc5. 4. b4 — Bxb4. 5. C3 — Ba5). Timman fórnaði hróki fyrir biskup og fékk vinningsstöðu en hann lék illa af sér í tímahraki og þegar Kurajica átti einn- ig aðeins örfáar sekúndur eftir bauð hann hol- lendingnum jafntefli. Skemmtileg skák a tarna, en ekki varð viðureign Friðrik Ólafssonar gegn Ligterink jafn spennandi. Hollendingurinn tefldi varlega með hvitt rétt eins og á móti Guðmundi og gaf Friðriki aldrei veruleg sóknar- færi. Friðrik tefldi Sikileyjar- vörn og eftir drottningarupp- skipti var ekkert nema jafntefli i stöðunni. Hvitt: Ligterink Svart: Friðrik ólafsson 1. e4-c5 11. Rxdl-dxc6 2. Rf3-a6 12. e5-Re4 3. c4-e6 13. Bf4-f6 4. Rc3-Rc6 14. exf6-gxf6 5. d4-cxd4 15. a3-Bd2 6. Rxd4-Dc7 16. Bxd2-Rxd2 7. Be2-Rf6 17. Hel-Rb3 8. 0-0-Bb4 18. Hbl-a5 9. Bg5-Dd6 jafntefli 10. Rxc6-Dxdl —gsp \. <£■ 3. H. 5. 6. K q. i o. ii. u 1. Jt. 3. 4 5. L ?. 2. 9. 10.11. U fi ilí 0 0 'á 1 k 0 hiLBS 'h Wt l Ik ’u x\i 1 Q> fi lk 1 !k Soso lUKQ X % ¥ 5 i T 1 KAUALE< Ik. X tfSEí mm 0 L Ik !k Bl 'U 'U 0. 'k ik Feieert: 'U M 'la. I . T U KuiPiAmiA T !k 'U 1 T. dikouac ö o i 'k o X TXhmiJ 'U 'k 'U 'la. 0 & m LICiTEgrPK V 0 o X. TT 'U i I &ÖHfA xt lU !k — — — 'U Ö —L E Urslit Úrslit f 5. umferð skákmótsins i Wijk Aan Zee: Böhm-Nikolac 0-1 Timman-Kurajica 1/2-1/2 Ligterink-Friðrik 1/2-1/2 Barczay-Guðmundur 1/2-1/2 Miles-Kavalek 1/2-1/2 Geller-Sosonko 1/2-1/2. Hollendingurinn Timman kom á óvart er hann beitti gamalli byrjun, sem ekki hefur sést not- uð milli tveggja stórmeistara i meira en 77 ár! Staðan Staðan að loknum fimm um- ferðum er þessi: 1. Sosonko(HolI.)4.5 2. Kurajica (JúgósL) 4 3—5. Friðrik Ólafsson 3.5 3—5 Geller (Sovétr.) 3,5 3—5. Miles (Engl.) 3.5 6—7. Böhm (Holl.) 3 6.-7. Kavalek (Bandar.)3 8—10 Guðm Sigurjónsson 2.5 8—10. Nikolac (Júgósl.) 2.5 8—10 .Timman (Holl.) 2.5 11. Ligterink (Holl.) 2. 12. Barczay (Ungv.l.) 11/2

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.