Þjóðviljinn - 21.01.1977, Side 7

Þjóðviljinn - 21.01.1977, Side 7
Föstudagur 21. janúar 1977. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA — 7 Þrjú rit frá Fiskifélagi íslands Auðvald og verkalýðsbarátta 12 umræðu- fundir ABR eru að hefjast Ávegum fræðslunefndar Alþýðubanda lagsins í Reykjavfk eru nú að fara af stað umræðufundir um viðfangsefnið Auðvald og verkalýðsbarátta. Um- ræðufundirnir verða alls 12 og hefjast þeir 3. febrúar. Fundirnir verða síðan alla mánudaga og fimmtudaga til og með 21. mars næst- komandi. ★ Viðfangsefni umræðufundanna skiptast i þrjá aðalhluta: 1. Undirstööuatriði marxismans. 2. Auðvaldsskipulagið á íslandi. Verkalýðsbarátta og sösialísk barátta 3. Starf og stefna Alþýðu- bandalagsins. Annars er áætlunin um um- ræðufundina þannig: 1. Hluti: Undirstöðuatriði marxismans a) 3. febrúar: Grundvallarhugtök marxismans. b) 7. febrúar: Launavinna og auðmagn. c) 10. febrúar: Andstæður auð- valdsþjóðfélagsins. 2. hluti: Auðvaldsskipu- lagið á Islandi/ verkalýðs- hreyf ingin og sósíalisk barátta. a) 17. febrúar: Timabilið frá upp- hafi til 1942 b) 21. febrúar: Timabilið frá 1942 til 1958. c) 24. febrúar : Timabiliö frá 1958 til 1971. 3. hluti: Starf og stefna Al- þýðubandalagsins. a) 3. mars: Sjávarútvegur. b) 7. mars: Landbúnaður — iðn- aður. c) 10. mars: Utanrlkisviðskipti og erlent fjármagn. d) 14. mars: Menntamál. e) 17. mars: Starfshættir og skipulag Alþýðubandalagsins. f) 21. mars: Rikisvald og rikis- stjórnarþ'á tttaka. Það er sem fyrr segir fræðslu- nefnd flokksfélagsins i Reykjavik sem gengst fyrir umræðufundum þessum. Þeir verða öllum opnir og verða allir haldnir að Grettis- götu 3, kl. 20.30 nefnda daga. Slðar verður greint frá þeim sem verða málshefjendur á hverjum fundi. Þá verður og sér- staklega tilkynnt um upplýsinga- efni fyrir fundina. I fræðslunefnd eiga sæti: Svan- ur Kristjánsson, Gisli Pálsson, Loftur Guttormsson, Adda Bára Sigfúsdóttir og Freyr Þórarins- son. Um fiskeldi í sjó Fiskifélag Islands hefur sent mér þrjú fræðslurit ■ sem ég vil vekja hér athygli á. Eitt ritiö er um fiskeldi i sjó. Ritið hefst á grein eftir Clarence P. Idyll, sem ber heitið ,,Um fiskeldi i sjó”. Næsta grein er, Um þróun fiskeld is I Noregi, eftir Björn R. Braaten. Þriðja greinin er eftir D.C. Webb, og ber heitið: Um- hverfi og val staða fyrir fiskeldi I sjó. Fjorða greinin er úr skýrslu FAO. eftir T.V.R. Pillay, og ber heitið: Hlutverk fiskeldis og fisk- ræktar I matvælaframleiðslu heimsins. Aftast i ritinu sem er 35 bls. i stóru broti, er svo skýrsla yfir þau lönd sem nú stunda fiskeldi, ásamt framleiðslumagni þeirra i smálestum. Ég vil hvetja alla þá sem áhuga hafa á fiskeldi að verða sér úti um ritið. Kynning á Sjómannsnáminu Hér er um mjög þarft rit að ''ræöa, þar sem dregin er upp glögg mynd af þeim möguleikum sem sérskólar sjómannastéttar- innar veita þeim nemendum sem þá stunda. En þessir skólar eru: Stýrimannaskólinn Reykjavik, Vélskóli Islands, Loftskeytaskól- inn og Hótel og veitingaþjóna- skólinn. Þá er einnig grein um Fiskvinnsluskólann og möguleika hans fyrir ungt fólk I sérnámi, svo og samtengingu náms I sjómanna og fiskvinnslunámi. Að minu mati þarf að kynna þetta rit I öllum skólum landsins á skyldunáms og gagnfræðastigi, þvi ritiö á ó- umdeilanlega brýnt erindi til alls þess unga fólks sem á eftir að velja sér llfsstarf. Það er enginn vafi á þvi, að þóðinni er nauðsyn á að mennta sem best starfsfólk sitt j/r I •'<' L nr iVv £-l fiskimáí ^eftir Jóhann J. E. Kúld^, i sjávarútvegi fyrir framtiðina. Margt má áreiðanlega færa þar til betri vegar með samtengingu náms frá þvi sem nú er. Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að nauösyn sé á þvi að koma al- menmi fræðslu um sjávarútveg inn á skyldunámsstig skólanna, og að þar geti hafist nám i sjó- mennsku, bæöi bóklegt og verk- legt, fyrir þá unglinga sem þess óska. Norðmenn hafa tekiö þetta fastari tökum en við, hvað við- kemur slíkum skólum I noröur Noregi þar sem útgerð þeirra er mest. Þar hefur i það minnsta einn skóli tekið upp, deild á skyldunámsstigi þar sem sérnám er veitt i sjómennsku bæði á landi og sjó. Rit Asgeirs Jakobssonar sem er 44 bls I stóru broti er gott og þarflegt innlegg um skólamál sjómannastéttarinnar og vil ég hérmeð þakka honum þetta fram- tak. Nokkur undirstöðuatriði Næringarefnafræðinnar. Þetta er 24 bls. rit I stóru broti sem hefst á inngangi um gildi rétt valinnar og rétt samansettrar fæðu fyrir mannslikamann. Siðan skiftist ritið I kafla með þessum fyrirsögnum: Hvita, Kolvetni, Fita, Steinefni, Ýms önnur stéin- efni, og Fjörvi. Að siðustu er svo sérstakur kafli sem ber heitið: Ahrif geymslu og matreiðslu á næringarefnin. Þetta stutta rit inniheldur mikinn fróðleik á skýru greinargóðu máli.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.