Þjóðviljinn - 21.01.1977, Page 8

Þjóðviljinn - 21.01.1977, Page 8
J — StPA — ÞJOÐVILJINN Föstudagur 21. janúar 1977. Sverrir Tómasson skrifar Lundúnabréf British Museum. Tíöendalaust á lestrarsal ÞAR sem ég sit i lestrarsal British Museum og fletti gulnuö- um blööum gamalla bóka, veröur mér stundum hugsaö til þeirra manna sem hér sátu i byrjun aldarinnar. Voru þeir ööruvisi i hátt en þeir sem nú klóra sér i kollinum.bora uppinefiöog naga á sér neglurnar? Teygöu þeir sig yfir á borö næsta manns til aö sjá hvaö hann skrifaöi eöa las? Mér datt ekki I hug aö ég fengi nokkurn tima svar viö þessum spurningum minum uns ég rakst á af tilviljun ævisögu islensks fræöimanns sem dvaldisthér inn- an veggja mestan part ævinnar. Þetta var dr. Jón Stefánsson. Ef til vill er sá þáttur ævisögu hans, sem lýsir tiöendaleysi lestrar- salsins, fróölegastur af öllu þvi sem hann skrifar, honum tekst i einlægni sinni og barnslegri ein- feldni að lýsa mætavel þessum lokaða heimi fræða. Hann sér á næsta boröi viö sig mann sem hann ber kennsl á af blaðamynd- um og frá viöskiptum sinum viö þennan mann segir hann þannig: „Vladimir Iljitsj Illjanoff (þ.e. Lenin), 1870-1924, sat, á fyrstu ár- um tuttugustu aldar, stundum á næsta sæti viö mig I lestrarsal British Museums.Ég þekkti hann af blaðamyndum. Enniö var hátt og kUpt, hann var nærri alsköll- óttur, meö leifar af rauöbirknu hári, alskeggjaöur. Hann yrti á engan mann og enginn þoröi aö yröa á hann. Hann kom daglega áöur en lestrarsalurinn var opnaöur, settist ætiö i sama sæti L 13 (...). Égsatoftá L 14. Hann sat viö vinnu allan daginn þangaö til lokaö var. Hannfór útaö borða og stakk þá öllum pappirum sinum ofan I tösku og tók meö sér. Bækurnar skildi hann eftir til aö Endurskinsmerki í bak og fyrir Skömmu fyrir siöustu jól, færöi Kiwanis-klúbb- urinn Jörfi I Arbæjarhverfi Barnaskóla Arbæjar- hverfis endurskinsmerki, aö gjöf, til handa öllum börnum skólans aö bera á hlifðarfötum slnum. Skólastjóri Árbæjarskóla, Jón Arnason, tók viö gjöfinni fyrir hönd skólans. A myndinni, sem hér fylgir má sjá nokkur börn úr Arbæjarskóla, sem búin eru aö koma endur- skinsmerkjunum fyrir á hliföarfötum sinum, en flest börn i skólanum munu nú vera búin aö festa endurskinsmerkin á yfirhafnir sinar og njóta þvi þess öryggis, sem merkin veita gangandi vegfar- endum I umferðinni, nú I skammdeginu. halda sætinu. Einu sinni missti hann skrifaö blaö á gólfiö. Ég tók það og rétti honum, án þess að lita á þaö. Hann sagöi: thanks (þökk). Framburður hans á þorn- inu I thanks var eins og hann væri þjóðverji, dhansk, enda kallaöi hann sig Richter i umsókn sinni um aögöngumiða á lestrarsalinn. Svo sagöi Ellis, yfirmaöur lestrarsalsins mér.” í þessari frásögn Jóns Stefáns- sonar birtist sú forvitni sem mörgum islenskum sagnamönn- um er i blóð borin, sögumaður hefur mál sitt á mannlýsingu i anda íslendingasagna, en siöan grennslast hann eftir hver maö- urinn sé. Eftirtektarverð er einn- ig sú játning Jóns aö hann hafi ekki litið á miöann. Þáö kemur og fram i frásögninni, aö hann vissi þó vel hver sessunautur hans var og nverju hann fékk síöar áorkaö, en hann viröist ekki hafa haft áhuga á skrifum þessa manns, sem brýndi m.a. sitt fólk til aö mennta sig, sönn menntun fengist ekki i kennsiustofunum einum, þar sem rikjandi auöstétt réði námsefni. En saga Jóns skýrir vel þaö sem kalla mætti ólæsi menntamannsins um leiö og hún bregöur upp svipmynd af lokuö- um heimi;fyrir utan veggi safns- ins er ekkert, veröldin er aöeins til á bókum. Þvi miður hefur ekki enn tekist að kenna okkur svokölluöum menntamönnum, aö viö eigum aö brjóta niður menntakerfi auö- stéttarinnar. Þess vegna erum við ólæsir. Við vitum ekki hvar hagsmunir okkar liggja. Verka- lýösforingjum er þaö tæpast ljóst heldur. Þess vegna liggur þeim stundum þungt orð til okkar menntamannanna, — og okkur sárnar. En hvaö höfumst við aö? Viö sitjum kyrrir á söfnum auö- stéttanna, borum upp I nefiö, klórum okkur I kollinum og þrátt- um um kaup og kjör. Annað ger- um viö ekki, enda kvaka þar eng- ar svölur við glugg. (Lundúnum desember 1976) Ji irmvi t u i J W níw | y'fi, i;a-i I mm 5 : . Frá Lundúnum.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.