Þjóðviljinn - 12.02.1977, Síða 6
6 — SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 12. febriiar 1977
Þetta var ríkisstjórninni sagt
Um stöðu
mála
við Kröflu
t Þjóöviljanum var i gær sagt frá
greinargerö um Kröflumáliö sem
Iögö var fyrir fund I rfkisstjórn-
inni þann 8.2. s.l.
Viö birtum hér greinargeröina i
heild, en aö henni standa: Páll
Flygenring, ráöuneytisstjóri,
Arni Snævarr, fyrrverandi
ráöuneytisstjóri, Kristmundur
Halidórsson, deildarstjóri,
Guömundur Einarsson, verk-
fræöingur, Jakob Björnsson,
orkumálastjóri, Guömundur
Páimason, jaröeölisfræöingur
Orkustofnunar, Kristján Jónsson,
rafmagnsveitustjóri rikisins og
Einar Tjörvi Eliasson, yfirverk-
fræöingur Kröflunefndar.
I. Verkefni
Orkustofnunar
1. Gufuöflun.
Alls hafa veriö boraöar 11 hol-
ur, þar af 9 vinnsluholur. Á árinu
1974 voru boraðar 2 rannsóknar-
holur, tölusettar sem hola 1 og
hola 2. Gufa úr holu 1 hefur verið
notuð til upphitunar vinnubúða
o.fl.
A árinu 1975 voru boraðar 3
vinnsluholur. Hola 3 gaf upphaf-
lega 5 MW, en varð svo til óvirk
eftir gosið í des. 1975. Hola 4 var I
byrjun mjög aflmikil, en ekki
tókstað hafa taumhald á henni og
breyttist hún i gufuhver. Hola 5
var ekki boruö f fulla dýpt á árinu
1975. Var sfðar áformaö að dýpka
hana, en fóðurrör hafði skekkst
svo að dýpkun varö ekki möguleg
og er holan óvirk.
Á s .1. ári voru boraðar 6 holur
sem tölusettar eru 6 til 11. Af
þeim gefa holur 6, 7 og lOnægjan-
lega gufu til aö tengja þær viö
gufuveituna. Holur 9 og 11
byrjuöu að blása um mánaðamót
janUar—febrUat en ekki er full-
ljóst hvaöa árangri þær skila, en
taliö er óvist hvort hola 8 muni
gefa nægilega gufu til aö borgi sig
aö virkja hana.
Samkv þeim upplýsingum
sem fyrir liggja er búist við aö
holur6,7og 10 geti gefiö 9-11 MW
gufu sem svarar til 3-4 MW inn á
raforkukerfið, þar sem 6-7 MW af
gufu fara í töp og eiginnotkun af
fyrstu gufu inn á vélina. öll við-
bótargufa skilar sér til raforku-
öflunar svo til að fullu úr þvi, og
þar að auki verulegur hluti af
fyrstu töpum þegar aukiö gufu-
magn veröur fyrir hendi.
Gert er ráð fyrir að bora 5 holur
á komandi sumri. Verið er aö
vinna að staðsetningu borhol-
anna. Miöaö við hinn takmarkaöa
árangur af borunum 1976, má
ætla að þær getigefið a.m.k. 10-20
MW til viöbótar þeim, sem nú eru
boraöar.
Gufuveita
Samkvæmt timaáætlun er nú
gert ráð fyrir að tengingu holu 6
veröi lokið um mánaðamótin
febrúar—mars, holu 7, 9 og 11 1.
viku i mars og holu 10 i april.
Af framansögöu og þegar at-
hugaðar eru allar aðstæður, má,
aö dómi Orkustofnunar, draga
eftirfarandi fram:
A. „Ljóster nú þegar, að árangur
vinnsluborana 1976 er lakari en
vonir stóðu til, bæöi varðandi
magn tiltækrar gufu og gæöi
hennar (gasinnihald; tæringar-
áhrif á gufukerfil. Heildar-
niðurstöður borananna liggja
þó enn ekki fyrir, þar eð
mælingum er ekki lokið á
tveimur siðustu holunum sem
boraöar voru.
B. Talið er fullvist að tæringar-
áhrifin og gasinnihald gufunn-
ar orsakist af eldsumbrotum
viö Kröflu. Vinnuhópur sér-
fræðinga starfar nú að þvf að
kanna þau áhrif og finna leiðir
til úrbóta. Hugsanlegt er einnig
að eldsumbrotin hafi haft áhrif
til rýrnunar á rennsli úr borhol-
um.
Frá Kröflu. Stöövarhúsiö sést hér I smiöum.
C. Það kom fyrst i ljós við
boranirnar 1976 að áhrif um-
brotanna urðu svo viðtæk á
fyrirhuguðu borsvæöi, sem
raun ber vitni. Þetta vinnslu-
svæði er hins vegar aðeins hluti
af jaröhitasvæðinu við Kröflu.
Ekki var unntaö segja fyrir um
hversu viðtæk eða varanleg
áhrifin yröu, enda ekki við
sambærilega reynslu annars
staðar aö styöjast.
D. Um það veröur ekki sagt aö
svo stöddu hversu stórt það
svæði er, sem áhrif umbrot-
anna ná til; hvort þau nái til
jarðhitasvæðisins alls eöa þess
hluta einungis, sem boraö var i
á siöasta sumri. Úr þessu
verður ekki skoriö nema meö
frekari borunum.
E. Ekki er heldur unnt að segja
um það á þessu stigi máls hve
lengi mun gæta þeirra áhrifa
eldsumbrotanna á vinnslu-
eiginleika, sem i ljós komu á
þeim hluta jaröhitasvæöisins
við Kröflu þar sem boraö var
1976. Allar tölur um slikt, sem
fram hafa komiö i fjölmiðlum
undanfariö, veröa að skoðast
sem persónulegt mat viðkom-
andi. Reynslan ein getur skorið
úr um þetta atriði.
F. Ætla má, aö áhrif eldsumbrot-
anna við Kröflu verði f remur til
að tefja gufuöflun til virkjunar-
innar og gera hana dýrari en að
tefla henni I tvisýnu til fram-
búðar.
G. Við þessar aðstæður telur
Orkustofnun rétt að gerá eftir-
farandi:
G.l. Halda áfram nú á þessu ári
vinnsluborunum I þvi skyni aö
afla 'meiri gufu handa Kröflu-
virkjun. Veriö er aö athuga hvar
ráðlegast sé að halda borunum
áfram. Ýmsir kostir koma þar til
álita og þarf að bera þá saman.
Að þvi verður unnið nú á
næstunni.
G.2. Halda áfram framkvæmd-
um við stöðvarhús og gufuveitu
að þvi marki sem nauðsynlegt er
til að geta komið stöðinni i gang
með þeirri gufu sem nú er tiltæk.
Fyrst yrði stöðin rekin i tilrauna-
rekstri meöan ýmiskonar
prófanir færu fram og byrjunar-
örðugleikar i sjálfum rekstrinum
væru yfirunnir. Er þýöingarmikiö
að geta notað timann i þvi skyni
meðan unniö er að frekari gufu-
öflun.svo að ekki verði frátafir af
þeim sökum þegar hún er feng-
in.”
II. Verkefni
Kröflunefndar
Stöðvarhússbyggingu er nú
langt til lokið. Rétt er að taka
fram aö þráttfyrirþaö landris og
landsig, sem átt hefur sér stað á
Leirhnjúkssvæöinu hafa engar
skemmdir eða sprungur orðið á
stöðvarhúsinu, enda hefur hæöar-
munur suður-og noröurenda húss-.
ins, sem er um 70 m langt, aldrei
orðið meiri en 1 cm. Vinnu við
kæliturna, niðursetningu véla- og
rafbúnaðar svo og tengivirki er
langt komiö vegna fyrri vélasam-
stæöu.
Aætiað er að þeim verkþáttum
sem nauðsynlegir eru vegna
gangsetningar fyrri vélar verði
lokið 31. mars. Gangsetning véla
með álagi gæti þá orðið um miðj-
an april.
Tillaga Helga Seljan og fleiri:
Leiðbeiningarstöð
1 ofdrykkjuvömum
A fundi efrideildar Alþingis á
miðvikudaginn var mælti Heigi
Seljan fyrir frumvarpi, sem
hann flytur ásamt þremur öðr-
um þingmönnum um breytingu
á áfengislögum.
I 1. gr. frumvarpsins er iagt
til, að vinveitingaleyfi verði
veitt til aðeins eins árs i senn, en
ekki til fjögurra ára, svo sem nú
er. Þá er einnig lagt til að
greiðsla fyrir hvert vinveitinga-
leyfi verði tifölduð hækki úr kr.
4.000. f kr. 40.000.-
í 2. gr. frumvarpsins er kveö-
iðá um, að öil sala og afhending
áfengis á útsöiustöðum og póst-
afgreiðslustöðum skuii óheimil
nema gegn framvisun nafnskir-
teina með mynd skirteinishafa.
t 3. gr. segir, að ungmennum
yngri en 20 ára skuli óheimii
dvöl eftir kl. 8 að kvöldi á veit-
ingastað, þar sem vinveitingar
eru leyfðar. Dyraverðir, eftir-
litsmenn og framreiðslumenn
skulu láta ungmenni sanna ald-
ur sinn, ef ástæða þykir til.
14. grein frum varpsins er lagt
til, að inn f áfengislögin komi ný
grein um að sett verði á stofn
Leiðbeiningarstöð I ofdrykkju-
vörnum. Tillögugreinin er á
þessa leið:
Gæsluvistarsjóði ber að fjár-
magna „Leiöbeiningarstöð i of-
drykkjuvörnum”, enda sé hún
rekin sem sjálfstæð stofnun.
Leiðbeiningarstöðinni ber fyrst
og fremst að beita sér að of-
drykkjuvörnum I atvinnulifinu 1
og skipuleggja starf sitt þannig
aö það nái til allra iandshiuta.
Stöðin taki til starfa strax og að-
staða til skyndiafvötnunar (3-5
sóiarhringar) er fengin, en þó
eigi siðar en 1. júni 1977.
Aðrar greinar frumvarpsins
fjalla um margvlslegar hækk-
anir sektarákvæða fyrir brot á
áfengislögum.
t ræöu sinni sagði Helgi Selj-
an, að frumvarp þetta væri um
fiest samhljóöa frumvarpi, sem
hann og fleiri fluttu á þingi I
fyrra. Þar hafi þó verið reiknaö
með sérstökum skirteinum I
sambandi við áfengiskaup, en
nú sé aöeins gert ráð fyrir að
notuð verði venjuleg nafnskir-
teini með mynd.
Helgi Seljan minnti á, að þrátt
fyrir miklar umræður utan
þingsjá
þings og innan um alvarlegt og
uggvæniegt ástand i áfengis-
málunum, þá hafa raunhæfar
aðgerðir verið fáar og smáar.”
Við eigum að visu áfengis-
málalöggjöf, sem um margt er
til fyrirmyndar, sagði Helgi, en
það er hins vegar framkvæmd-
in, sem er vægast sagt hörmu-
leg og okkur litt til sóma.
Þingmaöurinn kvaðst vænta
þess, að allir gætu verið sam-
mála um þörfina fyrir leiðbein-
ingarstöð i ofdrykkjuvörnum,
en auövitað væru það fyrir-
byggjandi aögerðir, sem við
hlytum að stefna að fyrst og
fremst.
Helgi Seljan taldi sjálfsagt, að
sama aldursmark gilti varðandi
heimild til kaupa á áfengi og
dvöl á vinveitingahúsum. Mikið
álitamál væri hvert þetta ald-
urstakmark ætti að vera. Það
hefði oft hvarflað að sér, að
þetta aldurstakmark ætti að
færa niður i 18 ár, en þá yrði lika
að herða mjög allt eftirlit með
þvi, að reglum væri framfylgt.
Og svo væri þvi hins vegar ekki
að neita, að samkvæmt skýrsl-
um frá heilbrigðisstofnunum
ýmissa þeirra landa, sem hafa
fært niöur aldurstakmarkið, þá
hefur vindrykkjan að sama
skapi færst til yngri aldurs-
flokka.
— AUmiklar umræður urðu
um frumvarpið og lýstu flestir
þeirra, sem til máls tóku fylgi
við meginatriði þess, nema Jón
Sólnes, sem boðaði áfengan bjór
og krár á hverju götuhorni.
III. Verkefni
Rafmagnsveitu
ríkisins
Lagningu háspennulinu frá
Kröfluvirkjun til Akureyrar mun
væntanlega ljúka um mánaöa-
mótin febr.—mars. Gerö tengi-
virkis á Akureyri er nærféllt lok-
iö. Hægt veröur aö taka linuna i
notkun I byrjun mars.
IV. Kostnaður
Skv. bráöabirgöayfirliti nemur
kostnaöur viö Kröfluvirkjun i árs-
lok 1976 eftirfarandi:
Framkvæmdir á vegum
Kröflunefndar 4.552
Framkvæmdir á vegum
Orkustofnunar
Boranir 931
Gufuveita 400 1.331
Háspennulina
Krafla—Akureyri 530
Samtals 6.413
Aætlaö til framkvæmda ’77
Kröflunefnd 688
Orkust. boranir,
gufuveita 662
Háspennulina _______Sfi. 1-380
7.793
V. Staða verksins
Viö könnun á verkstöðu fram-
kvæmda er augljóst aö megin-
hluti kostnaðar fram aö gang-
setningu fyrri vélasamstæöu er
vinnulaun um 2ja mánaöa skeiö,
til aö nýta árangur borana, sem
lokið var, á árinu 1976.
Viöbótarfjárfesting til nýtingar
á fyrri vélasamstæöu til raforku-
öflunar er fyrst og fremst tengd
gufuöflun á árinu 1977 og allur
árangur slikrar fjárfestingar
skilar sér þvi I auknum afköstum
fyrri vélasamstöðu til raforku-
sölu og þar meö til nýtingar
heildarfjárfestingar Kröflu-
virkjunar.
A þaö skal bent, aö hér er um
brautryðjendastarf aö ræöa viö
virkjun háhitasvæöa landsins, til
raforkuframleiöslu. Sambærileg-
ar aöstæöur meö tilliti til áhrifa
gosvirkni hafa ekki komið fram
annars staöar i heiminum.
Miöaö viö stööu verksins og þá
reynslu sem nú þegar hefur
fengist viö þessa virkjun og hinn
mikla orkuskort á Noröurlandi,
svoog þaö fjármagn, sem nú þeg-
ar er búið aö binda, væri óraun-
hæft aö fresta framkvæmdum um
óákveöinn tima. Ennfremur gæti
slikt hafti för meö sér ófyrirséöar
afleiöingar og gæti stöövaö um
langa framtiö framkvæmdir til
nýtingar á jarðgufu háhitasvæöa
landsins til orkuöflunar.
Niðurstöður:
1. Haldið verði áfram nú á þessu
ári vinnsluborunum til áfram-
haidandi gufuöflunar fyrir
Kröfiuvirkjun.
2. Haldiö verði áfram fram-
kvæmdum við stöðvarhús og
gufuveitu að þvi marki, sem
nauðsynlegt er til þess að geta
tekiö fyrri vélasamstöðu
stöövarinnar I notkun.
3. Lokiö verði við lagningu
háspennulinu frá Kröfluvirkjun
til Akureyrar.