Þjóðviljinn - 12.02.1977, Síða 8

Þjóðviljinn - 12.02.1977, Síða 8
8 — SIÐA — ÞJÖÐVILJINN Laugardagur 12. februar 1977 AF VATNSHALLA Sagt er að langskólaganga og hyggjuvit þurfi ekki að fara saman. Þannig verður að telja fullvíst að óvitrum manni, sem stundar nám bróðurpartinn af ævinni i viðurkenndum menntasetrum allt frá lágskólum uppí há- skóla, geti aldrei áskotnast það, sem honum var ekki gefið í vöggugjöf, eðlisgreind. Hins vegar heldur hygginn maður og vitur áf ram að vera þeim kostum búinn þar til hann gengur í barndóm, eða maðurinn með Ijáinn sækir hann, hvort sem hann hefur stundað skólagöngu eða ekki. Sem dæmi um slíka menn nægir að benda á Njál bónda að Berg- þórshvoli og Vilhjálm Hjálmarsson, mennta- málaráðherra. Njáll mun aldrei í skóla hafa komið og var hann þó með viturri mönnum, sá meira segja framí tímann, var forvitri. Vilhjálmur er að því leyti líkur Njáli, að hann hefur mjög þurft að styðjast við eigin dómgreind á ferli sinum og hefur þannig þjálfað með sér skarpskyggni, sem öðrum mönnum skólagengnari virðist stundum vera fyrirmunað að öðlast. Eitt af því sem Vilhjálmur mun hafa veitt athygli strax sem barn er sú tilhneiging vatns að renna niðurávið, en þannig er landslagi háttað að Brekku að þar hallar undan fæti eins og nafnið bendir til. En með því að Vilhjálmi hefur þótt þessi tilhneiging vatnsins augljós, er það ekki fyrr en nú á dögunum að hann set- ur þessa kenningu um tilhneigingu vatns til að renna niðurimóti, fram á prenti í grein í Tímanum, sunnudaginn 23. janúar og raunar til þess knúinn af þeirri furðulegu staðreynd að það sem hann vissi sem barn og taldi sjálf- sagt — nefnilega að vatn rynni niðurávið — virtist eins og lokuð bók f yrir langskólagengn- um sérfræðingum og spakvitrum húsagerðar- listamönnum. Grein þessi er undir yfirskriftinni „Veður, reynsla og visindi nútímans" stutt og snaggaraleg, en að sama skapi óvenju fróðleg og skemmtileg. Lýsir Vilhjálmur í greininni biturri reynslu sinni af hriplekum einkahýbýl- um, sem og opinberum byggingum, sem ekki mega vatni halda. Eitt eiga þessi hús öll sam- eiginlegt, en það er að vera með flötum þök- um. Vilhjálmur segir raunar orðrétt: „í þúsund ár byggðu íslendingar hús með þökum, sem voru hæst í miðjunni. Jafnlengi fannst enginn bóndi svo blár á görn að hann viljandi gerði hey sín f löt að ofan og því síður með lægð i miðjunni. Jafnvel Bakkabræður, sem þó reyndu nýjungar í húsagerð breyttu ekki lögun þaksins svo vitað sé", og síðar:„Nú kemur þar sögu að landinn f er að nema húsa- gerðarlist á vísindalegan hátt. Á fáum árum eignaðist þjóðin dugmikla sérf ræðinga á þessu sviði: Arkltekta, verkfræðinga, tækna og byggingarmeistara. ...Eins og nærri má geta er enginn slorbragur á þeim híbýlum sem hönnuð eru og byggð af slíkum kunnáttu- mönnum, enda eru þau allt í senn, fögur og hagkvæm, hlý og björt. Þó er einn galli á gjöf Njarðar. Ótrúlega mörg hinna nýrri húsa halda ekki vatni — mígleka eins og tágarhripið andskotans, svo sleppt sé öllu rósamáli." Síðan tilfærir Vilhjálmur f jölmargar bygg- ingar, sem eru með flötu þaki og leka fyrir bragðið, en botnar síðan greinina með því að slá f ram þeirri kenningu sinni, sem hann segir að alþýða manna viti raunar, að ef að þök eigi ekki að leka þurfi þau að vera úr vatnsþéttu efni Og hafa vatnshalla. Ekki er því að neita að margt er það í grein Vilhjálms sem fær oss, sem heimskir erum og illa lesnir, til að hallast að þeirri skoðun að vatn hafi tilhneigingu til að renna niðurímóti. Þá kenningu styður meðal annars sú stað- reynd að þar sem f löt þök eru og vatnið held- ur kyrru fyrir, hefur það tilhneigingu til að leka í gegnum þakið og ofan í fötur og bala, sem stillt er undir lekann. En þessari kenn- ingu er að talsverðu leyti hnekkt í svargrein Harðar Bjarnasonar, húsameista ríkisins, í Tímanum 30. jan.f þar sem hann telur upp opinberar byggingar, sem hafi lekið en séu hættaraðlekaog séu þó enn með f lötu þaki, svo ef til vill hef ur alþýða manna með Vilhjálm í broddi fylkingar rangt fyrir sér um tilhneig- ingu vatns til að renna niðurímóti. Það er tímabært að hinir mikilhæfu arkftektar lands vors stofni til ráðstefnu um eðli og eiginleika blávatns og hanni síðan húsþök með hliðsjón af niðurstöðunum eftir að búið er að afsanna orð skáldsins„Lækirnir skoppa hjalaog hoppa hvíld er þeim nóg í sæ eða tjörn." Og þá væri þessi gamla vísa ekki lengur öf ugmælavísa: Pollarnir streyma á pallinum heima, i pottinum dunar sætsúpan spræk. Tjarnirnar skoppa, hjala og hoppa, hvíld er þeim nóg í foss eða læk. Flosi. „Ofan gefur snjó r • r a snio Það hefur nú komið í Ijós, að þótt veðurfarið á Islandi þyki æði dutlunga- Vilja efla menn- ingarleg tengsl íslands og Danmerkur A fundi i Dansk-islandsk Fond var nýlega ákveöiö aö verja veru- legri fjárhæö til eflingar sam- starfi landanna á sviöi menning- armáia og visinda, segir f frétta- tilkynningu frá félaginu. Samtals nemur' upphæöin sem til ráö- stöfunar er 58 þús. dönskum krón- um og skal einkum verja þeim til hverskonar rannsóknarstarfa. fullt og oft á tíðum erfitt þá má þó líka finna í fari þess einskonar jafnaðar- mennsku. I sumar sem leið var óhemju úrfellasamt á Suður- og Suð-vesturlandi, svo að ekki stytti upp né sá til sólar vikum saman. Á Norðaustur- og Austur- landi mátti hinsvegar heita, að sólin gengi aldrei undir sumarið út. Nú hafa umskiptin á hinn bóg- inn oröiö rækileg. 1 Reykjavik t.d., hafa ríkt sllkar stillur og hreinviröi lengst af þaö sem af er þessum vetri, aö eldra fólk telur sig ekki áöur hafa lifaö þar aöra eins dýröardaga hvaö veöurfar áhrærir. Og snjókorn hefur naumast sést. A Noröaustur- og Austurlandi, sólskinssvæöinu frá I sumar, hef- ur hinsvegar snjóaö verulega, eins og veröa vill þegar áttin er noröaustlæg. Viö hringdum i nokkra menn i þessum landshiut- um og höföu þeir þetta um snjóinn aö segja: Benedikt Sigurösson Siglufiröi sagöi telja aö snjór væri þar jafn- vel meö meira móti og væru þó siglfiröingar ýmsu vanir I þeim efnum. Mest snjóaöi i janúar. Hefur þetta aö sjálfsögöu bitnaö á samgöngunum og um daginn fengum viö t.d. 8 daga skammt af blööunum i einu, sagöi Benedikt. Mundi einhverjum þykja þaö bágar póstsamgöngur. Veöur hefur hinsvegar oft veriö gott og skíðafæri ágætt. Björn Þór óiafsson i ólafsfiröi sagöi þar óvenju mikinn snjó, jafnvel meiri en þar heföi sést i mörg ár. Snjóaöi I logni svo fönnin er jafnfallin, um þaö bil 1 metri á dýpt, og kom mest á 2-3 dögum, i janúar. Dálltið snjóaöi I des. og haföi þá fönn ekki tekiö upp er viöbótin kom. Erlingur Sigurösson, Græna- vatni kvaö ekki vera mikinn snjó i Mývatnssveit og vegir væru þar færir. Mjög mikiö fannfergi væri affur á móti niöri I dölunum á Húsavik. Þar hefði stórhriðin, sem kom á dögunum, náö sér mun meira á strik. Samgöngu- erfiöléikar væru miklir og þó aö mokaö væri þá fylltust göngin jafnharöan ef eitthvað golaöi. Sveinn Arnason, Egilsstööum sagöi nokkuö mikinn snjó á Héraöi en þó ekki blöskrunar- legan. Veöur hefur veriö ókyrrt, sagöi Sveinn og ekki hafst undan aö ryöja vegina. Á Héraði er mjólkin flutt I tankbflum til mjólkurbúsins á Egilsstööum og þarf þvi aö opna vegi heim á hvern bæ, viö mikinn tilkostnaö. Dálitiö hefur á þvi boriö aö mjólk hafi skemmst vegna tafa á flutningum. — Hreindýrin eru nú komin hér ofan undir kauptúniö og jafnvel farin aö „spásséra” inn á milli húsanna. Ólafur Friöriksson á Kópaskeri sagöi mjög mikinn snjó I Oxar- firöi, Kelduhverfi og sunnan- veröri Núpasveit, liklega sá mesti, sem þar heföi komið siöan veturinn 1966-1967. Vegir heföu oft lokast aö undanförnu vegna fann- fergis. Már Karlsson á Djúpavogikvaö ekki mikinn snjó þar um slóöir en meiri þó inni i Berufiröinum en úti á Búlandsnesinu. Lónsheiöi heföi veriö ófær um sinn en nú væri veriö aö ryöja hana. mhg

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.