Þjóðviljinn - 12.02.1977, Síða 9
Laugardagur 12, febrúar 1977 ÞJÓDVILJINN — SÍÐA — 9
Lancelot (Björn Guðbr. Jónsson)
og Kötturinn (Ragnheiður
Tryggvadóttir)
pegar blaðamanni Þjóöviljans
varð gengið inn i samkomusal
Menntaskólans við Hamrahlið á
fimmtudag var eins og hann væri
að ganga inn fyrir borgarmúra
miðaldaborgar. Ungt fólk var á
þönum á við og dreif um salina.
Það var að leggja siðustu hönd á
undirbúning á sýningu Drekans
eftir sovétmanninn Jevgenij
Schwarz (1896—1958) sem hefur
slegið i gegn viða um lönd á
siðustu árum, eftir dauða sinn.
Það er Þórunn Siguröardóttir
sem leikstýrir.
Leikritið Drekinn er dæmisaga
i ævintýraformi eins og hún væri
fyrir börn en höfundurinn skrifaði
einmitt mikiö fyrir börn enda
gerði hann litinn’greinarmun á
þvi og að skrifa fyrir fullorðna.
Það gerist i litilli borg þar sem
dreki ógnar fólkinu en siðan ger-
ist atburðarás sem ekki verður
rakin hér.
Drekinn er gagnrýninn á vald-
beitingu og einræði og er samin á
fyrstu árum heimsstyrjaldarinn-
ar siðari þegar enn var vináttu-
samningur mili rússa og
þjóðverja. Eftir að þjóðverjar
réðust inn i Rússland fékk ieikrit-
iö náð fyrir augum valdhafa þar
og var komið að frumsýningar-
kvöldi i Komediuleikhúsinu i
Leningrad en þá var það stoppað
á siðustu stundu og bannað. Þó að
leikurinn sé sennilega fyrst og
fremst hugsað sem áróður gegn
nasismanum er taliö liklegt að
Hópurinn sem sýnir Drckann: 1 fremstu röð eru Ólöf Þórunn leikstjóri, Þór, Ragnheiður, Arnheiður,
Þóroddur, Anna og Guðmundur en fyrir framan þau er Jón. t annarri röö eru Björn Guðbrandur, Gunn-
laugur, Hrafnhildur, Æsa, Steingerður, Sigrlður, Hrefna og Jóhanna. t þriðju röð eru Þóra, Sigrún, Karl
Agúst, Jakob, Haukur, ólafur, Pétur, Guðrún, Sveinbjörn og Jón. Efstir eru Ingvar, Eirikur og Indriði.
DREKANN
eftir soyétmanninn JEVGENIJ SCHWARZ
Stalín
bannaði
leikritið
á sínum
tíma
Stalín hafi fundist eitthvaö nærri
sjálfum sér höggvið lika og þess
vegna ákveðið að banna það. Það
var svo ekki frumsýnt fyrr en 1962
i Leningrad.
Evgenij Schvarz var undir
miklum áhrifum frá H. C. Ander-
sen og taldi ævintýraformið best
henta sér vegna þess hve stutt er
á milli veruleikans og
imyndunarinnar i þvi. Drekinn
gerist ekki á neinum sérstökum
staö eða tima.
Krakkarnir i MH hafa lagt
gifurlega vinnu i uppsetningu
leikritsins og leikmyndin td. er
mjög skrautleg og viðamikil.
Ahorfendur sitja i raun og veru
inni i miðri borginni. Þess skal
getið að tjöldin voru gerð af 7
stúlkum og 3 piltum.
Alls munu milli 40 og 50 manns
hafa unnið að sýningunni en
leikendur og hljómlistarmenn eru
um 30.
örnólfur Arnason þýddi verkið
á sinum tima og hefur það veriö
tvisvar flutt i útvarp. Leikfélag
Akureyrar sýnir nú Oskubusku
eftir Schwarz og hefur áður sýnt
Rauðhettu. Hið siðarnefnda hefur
Leikfélag Vestmannaeyja einnig
verið að sýna.
Frumsýning á Drekanum
verður á sunnudag(13. febr) i
Hamrahliðarskólanum kl. 20.30.
Aðalhlutverkin leika Karl. Ág.
Úlfsson, Björn Guðbr. Jónsson,
Sigriður Þorgeirsdóttir, Jakob S.
Jónsson, Ingvar ólafsson
Ragnheiður Tryggvadóttir og
Indriði Einarsson.
Formaður Leiklistarfélags MH
og jafnframt aðstoöarleikstjóri er
Þór Túlinius.
Til gamans má geta þess að
sum þessara krakka eru
afkomendur þekkts leiklistar-
fólks. Jakob er sonur Svövu
Jakobsdóttur leikritaskálds og afi
hans (sr. Jakob Jónsson) og
móðurbróðir (Jökull Jakobsson)
eru einnig þekktir leikritahöf-
undar. Indriði er afkomandi
gamla Indriða Einarssonar (höf.
Nýársnóttar) en öll sú fjölskylda
Borgarstjórinn (Jakob S. Jóns-
son) og sonur hans (Ingvar
Ólafsson)
Borgarbúar.
Unnið að uppsetningu hinna
miklu og skrautlegu leiktjalda.
var meira og minna I leiklistinni
og Þór er dóttursonur Brynjólfs
Jóhannessonar leikara.
—GFr.
55
Pósturinn kemur meðhappdrætt
isvinninginn tii meistara Jakobs
oger ekki hættur að reykja.
Úr sýningu Leikbrúðulands.
A morgun frumsýnir Leik-
brúðuland 3 nýja leikbrúðu-
þætti. Fyrsti þátturinn fjallar
um stutta ævi Iftillar holta-
sóleyjar. Siöan koma gamlir
kunningjar ,,10 litlir
negrastrákar” og loks er nýr
þáttur um Meistara Jakob, sem
i þetta sinn vinnur i happdrætti
og lendir af þeim sökum I ýms-
um þrengingum.
Starfsemi Leikbrúðulands er
orðin föst I sessi, og undanfarin
5 ár héfur verið sett upp ný
Meistari
Jakob
rinnur
í happ-
drættinu”
sýning"á hverjum vetri aö Fri-
kirkjuvegi 11, i húsnæði Æsku-
lýðsráös Reykjavikur.
I þetta sinn er sýning leik-
brúðulands óvenju seint á ferö-
inni. Koma þar til ýmsar
ástæður, m.a. sú, að Leikbrúöu-
land tók þátt í gestaleik
Þjóðleikhússins „Litla prins-
inum” fram eftir hausti og fór i
leikferö til Chicago i desember.
Aðstandendur Leikbrúðulands
eru: Bryndis Gunnarsdóttir,
Erna Guðmarsdóttir, Hallveig
Thorlacius og Helga Steffensen.
Hólmfriður Pálsdóttir annaðist
leikstjórn á þættinum um
Kasper, bróðir meistara Jakobs, fæst viö vofuna meö bankaranum hennar Rósamundu, konunnar hans
meistara Jakobs.
Meistara Jakob, en hún hefur
frá upphafi mótaö Meistara
Jakob og hans skyldulið. Arn-
hildur Jónsdóttir leikstýrði
hinum þáttunum. Leiktjöld eru
eftir Þorbjörgu Höskuldsdóttur.
Sýningar verða á hverjum
sunnudegi kl. 3 að Frikirkjuvegi
11. Miðasala hefst kl. 1 á sunnu-
dögum óg verður svaraö i sima
15937 frá 1-3, en aöeins
sýningardagana.