Þjóðviljinn - 20.02.1977, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 20.02.1977, Blaðsíða 13
Sunnudagur 20. febrúar 1977 ÞJÓÐVILJINN — SIDA — 13 n*fip •• \ 1 íi o skylda sósíalista að vera virkur í kaupfélagi Adda Bára Sigfúsdót+ir veðurf ræðingur hefur setið í stjórn Kaupfélags Reykjavikur og nágrennis (KRON) í mörg ár og er nú varaf or- maður hennar. Hún hefur ennfremur setið aðal- f u/n d i S a m b a n d s íslenskra samvinnu- félaga, og nú á 75 ára afmæli þess þótti Þjóðviljanum ástæða til að ganga á fund hennar og inna hana eftir mál- efnum samvinnuhreyf- ingarinnar. Fyrsta spurning sem lögð var fyrir Oddu var um tengsl sósíalisma og samvinnu- hreyfingar og svaraði hún á þessa. leið: — Bæöi samvinnuhreyfing og verkalýöshreyfing spruttu upp á öldinni sem leiö þegar fátækt fólk fór aö vakna til meövitundar um aö þaö gæti ráöið einhverju og þeir riku ættu ekki aö ráöa öllu. Þess vegna eru þessar hreyfingar fullkomlega samstæðar, sam- vinnuhreyfingin sem beitir sér á sviði verslunar og framleiðslu og verkalýðshreyfingin sem beitir sér beint i kjarasamning- um. Þetta gerist á sama tima og sósialisminn kemur fram sem skilgreining á þjóðfélaginu. Hinu ber að gera sér grein fyrir aö bæði samvinnuhreyfingin og verkalýðshreyfingin þróast þannig að hluti félaganna i þeim gerir sér ekki grein fyrir sósialiskri kenningu. En viö megum aldrei gleyma þvi — aö samvinnuhreyfingin er tæki alþýðunnar gegn þeim sem ráða yfir fjármagninu og má þess vegna ekki tengjast einka- atvinnukrestrinum i landinu. — Hvernig stendur á þvi aö sósialistar ráöa ekki meiru I kaupfélögunum viöa um land? — Sósialistar yfirleitt sýna samvinnustefnunni alltof lit- inn áhuga. Viö stefnum aö þjóö- félagi félagshyggju og þá hlýtur einmitt samvinnufélagsformiö að vera mjög stór þáttur i viö- skiptum og framleiöslu i þvi nýja þjóðfélagi okkar. Þess vegna ættum við aö starfa verulega mikið innan samvinnuhreyfingarinnar og læra sögu hennar eins og við erum stundum aö læra sögu verkalýðshreyfingarinnar • og gera okkur grein fyrir þvi hvernig viö getum notaö þetta félagsform án þess aö þaö veröi fyrst og fremst aö stofnun eöa fyrirtæki sem almenningur sér litinn mun á og venjulegu einka- fyrirtæki. Hér má jafnvel draga fram vissa hliöstæöu milli samvinnu- félaga og þeirra rikja sem viö köllum sósialisk. Viö segjum aö þeim hafi mistekist ýmislegt i framkvæmd, en þaö þýöir ekki aö viö hættum aö brjóta heilann Séö yfir vöruhúsiö Domus Adda Bára Sigfúsdóttir Sjálfsafgreiösla var tekin upp i matvöruverslun KRON á horni Vesturgötu og Garöa-strætis áriö 1942. Tilraun þessi tii kjörbúöar reksturs var sniöin eftir bandariskri fyrirmynd og var hin fyrsta i Evrópu. um hvernig viö ætlum aö fram- kvæma sósialismann. Á sama hátt ætlum viö ekkr aö draga okkur i hlé i samvinnuhreyfing- unni þó að hún sé stundum á villigötum. — Er þá ekki rétt að hvetja sósialista til aö taka virkan þátt i samvinnufélögum? — Þaö mætti kannski segja aö það sé sjálfsögö skylda sósialista hvar sem er á landinu aö vera virkur félagi i kaupfélagi staöarins. — Er lifandi áhugi félags- manna i KRON? — Okkur hefur ekki tekist aö fá sósialista og aðra félagsmenn I KRON til aö lita á það sem félag. Deildarfundir sem eru grundvallarlýöræðiseiningar i félaginu eru yfirleitt ákaflega illa sóttir. Þetta er auövitaö sama vandamáliö og önnur félög td. verkalýösfélögin eiga við að striöa. — Hvaö eru margar deildir i KRON og hvernig er kosiö til aöalfundar kaupfélagsins? — Þaö eru sex deildir sem kjósa fulltrúa á aöalfund. Sam- vinnuhreyfingin eins og hún snýr að okkur I Reykjavik er fyrst og fremst neytendahreyf- ing, en annars staöar að veru- legu leyti lika hreyfing framleiöenda, og hefur þaö stundum skapað misræmi, en þetta er þó rétta formiö bæði i framleiöslu og viöskiptum og viö veröum aö finna einhverja ARAFORMANN IS leiö til aö sambúöin gangi vel milli þessara greina. Það er einn þátturinn sem við veröum aö geta ráöiö viö þegar viö byggjum upp sósialiskt þjóð- félag. Reyndar má geta þess aö komið hafa nýlega upp öflug framleiðslusamvinnufélög hér i borginni og er tilvera þeirra nýr vaxtarbroddur i hreyfingunni. — Ætti samvinnuhreyfingin ekki aö gera meira af þvi aö prófa ný form? — Vel er hægt að hugsa sér aö hún færi út kviarnar og leggi stund á fleira en verslun og framleiðslu i samvinnuformi. Td. gæti veriö um aö ræöa aö samvinnuhreyfingin gerði átak til aö finna einhverja lausn sem snýr aö fjölskyldu nútimans og hvernig hún á aö lifa lifinu. Komiö veröi upp þjónustuhús- um þar sem gamalt fólk, börn og fólk á vinnufærum aldri get- ur búið á þægilegri hátt en nú almennt gerist. Þetta gæti etv. verið'lausn viö hliöina á dvalar- heimilum fyrir börn og aldraða og væri viðleitni til að beina þjónustunni inn á við og til að leysa þann vanda sem nútima- fjölskyldan er komin I sem kjarnafjölskylda. Að svo mæltu sláum viö botn- inn i samtaliö viö öddu Báru.þó aö lengi mætti enn dvelja viö vandamál samvinnuhreyfing- arinnar og hugsjónir hennar. —GFr

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.