Þjóðviljinn - 20.02.1977, Blaðsíða 17
Sunnudagur 20. febrúar 1977 ÞJÓDVILJINN — SiÐA — j-
Leiðin til samvinnuverslunar
Samvinnumenn munu halda
upp á daginn i dag af þvi aö 75 ár
eru liöin siöan fyrsti visirinn aö
Sambandi Islenskra samvinnufé-
laga sá dagsins ljós, ekki af þvi aö
95ár eru liöin frá stofnun.Kaupfé-
lags þingeyinga. Mér veröur þvi
vonandi ekki virt til veisluspjalla
þó aö ég noti þetta tækifæri til aö
hrófla svolitiö viö nokkrum al-
mennt viöurkenndum hugmynd-
um varöandi stofnun Kaupfé-
lags þingeyinga og upphaf sam-
vinniiireyfingar á Islandi. Þaö
mun flestum kunnugt sem á
annaö borö gera sér einhverja
rellu út af þessum hlutum aö
Kaupfélag þingeyinga var fyrsta
kaupfélagiö , og af þvi hefur fólki
hætt til aö draga þá ályktun aö
samvinnustarf og samvinnu-
hreyfing Islendinga eigi upphaf
sitt aö rekja til stofnunar þess 20.
febrúar 1882. 1 framhaldi af þvi
hafa menn svo velt þvi fyrir sér
hvort þingeyingar hafi þekkt til
útlendra samvinnufélaga þegar
þeir stofnuöu félag sitt eöa hvort
þeir hafi fundiö samvinnuskipu-
lagiö upp af brjóstviti sinu. Jón
Sigurösson i Ystafelli var til
dæmis á siöarnefndu skoöuninni
þegar hann skrifaöi um stofnfund
félagsins i tilefni af fimmtugsaf-
mæli þess:
,,Án þess aö nokkur fundar-
manna heföi hugmynd um aö til
væru sviplik félög erlendis var
undirstaöan hin sama og i fé-
lögum þeim I Englandi og
Danmörku sem náö höföu mikl-
um þroska og höföu hinar si-
gildu regiur hinna fátæku,
ólæröu vefara i Rochdale til
fyrirmyndar”.
Hér mun þvi hins vegar haldiö
fram aö ekkert verulega nýtt hafi
oröiö til á Islandi viö stofnun
Kaupfélags þingeyinga nema
nafniö kaupfélag. Af þvi leiöir a&
afar litlu máli skiptir hvort eöa
hve mikiö þingeyingar þekktu til
samvinnustarfs i öörum löndum.
Þeir höföu nægar fyrirmyndir
innanlands.
Ekki ætla ég þó aö finna annaö
betra upphafsár samvinnuhreyf-
ingarinnar á Islandi. Arsetningar
eru nefnilega oftast lélegar upp-
bætur fyrir raunverulega sögu, þó
aö þær séu nauösynlegar I sögu-
legri frásögn. Einar sér munu
ársetningar notaöar i tvennum
tilgangi. Þær gefa fólki tækifæri
til aö halda upp á afmæli og gera
sér glaöan dag, og hef ég sist
nokkuö á móti þvi. Lika eru þær
notaöar til aö kenna þær krökkum
i staöinn fyrir sögu, og þaö ætti
liklega aö varöa viö lög. En i
hvorum tilganginum sem er kem-
ur ártaliö 1882 aö eins góöu gagni
og hvert annaö þegar talaö er um
upphafiö aö samvinnuhreyfingu
okkar. Saga er hins vegar allt
annaö. Hún fjailar um tengsl milli
fólks, milli fólks og hluta, fólks og
jaröar, fólks og sauöfjár og svo
framvegis. Þar dugar ekkert aö
benda á fjögurra stafa tölu og
segja: Hér byrjaöi samvinnu-
hreyfingin.
Eins og verkalýds-
félög í kapítalískum
samfélögum
Um þaö bil hálfri öld áöur en
Kaupfélag þingeyinga var stofn-
að — og ef til vill ennþá fyrr —
tóku islenskir bændur aö slá sér
saman i hreppi eða kirkjusókn og
semja sameiginlega við kaup-
menn um verö á vörum. Þeir
lögöu eölilega einkum kapp á aö
gera ákveönar kröfur um verö á
söluvörum sinum, og þvi hef ég
vaniö mig á aö kalla félög af
þessu tagi verökröfufélög. Sam-
taka af þessari gerö er einna fyrst
getiö I grein um verslun eftir Jón
Sigurösson forseta I Nýjum fé-
lagsritum áriö 1843. Þar segir:
„Meöal samtaka þeirra sem vel
mætti takast eins og nú stendur
og heppnast hafa sums staöar er
þaö aö heilar sveitir og héruð taki
sig saman til verslunar og kjósi
menn til að standa fyrir kaupum
af allra hendi fyrir sanngjarnliga
Þessi mynd var tekin eftir fund í Sambandshúsinu
árið 1923. Tekist hefur að grafa upp nöfn eftirfar-
andi manna:
I. Jón Guðmundsson, cndursk., 3. Þorsteinn Jónsson,
Reyðarfirði, 4. Einar Árnason á Eyrarlandi. 5. Sig-
urður Kristinsson. 6. Ingólfur Bjamason frá Fjósa-
tungu, 7. Jón Árnason, 8. Sigurður Bjarklind, 9.
Jón Jónsson í Stóradal, 10. María Jónsdóttir, starfs-
stúlka hjá Sambandinu. II. Sigursteinn Magnússon.
12. Guðbrandur Magnússon, 13. Stefán Rafnar,
15. Þórólfur í Baldursheimi, 21. Þórhallur Sigtryggs-
son, 22. Gísli Magnússon í Eyhildarholti, 24. Ingi-
mar Eydal, 27. séra Sigfús á Sauðárkróki, 29. Vil-
hjálmur Þór, 31. Sigurður Steinþórsson í Stykkis-
hólmi, 33. Guðmundur i Ási í Vatnsdal, 34. Sig-
urður Jónsson á Arnarvatni, 35. Jón Gauti Péturs-
son, 3G. Björn Kristjánsson, Kópaskeri, 37. Erlingur
Friðjónsson, Akureyri, 38. Davíð Jónsson á Kroppi,
39. Jón Ólafsson í Króksfjarðarnesi, 42. Svavar Guð-
mundsson, 48. Ólafur Methúsalemsson, 49. Þorleif-
ur Jónsson, Hólum, 50. Hallgrímur Sigtryggsson,
51. Tryggvi Þórhallsson, 52. Árni Eylands, 57. Jón
Jakobsson, 58. Jónas Jónsson frá Hriflu, 59. Tóm-
as Jónsson, Hofsósi.
þóknun”. Ekki nefndi Jón i þetta
sinn hvar slik samtök heföu starf-
aö, en seinna kom fram i grein
eftir hann aö þau heföu veriö til i
Rangárvallasýslu um 1830 og i
Skaftafellssýslu liklega um svip-
aö leyti.
Ekki er vitað hvort hér voru á
ferðinni formleg félög meö kjör-
inni stjórn. Fyrstu verslunarfélög
sem meö vissu voru stofnuö á
formlegan hátt og stjórnaö meö
aðferöum fulltrúalýöræöis komu
upp noröur I Þingeyjarsýslu
haustiö 1844. Annaö þeirra náöi
yfir Fnjóskadal en hitt var stofn-
að I Ljósavatnshreppi, sem náöi
þá yfir Báröardal og Köldukinn.
Miklu meira er kunnugt um fé-
lagiö I Fnjóskadal. Meöal annars
eru til mjög rækileg lög sem þvi
voru sett, I fimm köflum og 48
greinum. Þar kemur fram aö
aðaltilgangurinn var aö semja viö
kaupmenn um verölag, en jafn-
framt voru I lögunum ákvæöi um
vöruvöndun félagsmanna og ráö-
stafanir til aö los'a af þeim
skuldaklafa kaupmanna. I þvi
skyni var skuldlausum félags-
mönnum gert skylt aö lána skuld-
ugum félögum sinum vaxtalaust
til þess aö þeir gætu greitt versl-
unarskuldir. Skuldugir félags-
menn uröu aö sinu leyti aö sætta
sig viö aö takmarka kaup á ó-
þarfavörum samkvæmt ráöum
forstööumanna félagsins. I þetta
félag gengu i upphafi um 40 bænd-
ur eða um tveir þriöju hlutar
bænda á félagssvæöinu.
I heimildum frá næstu áratug-
um skjóta upp kollinum svipuö fé-
lög viös vegar um land. I Reykja-
vlk var stofnaö verslunarfélag
áriö 1848, og má sjá greinilega
áhrif frá verslunarfélagi fnjósk-
dæla I lögum þess og skipulagi. A
áratugunum milli 1850 og 1870
verður vart viö verökröfufélög i
öllum landsfjóröungum, og hefur
þó aldrei veriö gerö nein skipuleg
leit aö þeim i heimildum. Ég hef
hins vegar reynt aö tina saman öll
dæmi um verökröfufélög i Suður-
þingeyjarsýslu. Sú leit hefur leitt
til þeirrar niðurstööu aö I sumum
sveitum hafi þaö veriö venja
frekar en hitt aö bændur versluöu
I samlögum og semdu sameigin-
lega um verðlag viö kaupmenn.
Vel má vera aösvo hafi veriö viöa
um land, þvi tæpast er nokkur
sérstök ástæöa til aö ætla aö þing-
eyingar hafi skaraö fram úr
öörum I verslunarfélagsskap um
þetta leyti,.
Arnór Sigurjónsson hefur skrif-
að um nokkur þessara verökröfu-
félaga, og þar benti hann á aö þau
störfuöu i rauninni nauðalikt
verkalýðsfélögum I kapitaliskum
samfélögum. Verkamenn taka
sig saman um aö selja vinnu sina
i félagi til þess að vega upp á móti
auövaldi atvinnurekenda. A
sama hátt tóku bændur sig saman
um aö bjóöa kaupmönnum af-
rakstur vinnu sinnar I einu lagi til
þess aö vega upp á móti ofurvaldi
þeirra. Einn og einn bóndi gat
ekki ógnaö atvinnu kaupmanns,
en bændur heillar sveitar gátu
gert það ef þeir tóku sig saman.
Árángur verökröfufélaganna
mun lika aö ýmsu ieyti hliöstæöur
árangri verkalýösfélaga sem ein-
skoröa starf sitt viö kaupgjalds-
baráttu. 1 fyrstu tókst þeim aö
þoka veröi á söluvörum bænda
talsvert upp á viö. I Fnjóskadal
var sagt að verslunarskuldir fé-
lagsmanna hefðu lækkaö um full-
an þriöjung á fyrsta starfsárinu
og félagsmenn hagnast um hátt
aö þriöja hundraö rikisdala. En
kaupmenn komust fljótt upp á lag
meö aö láta koma krók á móti
bragöi. Þeir fundu tvo króka, og
eru báðir sviplikir þeim sem at-
vinnurekendur beita gegn verka-
lýösfélögum á okkar timum. 1
fyrsta lagi beittu þeir samtökum
gegn samtökum bænda og komu
sér saman um hvaöa kosti þeir
skyldu bjóöa. I ööru lagi fóru þeir
aö eins og atvinnurekendur sem
velta kostnaöi af kauphækkunum
út i verðlag þar sem þaö bitnar
mest á launþegum. Kaupmenn
gáfu oft eftir og hækkuöu verö á
söluvöru bænda, en jafnframt
hækkuðu þeir álagningu á út-
lendar vörur aö sama skapi og
bættu sér þannig skaöann. Af
þessu leiddi veröbólguþróun sem
einkennir mjög utanlandsvið-
skipti islendinga á 19. öld. Verö-
kröfufélögin leiddu þvi ekki til
mikilla hagsbóta þegar fram i
sótti, og þvi var ekki heldur látið
staöar numiö viö þau.
Almannahlutafélögin
brugöust
Eftir aö verökröfufélögin höföu
sýnt hve skammt þau dugöu voru
viöa um land gerðar umfangs-
mikiar tilraunir til aö koma á fót
hlutafélögum um verslun r.ieb al-
mennri þátttöku bænda. Hreyf-
ing verslunarhlutafélaganna reið
Kramhald á bls. 19