Þjóðviljinn - 20.02.1977, Blaðsíða 19
Sunnudagur 20. f«brúar 1977 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 19
Leidin til samvinnuverslunar
Framhald af 17. siðu.
yfir furðu skyndilega og samtimis
i öllum landshlutum um 1870. Það
kom þá skyndilega i ljós að efn-
aðri bændur og sveitaprestar
lumuðu á talsverðum peningum.
Það mátti grafa þúsundir rikis-
dala upp úr kistuhandröðum og
rúmbotnum i islenskum sveitum.
Gránufélagið var elst þessara fé-
laga, stofnað 1869. A örfáum ár-
um lagði það undir sig allt
austanvert landið frá Skagafirði
til Hornafjarðar. Það opnaði
verslunarbúðir á Akureyri,
Raufarhöfn, Vestdalseyri við
Seyðisfjörð og Siglufirði en rak
lausaverslun á öðrum höfnum á
svæöi sinu. Vestan við umdæmi
Gránufélagsins tók viö Félags-
verslunin við Húnaflða sem
teygði sig austur i Skagafjörð á
annan veginn og suöur I Borgar-
fjörð á hinn. I Reykjavik var
stofnað félag sem var i daglegu
tali kallað Veltufélagið og versl-
aði I Veltunni við Veltusund.
Þetta voru aðeins stærstu og um-
svifamestu verslunarhlutafélög-
in, ónefnd eru nokkur minni hátt-
ar félög auk þónokkurra mis-
heppnaðra tilrauna.
En alda verslunarhlutafélag-
anna hneig næstum þvi eins
skyndilega og hún hafði risið.
Þegar tiu ár voru liöin frá stofnun
fyrsta félagsins voru þau öll lögst
i dá eða komin undir hamarinn
nema Gránufélagið eitt. Það var
hinsvegar veösett dönsku heild-
sölufyrirtæki með öllum eigum
sinum og laut stjórn þess i stóru
sem smáu. Þannig var það I raun-
inni danskt verslunarfyrirtæki,
rétt eins og dönsku selstöðuversl-
anirnar sem það hafði átt að
drepa af sér.
Liklega má segja að verslunar-
hlutafélögunum hafi mistekist af
þvi að forystumönnum þess tókst
ekki að gera upp við sig hvort þau
ættu að starfa eins og kapitalisk
fyrirtæki i þeim tilgangi einum að
safna hagnaði eða sem þjónustu-
stofnanir við bændur. Sem fyrir-
tæki færðust þau of mikið i fang,
en sem almannasamtök héldu
þau ekki nægilega traustu sam-
bandi viö félagsmenn. Þeir firrt-
ust félögin og tóku upp sömu
aöferðir i skiptum viö þau og
kaupmenn, reyndu að selja þeim
illa unnar vörur og hættu aö
standa i skilum.
Pöntunarfélag,
eitt þeirra
kallaö kaupfélag
Hér að framan minntist ég á
verslunarfélag sem var stofnaö i
Reykjavik árið 1848. Það er fyrsta
félagið sem ég veit til að pantaði
sjálft vörur frá útlöndum. Hins
vegar varð það ekki upphaf að
, neinni hreyfingu, enda lifði það
ekki árinu lengur. En á næstu
áratugum kom iðulega fyrir að
menn tækju sig saman um aö
panta eitt og annað með póstskip-
um frá Kaupmannahöfn. Það var
auðvelt og oftast hagkvæmt ef
menn höfðu peninga til að borga
með, en peningaumferð var svo
litil, þangað til farið var að selja
sauðfé til Bretlands uppúr 1870,
að þessi verslunaraðferð gat ekki
leyst vanda heildarinnar.
Að minnsta kosti einu sinni
voru stofnuð viðtæk samtök til að
starfa með pöntunarfélagssniöi.
Þau komu upp i Reykjavik um
1870 og náöu um skeið allt suður á
Reykjanes og vestur i Dali, en
urðu ekki langlif. Tilraun var
gerð til að koma á fót öflugum
pöntunarsamtökum I Eyjafiröi
veturinn 1880-81. Sá sem stóð fyrir
henni var Eggert Gunnarsson frá
Laufási (bróðir Tryggva siðar
bankastjóra), þingeyingur að
uppruna og vel kunnur öllum
fyrirmönnum þingeyinga. Mér er
næst að halda að þessi fyrirhug-
uðu samtök Eggerts hafi veriö
helsta fyrirmynd Jakobs Hálf-
danarsonar þegar hann kom
Kaupfélagi þingeyinga á laggirn-
ar veturinn eftir. Að minnsta
kosti er óþarfi að leita fyrir-
mynda hans lengra. Kaupfélag
þingeyinga var I upphafi ekkert
annað en pöntunarsamtök bænda,
stofnuð af þvi aö sauðasalan til
Bretlands var farin að færa
mönnum i hendur peninga sem
mátti nota til að greiða með pant-
anir. Félagið var að visu hluta-
félag að formi til, en engum datt i
hug að láta hlutaféð skila arði né
aö láta atkvæðisrétt félagsmanna
fara eftir þvi hvort þeir áttu eitt
hlutabréf eða fleiri. Þingeyingar
voru einfaldlega aö stofna félag
til aö kaupa vörur og þvi fundu
þeir upp á þvi aö kalla félagið
kaupfélag.
Samvinnuhreyfingin
festi rætur í
þingeysku kaudfélagi
Arnór Sigurjónsson minntist
aldarafmælis verðkröfufélag-
anna i Fnjóskadal og Ljósavatns-
hreppi árið 1944 með þvi að gefa
út bók sem hann kallaði Islensk
samvinnufélög hundrað ára. Þar
var hann I fullum rétti. Ég kann
að minnsta kosti enga leið til að
útiloka þessi félög frá flokki sam-
vinnufélaga, þó að mér finnist að
visu heppilegra aö nota það orð
aðeins um félög sem hafa með
höndum rekstur einhverskonar
atvinnu eða viðskipta. En til þess
aö umræðan um þetta lendi ekki I
botnlausum hugtakaruglingi
verðum við aö greina á milli sam-
vinnufélags i viðri merkingu ann-
ar vegar og samvinnuhreyfingar
Vestur-Evrópu hins vegar. Sam-
vinnufélög hafa verið stofnuð viðs
vegar um heiminn svo lengi sem
sögur greina og visast lengur.
Sam vinnuhreyfing Vestur-
Evrópu á hins vegar upphaf sitt
aðallega að rekja til breskra
sósialista á fyrstu áratugum 19.
aldar, fyrst og fremst Roberts
Owen. Vefararnir frægu I
Rochdale tóku upp hugmyndir
hans en lækkuðu býsna mikið ris-
ið á markmiðum hans. Þó hefur
það aldrei lagst af i þessari sam-
vinnuhreyfingu að ræða um hana
sem afl til breytinga og bóta á
þjóðfélaginu. Markið hefur jafn-
an verið sett hærra en að bæta
hag félagsmanna, að minnsta
kosti I orði.
Réttast mun að lita á Kaupfélag
þingeyinga sem samvinnufélag i
fyrrgreindu merkingunni strax I
upphafi, en þá hlýtur hið sama að
eiga viö öll eldri pöntunarfélög
sem voru stofnuð I nákvæmlega
hliðstæöum tilgangi. A hinn bóg-
inn verður hvorki Kaupfélag
þingeyinga né nokkurt pöntunar-
félag á undan þvi taliö til sam-
vinnuhreyfingar Vestur-Evrópu.
Til þess skorti þau vitneskju og
meövitund félagsmanna um aö
þau tilheyrðu nokkurri slikri
hreyfingu, og þau skorti lika allar
hugmyndir um að þau væru afl til
almennra þjóöfélagsbreytinga.
Þess var þó ekki langt að biða
að samvinnuhreyfingin festi ræt-
ur á Islandi, og eftir þvi sem mér
er best kunnugt festi hún fyrst
rætur i pöntunarfélagi Jakobs
Hálfdánarsonar, Kaupfélagi
þingeyinga. Hér er ekkirúm til að
rekja þá sögu i einstökum atrið-
um, en áður en félagiö hafði starf-
að i áratug voru forvigismenn
þess og aðrir áhugamenn um
samvinnuverslun orönir alveg
klárir á þvi aö þaö væri sam-
vinnufélag. Meöal margs annars
kom sú vitneskja fram i þvi að út-
lend orð yfir samvinnufélög voru
umsvifalaust þýdd með oröinu
kaupfélag. Þannig birtist til
dæmis I Þjóðólfi árið 1890 þýdd
grein um félag vefaranna I Roch-
dale, og hún hófst á oröunum:
„Félag þetta er fyrsta kaupfélag-
ið sem stofnað var á Englandi”.
Kaupfélagsmenn fóru ekki heid-
ur i neinar grafgötur meö að félag
þeirra ætti aö stuðla að róttækum
þjóðfélagsumbótum. Fyrst og
fremst áttu kaupfélögin að út-
rýma öllum sjálfstæðum,
kapitaliskum verslunarrekstri.
Það boðaöi Benedikt Jónsson á
Auðnum i bréfi árið 1889:
,,Þaö þarf ekki kapitalista eða
kapitöl til að reka verslun
(kaupskap). Kaupskapur, jafnt
sem landstjórn og iðnaðarmál.
getur heyrt undir almenn fé-
lagsmál, já miklu fremur en
hin hærri pólitik, enda er kaup-
skapur siðasti liður i allri at-
vinnu og snertir þvi alla, jafn-
vel meira en landstjórnarmál.
...Misskilningur að kaupskapur
þurfiað vera og eigi að vera at-
\ -a einnar stéttar. Kaup-
skapur er réttur hvers einstak-
lings, svo dýrmætur að engri
stétt er trúandi fyrir honum...”
Sé verökröfufélögunum likt við
verkalýðsfélög I kapitaliskum
samfélögum þá má kalla þetta
boðskap um byltinguna sjálfa á
verslunarsviðinu. Tilgangurinn
var lika einkum að stuðla að efna-
hagsjöfnuði, eða eins og Benedikt
á Auönum sagði:
...liggur mér við að segja að
betri sé alls enginn auður en
auðsöfn f einstakra manna og
einstakra stétta höndum, sem
ætið leiðir til undirokunar ann-
arra stétta og einstaklinga.
...Fyrir eintóma verslunar-
keppni milli kaupmanna gef ég
ekki mikið, þeir geta haft sam-
tök eins og aörir menn, og á þvi
fá menn að kenna viðs vegar
um heim. Menn tala um inn-
lenda kaupmannastétt. Innlend
kúgun er litlu betri en útlend og
máske verri af þvi að hún er
samvaxin þjóöinni, en gegn út-
lendu ofbeldi risa menn I
lengstu lög.”
Hér er ýmislegt sem minnir á
sósialisma. Þó hafnaöi Benedikt á
Auðnum þvi næsta eindregið aö
hugmyndafræði Kaupfélagsins
væri sósialismi, þó að hann gerði
honum að visu hærra undir höfði
en þeirri Ihaldssemi sem barðist
gegn öllum breytingum. Við verö-
um held ég aö fallast á þetta mat
Benedikts. Eins og oröið sósiai-
ismi var skilið þá og hefur verið
skilið siðan, þá taldist samvinnu-
stefna þingeyinga ekki til hans
heldur róttækrar, vinstrisinnaðr-
ar frjálshyggju. Samvinnuhreyf-
ingin var i eöli slnu uppreisn gegn
rikjandi auös- og valdastétt, en
gagnstætt sósialiistum af skóla
Karls Marx snerust samvinnu-
menn ekki gegn frjálshyggjunni
heldur gerðu uppreisn sina undir
merkjum hennar. Það geröi sam-
vinnustefnuna aðgengilega fyrir
islenska bændur sem áttu langt i
land aö fallast á nokkrar þjóðnýt-
ingarkenningar. En á hinn bóginn
hefur þaö sýnt sig aö samvinnu-
stefnan á ekkert ráð til að greina
sig algerlega frá einkaatvinnu-
rekstri kapitalista. Hún stendur
varnarlaus gegn þvi að hreyfing-
in leiöist inn á brautir þeirra sem
henni var ætlað að sigra.
F
' m
Benedikt Jónsson á Auðnum, Jakob Hálfdánarson og Pétur Jónsson á
Gautlöndum. Myndin tekin um 1896.
AFMÆLISKVEÐIA
Þegar íslensk alþýða, til sjávar og
sveita, hóf sókn sína úr sárri örbirgð og
réttindaskorti til mannsæmandi lífs,
hófu frumherjarnir á loft merki tveggja
alþjóðlegra hugsjónastrauma, sam-
vinnuhreyfingar og sósíalisma.
Af þeim spruttu alþýðuhreyfingarnar
tvær, samvinnuhreyf ingin og verkalýðs-
hreyfingin, sem gerbreytt hafa íslensku
þjóðlífi til hins betra.
Verkalýðshreyf ingin hefurávallt kunnað
að meta gildi samvinnuverslunar í
baráttunni við harðsnúið yfirstéttar-
auðvald, sums staðar haft forgöngu um
að koma henni á fót, annars staðar stutt
hana með ráðum og dáð.
Á 75 ára afmæli Sambands íslenskra
samvinnuf élaga á Alþýðusamband
Islands ekki betri ósk samvinnumönnum
til handa, en þá að á næsta aldar-
f jórðungi megi takast að virkja krafta
beggja þessara voldugu alþýðuhreyf inga
til ætlunarverksins: afnáms einka-
auðmagns og eflingu þjóðfélags, sem
gerir fólkinu kleift að nýta f jármagnið i
eigin þágu.
ALÞYÐUSAMBAND ISLANDS
1 • — OLÍUFÉLAGIÐ HF.
l^i sendir Sambandi íslenskra samvinnufélaga árnaðaróskir á merkum tímamótum í sögu þess.
OLÍUFÉLAGIÐ HF.