Þjóðviljinn - 09.03.1977, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 09.03.1977, Blaðsíða 5
ólafur Kvaran Listkynning í Borgarnesi Félagar i Junior Chamber Borgarnes efna til listkynningar I Samkomuhúsinu i Borgarnesi 1 dag þriBjudaginn 8. mars klukkan 20.30. ólafur Kvaran listfræöingur frá Listasafni rikisins heldur fyrir- lestur um myndgreiningu og sýn- ir skuggamyndir. Einnig mun hann svara fyrirspurnum. Aögangur er ókeypis. Þá mun J.C. Borgarnes gefa út dreifibréf til kynningar á Lista- safninu i Borgarnesi, sem er stærsta listasafn utan Reykjavlk- ur. Félag skólastjóra og yfirkennara í grunnskólum: Verðum sterkari í einu félagi Laugardaginn 5. mars var haldinn aö Hótel Loftleiöum fyrri stofnfundur Félags skólastjóra og yfirkennara á grunnskólastigi. Meö stofnun þessa félags samein- ast þrjú félög, sem öll höföu sömu eöa svipaöra hagsmuna aö gæta, en þaö eru Skólastjórafélag ts- lands, Félag yfirkennara og Félag skólastjóra I héraös- og gagnf r æöaskólum. Nokkur aödragandi hefur veriö aö sameiningu þessara félaga I eitt félag, og var i haust kosin undirbúningsnefnd til aö vinna aö málinu. Einn nefndarmanna, Þorvaldur óskarsson yfirkennari I Breiöageröisskóla,sagöi i viötali viö Þjóöviljann I gær aö sent hafi veriö út kynningarbréf og spurningalisti til allra félaganna um hugsanlega sameiningu og hvernig menn vildu aö staöiö yröi aö henni, ef af yröi. Undirtéktir voru alls staöar mjög góöar og þvi þótti ekki eftir neinu aö biöa meö aö stofna sameiginlegt félag þessara aöila. Þorvaldur sagöi aö framhalds- stofnfundur yröi haldinn fyrir 1. okt. nk. og timann þangaö til sé ætluninaönota til aö leggja form- lega niöur félögin, sem fyrir eru. Tilgangurinn meö félagsstofnun- inni er aöallega sá aö sameina kraftana og meö tilkomu grunn- skólalaga er enn frekari grund- völlur til aö sameina félögin. Þor- valdur taldi aö e.t.v. yröi þetta hvati aö þvi aö stóru kennara- samböndin, Samband Isl. barna- kennara, Landssamband fram- haldsskólakennara og Félag há- skólamenntaöra kennara, sam- einuöust, en þaö hefur veriö rætt, og eflaust veröur þróunin sú aö öll kennarafélög sameinist I eitt. Sums staöar á landinu eru kennarar lika aö stlga fyrstu skrefin I þá átt, t. d. á Vestur- landi og I Vestmannaeyjum. —hí Miövikudagur 9. mars 1977. ÞJÓÐVlLJiNN — StÐA 5 LÖGIN UM ATVINNULEYSISTRYGGINGASIÓB ,,Stíluð gegn konum 99 segir Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir „og fæðingarorlof á að greiðast af almannatryggingum” t fyrra voru sett viöbótarlög viö lög um atvinnuleysis- tryggingasjóö þess efnis aö kon- um I ASÍ skuli greitt þriggja mánaöa fæöingarorlof úr sjóön- um. Fram til áramóta voru kon- um greidd þessi lán án tillits ttl tekna maka.en nú hefur sjóös- stjórn ákveöiö eftir aö hafa leit- aö álits borgardóms aö greiöa ekki fæöingarorlof fari tekjur maka yfir visst mark, sem er rúmi. 1,4 milj. Þetta er I sam- ræmi viö reglur sjóösins og gild- ir um allar greiöslur úr sjóön- um. Viö spuröum Björn Jónsson forseta ASI álits á þessari túlk- un laganna, en hann á sæti I stjórn Atvinnuleysistrygginga- sjóös. Björn sagöi aö verkalýös- hreyfingin heföi alltaf veriö á móti þvl aö fæöingarorlof væri greitt úr atvinnuleysis- tryggingasjóöi, þaö ætti heima I almanna try ggingakerf inu. En samkv. lögum sjóösins væri ekki um neinn vafa aö ræöa á túlkun laganna. Ef greiöa ætti konum fæöingarorlof án tillits til tekna maka yröi aö breyta reglum sjóösins, en ekki var gert ráö fyrir þvi, þegar viö- bótarlögin um fæöingarorlof voru lögfest I fyrra. Björn sagði aö vissulega þyrfti aö endurskoöa lög sjóös- ins, og þá ekki aðeins meötilliti til fæöingarorlofs. Hann sagöi aö tekjumarkiö nú væri allt of Aöalheiöur Bjarnferösdóttlr lágt og fæöingarorlofiö ætti skil- yröislaust aö taka út úr og koma þvi fyrir þar sem það á heima. Aöalheiöur Bjarnfreösdóttir formaöur Sóknar var á sama máli og Björn aö þessu leyti. Hún sagöi aö flutningsmenn til- lögunnar um fæöingarlorlof hafi ekki búiö svo um hnútana aö sérákvæöi giltu um fæöingaror- lof og þvl veröi aö breyta lögun- um, eigi konur aö fá orlofiö án skilyröa. Aöalheiöur sagöi aö þaö væri eð endemum aö fæöingarorlof kvenna i ASí væri ekki komiö á fastan og réttan grundvöll og hún sagöist ekki vera i vafa aö þau mál væru fyrir löngu komin heil I höfn, heföi karlmanna- forystan I verkalýösfélögunum ekki ætiö litið á baráttu fyrir fæöingarorlof sem sérmál kvenna. Hún sagöi einnig aö lögin um atvinnuleysistryggingasjóö • væru stiluö gegn konum. Akvæðin um tekjur maka bitnuöu á konum en ekki körlum þar sem varla nokkur kona IASI næöi þvi tekjumarki sem þar er sett. Þessu sagöi Aöalheiöur aö yröi aö breyta, og hún tók þaö skýrt fram aö verkalýösfélögin heföu verið á móti þvi, aö fæöingarorlof yröi greitt úr at- vinnuleysistryggingasjóöi, þaö ættu allar konur aö fá og þaö ætti aö greiðast af almanna- tryggingum. —hs NÝR SKODABÍLL Fjárhagsáætlun HafnarJjarðar Neyðarástand í skólamálum Samt felldi meirihlutinn tillögu um aukiö framlag til skólabygginga Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðar var afgreidd á fundi bæjarstjórn- ar fyrir skömmu. Niöurstööutöl- ur hennar eru 1.311 miljónir og 580 þúsund krónur. Stærstu út- gjaldaliðir eru fræðslumál 165.8 miljónir, félagsmál tæpl. 213 miljónir og verklegar fram- kvæmdir 394.4 miljónir. Stærstu tekjuliöir eru hins veg- ar fasteignagjöld 201.1 miljón, framlag úr Jöfnunarsjóöi 166.6 miljónir, aöstööugjald 87.8 miljónir, framleiöslugjald frá ISAL 86 miljónir og útsvar 657.6 miljónir. Fulltrúar minnihlutaflokkanna, Alþýöubandalags, Alþýðuflokks og Framsóknar, fluttu margar breytingartillögur sem einkum miöuöu aö þvi aö auka félagslega þjónustu oþh. Má nefna sem dæmi tillögu um framlag til bindindisfræöslu i skólum, tillögu um gerö skautasvæöis, tillögu um aö stórauka framlag til vinnu- skólans, tillögu um framlag til útisundlaugar og tillögu um framlag til undirbúnings nýrrar dag vistarstofnunar. Veigamesta tillaga minnihlut- ans var þó aö auka framlag bæjarins til byggingar Engidals- skóla sem er nýr skóli i Noröur- bænum. Ef tillaga þessi heföi hlotiö samþykki heföi þaö þýtt aö hægt yröi aö hefja starfsemi skól- ans aö hluta næsta haust. Fram- kvæmdaleysi meirihlutans á sviöi skólabygginga á þessu kjörtima- bili hefur veriö sllkt aö hreint neyöarástand ríkir og hefur oröiö aö skera niöur lögboöna kennslu aö hluta. En meirihlutinn var samur viö sig og felldi þessa til- lögu sem allar aðrar tillögur minnihlutans. Viö heildarafgreiöslu fjárhags- áætlunarinnar létu fulltrúar minnihlutaflokkanna bóka eftir- farandi: ,,AÖ fenginni reynslu má þaö vera hverjum manni ljóst að nú- verandi meirihlutaflokkar i bæjarstjórn hafa virt aö vettugi ýmsa þá liöi i fjárhagsáætlunum sinum sem hægt er aö hrófla viö og ráöstafaö fjármunum bæjar- félagsins eftir geöþóttaákvöröun- um hverju sinni,en ekki eftir sam- þykktum fjárhagsáætlunum. Nægir aö nefna sem dæmi áætlanir þeirra um skólabygging- ar annars vegar en framkvæmdir á þeim málaflokki hins vegar, en af æriö nógu er aö taka. Breytingartillögur minnihlut- ans hafa nú ekki veriö virtar viö- lits. Hljótum viö aö fenginni slikri reynslu aö láta meirihlutann um ábyrgö á þessari fjárhagsáætlun og sitjum hjá við afgreiöslu henn- ar.” Minnihlutinn flutti einnig all- margar ályktunartillögur á fund- inum. Má þar nefna tillögur pm bætta þjónustu almennings- vagna, útboö á félagsheimilis- álmu viö iþróttahúsiö, skóladag- heimili, aöhald i fjármálum bæjarins og valddreifingu. Sum- um þessara tillagna var visaö frá en öörum vlsað til bæjarráös, sem ekki hefur afgreitt þær ennþá. Ægir/—ÞH Skoda AMIGO Algjörlega ný tegund af Skoda er nú komin á markaðinn, Skoda AMIGO. Er umbyltingin frá fyrra formi Skodabifreiða svo mikil að vart er nokkuö sem minnir á hinn vinsæla Skoda 110, en AMIGO er arftaki hans, ekkert nema þá verðið, sem er frá 880 þúsund kr. og aö 1 miljón. Tékkneska bifreiðaumboöið á lslandi, Jöfur hf.,kynnti um helg- ina þennan nýja Skodabil, og seg- ir I tilkynningu umboösins, aö hin nýja bifreið sé ekki aðeins gjör- breytt i útliti helduriuppfylli allar nútima kröfur um öryggi og þæg- indi i akstri, án þess þó að breyta frá þeirri meginstefnu aö bjóöa fram bifreið sem fyrst og fremst er hagkvæm i rekstri. Slikt er ekki litilsvert á timum stööugt hækkandi verölags. Farþega- og farangursrými hefur aukist til muna, og innrétt- ingar allar eru hannaöar meö til- liti til fyllsta öryggis og þæginda farþeganna. Farþegarýmiö er sérstaklega styrkt, en samstæö- urnar bæöi aftan og framan eru hannaöar þannig aö þær draga verulega úr höggi við árekstur. Vélarstærö hefur veriö aukin nokkuö>en um tvær mismunandi vélarstæröir er aö velja, 1.046 c.c. (rúmsm.) og 1.174 c.c., en þrátt fyrir þessa stækkun er meöal- bensineyöslan hin sama og áöur, eöa aðeins frá 7 litrum á 100 km til 8.6litra á 100 km eftir vélarstærö. Skoda „AMIGO” býöur upp á fjölmargar tækninýjungar, sem of langt mál væri aö rekja hér. Flestar tilheyra þær auknum öryggisráðstöfunum, og má t.d. nefna aflhemla, en hemlakerfiö er tvöfalt meö diskahemlum á framhjólum, og þannig mætti lengi telja. Hingaö til lands verða fluttar . þrjár geröir af Skoda Amigo, I Amigo 105, Amigo 120 L og Amigo 120 LS.en munurinn milli þessara geröa felst I mismunandi vélarstæröum, innréttingum og ýmsum öörum búnaöi. Aætlað verö er kr. 880.000.- fyrir AMIGO 105, kr. 950.000.- fyrir AMIGO 120 L og KR. 1.000.000,- fyrir AMIGO 120 LS. Skoda Amigo er bifreið sem hentar öllum þörfum fjölskyld- unnar, 5-manna, 4-dyra, rúmgóö- ur, sparneytinn. Munið "ff alþjóðlegt hjálparstarf Rauða krossins. RAUÐI KROSS lSLANDS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.