Þjóðviljinn - 13.03.1977, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 13.03.1977, Blaðsíða 3
Sunnudagur 13. mars 1977 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3 og veru borgaraleg krafa og miðast ekki við þarfir verka- lýðsins. Hvaö átt þú eiginlega viö með þessu og, hvaða skiln- ing er hægt að leggja i þetta? 1. frelsi frá þvi að taka tillit til efnahags (fjármála) i ástum? 2. þá lika frá efnahagslegum ^hyggjum? 3. frá trúarlegum fordómum? 4. frá boðum og bönnum föður- ins? 5. frá fordómum „samfélags- ins”? 6. frá hinu þröngsýna samfélagi bænda, smá- borgara eða borgaralegra ntenntamanna? 7. frá fjötrum laga, dómstóla og lögreglu? 8. frá einlægni I ástamálum? 9. frá barneignum? 10. frelsi til framhjáhalds o.þ.h. Flestir munu óhjákvæmilega lita á frjálsar ástir sem eitthvað i likingu við atr. 8—10 — jafnvel þótt þú ætlist ekki til þess. Þar sem háværustu og framhleypn- ustu hópar nútima samfélags telja að atr. 8—10 séu rétt skil- greining á frjálsum ástum, veröur þetta borgaraleg krafa, en ekki krafa verkalýösins. Atriði 1 og 2 eru þau mikilvæg- ustu fyrir verkalýðinn og þvi næst atr. 1—7, en þetta eru raunverulega ekki frjálsar ást- ir. Sá skilningur sem þú sjálf vilt helst leggja i orð þin skiptir ekki höfuðmáli. Það sem máli skiptir er hlutlæg og rökrétt afstaða stéttarinnar til ástamála”. Og þegar Inessa Armand vildi ekki láta sér segjast heldur Lenin áfram og segir þá m.a.: „Jafnvel þótt að skammvinn ástriða og ástarsamband sé skáldlegri og hreinni en (hvers • dagslegur, já mjög hversdags- legur) „ástvana koss” gifts fólks.” Þetta er það sem þú seg- ir. Og þetta ætlar þú að skrifa i bæklinginn. Ástvana kossar gifts fólks eru litilmótlegir. Þar er ég þér sammála. En þá ætti að setja fram sem andstæðu einhvers... já. en andstæðu hvers? Svarið hlýtur aúðvitað að vera:ástarkossa. En þú setur þá fram sem andstæðu skamm- vinnrar (af hverju skamm- vinnrar?) ástriöu (af hverju ekki ástar?). Rökrétt afleiðing þessaer: ástvana (skammvinn- ir) kossar eru settir fram sem andstæða ástvana hjónabands- kossa. Undarlegt. I bæklingi sem ætlaður er almenningi held ég, að betra væri að setja fram sem andstæður, annars vegar hið hversdagsgráa og litilmót- lega hjónaband smáborgara, menntamanna og bænda, þar sem engin ást er (atr 5 eða 6 hjá mér, að ég held) og hinsvegar borgaralegt hjónaband i verka- lýðsstétt sem byggist á ást (og ef þú vilt endilega hafa það meö getur þú bætt þvi við að skamm- vinn ástarsambönd geti bæði verið hrein og einnig litilmót- leg). 1 bæklingi þinum setur þú einkenni stétta ekki fram sem andstæður heldur eitthvað i lik- ingu við „einstaklingsbundið” dæmi. Einstök, einstaklings- bundin dæmi um litilmótlega kossa gifts fólks og hreina kossa i skammvinnum ástarsambönd- um er tema sem hægt er aö vinna úr i skáldsögu (þvi þar mundi öll sagan snúast um að- stæöur einstaklinga og um það að skilgreina persónuleika og sálarástand sögupersónanna). En i bæklingi? Þú skilur alveg hvaö ég á við með að tilvitnunin i Key passi ekki, þú segir að þaö sé „fáránlegt” að koma fram eins og „prófessor i ástum”. Hárrétt, en hvað um prófessora i skammvinnum... o.s.frv.?” Maðurinn sem var i farar- broddi fyrstu öreigabyltingar- innar hefur óneitanlega verið fjölhæfur og góður félagi, en það sem mesta undrun vekur er hvað þessar umræöur eru likar þeim sem nú standa yfir. Þetta stafar m.a. af þvi, að i nútima samfélagi erum við ósköp lítiö nær lausninni, vegna þess að engin lausn er möguleg i þvi samfélagi sem við búum viö. Sósialistar fyrr á tímum gerðu sér einnig grein fyrir þessu. Amma og afi á jólum Höfundur skýrslunnar, Kerstiii Helin, telur að hin neikvæöa af- staða barna til gamals fólks stafi fyrst og fremst af þvi, hve litið þessir ágætu aldursflokkar um- gangist. Tiunda hvert barn hittir aldrei neitt gamalt fólk. Og éf að um það er að ræða, þá er það i átta tilvikum af hverjum tiu gamall ættingi — afi eða amma. Fjölskyldan er eini vettvangur- inn þar sem börn og gamalt fólk hittist. Og vegna þess að oft búa afar og ömmur annarsstaðar, eða þau eru enn I dreifbýlinu en „millikynslóðin” i stærri borgum, þá ber fundum barna og gamals fólks ekki saman nema örsjaldan á árinu — á jólum eða hátiðum. Og þess vegna veröa einnig þessir samfundir I stiröara lagi og óeðli- legir. Þetta er þó hvorki börnum né gömlu fólki að kenna. Og at- hugun Kerstin Helin leiddi m.a. einmitt það i ljós, að börn vilja gjarna umgangast gamalt fólk. Einkum stúlkur. Ein segir t.d.: „Gamla fólki.ð er ágætt, þvi að það hefur tima til að tala við mann.” Millikynslóðin Kerstin Helin segir sem svo: Það erum við i millikynslóöinni sem berum mesta ábyrgðina á þvi hvernig komið er. Við einöngrum okkur svo rækilega i okkar litlu kjarnafjölskyldum og i vinnu okkar. Og þá sjaldan við umgöngumst gamla fólkið tölum við ekki við það um hluti sem skipta máli. Við höldum að við vit um allt betur, og að við munum sjá fyrir öllu, en gamla fólkið eigi bara að bukka og þakka fyrir sig. ,,Það er andstyggilegt þreyttri æsku og einmanaleika eftirlaunafólksins. Nytsamleg verkefni Skýrsluhöfundur segir, að sem betur fer séu menn farnir að skilja að sæmileg eftirlaun eru 1 sjálfu sér ekki trygging fyrir far- sælu ævikvöldi. Erfiðust verður mörgu gömlu fólki sú reynsla aö hafa ekkert nytsamlegt að iöja, að finnast það sé til einskis gagn- legt. Kerstein Helin segir einnig, að skólinn hafi til þessa vanrækt það hlut.verk að vinna að brúar- smlö milli kynslóðanna. En með þeim breytingum sem eru aö veröa á skólakerfinu og gera m.a. ráð fyrir margskonar „frjálsum timum” i skólanum, telur hún verulega möguleika á aö fá eftir- launafólki raunveruleg verkefni i skólanum. (ByggtáD.N) að verða gamall” Um þaö bil helmingur barna heldur, að ellin sé leiðinlegasti tími ævinnar og að það sé andstyggilegt að verða gamall. Um helmingur barna heldur, að fólk sé útslitið þegar það er komið á eftir- launaaldur og eigi það að víkja fyrir yngra fólki. Þetta er meðal þess sem kemur fram i athugun sem gerð hefur verið meðal 10-12 ára barna i Gautaborg, og sjálfsagt er hér um að ræða afstöðu og fordóma sem mjög eru útbreiddir meðal barna i velferðarrikjum svonefndum. Meira en helmingur barnanna taldi, að gamalt fólk kærði sig ekkert um að hafa lif og fjör I kringum sig,að gamalt fólk vildi helst umgangast annað gamalt fólk og að það eigi erfiðara með að átta sig á hlutúnum en yngra fólk. Börnin sögðu flest sem svo, að gamalt fólk kvarti yfir öllu sem er nýtt, það þreytist fljótt og vilji helst sitja heima. Litill samgangur skapar for- dóma bæði hjá börnum og öldruðu fólki. Gamalt fólk getur orðið dauðhrætt við siðhærða krakka af þvi einu aö hafa lesið einhver æsi- skrif um útlit og atferli svo- nefndra vandræðaunglinga. Og eftirýmsum leiðum hafa siast inn I krakkana hugmyndir um gamalt fólk sem óforbetranlegar nöldurskjóður. Að hittast á vinnustað 1 Sviþjóö hafa menn viðurkennt þennan vanda, og meðal þess sem hefur veriö fitjað upp á til að brjóta niður óþarfa múra milli aldursflokka er það að fariö er aö bjóöa gömlu fólki á barna- heimili, eða koma barnastofum fyrir á elliheimilum. En áður- nefnd Kerstin Helin segir, að þótt slik viðleitni sé lofsverð, þá geti hún aldrei breytt miklu. Hún segir aö höfuðástæðan fyrir þvi, að ungir og gamlir einangrast frá samfélaginu og hver frá öðrum,sé blátt áfram sú, að báðum er haldið frá vinnu. Vinnustaðurinn ætti að vera hinn eðlilegi vett- vangur fyrir kynni ungra og gamalla.en hann er þaö ekki. Þar situr millikynslóðin. Og siðan velta menn vöngum yfir skóla-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.