Þjóðviljinn - 13.03.1977, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 13.03.1977, Blaðsíða 5
Sunnudagur 13. mars 1977 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5 Þessa dagana sýnir Hringur Jóhannesson aö Kjarvalsstöö- um 51 oliumálverk og 43 teikn- ingar. Siöast hélt Hringur einkasýningu i Norræna húsinu 1973. Teikningar 1961 — 1976 Hringur Jóhannesson hefur allan listferil sinn lagt mikla rækt viö teikningu. A fyrstu einkasýningu sinni 1962 sýndi hann einungis teikningar, og alla tiö siöan hafa þær veriö rikur þáttur i starfi hans. Hann hefur m.a. veriö allafkastamikill viö myndlýsingar bóka og má þar til greina myndir hans viö Eyr- byggju og Laxdælu f útgáfu Helgafells. 1 þeim teikningum sem hann hefur dregiö saman hér á sýn- oliumálverkum sem Hringur sýnir hér. Oliuverkin eru öll gerö á siöustu þrem árum og viöfangsefni hans og meöferö þeirra eru um margt ólfk þvi sem gerist i teikningunum. Samt sem áöur er hér stór sam- eiginlegur þáttur hvaö mynd- efni snertir, en þaö er landslag og umhverfi manna til sveita. Nöfn verkanna gefa hér ágæta vlsbendingu: „Eyöibýli”, „A öræfum”, „Hlöðugeisli”, „Bóndi aö austan”, „Aburöar- pokar” „Mjólkurkælirinn”, svo eitthvaö sé nefnt. 1 landslagsmálverkunum beitir Hringur margvfslegum myndskurði og sjónarhornum. Nátturulýsingar hans hafa hvorki dulræna né táknræna merkingu,heldur eru ööru frem- ur nákvæm útfærsla skynjana á sibreytilegri ásýnd umhverf- isins. Hér er tiundaö hiö sól- mettaða andrúmsloft sem mýk- Frá Ægissföu (1976) Tæknigeim (1976) HRINGUR J ÓHANNES SON Ólafur Kvaran skrifar um myndlist Blöndubotn no 3 (1976) að Kj arvalsstöðum ingunni eru viöfangsefni hans fjölbreytileg — einkum hús, landslag og bátar viö bryggju og gefa eflaust nokkuö gott yfir- lit yfir starf hans á þessu sviði. Þótt þær séu nokkuö misjafnar aö gæöum,.en i mörgum tilfell- um er fremur um aö ræöa „minnisblöö” höfundar en full- unnin verk, þá gefa þær samanlagt ágæta innsýn i þá fjölhæfni sem hann hefur sýnt, og óliku aöferöir sem hann hef- ur beitt gegnum árin. í þeim elstu einkennast vinnubrögö hans af natni og finleika þar sem formin samlagast mjúk- lega hvert ööru eöa hann notar frekari andstæöuverkan svarts og hvits með heilum vel útfyllt- um flötum, sem gefa þeim skýr- ari og fastari byggingu. Enn- fremur má hér sjá augnabliks- teikningar, oft úr götulifinu— skyndisýnir sem hann hripar niöur meö snöggum hrööum lln- um. En þegar þetta safn teikn- inga er skoöaö i heild sinni eru landslagsmyndirnar eflaust áhugaveröastar, er hann ýmist þrengir sjónarhorniö aö mynd- efninu eöa vikkar og kallar stundum fram finlegan ljóö- rænan innileika gagnvart viö- fangsefninu. Náttúrulýsingar Ekki ber aö skoöa þær teikn ingar sem hér hefur verið getiö að framan eingöngu sem aö- draganda aö þeim rúmlega 50 ir og leysir upp útlinur náttú'r - annar eöa áherslan er lögö á tærleika hennar og hörku, eins og I verkinu „Eftir regnið” frá 1975.1 þessum landslagsverkum verður inntakiö öðru fremur aö- dáun og gleöi yfir hinu séða, margvislegt birtuspil, speglanir I vatni, skuggar sem teygja sig yfir landslagiö o.s.frv. sem hann yfirleitt fangar með ferskri og blæbrigðarikri lita- verkan. Heilir fletir t öörum flokki landslagsmál- verka er þaö ekki hinn sibreyti- legi samleikur ljóssins sem lögö er áhersla á, heldur fær mynd- efniö óhlutlægara gildi og heil- legir fletir þess liggja þá gjarna á mörkum hins abstrakta og hins hlutstæöa. Heilum grænum fleti er teflt á móti öörum bjart- ari — skika af túni sem ber viö bjartan himin. Þessi tilhneiging að gefa formunum tviræða merkingu, I senn abstrakta og hlutstæöa, kemur einnig fram á annan hátt þar sem blandaö er saman innra og ytra rými, og er þaö þekkt vinnuaöferö margra súrrealista. Merki um mann lausa návist Hringur er ekki einungis dýrkandi hins hreina, mann lausa landslags. 1 öörum lands- lagsverkum er fjallaö um mannlega návist á óbeinan hátt — þau ummerki og umrót sem manneskjan skilur eftir i nátt- úrunni eru hér dregin fram. BIl- flak i dalverpi, litrik mælistöng i sólglampandi gróanda, um- ferðarskilti eöa sima staur sem ber viö heiöan himin. Þessum myndefnisþáttum er þó ekki teflt hér saman i prédikunartón um óspjallaöa náttúru, heldur fremur til aö tíunda ný tengsl myndrænna þátta, og ummerki mannsins veröa öllu fremur lif- rænn hluti umhverfisins þegar á heildina er litið. Inntakiö veröur þvi allajafna uppgötvun form- rænna andstæöna og nýstár- legra sjónarhorna gagnvart myndefninu. Þetta kemur einn- ig glöggt fram i þeim verkum þegar hann rifur algenga hluti út úr sinu vanabundna sam- hengi og gefur þeim nýtt og óvænt gildi. Hin óvænta sýn Hið raunsæja myndmál Hrings, lýsingar hans á veru- leikanum.eru ekki á þá lund aö draga fram hugmyndalegar andstæöur eöa almennar ályktanir út frá hinu sérstaka, heldur er markmiðiö miklu fremur að draga fram hina sér- stöku óvæntu sýn, bæöi hvaö snertir myndefni og sjónarhorn. Inntakiö verður þvi oft fyrst og fremst hiö hugvitsamlega sjónarhorn aö myndefninu rétt og slétt, án viðtækari merking- ar. ólafur Kvaran. Aburöarpokar (1976)

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.