Þjóðviljinn - 13.03.1977, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 13.03.1977, Blaðsíða 14
14 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 13. mars 1977 „Þegar mig langar til að segja eitthvað um það sem er efst á baugi, þá yrki ég helst vísu", segir sovéska skáldið Búlat Okúdsjava m.a. í viðfali sem okkur hefur borist. Okudsjava hefur samið skáldsögur sem víða hafa farið, en þekktastur er hann fyrir söngva sem hann hefur samið og flytur sjálfur. Hann var lengi þekktastur „segulbandaskálda", og á seinni árum hafa komið út nokkrar plötur með textum hans og flutningi bæði heima fyrir og erlendis. En hér er semsagt viðtalið: Okúdsjava fæddist árið 1924 i Arbat-hverfinu i Moskvu. Arbat er gamalt hverfi, þar standa lág einbýlishús við þröngar götur. Faðir hans var frá Grúsiu, móðir hans frá Armenlu. Arið 1941, þeg- ar Okúdsjava hafði lokið námi I niunda bekk grunnskólans, réðust þýsku nasistarnir inn i Sovétrikin ob Dilturinn gerðist siálfboðaliði. hélt til vigvallanna. Hann gegndi herþjónustu sem óbreyttur her- maður til striðsloka. Eftir strið lauk hann námi, við málvisinda deild Moskvuháskóla og gerðist að þvi loknu kennari, kenndi rússnesku og bókmenntir við sveitaskóla einn. Siðan gerðist hann blaðamaður i Kalúga, sem er borg i Mið-Rússlandi. Eftir það sneri hann aftur til fæðingarborg- ar sinnar óg vann hjá útgáfu- fyrirtækinu Molodaja Gvardia um nokkurt skeið eða þar til hann tók að sér umsjón með ljóðlistar deild vikublaðsins Literaturnaja gazeta. Urn þessar mundir er Okúd- sjava aö skrifa þriöju skáldsögu sina um söguleg efni, og heitir hún „Ferðalag fúskaranna”. Að þvi er Okúdsjava segir sjálfur er þungamiðja sögunnar harmsögu- leg ást. Hann rakst á þetta við- fangsefni, sem upprunniö er frá miðri siðustu öld, og það tók hug hans fanginn, segir hann. Þetta er einmitt aðalatriðið, að viðfangsefnið finni hljómgrunn I hugarheimi höfundarins. Þegar hann hefur hugsað söguna til enda byrjar hann að skrifa, en hann skrifar um sjálfan sig: ,,Ef 'til vill er ég lautinant frá liðinni öld, ef til vill er ég stjórnmála- maður, ef til vill hef ég mörg 11 Ur sjálfs mín ævi þráð eg dró ' 11 Um rétt listamannsins til að gagnrýna sagði Okúdsjava að gagnrýni væri nauðsynleg fyrir eðlilegan framgang bókmennta, án hennar fengju þær ekki þrifist. Hann sagði einnig að stundum væri honum mikil stoð i háði, en aðalatriðið væri að hæöast fyrst að sjálfum sér, og siðan að umhverfinu. Það er miklu auð- veldara að hæðast að umhverf- inu. — Fyrir fimm árum ortuð þér þessalinu: ,,Nú eru allir söngvar sungnir. Punktur.” Siðan sneruð þér yður að sagnagerð. Fyrir fullt og allt? — Þá hélt ég auðvitað að ég myndi aldrei framar yrkja ljóð. I fyrsta lagi var ég orðinn leiður á sjálfum mér sem ljóðskáldi, i öðru lagi tel ég að skáld eigi að hafa þá karlmennsku til að bera að geta hætt i tæka tið. En svo breyttist ástandið svolitið. Ýmsir hlutir höfðu áhrif á mig, leituöu á mig og pindu mig. Einhver ljóð tóku að skjóta upp kollinum, þótt ég lyki sjaldnast við þau, vegna þess að mér likaði ekki við þau. Svo fóru að koma ljóð sem ég var ánægður með. Endanlegur dómur hefur enn ekki verið kveðinn upp. Okúdsjava segir að I heimi nú- timans, þessu gósenlandi tækni- framfaranna, fari áhugi á skáld- skap fremur vaxandi en dvin- andi. Hann minnist ljóðakvölda i V-Þýskalandi, þar sem hann kom fram og sem vöktu mikla ánægju þeirra sem að þeim stóðu vegna þess að áheyrendur hlutstuðu af athygli, klöppuöu og hlógu þar sem það átti við. ,,Ég vil alls ekki gera Iltiö úr þessum ljóðakvöld- um,"— segir skáldið — „en ef sovéskir áheyrendur sýndu slik viðbrögð myndi ég hlaupa út af sviðinu og aldrei koma aftur. I Sovétrikjunum er áhugi á skáld- skap gifurlegur og fólk umgengst hann á ástriðufullan hátt”. Hann minnir á að Rússland hafi alltaf verið ljóðrænt land, eins og dæmin sanni og nægi þar að nefna ljóöakvöldin sem voru hefð I rúss- nesku menningarlifi. Eftir byltinguna 1917 fékk þessi hefð Búlat Okúdsjava: Helst yrki ég vlsu... Viðtal við sovéska skáldið BULAT OKUDSJAVA andlit... Stundum er ég svo hepp- inn að það sem kemur fyrir mig vekur áhuga annarra, en það kemur einnig fyrir, að fólk lætur sér standa á sama. Um þetta verður vist aldrei gerð nein áætl- Safn Biblíutilvitnana lan J. Kirby: Biblical Quotations in Old lcelandic — Norwegian Religious Literature. Volume I: Text. Reykjavík/ Stofnun Árna Magnússonar# 1976. Höfundur þessa rits var pró-' fessor 1 ensku við Háskóla tslands á árunum 1967-1972, en er nú próf- essor við háskólann i Lausanne i Sviss. Hann byrjaði að vinna að verki þessu árið 1963 og hafði að mestu leyti lokið þvi átta árurn siöar, 1971. Sú bók sem nú er komin út er meginhluti verksins, safn Bibliutilvitnana i fornum Is- lenskum og norskum ritum. Ann- að bindi mun koma út siðar á þessu ári, en þar fjallar höfundur um rit þau sem tilvitnanírnar eru teknar úr og birtir auk þess margvislegar athugasemdir, skrár og lykla sem gera safnið handhægt og auðvelt i notkun. ÞettasafnKirbys er ekki algert brautryðjandaverk. Fyrir tæpri öld eða áriö 1884 birti norskur guðfræöingur, Johannes Bels- heim, safn Bibliutilvitnana sem sonur hans Gissur hafði tekið saman. En sonurinn var þá látinn og hafði aldrei gengið aö fullu frá riti sinu. Ber það greinilega menjar þess, þvl að þar vantar margar tilvitnanir sem Kirby hefur fundið. Auk þess hefur Kir- by kannað mun fleiri rit en Bels- heim, enda sum þeirra ekki tilá prenti þegar Belsheim gerði könnun sina. Könnun Kirbys er að mestu leyti einskorðuð viö trúarleg rit, en hann hefur farið vandlega I gegnum allar trúarlegar bók- menntir islenskar og norskar sem til eru frá miðöldum. I veraldleg - um bókmenntun er hverfandi litið af Bibliutilvitnunum, en Kirby hefur tekið allar slikar tilvitnanir með ef hann hefur rekist á þær. Annað sem gefur riti Kirbys mikið gildi fram yfir safn Bels- heims er það að hann birtir hvar- vetna heimildir eða hliðstæður við hinn norræna texta, venjulega úr latnesku Bibliunni (Vulgata), en stundum úr öðrum latneskum ritum ef texti þeirra stendur nær islenska eða norska textanum. Óvisterað öllBiblian hafiverið þýdd á miðöldum. Að minnsta kosti hefur aðeins varðveist fyrsti hluti Gamlatestamentisins, i riti þvi sem kallað er Stjórn, en þar er Bibliutextinn að sumu leyti breyttur og aukinn með guðfræði- legum skýringum. Tilvitnanirnar sem birtast Iriti Kirbys bera vitni um snilldarleg tök á Islenskri tungu, og má það teljast harms- efniað eiga ekki alla Ritninguna i þýðingu frá fornöld. un, en sem betur fer kemur þetta fyrir”. — 1 bókum yöar er sagt frá at- burðum sem gerðust fyrir mörg- um áratugum. Hvernig teljið þér að saga höfði til samtima sins? — Ég skrifa um manninn, og maðurinn er alltaf nútimalegur. Ytri búnaðurinn breytist, fötin, samgöngutækin, en eðli mannsins er óbreytt. Sögurnar minar er ekki hægt að kalla hreinræktaðar söguskáldsögur.’Þvi miður hef ég slæmt minni ég get ekki keppt viö ýmsa aöra á sviði söguþekkingar, en ég hef ekki þungar áhyggjur af þvi. Ég legg aðaláherslu á sögu- efnið, persónurnar og samskipti þeirra sin á milli, hugblæ tima- bilsins. Annars er svar við þess- ari spurningu fólgið i visunni ,,Ég er að skrifa sögulega skáldsögu.” Ég hlustaði á visuna, og vissu- lega segir hún margt um skáld- skap Okúdsjava. Skáldskapur glatar alltaf miklu I þýðingu, en í samt vil ég hafa hér eftir nokkrar linur úr þessari nýju visu: „Hver og einn skrifar það sem hann heyrir, hver og einn heyrir andardrátt sjálfs sin... bláar voru fjarlægðirnar, nóg var af hug- myndum og úr sjálfs min ævi þráð ég dró...” — Hver ög einn skrifar það sem hann heyrir, segið þér. En hvað þá um hlutdrægnina? — Skáldverk má ekki vera hlut- drægt, en skáldið verður að vera hlutdrægt. Ég er skilyrðislaust hlutdrægur upp að vissu marki, og þessi hlutdrægni er tengd heimsskoðun minni, afstöðu minni i lifinu. lýðræðislegri svip og skaut rótum meðal almennings. Og þótt Okudsjava sé ekki hliðhollur ljóðakvöldum sem haldin eru i risastórum iþróttahöllum viður- kennir hann að þetta form sé ein- kennandi fyrir > Sovétrikin þar sem ljóðabækur eru gefnar út i 20- 30 þúsund eintaka upplagi að meðaltali (stundum fara upplögin upp I 100 þús. eintök). — Hvaö er það I lifi og list sem þér hatið mest? — Lygi, sem þykist vera sann- leikúr. Orðagjálfur, sem fætt er af tómri mælsku. Hinsvegar geta háfleyg orö veriö dásamleg, ef þau fæðast af ást. — Hvað mynduð þér segja um skáldið Okúdsjava, væruð þér gagnrýnandi? — Ekkert gott. Hann var hepp- inn, fæddist á réttum tima og til- finningar hans voru þær sömu og salntimamanna hans. Þetta var auðveld spurning, vegna þess að ég umgengst sjálfan mig af mik- illi varúð. Liklega var það þess- vegna sem ég hættí að yrkja ljóö. Ég er hræddur um að ég hætti lika aö skrifa sögur. Þegar hugs- un min er komin fram I penna- oddinn hefur hún glatað miklu, og allar þær fallegu myndir og mikilvægu hugsanir sem eru aö rótast um innra með mér breyt- ast I eitthvað allt annað vegna ófullkomleika mlns. Þetta gerir mig niðurdreginn og ætti að gera alla rithöfunda niðurdregna. Maður má ekki gera sér I hugar- lund að hvert orð sem hann segir hljóti að gleðja gjörvallt mann- kynið. APN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.