Þjóðviljinn - 13.03.1977, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 13.03.1977, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJOÐVILJINN Sunnudagur 13. mars 1977 Árni Bergmann skrifar Millum frænda og mága Konrad Lorenzt Dauöasyndir mannkyns. Vilborg Auður tsleifs- dóttir þýddi. A.B. 1977. Af stuttri kynningu á kápu þessarar bókar eftir ágætan austurriskan sérfræöing i hegöun dýra og manna mætti helst ráöa, aö ritiö fjallaöi um náttúruvernd i venjulegum skilningi. Svo er þó ekki. Höfundur tekur I samþjöpp- uðu máli til máls um flest hinna stærstu mála: óffjölgun, spillingu umhverfis, hnignun tilfinninga- lifs, geðbilaða samkeppni, hann spyr aö þvi, hvaö eigi aö gera viö „andfélagslega einstaklinga” (þ.e. glæpamenn), uppreisn æsk- unnar og hagvöxtinn. Það er ekki laust viö að lesanda finnist höf- undur gina yfir full-miklu. Rauður þráður magnast En þegar aö er gáö, eru hinir ýmsir málaflokkar tengdir sam- an einum þræöi. Sá þráöur er málsvörn fyrir hugmyndir Lorenz um hlutföll milli þeirra afla sem mestu ráöi um háttalag mannsins, gott og illt. Hann ræöst mjög á þaö sem hann kallar „falska lýðræðiskenningu”, sem heldur þvi fram aö hegöun manna sé „eingöngu ákvöröuö af um- hverfisáhrifum og lærdómi.” Þetta viðhorf telur hann háskalegt, vegna þess m.a. að það geri aö engu hugmyndir um ábyrgð einstaklings, heldur skjóti allri ábyrgð yfir á óæskileg uppeldis- og umhverfisáhrif sem menn verði fyrir, einkum i bernsku. Þetta viðhorf komi og i veg fyrir, að menn kunni rétt tök á ýmsum þverstæöum i mann- legri hegöun, sem skapast af þvi til dæmis aö sumar þær hvatir, sem á einu sögulegu skeiöi eru tegundinni til framdráttar, verða henni til úrkynjunar viö nýjar aö- stæöur osfrv. Villur þessar vill Konrad Lorenz leiðrétta meö þvi aö menn kanni sem best áhrif „undirkerfa i taugakerfinu, sem hafa oröiö til i rás þróunarsögunnar” á mannlega hegðun, geri sér aö viskubrunni „hina sterku lik- ingu sálfræöilegra og liffræöi- legra þátta”. M.ö.o. Lorenz vill raska þvi hlutfalli sem vísindin og almenningsálitiö hafa komið sér upp, aö þvi er varðar skilning á þvi hverju samfélagslegir þættir og hverju liffræðilegir, erföbundnir, ráða um mannlegt háttalag. Að búa þétt Viö ætlum okkur ekki þá dul að fara I föt þeirra sem skrifaö hafa og skrifa mikla doöranta um þessi gagnmerku mál. Heildar- áhrifin af bók Konrads Lorenz eru þau, að eins og allir sem mæla gegn langvarandi einstefnu- akstri, þá hefur hann margt gott og skynsamlegt fram aö leggja. En hann getur einnig falliö i þá synd, aö gera full-litiö úr hinum félagslegu þáttum þegar hann heldur fram þeim liffræöilegu. Tökum til dæmis kaflann um of- fjölgun og þéttbýli. Lorenz bend- ir á þá raunverulegu hættu, aö þéttbýli ofbjóði „hæfni manna til að mynda félagsleg tengsl”. En hjá honum verða þéttbýli og mannmergð eitthvað illt af sjálfu sér og eru teknar þvi til sönnunar mjög einfaldaöar hliöstæöur viö vanliðan dýra sem lokuö eru saman inni I þröngum búrum eða vaniiöan manna i fjöldafanga- búðum. Og hnykkt á með þvi aö halda þvi fram, að „offjölgun” hljóti „óhjákvæmilega” aö leiöa til þess aö „einstaklingurinn glati sérkennum sinum og allir steyp- ist i sama mót”. Hér vakna strax upp margskonar andmæli. Skyldi ekki t.d. mjög heföbundið bænda- samfélag I afskekktum og frekar strjálbýlum dal steypa menn rækilegar „i sama mót” en þverstæður nútima stórborgar? Og skyldi ekki einsemd og tilfinn- ingavandræði nútima borgarbúa vera m.a. tengd þeirri þverstæðu, aö hann býr rýmra nú en áður, hann býr t.d. i lítilli kjarnafjölskyldu en ekki stórfjöl- skyldu. Borgir voru áður miklu smærri en nú, en „þéttbýliö” var miklu áþreifanlegra. Skjótt breytast veður Bók Konrads Lorenz er reynar skemmtilegt dæmi um þaö, hve ört þarf að endurskoöa stórar fullyröingar um mannlegt sam- félag. Hann segir t.d. margt skemmtilegt um tegundarbundn- ar og félagslegar orsakir þess, aö unglingar gera uppreisn gegn kynslóö foreldra sinna og heldur Þegar menn trúðu á Öðin og Þór ■ / . . ( M.t. Steblin-Kamenskl: Mif. Izdatelstvo „Naúka”. Lenfngrad 1976. Sænski rithöfundurinn Per Olof Sundman hefur gert sér mat úr Hrafnkels sögu i skáldsögu. Jó- hann Hjálmarsson segist i Morgunblaöinu hafa sagt viö hann i þessu sambandi, aö liklega þyrftu Islendingar menn eins og Sundman eöa þá argentinumann- inn Borges til að kenna sér aö meta Islendingasögur. Ætli þetta séu ekki óþarfa áhyggjur hjá Jó- hanni? Ætli viö komumst ekki sæmilega af meö innfædda aðdá- un og útlistun á Njálu og Eglu? En hitt er svo rétt, aö erlendir menn, sem hafa lagt stund á fornar bókmenntir okkar, hafa fyrr og siöar komiö fram meö óvænt sjónarmiö, hafa i krafti annars menningararfs þeirra sjálfra komiö auga á ýmislegt þaö sem okkar mönnum sést yfir. Fyrir nú utan þaö, aö þeir vinna hver i slnu landi merkilegt kynningarstarf. Framarlega i flokki slikra manna er Mikhail Steblin- Kamenski prófessor i Leningrad. Hann hefur veriö mjög atkvæöa- mikill um þýöingar og útgáfur á rússnesku á Islendingasögum, Eddukvæöum og svo Snorra- Eddu. Hann hefur fariö á skemmtilega yfirreiö um „Menn- ingu íslands” I svonefndri bók, og margir hafa oröið til aö lofa bók hans „Heimur Islendingasagna” sem hefur verið þýdd og gefin út i nokkrum löndum og Hiö islenska bókmenntafélag hefur spáð I. Sú bók var skrifuð I anda þeirr- ar viöieitni, aö nútimamenn reyni sem best að setja sig inn i hugar- heim samtiöarmanna og höfunda fornra bókmenntaverka, en reyni aö forðast áhrif frá seinni tima hugmyndum um þaö, hvaö sé söguritun, hvaö skáldskapur og þar fram eftir götum. Þessu viö- horfi beitir Steblin-Kamenski lika i riti sinu um goösagnir sem kom út i fyrra. Þar er fjallaö um goö- sagnir almennt, en nánari skoöun beinir höfundur aö mestu aö goö- sögnum sem varöveist hafa I goðakvæðum Eddu og I Gylfa- ginningu. Kemur þaö sér vel rússneskum lesendum, aö Eddur hafa nýlega komiö út i rússnesk- um þýðingum, enda visar höf- undur óspart beint I þær útgáfur. 1 fyrsta kafla bókarinnar rekur Steblin-Kamenski ýmsar þær kenningar sem I umferð hafa veriö um uppruna og eöli goö- sagna. Þykja honum flestir skól- ar gefa næsta hæpin svör, hvort sem þeir leggja áherslu á aö goö- sagnir séu endurspeglum ákveðinna sögulegra viöburöa, * frumstæö visindi til útskýringar á náttúrufyrirbærum, persónu- gervingár stjörnuheimsins íöa þá afla i undirvitundinni o.s.frv. Höfundur telur sig I flestum her- búöum rekast á sterka tilhneig- ingu til oftúlkunar. Menn séu sýknt og heilagt aö troöa sinum eigin hugöarefnum upp á þær i staö þess að taka miö af þvi, aö goösögur sköpuðust aöeins á vissu tímaskeiði. Sem bendir til þess, að þær séu fyrst og fremst tengdar ákveönu þroskastigi mannlegrar vitundar. Sem ein- kennist af þvi,að hve „ósennileg” sem goðsögn var, þá var hún raunveruleiki þeim sem meö hana fóru. M.ö.o. — þeir trúöu á hana. t öörum kafla er fjallaö einmitt um sérkenni þessa þroskastigs, um þær hugmyndir um tima og rúm sem birtast i goöakvæðum Eddu. Hér veröur ekki fariö út i þá sálma, en höfundur gerir grein fyrir mun á skilningi nútima- manns og goösagnatlmamanna á tima og rúmi, hvernig t.d. heimur goðsagna býöur jafnan upp á tak- markaöa yfirsýn — timi og rúm eru tengd ákveönum atburðum. H3AATE/1bCTBO HAVK*. WMMMr»»A«C«96 OTfiCnCHMI

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.