Þjóðviljinn - 28.06.1977, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 28.06.1977, Blaðsíða 5
Þriöjudagur 28. júnl 1977 ÞJÓUVILJINN — SIÐA 5 . Sá spánverji, sem klífur tinda fjallanna á milli Frakklands og Spánar, þar sem hann heimsótti áöur fjallkonu sins frelsis á flótta eöa viö aö smygla vopnum gegn francostjórninni, sér nú evrópskt lýöræöi á alla vegu eftir erfiöa kosningagöngu. En þrátt fyrir mikiö útsýni, er framtíöin samt hulin móöu úr illa reknum verk- smiöjum, og úrræöin eru enn þá I Bonn og Washington. Morgunbæn stjórnarinnar á hásléttunni verður eitthvaö á þessa leiö, þegar hún kemur úr konungs- höllinni: „Ó, ljúfi kani, Ilknaöu mér, og leiddu mig svo á réttan veg Nato ..." Andlaus barátta Kosningabaráttu flokkanna lauk á miönætti daginn fyrir kosningarnar 15. júni. Hún haföi veriö feykilega andlaus og einlit, gersamlega laus viö stefnuskrár, úrbætur, hugsjónir og átök milli flokka. Hins vegar var hún rlk af persónudýrkun — þaö var öllum flokkum sammerkt, eins og þeir væru fæddir af Franco nýkomn- um úr svitakremsverksmiöju — og allir forustumenn lofsungu lýöfrelsiö. Einistjórnmálaflokkurinn, sem haföi nokkurn veginn skipulagt „prógram” var Sósíaliski verka- mannaflokkurinn undir forystu hins unga Felipe Gonzalez, en þaö Carillo og Dolores Ibarruri; hún fékk ekki aö kjósa sjálf, en var kosin á þing. eygðu Evrópu Þeir var yfirleitt ekki rætt á framboðs- fundum. Þaö er siður stjórnmála- manna aö koma fram viö kjós- endur, eins og þeir væru van- gefnir, og ávarpa þá aðeins með kjörorðum, hrósa þjóðinni fyrir „hvaðhún er góð”, og heita henni svo í lokin eitthvað á borö viö sjálfvirka þvottavél. Auðvitaö var smjaðrað óskaplega fyrir konum líkt og þær heföu allar orö- ið að vændiskonum á kvennaár- inu. En eftir kosningar á almenn- ingursiðan að „bjarga þjóðinni”, biðja um sanngjarnara kaup, slá ný persónumet viö framleiösluna, fá alþýöuna til að gera „félags- sáttmála”, það er —hætta stétta- baráttu og leyfa auðstéttunum að una sér við eignagleðina”. Kosningasvindl Stórblöö Evrópu hafa hrópaö hátt um, hvaö kosningarnar voru frjálsar og meö miklu evrópu- sniöi, þótt tæpar tvær miljónir spænskra verkamanna vinni fyrir hag og gjaldeyri sinnar ástkæru fósturmoldar l útlöndum og hafi ekki fengiö aö kjósa, enda er þaö ekki hægt i spænskum sendi- ráöum. Farið var á sama hátt með sjómenn. Eftir þvl sem ég hef komist næst, hefur tæp hálf miljón sjó- og farmanna dvaliö utan kjörstaöar á kosningadag, og þvi ekki getaö kosiö. A Spáni, eins og 1 öörum löndum, er litiö fengist um sjómenn, minna en aðrar stéttir, bæði af hægri- og vinstriöflunum. Sjómaður er maöur, sem er fullur i landi og býr einhvers staöar ikytru annaö hvort i kjallara eöa uppi á hana- bjálka. Hans er sjaldan getiö, þegar f jallaö er um stéttabaráttu, enda viröist Marx hafa steingleymt honum i lærdóms- verkum sinum; og uppreisnir á skipum eru söguefni i sjó- ræningjabækur. Þött ekki væru upp talin önnur kosningasvik en þessi, nægði þaö til sönnunar um, aö kosningarnar voruhvorkialmennar né frjálsar. Ofan á þetta má bæta, að fjöl- margir flokkar til vinstri viö kommúnista voru bannaöir, fólk hvarf meö dularfullum hætti af kjörskrá og þvi meinað aö kjósa. Hins vegar fór spænskt frelsi fram úr þvi evrópska i einu til- efni. „La Pasionaria”, fyrrum leiötogi Kommúnistafloks Spánar, sem dvalið haföii útlegö i Mœkvu, var hvorki á þjóðskrá né kjörskrá. Hún fékk ekki aö kjósa af þeim sökum, en hins vegar gat hún boðið sig fram og var kosin á þing. Ég hef spurt lögfrótt fólk til hægri og vinstri, hvort þannig framboð sé samkvæmt spænsk- um lögum, og fengið aðeins eitt svar: „La Pasionaria er sögu- fræg persóna”. Auövitaö fengu sigaunar ekki aö kjósa. Sé spurt um rétt þeirra er rekið upp stór augu. Þaö er langt frá þvi aö lýðræöi hafi veriö komiö á. Spænskir valdamenn skilja ekki algert lýöræöi eöa mannréttindi. Vinstrisinnar eru þar engu betri Guðbergur Bergsson skrifar frá Spáni en hægrimenn, heldur aöeins hræsnisfyllri og bóklæröari. Hægt er aö fá hiö sprenglæröa svar i herbúöum sósialista eöa kommúnista: Marx minntist aldrei á sigauna. ✓ Utkoman Talningu atkvæöa er ekki lokiö. Égsagöi i síöustu grein, aö Spánn væri sósialiskur. Þaö reyndist rétt. Aö visu fékk miðflokka- samsteypan flest atkvæði. En Sósialiski verkamannaflokkurinn er langstærsti flokkurinn og heil- steyptasti, og hann hefði eflaust fengiö hreinan meirihluta í kosningunum, heföu sjómenn og verkamenn erlendis fengiö aö kjósa. Sigur hans heföi veriö studdur af Alþýöusósialistum — en báöir flokkarnir eru I Alþjóöa- sambandi sósialista —• og hinum flöktandi Kommúnistaflokki Spánar, undir stjórn Carrillos, og Sameiningarflokki sósialista i Katalóniu. Mesta afhroö báru Alþýöu- bandalagsmenn, hinir háhægri- sinnuðu fyrrverandi ráðherrar i ýmsum stjórnum Francos. Kommúnistaflokkur Spánar undir stjórn Carrillos kemur veikur út úr kosningunum miöaö viö þá glfurlegu auglýsingu, sem Carrillo hefur fengiö i blööum og timaritum. Aö minu viti hefur Carrillo orðiö auglýsinga- skruminu aö bráö - en ekki and- kommúnisma — eins og Cunhal á byltingardögunum i Portúgal. Carrillo var gefiö tækifæri til aö útskýra málstað sinn I öllum blööum, og hann spuröur ráöa og álitsum næstum allt milli himins og jarðar, eins og hann væri ein- hver marxisk véfrétt (fjöldi marxista og kommúnista er hald- inn þeirri flónsku i framkomu sinni viö fólk, aö þeir séu ein- hverjir alvitrir spekingar og skortir það litillæti, sem er aöals- merki allra manna), og Carrillo talaöi viöstööulaust — og oftast af sér i lokin, eins og háttur er mál- gefinna manna. Bilagrin Fundir kommúnista voru þeir fjölmennustu i kosninga- baráttunni. Flokknum tókst hvaö eftirannaö aö fá yfir tvö hundruö þúsund manns á fund, þegar aöra fundi sóttu aöeins þrjú eöa sex þúsund, þegar best lét. Flokk- urinn hlaut þess vegna þaö goösögulega frægöarorö, aö hann væri best skipulagöi flokkur landsins, sem er fjarri lagi, enda er oft ruglað saman pólitiskri hlýöni og raunverulegum póli- tiskum þroska. Fólk þyrptist á fundina af heilbrigðri forvitni og löngun til að sjá hina leyndar- dómsfullu La Pasionaria, sem mætti sjaldan „af öryggis- ástæöum”. Fýluferðirnar fylltu fundarmenn vonbrigðum og oft heyrðust þau ummæli, ,,aö alltaf séu kommúnistar eins: ekki hægt að treysta orðum þeirra”. Sannleikurinn varöandi fjarvist La Pasionaria, „hetjunnar frá borgarastyrjöldinni” var hins vegar sá, að leiðtogi rúmenska kommúnistaflokksins haföi gefiö Carrillo brynvaröa bifreiö búna öllum tækjum, stóran og gamlan bil af Bjúikgerö, ameriskan dýrgrip. En billinn hafði þá ein- kennilegu náttúru, að hann bilaöi jafnani öllum feröum. La Pasion- aria sat þess vegna teppt i honum og brynvarin, fjarri þeim sem biöu hennar i ofvæni. Aö lokum gafst Carrillo upp á Bjúiknum og keypti sér litinn Seat af „alþýö- legri gerö”. Bjúikdrekinn er talinn eiga sinn þátt i fylgisleysi flokksins og er nú jafn frægur og Rq^lsinn hans Francos. Kommúnistar 1 fréttum af úrslitum kosning- anna —úrslitatölur hafa ekki enn verið birtar — er slengt saman Kommúnistaflokki Spánar, flokki Carrilos og Sameiningarflokki sósialista i Katlóniu, og kommúnistar taldir hafa fengið 19 þingsæti. Þetta er villandi og gert til aö „einfalda hlutina”. Fréttaskýrendur hafa tilhneig- ingu til slikrar einföldunar, þegar þeir þykjast vera gæddir ein- hverri „heildarsýn”, sem er ekki til, enda er lifiö — og þá stjórnmálin um leiö — byggt á atriðum, sem eru hvort tveggja i senn einföld og afar margbrotin. A Spáni eru eitthvaö um tólf kom m ún is ta f 1 ok ka r og hreyfingar. Flokka þessa greinir áum margt, einkum um túlkun á hinu „lýöræöislega miöstjórnar- valdi” samkvæmt kenningum Lenins. Ein höfuömistök flokks Carillos voru þau aö láta fyrrverandi útlaga skipa efstu sætin á fram- boöslistunum, fólk, sem hefur dvaliö i útlegö fjarri Spáni i rúm þrjátiu ár, og þekkja þess vegna ekki vandamálin af beinni snertingu viö þau. Nærvera útlaganna minnti of mikiö á hörmungar borgarastyrjaldar- innar. Allir flokkar, aörir en kommúnistar og francosinnar, sem guldu svipaö afhroð i kosningunum og kommúnistar, létu ekki eftirlegukindur frá borgarastyrjöldinni vera i framboði. (Sósialiski verka- mannaflokkurinn (sá sögulegi), sem hafði eingöngu útlaga i fram- boði, þurrkaðist út.) Meðalaldur frambjóðenda kommúnista er miklu hærri en meöalaldur fram- bjóöenda hinna flokkanna. Raunverulega ættu þeir flestir heima i öldungadeildinni fyrir aldurs sakir, þótt flokkurinn hafi ekki unniö þar neitt sæti. Hins vegar unnu stalinistar þar sitt eina sæti. Æska og elli Umbætur koma jafnan frá æskunni en ekki ellinni, en æskan er jafnan hikandi við aö ryðja ellinni frá, vegna „reynslu hennar”, sem er ekkert nema goðsögn. Þaö kom I ljós i þessum kosningum, aö hiö sigilda byltingarhéraö, Astúria meö námumönnunum sinum, er ekki lengurbyltingarsinnaö meö sama hætti og áöur, þegar meöalaldur námumanna var rúm þrjátiu ár. Meðalaldurinn hefur hækkaö og byltingarþörfin og andinn þar af jeiðandi lækkað. Ein skýringin á eölisbundnu afturhaldi nútimans er hinn hái meðalaldur mann- kynsins. Menn „róast” eölilega með aldrinum nema hann Ottó Þorláksson. Heimurinn á eflaust eftir aö búa við öldungastjórn, ef heilsugæslan eykst. Hinn rúmlega þritugi Felipe Gonzalez, formaöur Sósialiska verkamannaflokksins, var sigur- vegarinn i kosningunum, þótt Suarez hafi unniö þær. Flokkur Suarez, Lýöræöislegi miöflokk- urinn, mun eflaust breytast i sósialdemókrataflokk og reyna þannig að virina fylgi af sósial- istum. Þá fyrst mun reyna á sósialista, sem gættu sin aö vera ekki meö nein stórloforö i kosningabaráttunni. Flokkar falla oftast á loforöum og þvi, aö leyfa ekki almenningi að taka virkan þátt i stjórnmálum og eigin málum. Stjórnmálamenn ættu að leiöbina i staö þess að stjórna. Almenningur veit ævin- lega sinu viti, þótt þaö nái ekki til BA-prófs. (Millifyrirsagnir eru Þjóðvilj- ans). • Blikkiðjan Ásgaröi 1, Garðabæ önnumst þakrennusmiði og uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmíði. Gerum föst verðtilboð

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.