Þjóðviljinn - 28.06.1977, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 28. júnl 1977 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐ'A 13
útvarp
Frá Capri.
Þættir úr ævi hirðlæknis sviakonungs
Sagan um San Michele
eftir Axel Munthe
í kvöld hefur göngu
sína ný kvöldsaga> »Sag-
an um San Michele/' eft-
ir Axel Munthe. Saga
þessi kom fyrst út 1930,
en i islenskri þýöingu
19.33. Þeir Haraldur Sig-
urðsson og Karl heitinn
Isfeld þýddu söguna, en
Þórarinn Guönason,
læknir, les hana í útvarp-
iö nú.
Við höfðum tal af Haraldi Sig-
urðssyni og inntum hann eftir
höfundi bókarinnar, Axel
Munthe. Munthe var sænskur
læknir, sem gerðist tiskulæknir
ýmiss hefðarfólks i Paris
og bjó þar lengi, en fluttist siðar
til Capri, þar sem hann hafði
fengiö mikið dálæti á eyju þess-
ari, eftir ferðalag, sem hann
tókst á hendur þangað. A Capri
reisti hann mikla höll „Villa
Michele,” og er það einmitt af
þessari höll, sem sagan dregur
nafnið. Munthe safnaði þarna að
sér ógrynni dýrgripa og forn-
gripa, sem hann komst yfir
þarna, en á Capri eru miklar
menjar um riki rómverja,
þvi þar bjó löngum Tiberius
keisari viö mikinn orðstir, sem
kunnur er af ritum sagnaritara,
kannske einkum Suetoniusar
Tranquillusar.
Á Capri ritaði Munthe ýmsa
þætti úr fjölskrúðugri lifs-
reynslu sinni, en hann var auk
þess að vera tiskulæknir hefðar-
fólks, læknir ýmissa fátæklinga
og auðnuleysingja, portkvenna,
beiningamanna, götusópara og
svo framvegis. Auk þessara
sjúklinga stundaði hann svo
sjálfan sviakónginn, þegar til-
efni gafst til og hann var á
heilsubótarferðum, þarna
syðra. Höll hans varð þekkt safn
siðar, sem hann ánafnaði
sænska rikinu, og leituðu þang-
að margir ferðamenn, sem til
Capri komu.
Axel Munthe dó i sænsku kon-
ungshöllinni um 1950 i hárri elli
og var þá blindur orðinn.
7.00 Morgunútvarp. Veður-
fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10.
Morgunleikfimi kl. 7.15 og
9.05. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og
forustugr. dagbl.), 9.00 og
10.00. Morgunbæn kl. 7.50.
Morgunstund barnanna kl.
8.00: Arni Blandon heldur
áfram að lesa söguna
„Staðfastan strák” eftir
Kormák Sigurðsson (2). Til-
kynningar kl. 9.30. Létt lög
milliatriöa. Morgunpoppkl.
10.25. Morguntónleikar kl.
11.00: Tónlistarflokkurinn
L’Ensemble Instrumental
de Quebec leikur Adagio og
rondó (K617) fyrir selestru,
flautu og fylgirödd eftir
Mozart/ Joseph Szigeti og
Claudio Arrau leika Sónötu
fyrir fiðlu og pianó nr. 4 op.
12 eftir Beethoven/
Collegium con Basso ttín-
listarflokkurinn leikur
Septett I C-dúr op. 114 fyrir
flautu, fiðlu, klarinettu,
selló, trompet, kontrabassa
og pianó eftir Johann Nepo-
muk Hummel.
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Veðurfregnir og fréttir.
Tilkynningar. Við vinnuna:
Tónleikar.
14.00 Prestastefna sett i Egils-
staðakirkju.Biskup tslands,
herra Sigurbjörn Einars-
son, flytur ávarp og yfirlits-
skyrslu um störf og hag
þjóðkirkjunnar á synodus-
árinu.
15.00 Miðdegisttínleikar Maria
Littauer og Sinfóniuhljóm-
sveitin i Hamborg leika
Pianókonsert nr. 1 4 C-dúr
op. 11 eftir Weber; Siegfried
Köhler stjórnar. Fil-
harmoniusveitin i Berlin
leikur Sinfóniu nr. 7 I d-moll
op. 70 eftir Dvorák: Rafael
Kubelik stj.
16.00 Fréttir. Tilkynningar.
(16.15 Veöurfregnir).
16.20 Popp.
17.30 Sagan: „Cllabella” eftir
Mariku StiernstedLSteinunn
Bjarman les eigin þýðingu
(2).
18.00 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
v kv öldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki.
Tilkynningar.
19.35 í röstinni. Séra Björn
Jónsson á Akranesi flytur
synoduserindi um æviþætti
og störf séra Odds V. Gisla-
sonar.
20.15 Lögunga fólksins Sverrir
Sverrisson kynnir.
21.00 tþróttir , Hermann
Gunnarsson sér um þáttinn.
21.15 Lifsgiidi — þriðji þáttur.
Um aðallifsgildi samfé-
lagsins islenska. Rætt er viö
fólk um breytingar,sem þaö
hefur skynjaö á gildismati
og tiðaranda. Umsjónar-
maður: Geir Vilhjálmsson
sálfræðingur.
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurfregnir. Kvöldsag-
an: „Sagan um San
Michele” eftir Axel
Munthe Haraldur
Sigurösson og Karl tsfeld
þýddu. Þórarinn Guðnason
læknir byrjar lesturinn.
22.40 Harmonikulög. Sölve
Strand ogSone Banger leika
ásamt hljómsveit.
23.00 A hijóðbergi: A Café
Cosmopolit: Dagskrá um
sænska ljóðskáldið Nils
Ferlin. Sven Bertil Taube
flytur. Stjórnandi: Ulf
Björlin.
23.40 Fréttir. Dagskrárlok.
20.00 Fréttir og veður.
20.25 Auglýsingar og dagskrá.
20.30 Herra Rossi I hamingju-
leit. ttölsk teiknimynd.
Lokaþáttur. Þýðandi Jón O.
Edwald.
20.50 Ellery Queen. Banda-
rlskur sakamálamynda-
flokkur. Bölvun Faratís.
Þýðandi Ingi Karl
Jóhannesson.
21.40 Forsætisráðherrar Norð-
urlanda (L). I tilefni af 25
ára afmæli Norðurlanda-
ráðs átti Astrid Gártz,
fréttamaður viö finnska
sjónvarpið, nýlega viðtöl við
alla forsætisráðherra
Noröurlanda, Geir
Hallgrimsson, Oddvar
Nordli, Thorbjörn Falldin,
Anker Jörgensen og Martti
Miettunen, þáverandi for-
sætisráöherra Finnlands. I
viðtalsþættinum er m.a
fjallaö um öryggis- og varn-
armál Norðurlanda, sam
vinnu I fjárfestingamálum
meö tilkomu norræna fjár-
festingabankans, svo og um
hugsanieg áhrif oliuvinnsl-
unnar við Noreg á samvinnu
norðmanna og annarra
Norðurlandaþjóöa. Þýðandi
Kristtn Mantylii. (Nord-
vision — finnska sjónvarp-
iö).
22.35 Dagskrárlok.
Arnað heilla:
Ingólfur Jónsson hrl.
85 ára
Attatiu og fimm ára er i dag
Ingólfur Jónsson hæstaréttarlög-
maður, Disardal við Reykjavik,
fæddur á Stóra-Eyrarlandi,
Hrafnagilshreppi i Eyjafirði 28.
júni 1892. Ingólfur hefur mikið
komið við sögu róttækrar, is-
lenskrar alþýðuhreyfingar og
skilað. farsælu verki i hennar
þágu.
Ingólfur varð stúdent 1919 og
tók lögfræðipróf 1925, hann lauk
einnig prentnámi og tók
meistarabréf i þeirri iðn árið
1930. Hann var einn af fyrstu
blaðamönnum Alþýðublaðsins og
ritstjóri þess um tima. Hann var
fyrsti bæjarstjóri tsafjarðar
(1930-34). Hann starfaði og mikið
að verklýðsmálum á Norðurlandi
á þriðjaáratugnum og vareinn af
stofnendum Kommúnistaflokks
íslands 1930. Hann átti þátt i
stofnun Pöntunarfélags verka-
manna i Reykjavik og samdi
fyrstu lög þess. Hann hefur starf-
að mikið i bindindishreyfingunni
Ingólfur hefur þýtt nokkrar bæk
Ingtílfur Jtínsson.
ur m.a. eftir Upton Sinclair og
Jack London. Fyrri kona hans
var Ingibjörg Steinsdóttir leik
kona en Sóley Sigurðardóttii
Njarðvik er seinni kona hans.
Sjötugur í dag
PáD M.Ólafsson
múrarameistari
I dag, 28. júni, verður Páll M.
Ólafsson múrarameistari sjö-
tugur. Hér er ekki ætlunin að telja
upp aðstandendur eöa fara að
neinni hefð um afmælisgreinar.
Við erum nokkrir múrarar,
sem höfum átt þvi láni að fagna
að njóta tilsagnar Páls á
byrjendaárum okkar. Páll nam
múrsmiði hjá Kornelíusi Sig-
mundssyni og vann m.a. i
Þjóðleikhúsinu og fleiri stór-
byggingum. Þegar unnið var við
hús Einars Jónssonar mynd-
höggvara voru þar ýmis verk sem
kröfðust mikillar nákvæmni og
óskaði Einar þá eindregið eftir
þvi að Páll ynni þau — lista-
maðurinn var ekki lengi aö sjá
handbragðið. Þetta segir meira
um hæfni Páls i iðn sinni en flest
annaö. Vatnsveita Reykjavikur
hefur notið starfskrafta Páls hin
siðari ár. Heill þér sjötugum.
gamli vin.
Nemar
Hitaveita Suðurnesja
óskar að ráða skrifstofumann (karl eða
konu). Skilyrði að umsækjandi hafi
Verslunarskólapróf eða hliðstæða mennt-
un. Umsóknir sendist skrifstofu Hitaveitu
Suðurnesja að Vesturbraut 10 a Keflavik,
fyrir 6. júli.
/
Iþróttakennara
Vantar að Grunnskólanum Blönduósi.
íbúð til staðar. Upplýsingar gefur Sigurð-
ur Kristjánsson i sima: 4383 eða 4240.
Skólanefndin.
BLAÐBERAR
óskast í eftirtalin hverfi:
Langagerði
Sœviðarsund (afleysing)
Háteigshverfi (afleysing)
ÞJÓÐVILJINN
Vinsamlegast haf.ið samband við afgreiðsluna'
Síðumúla 6 — sími 81333 " ..