Þjóðviljinn - 28.06.1977, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 28.06.1977, Blaðsíða 12
12 SÍÐA — ÞJ6ÐVILJINN Þriöjudagur 28. júnl 1977 Gisli Guömundsson skrifar: Sitt af hverju frá Suðureyri Gisli Guömundsson á Suöureyri við Súgandafjörö hefur sent Landpósti eftirfarandi pistil: Ég hef, þau 8 ár sem ég hef verið fréttamaður Þjóðviljans, haft þann sið, að senda frá mér loka yfirlit eftir hverja vertið. En nú þegar að þetta er skrifað, er ég nýkominn heim úr ferðalagi. Ég var farinn i það ferðalag áður en vertið lauk. En betra er seint en aldrei. Og hér kemur svo yfirlit- ið. Sömu bátarnir stunduðu hér i vetur veiðar með linu og á vertiðinni i fyrra. Róðrafjöldi þeirra nú varð 283 en i fyrra 277. Heildarafli þeirra varð 1935,6 tn. en i fyrra 2248,7 tn. eða 313,1 tn. minni nú. Suöureyri Yfirlitið er þá á þessa leið: m/s Kristján Guðmundss. í vetur 664,1 tn. 194 róðrum. ifyrra 796,9 tn. i 93 róörum. m/sSigurvon i vetur 653,7 tn. i94róörum. ifyrra 736,0 tn. 190 róðrum. m/s Ölafur Friðbertss. i vetur 617,8 tn. i 95 róðrum. i fyrra 715,8 tn. i 94 róörum. Afli linubátanna var óslægður. Þá er það m/s Trausti, sem stundaði togveiðar. Afli hans til 26. april, þegar hann hætti hér veiðum, varð 756,7tn. i 15 löndunum. En i fyrra.þá til 11. mai, 728,7tn. i 12 löndunum.Afli hans var veginn slægður. M/s Trausti er nú senn alfarinn héðan, sennilega, eftir þvi, sem heyrst hefur, til Patreksfjarðar. Hann er nú, þegar þetta er skrifað, i slipp suður i Njarðvikum. M/s Trausti kom hingað frá Noregi þann 29. sept. 1974. Fór á veiðar 6. okt., sama dag og sira Auður Eir, þá settur sóknarprestur hér, hélt sina fyrstu ræðu yfir oss. Á þeim 31 mánuði, sem Trausti var hér við veiðar, fiskaði hann 5227,4 tonn i 97löndunum. Að sjálf- sögðu var það slægður fiskur. Nýr togari . Nú er kominn hingað nýr togari, smiðaður i Stálvik. Nafn hans er Elin Þorbjarnardóttir. Hún kom hingað 21. mai og fór á veiðar dag- inn eftir, sunnudag 22. Kom úr fyrsta túr 31. mai með 101,9 tonn. í annað sinn 6. júni með 72,9tonn. Elin er sjötti togarinn, sem gerður erhéðanút núhinsiðustu 6ár. Skipstjóriá Elinu er aðsunnan. Tog- araútgerð hér hefur ekki lánast. Sem sé, aflabrögð mjög léleg. Hvaö gerist nú? Það er óráðin gáta. Og nýr sveitarstjóri Núerbúiðaðráða sveitarstjóra. Þaömun vera sá áttundi, já, lik- lega á 8 til 9 ára tlmabili. Þaö eru svipuð hlutföll og með togarana. Siðasti sveitarstjórinn stóð hér við I 23 mmánuði og 13 daga. Þá var honum vikið úr starfi. Blessuð sé minning hans. Talið er að hann muni hafa margar miljónir út úr brottrekstrinum. Heita vatnið er á leiðinni Hinn fráfarandi sveitarstjóri hélt þvi blákalt fram i okt. i haust að vatnið mundi koma fyrir jól. 1 dreifibréfi 23/3, útgefnu af oddvita, fyrir hönd hinnar háttvirtu hreppsnefndar, er ibúum Suðureyrar óskað til hamingju með heita vatnið, sem i siðasta lagi mundi verða hleypt á fyrstu dagana iapril. Nú, þegar þetta er skrifað, er 14. júni, og enn bólar ekkert á vatninu. Menn eru hættir að skilja hin marg- þvældu loforð um heita vatnið. Fróðir menn telja, aö við næstu sveitarstjórnarkosningar verði ihaldiö ofaná og verði þá enn skipt um sveitarstjóra. Suðureyri, 14. júni, Gfsli Guömundsson. Frá framkvæmdum á Grundartanga Adalfundur Sambands borgfírskra kvenna um Grundartangaverksmiöjuna Fordæmir að álits heimamanna skuli ekki hafa verið leitað! Hér birtist I heild tillaga sú, um Grundartangaverksmiöj- una, sem aöalfundur Sambands borgfirskra kvenna samþykkti samhljóöa: „Aðalfundur Sambands borg- fiskra kvenna, haldinn að Lyng- brekku dagana 6.-7. júni 1977, tekur undir ályktanir almenns fundar I Kolbeinsstaðahreppi 8. mai sl. um Grundartanga-málið lýsir andstööu sinni við bygg- ingu járnblendiverksmiöju á Grundatanga og litur svo á, að ósanngjarnt sé, að rafmagn sé selt til verksmiðjunnar á marg- falt lægra verði en almennt ger- ist i landinu. Bendir fundurinn á innlendan iðnað, húsahitun og heyþurrkun sem heppilegri nýtingarmögu- leika á þeirri orku, sem fyrir hendi er. Fundurinn bendir á þann möguleika að nota mannvirki þau, sem verið er aö reisa á Grundartanga, fyrir iönfyrir- tæki al hóflegri stærð, sem framleiddi úr islensku hráefni. Fundurinn fordæmir sérstak- lega þau vinnubrögö rikis- stjórnarinnar og alþingis, aö bygging málmblendiverksmiöj- unnar skuli hafa veriö ákveöin án þess að heimamönnum gef ist kostur á að greiöa atkvæði um málið, þrátt fyrir eindregnar óskir þeirra þar að lútandi og yfirlýsingar iönaðarráðherra um, að slikar verksmiðjur yröu ekki reistar gegn vilja heima- manna. Skorar fundurinn á rikisstjórn tslands og alþingi aö endur- skoða afstöðu sina i þessu máli og til stóriðjuáforma yfirleitt.” Eins og fyrr segir var ofan- greind tillaga samþykkt sam- hljóða á fundinum. — mhg. Bíldudalur Af sem áður var Stóru bátarnir tveir, sem hér eru, hættu róörum um miöjan mal. Fram aö þeim tima reru þeir meö línu. Annar þeirra byrjaöi aö róa á ný 15. júní og hinn er aö fara út I dag, sagöi Jakob Kristinsson á Bildudal, i viötali viö blaöiö s.l. föstudag. Sá þeirra, sem fyrr fór út, er búinn aö landa einu sinni og kom með 23 tonn eftir 4 daga útivist. Þaö má kallast svona sæmilegt, sagöi Jakob. Svo erum við með tvo drag- nótabáta, sem byrjuðu róðra nú þann 20. júni. Þeir fengu ágætan afla til að byrja meö,en eitthvaö er nú tregara i dag. Svo höfum við tvo handfærabáta og það er svona dálitill afli hjá þeim. Við eigum að hafa nóg hráefni þegar bátarnir eru allir byrjaði veiðar. Annars hefur vinna verið hér alla daga og þetta var alveg sæmilegt i vetur. Ég held, að allir hafi það bara gotthér og er af sem áöur var, sagði Jakob Kristinsson að lokum. —mhg.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.