Þjóðviljinn - 28.06.1977, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 28.06.1977, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 28. júnl 1977 A- Paul Weber á Kjarvalsstöðum: Hann klappar okkurekki á kollinn.... Hann er áttatlu og þriggja ára, en myndlistarmenn verða allra karla elstir. Má gefa mynd sem þessari jafn afstrakt heiti og „Vistkreppa" Um helgina var opnuð á Kjarvalsstöðum sýn- ing á svartlistarmynd- um eftir þýskan lista- mann háaldraðan, A. Paul Weber. Myndirnar eru um 160 og eru gerðar á siðastliðnum 45 árum. Paul Weber er einn af þeim mönnum sem kallaðir verða „óþægilegir" listamenn, hann er litt gefinn fyrir að klappa mönn- um á kollinn. Ein mynda hans sýnir digran dólg og valdsmanns- legan, sem hefur lagt mann á skurðarborð og er aö skera úr honum hrygginn. Ct um dyr til hægri ganga þeir mjög slyttisleg- ir, sem hafa nú verið sviptir þeim möguleika,—eöa þeirri áreynslu, — aö ganga uppréttir. Svo er aö or&i komist vegna þess, aö broddi myndarinnar er ekki beint gegn þeim dólg einum sem heldur á hnifnum. Til vinstri standa vænt- anlegir hryggleysingjar í biðröð, skælbrosandi; þaö er eins og eng- inn hafi neytt þá til að koma. Það sem mun gerast er gott og þægi- legt. — Hér er heimspeki Webers, segir einn af skipuleggjendum sýningarinnar, dr. Scwabe. Myndin sýnir frosk og skorkvik- indi, sem nefnist gullsmiöur sam- kvæmt orðabók. Á meöan étúr lirfa gullsmiðsins egg frosksins. Ekki sérlega aölaöandi hringrás. Hvað um þaö. I tilefni þessarar sýningar birtum við þrjár mynd- ir. Ein sýnir A. Paul Weber að störfum. Hann hefur m.a. mynd- skreytt mörg ágæt verk — nú siðast Reineke Fuchs Goethes, og hann hefur um tuttugu ára skeið haldið úti „Gagnrýnu almanaki", þar sem hann myndskreytir ýmsa þá texta beiska, sem honum finnst eiga erindi við samtiðina, hvort sem þeir voru skrifaðir i fyrra eða fyrir mörgum öldum. Onnur er mjög fræg. Hún er frá 1932 og gerð fyrir tlmarit er nokkrir andstæðingar nasismans gerðu út og hét Wiederstand, Andspyrna. Þar er heil þjóð að marséra ofan i opna gröf undir hakakrossfánum. Spámannleg mynd reyndar. önnur mynd á sýningunni frá sama tima sýnir dauðann i beinagrindarliki tala i hljóðnema: Göbbels er að leggja undir sig útvarpiö. Fyrir þessar myndir og aðrar skyldar varð Weber þeirrar sæmdar aðnjót- andi að vera settur i fangabúðir. Hin þriðja er nýrri og sprottin af umræðu um sambúð manns við þa jörð sem hefur getið hann af sér. Lifandi beinagrind þrammar galvösk með exi beitta yfir skóg- inn sem var og hagvaxtarhug- sjónin hefur eytt — I áttina aö sið- ustu trjánum. Sem verða að sjálf- sögðu felld einnig. —ab. Spádómsorð , frá 1932 Laus staða Staða aðstoðarskólastjóra við Menntaskólann við Hamra- hlið er litus tii umsóknar. Samkvæmt 53. gr. reglugerðar nr. 270/1974, um mennta- skóla, skiil aðstoðarskólastjóri ráðinn af menntamála- ráðuneytinu til fimm ára i senn úr hópi fastra kennara á menntaskólastigi. Umsóknir um framangreinda stöðu ásamt upplýsingum um námsferil og störf skulu hafa borist menntamálaráðu- neytinu, Hverfisgötu 6, Reykjavik, fyrir 20. jiill n.k. Menntamálaráðuneytið 23. júni 1977. Auglýsing Tæki sem finnur njósnahljódnema Tæknimenn, ekki sist I Banda- rikjunum, hafa haft ærln verk- efni af njósnastarfsemi. Þeir hafa búið til æ fullkomnari,lævIsari og smærri hljóðnema til að hlera samtöl manna. Og þeir hafa einn- ig haft nóg að gera við að búa til tæki til að finna þessa hljóðnema. Kaupendur eru nógir, þvi að stjórnmálanjósnir, persónunjósn- ir og iðnaðarnjósnir eru atvinnu- vegur sem blómstrar: ekkert at- vinnuleysi á þeim vettvangi. Það hefur til þessa verið tiltölu- lega auövelt að finna falda hljóð- nema með færanlegum tækjabún- aði. Annað mál er, að það getur verið þreytandi til lengdar að sannprófa, hvort nýjum hljóð- nemum hafi ekki veriö komiö fyrir i stað þeirra sem fundust við siðustu leit. Fyrirtæki eitt i New York hefur nú búið til kerfi, sem er fyrsti sjálfvirki tæknibún- aðurinn sem kemur á markað. „Þreifurum" frá einni miðstöð er komið fyrir I allt að átján her- bergjum, og hvenær sem hler- unargræjum er komið fyrir i þvi húsi er hringt viðvörunarbjöllu. Tæki þetta kostar sem svarar sex miljónum króna. Starfsmannafélagið Sókn Farið verður i skemmtiferð til Vest- mannaeyja laugardaginn 2. júli. Komið aftur á sunnudag. Hafið samband við skrifstofuna fyrir fimmtudaginn 30. júni. Starfsmannafélagið Sókn. Hitaveita Suðurnesja óskar að ráða véla- eða efnaverkfræðing. Umsóknir sendist skrifstofu Hitaveitu Suðurnesja að Vesturbraut lOa Keflavik fyrir 15. júli.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.