Þjóðviljinn - 28.06.1977, Page 6
6 stÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 28. júnl 1977
A. Paul Weber á Kjarvalsstöðum:
Hann klappar
okkur ekki
á kollinn....
Má gefa mynd sem þessari jafn afstrakt heiti og „Vistkreppa
Um helgina var opnuð
á Kjarvalsstöðum sýn-
ing á svartlistarmynd-
um eftir þýskan lista-
mann háaldraðan, A.
Paul Weber. Myndirnar
eru um 160 og eru gerðar
á síðastliðnum 45 árum.
Paul Weber er einn af þeim
mönnum sem kallaöir veröa
„óþægilegir” listamenn, hann er
litt gefinn fyrir aö klappa mönn-
um á kollinn. Ein mynda hans
sýnir digran dólg og valdsmanns-
legan, sem hefur lagt mann á
skuröarborð og er aö skera úr
honum hrygginn. Út um dyr til
hægri ganga þeir mjög slyttisleg-
ir, sem hafa nú verið sviptir þeim
möguleika,—eöa þeirri áreynslu,
Hann er áttatiu og þriggja ára, en myndlistarmenn veröa allra karla elstir
— aö ganga uppréttir. Svo er aö
oröi komist vegna þess, aö broddi
myndarinnar er ekki beint gegn
þeim dólg einum sem heldur á
hnifnum. Til vinstri standa vænt-
anlegir hryggleysingjar i biöröö,
skælbrosandi; þaö er eins og eng-
inn hafi neytt þá til aö koma. Þaö
sem mun gerast er gott og þægi-
legt.
— Hér er heimspeki Webers,
segir einn af skipuleggjendum
sýningarinnar, dr. Scwabe.
Myndin sýnir frosk og skorkvik-
indi, sem nefnist gullsmiöur sam-
kvæmt oröabók. A meöan étur
lirfa gullsmiösins egg frosksins.
Ekki sérlega aölaöandi hringrás.
Hvaö um þaö. 1 tilefni þessarar
sýningar birtum viö þrjár mynd-
ir. Ein sýnir A. Paul Weber aö
störfum. Hann hefur m.a. mynd-
skreytt mörg ágæt verk — nú
siöast Reineke Fuchs Goethes, og
hann hefur um tuttugu ára skeiö
haldiö úti „Gagnrýnu almanaki”,
þar sem hann myndskreytir
ýmsa þá texta beiska.sem honum
finnst eiga erindi viö samtiöina,
hvort sem þeir voru skrifaöir I
fyrra eöa fyrir mörgum öldum.
Onnur er mjög fræg. Hún er frá .
1932 og gerö fyrir timarit er
nokkrir andstæöingar nasismans
geröu út og hét Wiederstand,
Andspyrna. Þar er heil þjóö aö
marséra ofan I opna gröf undir
hakakrossfánum. Spámannleg
mynd reyndar. Onnur mynd á
sýningunni frá sama tima sýnir
dauöann i beinagrindarliki tala i
hljóönema: Göbbels er aö leggja
undir sig útvarpiö. Fyrir þessar
myndir og aörar skyldar varö
Weber þeirrar sæmdar aönjót-
andi að vera settur I fangabúöir.
Hin þriöja er nýrri og sprottin
af umræöu um sambúö manns viö
þá jörö sem hefur getið hann af
sér. Lifandi beinagrind þrammar
galvösk meö exi beitta yfir skóg-
inn sem var og hagvaxtarhug-
sjónin hefur eytt — I áttina aö sið-
ustu trjánum. Sem veröa aö sjálf-
sögöu felld einnig. —áb.
Laus staða
Staöa aðstoöarskólastjóra viö Menntaskólann viö Hamra-
hiíö er laus til umsóknar.
Samkvæmt 53. gr. regiugeröar nr. 270/1974, um mennta-
skóla, skal aöstoöarskólastjóri ráöinn af menntamála-
ráöuneytinu tii fimm ára i senn úr hópi fastra kennara á
menntaskólastigi.
Umsóknir um framangreinda stööu ásamt uppiýsingum
um námsferil og störf skulu hafa borist menntamáiaráöu-
neytinu, Hverfisgötu 6, Reykjavík, fyrir 20. júli n.k.
Menntamálaráðuneytið
23. júni 1977.
Auglýsing
I Þjóðviljanum ber ávöxt
Tæki
sem finnur
njósnahljódnema
Tæknimenn, ekki sist I Banda-
rikjunum, hafa haft ærin verk-
efniaf njósnastarfsemi. Þeir hafa
búiö til æ fullkomnarijlævisari og
smærri hljóðnema til aö hlera
samtöl manna. Og þeir hafa einn-
ig haft nóg aö gera viö aö búa til
tæki til að finna þessa hljóönema.
Kaupendur eru nógir, þvi aö
stjórnmálanjósnir, persónunjósn-
ir og iönaöarnjósnir eru atvinnu-
vegur sem blómstrar: ekkert at-
vinnuleysi á þeim vettvangi.
Þaö hefur til þessa verið tiltölu-
lega auðvelt aö finna falda hljóö-
nema meö færanlegum tækjabún-
aði. Annaö mál er, aö þaö getur
verið þreytandi til lengdar aö
sannprófa, hvort nýjum hljóð-
nemum hafi ekki veriö komið
fyrir i staö þeirra sem fundust
við siðustu leit. Fyrirtæki eitt I
New York hefur nú búiö til kerfi,
sem er fyrsti sjálfvirki tæknibún-
aðurinn sem kemur á markaö.
„Þreifurum” frá einni miöstöö er
komið fyrir i allt að átján her-
bergjum, og hvenær sem hler-
unargræjum er komið fyrir i þvi
húsi er hringt viðvörunarbjöllu.
Tæki þetta kostar sem svarar sex
miljónum króna.
Starfsmannafélagið
Sókn
Farið verður i skemmtiferð til Vest-
mannaeyja laugardaginn 2. júli. Komið
aftur á sunnudag. Hafið samband við
skrifstofuna fyrir fimmtudaginn 30. júni.
Starfsmannafélagið Sókn.
Hitaveita
Suðurnesja
óskar að ráða véla- eða efnaverkfræðing.
Umsóknir sendist skrifstofu Hitaveitu
Suðurnesja að Vesturbraut lOa Keflavik
fyrir 15. júli.