Þjóðviljinn - 28.06.1977, Blaðsíða 10
10 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriftjudagur 28. júnl 1977
Landsiiðið í sundi
— sem tekur þátt í átta landa
keppninni í Laugardalslauginni
hefur nú verið valið
Átta landa keppnin fer
fram í Sundlauginni í
Laugardal laugardaginn 2.
júlí kl. 15.00 og sunnudag-
inn 3. júli kl. 9.30 og 13.30.
Alls verður keppt í 26
sundgreinum. Einn kepp-
andi frá hverri þjóð syndir
i hverri grein. •
Auk Islands taka þátt i
keppninni: Noregur,
Spánn, Swiss, Skotland,
Wales, Belgía, israel.
Eftirtalið sundfólk hefur verift
valift i landslift tslands I sundi fyr-
ir 8 landa keppnina 1977.
Axel Alfreftss. Ægi 5 landsk.
Arni Eyþórss. Arm. 2 landsk.
Bjarni Björnss. Ægi 3 landsi
Guftný Guftjónsd. Arm. nýlifti
Hafliði Halldórss. Ægi nýliði.
Hermann Alfreöss. Ægi nýliði
Hulda Jónsd. Ægi nýliði
Ólöf Eggertsd. Selfossi nýliði
Sigurður ólafss. Ægi 10 landsk.
Sonja Hreiöarsd. Ægi 2 landsk.
ýilborg Sverrird. Sundf. Hafn. 8
landsk.
Þórunn Alfreðsd. Ægi 4 landsk.
Þjálfarar: Guömundur Þ.
Harðarson og Ólafur Þ. Gunn-
laugsson.
Landslið tslands æfir daglega
undir stjórn landsliðsþjálfara i
Laugardalslauginni frá kl. 18-20.
Sigurlás Þorleifsson.
■ staöan L—
Staftan I 1. deild er nú þessi:
Akranes 10 7 I 2 17:0 15
Valur 10 0 2 2 15:8 14
Vikingur 10 4 5 I 9:7 13
Keflavik 10 4 3 3 12:13 11
ÍBV 10 4 2 4 10:9 10
Breiftablik 10 4 2 4 13:12 10
Fram 10 2 4 4 12:14 8
FH 10 3 1 6 12:16 7
KR 10 2 2 6 15:18 6
Þór 10 2 2 6 11:21 6
Markhæstu leikmenn eru nú
þes ir:
Sumariiði Guftbjartsson 6
Sigurlás Þorleifsson 6
Ingi Björn Albertsson 6
Kristinn Björnsson 6
Pétur Pétursson 6
Staftan i 2. deild tslands-
mótsins I knattspyrnu eftir
leiki helgarinnar er nú þessi:
KA-ReynirS 6:3
Þróttur N- Reynir A 2:0
Armann- Haukar 1:1
Völsungur - Þróttur R 1:2
tBt -Selfoss 1:1
KA 7 5 11 15:7 11
Þróttur R 7 5 11 12:7 11
Haukar 7 4 3 0 9:4 10
Armann 6 3 12 11:5 8
ReynirS 7 3 13 12:14 7
ÍBt 7 2 2 3 7:10 6
Selfoss 6 2 1 3 6:7 5
Völsungur 7 2 1 4 7:10 5
Þrðttur N 7 1 3 3 6:9 5
ReynirA 7 0 1 6 3:14 1
Fréttatilkynn-
ing
Meistaramót tslands i tug-
þraut karla og fimmtarþraut
kvenna, 3000 m hindrunar-
hlaup, 4x800 m boðhlaup,
10000 m hlaup, fer fram á
Laugardalsvelli 2. og 3. júll.
Þátttökutilkynningar
þurfa að berast skrifstofu
FRl i seinasta lagi fimmtu-
daginn 30. júni.
Sigurlás
undirsmá-
sjanm?
Þaö hefur ekki farið framhjá
neinum sem fylgist með 1. deild-
inni hversu Eyjamenn hafa rifið
sig ærlega uppúr þeim doða sem
einkenndi liðið fyrst á keppnis-
timabilinu. Ýmsir hafa viljað
þakka þessi stakkaskipti endur-
komu hins marksækna miðherja
liðsins, Sigurlásar Þorleifssonar.
Sigurláá meiddist illa i fyrsta leik
IBV i tslandsmótinu gegn Fram
en þá hafði hann skorað eitt
mark. A meöan Sigurlás var á
sjúkralista gekk allt á aftur-
fótunum hjá liðinu sem ekki tókst
að skora mark þar til Sigurlás
birtistá nýjan leik. Hann hefur nú
þegar skipað sér á fremsta bekk
meðal markaskorara i deildinni.
Landsliðsþjálfarinn Tony Knapp
var spuröur álits á Sigurlási
þegar landsiiðið var tilkynnt i
gær. Knapp sagði að þarna væri
athyglisveröur leikmaður á
ferðinni, þó sér fyndist allt of
fljótt að velja hann i landsliðið.
Landsleikir væru dálitið annað en
leikir i 1. deildinni og oft erfitt að
aðlaga sig slikum leikjum.Þar
þyrfti meiri leikreynsla að koma
til. Nefndi Knapp t.d. að Guð-
mundur Þorbjörnsson hefði átt i
erfiðleikum með aö aðlaga sig
aðstæðum i slikum leikjum.
' • i ■> " 'T'.j*
Vikingar skalla frá I einni af mörgum árangurslausum sóknarlotum tBV á laugardaginn. — Ljósm.:
—gel.
Islandsmótið I. deild Víkingur — IBV 0:0
Vlkingur á undanhaldi
— og þeir máttu þakka fyrir annað
stigið í viðureigninni við Eyjamenn
Víkingur og IBV deildu
stigunum á laugardaginn
þegar liðin mættust í 1.
deildarkeppninni í knatt-
spyrnu. Reyndar voru
úrslit leiksins 0:0 í fyllsta
máta ósanngjörn því Eyja-
liðið var mun betra og
hefði átt sigurínn skilinn.
Þrátt fyrir nær stöðuga
pressu og oft á tíðum mjög
góðan leik tókst Eyja-
mönnum aldrei að skora,
enda við ramman reip að
draga þar sem Víkings-
vörnin er.
Ekki voru tækifærin i þessum
leik neitt ýkja mörg en þau sem
hættuleg gátu talist voru eign
Eyjamanna. Þar var Sigurlás
Þorleifsson, hinn sókndjarfi leik-
maður IBV, fremstur i flokki við
að skapa hættu. Honum tókst vel
upp I þessum leik, lék Vikingana
oft grátt auk þess sem hann
virðist hafa mjög gott auga fyrir
hættulegum sendingum. Þannig
missti Tómas Pálsson af hættu-
legri sendingu frá honum um
miðjan fyrri hálfleik, auk þess
sem Sigurlás náði að brjótast i
gegnum vörn Vikings nokkrum
sinnum en bjargaö var naumlega.
Vikingar áttu ekki margar
sóknarlotur i leiknum, rétt eins og
leikmenn þyröu ekki að gefa of
mikið eftir af miðju vallarins.
Helst ógnaði Gunnar Orn Krist-
jánsson með sinum hættulegu
langskotum.
Viðar Eliasson fékk heldur
óbliöar kveðjur frá sinum fyrri
félögum i Eyjaliðinu. Þegar
skammt var liðið leiks lenti hann i
návigi við Einar Friðþjófsson
sem hreinlega sparkaði undan
honum fótunum þegar sýnt var að
Viðar hefði betur i viðureigninni.
Heldur aumlegt brot hjá Einari
en afleiðingarnar urðu þær að
Viðar varö aö yfirgefa völlinn.
Mörgum fannst dómari leiksins,
Þorvarður Björnsson, taka lin-
lega á þessu broti Einars, og vist
er að gula spjaldið hefði að ósekju
mátt sjást á lofti. Reyndar mættu
ýmsir dómarar 11. deildinni taka
til igrundunar, hvort gula
Framhald á bls. 14.
Landsleikurinn: ísland
— bæði liðin kominn á pappírinn
Noregur
Næstkomandi fimmtu-
dag leika íslendingar og
norðmenn landsleik í
knattspyrnu. Þetta er 19.
leikur þjóðanna og 98.
landsleikur Islands frá
upphafi. I gaer var
landsliðshópurinn kynntur
en hann er skipaður eftir-
töldum leikmönnum.
Markverðir:
Sigurður Dagsson Val, 14.
Arni Stefánsson Fram, 11.
Aðrir leikmenn:
Ólafur Sigurvinsson IBV, 26.
Marteinn Geirsson Royal Union,
34.
Gisli Torfason ÍBK, 21.
Jón Gunnlaugsson 1A, 4.
Höröur Hilmarsson Val, 6.
Ingi Björn Albertsson Val, 7.
Guðgeir Leifsson Chareloi, 34.
Teitur Þórðarson Jönköping, 26.
Janus Guðlaugsson FH, 1.
Atli Eðvaldsson Val, 2.
Viöar Halldórsson FH, 2.
Ólafu Danivalsson FH, 1
Matthias Hallgrimsson Halmia,
40
Arni Sveinsson 1A, 10.
Tölurnar eru fjöldi landsleikja
viökomandi leikmanns. Norska
liöið hefur einnig verið valið en
þaö er skipað eftirtöldum leik-
mönnum:
Markverðir:
Tom R. Jakobsen Fram, 10
Jan Erik Olsen Mjöndalen, 1.
Aðrir leikmenn:
Jan Birkilund, Lilleström, 25.
Svein Gröndalen Rosenborg, 28.
Tore Kordahl Lilleström, 6.
Rune Hansen Lilleström, 1.
Helge Karlsen Brann, 24.
Jan Hansen Rosenborg, 9
Roger Albertssen FC den Haag, 3
Tom Jakobsen Hamarka-
maratene, 7.
Tor Egil Johansen Lilleström, 34.
Rune Ottesen Bryne, 2.
Ole J. Henriksen Moss, 2
Odd Iversen Waleringen, 35.
Pal Jakobsen Hamarka-
meratene, 7.
Stein Tunberg IK Starf, 15
í innbyrðis landsleikjum þjóð-
anna hefur tsland unnið.fjórum
sinnum, einu sinni hefur oröið
jafntefli en þréttan sinnum hafa
Norðmenn borið sigur úr býtum.
Markahlutfallið: Island 17, Nor-
egur 43. Forsala aögöngumiða
hefst I dag I sölutjaldi við Útvegs-
bankann. Miði i stúku kostar 1200
krónur, i stæði 800 krónur og
barnamiöi kostar 300 krónur Auk
hinna 16 leikmanna 1 islenska lið-
inu hefur Jóhannes Eðvaldsson
verið valinn I landsliðshópinn.
Ekki er vist hvort Jóhannes leik-
ur meö. Hann er nýkominn úr
tveggja vikna sumarleyfi og er
þvi ekki i æfingu. Hvort hann mun
leika fer aö mestu leyti eftir hon-
um sjálfum, þ.e. hvort hann telur
sig i nægilega góðu formi fyrir
slikan leik.