Þjóðviljinn - 06.07.1977, Qupperneq 3
Miðvikudagur 6. júli 1977 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 3
Zulfikar Ali Bhutto:
Harðsnúinn stjórnmálamað-
ur — leikinn diplómat
Zulfikar Ali Bhutto, forsætis-
ráðherra Pakistans, sem nú
hefur verið steypt af stóli, er
tæplega fimmtugur að aldri og
hefur orð á sér sem harðsnúinn
og einbeittur stjórnmálamaður.
Honum er að miklu leyti þakkað
að Pakistan náöi sér furðanlega
eftir hrakfarirnar miklu i strið-
inu við Indland út af Bangladess
197i og langan og útdráttarsam-
an hernað gegn bangladeslskum
skæruliðum þar á undan. Þvi
striði lauk sem kunnugt er með
þvi að Pakistan missti Bangla-
dess (áður Austur-Pakistan),
þar sem meirihluti Ibúa hins
upprunalega Pakistans bjó.
Ibúar hins núverandi Pakistans
munu vera um 70 miljónir.
Eftir striðið og missi Bangla-
dess var Pakistan næsta illa á
sig komið, vonleysi rikti og
kjörin voru mjög bág hjá öllum
þorra landsmanna, sem að
miklum meirihluta eru ólæsir
smábændur. Bhutto er hinsveg-
ar af hástéttarfjölskyldu, en
sagður hafa skoðanir i ætt við
sósialisma. Hann tók við völd-
um er herforingjastjórnin, sem
rikthafði yfir landinu I I3ár,féll
á illvirkjum sinum I Bangla-
dess, varð fyrst forseti og siðan
forsætisráðherra. Bhutto er lög-
fræðingur að mennt, nam I Ox-
ford og Berkeley I Kaliforniu og
hafði orðið fyrir áhrifum frá
vestrænum hugmyndum um
stjórnarfar. 1 samræmi við það
kom hann á þingræði i landinu
Bhutto hefur gegnt miklu hlut-
verki I sögu Pakistans. En er
stjórnmálaferli hans hér með
lokið?
og setti því nýja stjórnarskrá,
sem að visu miðaðist mjög við
múhameðstrúna, sem þorri
pakistana játar. Þrátt fyrir lýö-
ræðislega meginstefnu var
Bhutto oft sakaður um hrotta-
skap og fyrirlitningu gagnvart
andstæðingum.
1 utanrikismáium lagði hann
áherslu á að forðast árekstra
við Indland og að vingast við
önnur múhameðsk riki, sem
efldust að völdum vegna oliu
sinnar. Honum tókst einnig
furðufljótt að koma á eðlilegu
sambandi við Bangladess, þrátt
fyrir hryllileg hryðjuverk paki-
stanska hersins i striðinu þar.
Diplómatisk leikni hans kom
einnig fram i þvi, að honum
tókst að halda góðri sambúð
jafnt við Bandarikin, Sovétrikin
ogKina. Frá íran, Saudi-Arabiu
og fleiri oliuauðugum múham-
eöskum rikjum heppnaðist hon-
um að fá rikulega efnahagsað-
stoð og forða Pakistan þannig
frá verstu skellunum af völdum
kreppunnar siðust árin.
Sem fyrr er getið tók Bhutto
stundum ómjúkum höndum á
pólitiskum andstæöingum. 1
febrúar 1975 bannaði hann
þannig Þjóðlega Awani-flokkinn
svokallaða og sakaði hann um
aö reyna að skilja tvö af f jórum
fylkjum landsins, Norövestur-
fylkið og Balútsjistan, frá rik-
inu. í Balútsjistan gaus upp
mikil uppreisn 1973 og óttaöist
Bhutto að það fylki færi sömu
leiðina og Bangladess, endseru
ibúar Balútsjistans öllu likari
Irönum og afgönum en öðrum
pakistönum. Bhutto lét bæla þá
uppreisn niður með harðri
hendi.
Hann var um tima ráðherra i
stjórn herforingjanna, en þeir
höfðu hann fangelsaðan um
tima eftir að stofnaði stjórn-
málaflokk sinn, Alþýðuflokkinn,
1957. Siðan sættist hann þó við
herforingjana og tók fulla af-
stöðu með þeim gegn sjálfstæð-
issinnum i Bangladess, fór
þannig á vegum herforingja-
stjórnarinnar til Sameinuðu
þjóöanna að tala máli hennar
þegar Bangladess-málið var
þar á döfinni.
Stuðningur OAU viö
Mugabe og Nkomo
LIBREVILLE 5/7 Reuter — Ein-
ingarsamtök Afrlku (OAU) sam-
þykktu I dag tillögu frá Sambiu
þess efnis, að Föðurlandsfylking-
in, sem iýtur forustu þeirra
Joshua Nkomo og Robcrts
Mugabe, skuli teljast brjóstfylk-
ing svartra ródesiumanna i frels-
isstriði þeirra. Er þessi samþykkt
talin jafngilda þvi, að OAU liti
héreftir á Föðurlandsfylkinguna
sem hina einu réttu baráttuhreyf-
ingu ródesiskra blökkumanna.
Þessi samþykkt er skoðuð sem
mikiö áfall fyrir sjálfstæðissam-
tök þau, er þeir Ndabaningi Sit-
hole og Abel Muzorewa biskup
standa fyrir, en þau samtök
keppa við Föðurlandsfylkinguna.
r
Félagsfundur Ibúasamtaka
Vesturbæjar i kvöld:
Græn bylting I
Grjótaþorpi og skipu-
lagsmál Hafnarstrætis
I kvöld, miðvikudaginn 6. júli,
kl. 21.00 gangast Ibúasamtök
Vesturbæjar fyrir almennum fé-
lagsfundi að Hallveigarstöðum,
gengið inn frá öldugötu. Allir eru
velkomnir á þennan fund sem
vilja starfa með samtökunum en
þau eru öllum opin.
A dagskrá verða þessi mál:
I. Græna byltingin i Grjótaþorpi
II. Skipulagsmál I Hafnarstræti i
brennidepli
III. Utgáfa bæklings um viðhald
húsa
IV. Gerð plakats
V. Stofnun vinnuhópa
VI. önnur mál
Gúatemala ógnar Belize
BELMOPAN, Belize 5/7 Reuter
— Breskar hersveitir hafa tekið
sér stöðu skammt frá landamær-
um Belize og Gúatemala og vig-
búnaður hefur einnig verið auk-
inn i höfuðborg nýlendunnar. Er
þetta gert vegna herskárra yfir-
lýsinga frá stjórn Gúatemala,
sem innlima vill Belize, sem enn
erbresk nýlenda. Bretland hefur
boðið Belize sjálfstæði, en belize-
menn frábiðja sér það nema þvi
aðeins, að þeir fái fulla tryggingu
fyrir þvi að gúatemalamenn ráð-
ist ekki inn i landiö. Gúatemala-
menn hafa gert kröfur til Belize
allt f rá þvi að þeir urðu sjáifstæö-
ir frá Spáni 1821.
1U Luxembomg
eðalengm.
Luxembourg er friðsæll töfrandi ferðamanna-
staóur, mótaður af frönskmn og þýskum
menningaráhrifum — þar sameinast franska
glaðlyndið og þýska nákvæmnin. Þar sem landið
er lítið, er stutt að skjótast til ýmissa stórborga
í nágrannalöndunum.
Þannig er 25 mínútna akstur til borgarinnar
Trier í Þýskalandi og klukkustundar akstur til
Koblenz, sem stendur þar sem frægustu fljóta-
héruð Evrópu sameinast, á mótum Mosel og
Rínar.
Luxembourg — einn fjölmargra
staða í áætlunarflugi okkar.
FLUGFÉLAC LOFTLEIBIR
LSLAJVDS