Þjóðviljinn - 06.07.1977, Blaðsíða 9
8 SIOA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 6. jiili 1977
MiOvikudagur 6. júli 1977 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9
Jóhann J.E. Kúld í fararbroddi, eftir innlit
í Hvalsneskirkju.
Jón Hnefill Aðalsteinsson rekur sögu
Strandarkirkju.
Hún var ein þeirra heppnu i happdrættinu, og það er Þór Vigfússon, sem les upp
númerin.
Sigurður Tómasson miðlar jarðfræðifróðleik í Hann Jón Bergþórsson stóð sig
Méltunnuklifi. Með honum á myndinni eru aldeilis vel i gosinu.
Guðmi Agústsson tv. og Baldur óskarsson th.
Að við Krýsuvíkurkirkju.
Skundað í átt að rútunum.
Fremsturá myndinni er Erlingur
Viggósson.
A/l \ RflT FP Af
IVI rv IV VJ X ILIA Á SUÐURNESJ Frá ferð Alþýðubandalagsins um Reykjanesskagann J Ijj í\ ium Texti: mhg. Myndir: igg. og K. Vald.
„Liklega rignir ekki
mikiö í dag en hinsvegar
gæti ég trúað að hann yrði
nokkuð hvass".
Þannig svaraði maður
nokkur, sem ég yrti á á
Umferðamiðstöðinni á
sunnudagsmorguninn og
spurði hvernig hann héldi
að viðra mundi á Reykja-
nesskaganum daginn
þann. Og það kom í Ijós að
ég hafði hitt þarna á býsna
glúrinn veðurspámann því
í meginatriðum reyndist
hann hafa rétt fyrir sér.
Það rigndi ekki mikið á
Reykjanesinu, þótt yfir
gengju einstaka skúrir en
það var sumsstaðar þétt-
ings hvasst, einkum þó i
Selvoginum.
Hversvegna gott
veöur?
En hverju máli skipti veöriö á
Suöurnesjum þennan hóp fólks,
sem saman var kominn á
Umferöamiöstööinni á 9. timan-
um á sunnudagsmorguninn? Jú,
ekki svo litlu. Alþýöubandalags-
fólk var nefnilega aö leggja upp i
feröalag um þessar slóöir. Og þótt
feröalag i bilum meö fjörugu
samferöafólki og fróöum leiö-
sögumönnum sé aldrei nema
ánægjulegt þá hefur veöriö sitt aö
segja þegar augum eru leiddir
ókunnir staöir. Ógaman er aö
geta ekki stigiö út úr bil á áfanga-
stööum nema aö veröa hund-
blautur og auk þess ber landslag
annaö svipmót i dimmviöri og úr-
felli en i björtu veöri og broshýru.
Ýmsum finnst nefnilega ekki fall-
egt á Hvitárvöllum nema þegar
vel veiöist.
Haldiö úr hlaði
Klukkan 9 stundvislega lögöu
bilarnir upp frá Umferöamiöstöö-
inni, 11 talsins meö 565 manns
innanborös, eöa stærri hóp en
sjálft stóra ihaldiö gat hóaö sam-
an I sina sumarferö. Úrvals leiö-
sögumenn voru I hverjum bil og
voru þeir ósparir á að miðla fólki
hverskonar fróöleik um feröa-
svæöiö. I „minum” bil voru þeir
leiösögumenn óskar Halldórsson,
lektor og Árni Hjartarson frá
Tjörn, jarðfræðinemi, aö ég hygg,
og var hver fullsæmdur af þeirra
leiösögn.
Ekiö var sem leiö liggur austur
yfir Hellisheiöi niöur ölfus, fram-
hjá Þorlákshöfn, vestur Selvogs-
heiöi og aö Strandarkirkju Sel-
vogi.
Kirkjan á ströndinni
Fyrsti áfangi var Strandar-
kirkja, þetta máttugasta guöshús
á Islandi, þrátt fyrir allt sitt yfir-
lætisleysi. A hól nokkrum, ör-
skammt frá kirkjunni, ris minnis-
merki Gunnfriðar Jónsdóttur,
myndhöggvara, Landsýn, sem
þar var reist 29/5, 1950.
Jón Hnefill Aðalsteinsson, fil.
lic., flutti þarna fróölegt erindi
um Strandarkirkju. Kvaö hennar
fyrst getið i heimildum um 1200.
Munnmælasagnir hermdu, aö
Arni nokkur heföi siglt til Noregs
eftir húsaviö, lent i sjóhrakning-
um á heimleið og heitið þvi aö
reisa kirkju þar, sem hann bæri
aö landi, ef björgun yröi. Arna
tókst aö ná landi aö Strönd I Sel-
vogi. önnur saga skýrir frá sjó-
hrakningum þar fyrir Suöur-
ströndinni en þá komu skipverjar
skyndilega auga á ljósengil fyrir
stafni, stýröu á ljósiö og náöu
landi. Heitir þar siöan Engilsvik i
Selvoginum en i þakklætisskyni
fyrir lifgjöfina reistu skipbrots-
menn kirkju á Strönd. Þannig
tengjast þjóösagnir og veruleiki.
Stundum hefur komiö tii tals aö
flytja kirkjuna frá Strönd en
ávallt hefur veriö kippt i taum-
ana. Biskupar og prófastar hafa
andast áöur en þeir kæmu fram
áformum sinum, amtmaöur
hrakist úr embætti. Strandar-
kirkja þekkir sina. Ekki er unnt
aö rekja hér frekar hiö fróölega
erindi Jóns Hnefils.
Tveir merkisprestar
Fyrrum voru helstu höfuöbólin
i Selvogi, Strönd og Hlið. Ekki er
vitað hvar býlið Strönd stóö en
fyrir rústum Hliöar sést á bökk-
um Hliöarvatns.
Viö ókum nú fram hjá Vogsós-
um. Þar hafa búiö merkisklerkar
og eru þeirra nafnkenndastir
galdrameistarinn góöfrægi, sr.
Eirikur og sr. Eggert, sem þar
sat löngu seinna. Galdrasagnirn-
ar um sr. Eirik þekkja allir en
kannski hafa færri kynni af sr.
Eggert. Hann þótti sérkennilegur
um margt og ekki bibliufastur
um of. Kirkjusiöi suma taldi hann
tóma vitleysu. Hvaö ætti þaö t.d.
aö þýöa, að þylja yfir ungum
stúlkum á brúökaupsdegi þeirra,
aö þær skyldu fæöa börn sin með
„sótt”? Eins og þær vissu þaö
ekki aö þær myndu veröa eitthvaö
lasnar þegar þær ælu afkvæmi?
Hvaö ástæöa væri til aö vera aö
rifja það upp þeim til hrellingar á
þeirra mesta hamingjudegi? Eöa
aö segja þaö ómálga börnum aö
þau væru skirö til réttrar trúar?
Þau myndu liklega mikið botna i
þvi. Eöa dauöum mönnum aö þeir
yröu aö mold og risu slöan upp frá
dauöum? Ætli þaö kæmi ekki fyr-
ir litiö aö vera aö tala viö dauöa
menn?
Vikurnar tvær
Næsti viðkomustaður var Her-
disarvik, þar sem Einar skáld
Benediktsson eyddi siöustu ævi-
árunum og dó, 1940. Þar eru fá-
tækleg húsakynni og hefur skáld-
iö einhverntima gist glæstari
salarkynni. En kannski hefur
hann hugsað likt og norölenski
hagyröingurinn sem sagöi:
„Þótt þú gistir hærri höll
en hugann náir dreyma,
biöa þin hvergi blárri fjöll
og bjartari nótt en heima”.
Og svo fór einhver aö rifja upp
söguna af Herdisarvikur-Sturlu.
Kannski hefur það veriö gamall
bóndi. Þessum ferfætta útlaga,
sem jafnvel var torsóttari en
Grettir I Drangey. Var meira að
segja leitaö til Bandarlkjahers
um aðstoö viöaö ráða niöurlögum
þessarar stoltu sauöskepnu. En
varnarliöiö beiö ósigur I þeirri
einu orrustu, sem þaö hefur háö
hér á landi, en Surtla stóö jafnrétt
eftir sem áöur. Herdlsarvik er nú
I eigu háskólans.
Og þá er það hiö gamla höfö-
ingjasetur, Krisuvik. Þar sem
hafnfirskir kratar hugöust reisa
kennslubú en mistókst tilraunin
og hafa þvf bændur orðið aö láta
sér nægja munnlegar og skrifleg-
ar leiöbeiningar um búskapar-
hætti úr þeirri átt. I Krisuvlk mun
hafa verið búiö fram yfir 1940 og
seinasti bóndinn var til húsa I
kirkjunni.
í Méltunnuklifi
1 Méltunnuklifi var numið staö-
ar og matast. Þar flutti Gils
Guömundsson, alþm., erindi og
ræddi m.a. um verstöðvar á
Suöurnesjum og lýsti þeim, um
verbúðarlif þar.sagöi frá feröum
vermanna, sem oft voru æöi
hreöusamar. Skiptu þau skip oft
hundruðum, sem reru frá þessum
verstöövum og tiöum geröist
Ægir stórhöggur I fylkingar ver-
manna. Kom fyrir, að fleiri tugir
manna drukknuðu á einni vertiö.
Var erindi Gils Guðmundssonar I
alla staöi hiö fróölegasta. Þá
ræddi Siguröur Tómasson nokkuö
um jarðfræöi Reykjanesskagans.
Festarfjall
Eftir ágæta andlega og likam-
lega næringu var enn sprett úr
spori, ekiö um Ogmundarhraun,
fram hjá Isólfsskála og næst
numiö staöar undir Festarfjalli.
Enn var ekiö um Þorkötlustaöa-
og Járngeröarstaðahverfi og
Grindavik. Þar var Sigvaldi
Kaldalóns tónskáld lengi læknir
og minnir mig aö staöið hafi á
slnum tima nokkur styrr um þá
embættisveitingu milli Jónasar
frá Hriflu og Læknafélagsins. Og I
Grindavik var Steinn Steinarr
einhverntima og orti þá um
Gunnu litlu i Garöi.
„Áfram veginn”
Fremur eyöilegt er um aö litast
I Staöarhverfi en á Staö sátu
fyrrum merkisklerkar eins og
Kristján Eldjárn, afi og alnafni
forsetans okkar.
Alllöng töf varð við Reykjanes-
vita en þar er landslag sérkenni-
legt. Ekiö var um Hafnir framhjá
Kalmannstjörn, Junkargeröi og
Merkinesi þar sem Hinrik, sá
mikli veiöimaöur býr. 1 Vogum
voru helstu jaröirnar Kirkju-
vogur, Kotvogur og Kalmanns-
tjörn. Þar svaf „hetja á hverjum
bæ”. Viö sáum til Stafness og
Básenda en byggö tók af á
Básendum I flóöunum miklu 1798,
en fólk slapp nauöulega undan
háskanum.
Leiöin er seinfær á köflum. Viö
höfum lengstaf ekið um hraun,
ýmist úfin, svört og svipmikil
apalhraun eða sléttbrýnd hellu-
hraun, sem gjarnan eru þakin
fölleitu gróöurteppi. Vegur er
frekar mjór og óhemjulega krók-
óttur svo aö sumsstaöar er
naumast blllengd milli beygj -
anna.
Framundan er Hafnaheiöi þar
sem ýmsir hafa borið beinin á
timliönum öldum, enda litiö um
kennileiti. Ekiö var um Keflavlk,
Ytri-Njarövik, yfir Rosmhvala-
nes og út á Hvalsnes, þar sem
Hallgrlmur skáld predikaði frá
1644-1651, er hann fluttist aö Saur-
bæ á Hvalfjaröarströnd. Slra
Hallgrimur var ekki I sérstöku
áliti er hann fluttist aö Hvalsnesi,
enda nefndur „llöilegur slordóni”
af einum höfðingjanum þar á
Nesinu. En nafn þessa „liöilega
slordóna” og skáldskapur hefur
nú samt lifað meö þjóöinni fram á
þennan dag og mun seint fyrnast.
Keflavik og Ytri-Njarövlk
mega nú heita sambyggðar en
Innri-Njarövik heldur enn sinni
sérstööu. Þar fæddust frægöar-
mennirnir Sveinbjörn Egilsson,
meistarinn á Bessastööum og Jón
Þorkelsson, (Thorkellln).
Feröin var nú senn á enda. Úr
þessu var ekið um slóöir, sem
flestum eru kunnar.
Kveðskapur
Kveðskapur er oftast tryggur
fylgifiskur svona feröalaga þvi aö
jafnaöi eru einhverjir hagyröing-
ar meö I för. Mér hefur þó enn
ekki tekist aö festa hendur á
nema litlu einu af þeirri fram-
leiöslu en úr bil nr. 6 barst eftir-
farandi:
„í rútu nr. 6 var mikiö fjör,
enda úrvalsliö þar saman komiö.
Þar fannst snemma vísa, undir
einu sætinu, mönnum til mikillar
ánægju. Hún hljóöaöi svo:
Illa er komið okkar þjóö,
um þaö hugsa veröum,
ef aö komiö er úr móö
aö yrkja I svona ferðum.
Skömmu seinna barst fyrri-
partur til leiösögumanns:
Ei skal þangað augum renna
sem erlent hangir setuliö.
Og botninn um hæl:
Þótt hrært hafi þaö
hjörtu kvenna
og hafi stjórnvaldanna griö.
Magnúsi Kjartanssyni fannst
fyrriparturinn tveggja botna
virði og kom þá annar:
Láti goöin landiö brenna
svo losnum viö viö ástandiö.
Eftir þetta var mest ljóöaö á
leiösögumann og hjálparkokk
hans en veröur ekki birt. En I
ferðalok barst vlsa frá hæversku
skáldi, sem nefnir sig farþega I
nr. 6:
Kærri þökk ég koma vil
aö kvöldi ferðadagsins
meö allra bestu óskum til
Aiþýðubandalagsins”.
Klukkan 8 var komiö til
Reykjavikur, eftir 11 klukku-
stunda ánægjulega för og munu
flestir hafa veriö miklum mun
fróöari um feröaslóöirnar en er
þeir risu úr rekkju um
morguninn.
Þriggja manna framkvæmda-
stjórn sá um undirbún. feröar-
innar. Nefndina skipuöu: Adda
Bára Sigfúsdóttir, Guömunda
Helgadóttir og Siguröur
Tómasson en nefndinni til halds
og trausts voru þeir Björn Th.
Björnsson, Björn Þorsteinsson og
Þór Vigfússon, sem jafnframt var
aöalfararstjóri. Veltur á miklu I
svona fjölmennum ferðum aö
skipulag sé gott og fararstjórn
traust. A hvorugt skorti i þessari
ferö.
mhg
Við kirkjugarðshliðið i Hvalsnesi.
örn Þorleifsson tv. og Svanur
Kristjánsson th. ræðast við/ og er
ekki annað að sjá en vel fari á
með þeim.
Hlustað með andakt á Jón Hnefil.
Við Strandarkirkju.
Æ/ hvað það er gott að hvíla sig í mjúku grasinu.
Það er tilkomumikið brimið/ en margir hættu sér of tæpt og vöknuðu í fæturna.