Þjóðviljinn - 06.07.1977, Síða 16
1DMÐVIUINN 1 AÖalsimi Þióðviljans er 81333 kl. 9-21 mánudaga til fösUi- . .. . , . . daga. kl. 9-12 á laugardögum og sunnudögum. *% E.nn.g skal bent á hc.ma- 'Utan þessa tima erhægtað ná i blaðamenn og aðra starfs- vSjgáHljSv ibsÉT 1 K sima starfsmanna un ir menn blaðsins i þessum simum. Ritstjórn 81382, 81527, á&| Q I / j Þjoðv.ljans . s.ma- 81257 og 81285, útbreiðsla 81482 og Blaðaprent 81348. ■HiHHi ■■ skra.
Miövikudagur 6. júli 1977 .
Blaöamenn
vilja leið-
réttingu
Blaðamenn og útgefendur
komu saman á stuttan fund hjá
sáttasemjara í gær, og hefur ann-
ar fundur verið boðaður á morg-
un. A fundinum i gær settu útgef-
endur fram tilboð um það sama
og samið var um i kjarasamning-
um ASÍ og VSt. Blaðamenn lögðu
hinsvegar fram margvislegar
greinargerðir með samanburði á
kjaraþróun þeirra viö kjör frétta-
manna hjá útvarpi og sjón-
varpi, sem er þeim mjög i óhag.
Krefjast þeir leiðréttinga á samn-
ingsgrunninum áður en lengra er
haldið i samningaviöræðum.
Happdrœtti
A Iþýðubandalagsins
i Reykjavik ”77
númerin
Dregið hefur verið i Happ-
drætti Alþýðubandalagsins i
Reykjavik og ákveðið að birta
vinningsnúmerin I dag. Vinn-
ingar komu á eftirtalin núm-
er:
Vinningur nr. 1 á miöa
nr. 988
Vinningur nr. 2 á miða
nr. 531
Vinningur nr. 3 á miða
nr. 533
Vinningur nr. 4 á miða
nr. 95
Vinningur nr. 5 á miða
nr. 596 |
Vinningur nr. 6 á miöa 1
nr. 617
Vinningur nr. 7 á miða
nr. 1119
Viningur nr. 8 á miöa
nr. 848
Vinningur nr. 9 á miða
nr. 583
Vinningur nr. 10 á miöa
nr. 1677
Vinningur nr. M á miða
nr. 849
Vinningur nr. 12 á iniöa
nr. 1484
Vinningur nr. 13 á miða
nr. 673
Vinningur nr. 14 á miða
nr. 498
Vinningur nr. 15 á miða
nr. 685
Vinningur nr. 16 á miöa
nr. 1542
Vinningur nr. 17 á miða
nr. 1172
Vinningur nr. 18 á miða
nr. 496
Vinningur nr. 19 á miða
nr. 448
Framhald á bls. 14. ,
VIÐREISN
MAGNAR
UPP LAND-
FLÓTTA
Skýrslur um brottflutninga
fólks frá islandi benda til
þess, að viöreisnarstjórn eigi
sérstaklega illa við lands-
fólkið.
A árunum 1911-1974 fluttu
5.218 manns úr landi umfram
aðflutta. En af þeim fluttu
aðeins 1.187 úr landi fyrstu 49
árin af þessum tima, hins-
vegar fluttu 4.031 úr landi
umfram aðflutta á 13 árum,
frá 1961-74 en sá timi var aö
mestu leyti viðreisnartimi.
Og af þeim fóru um 3000
manns á aöeins tveim árum,
1969 og 1970.
Nær helmingur vinnur í þjónustugreinum:
Orust íjölgun í bönkum
og tryggingastarfsemi
í skýrslu um þróun
mannafla í atvinnugrein-
um kemur f ram, að örust
hefur fjölgun starfsfólks
orðið hjá bönkum og
tryggingafélögum Þar
hefur mannafli meira en
tvöfaldast á timabilinu
1964-74 — fyrra árið
störfuðu við banka og
tryggingar 1.880 manns,
en 4.709 árið 1975 eða 5%
alls mannafla.
Mikil aukning varð i hinum
ýmsu öðrum þjónustugreinumeða
um 93% — árið 1975 vinna i þeim
20,4% alls mannafla. Mannafli
heilbrigðisþjónustu hefur nær
þrefaldast og mannafli i kennslu
tvöfaldast.
Hlutur þeirra sem vinna i fram-
leiðslugreinum hefur minnkað,
enda þótt um tölulega fjölgun sé
að ræða i öllum greinum nema
landbúnaði. Árið 1963 unnu 13,7
starfandi manna við landbúnað,
en 9,3% 1975, hlutur fiskimanna
minnkaði úr 6,6% I 5,4%, hlutur
fiskiðnaðarfólks úr 9,9% í 8,2% og
hlutu annars iðnaðar úr 17,8% i
16,1%. A meðan fór hlutur þjón-
ustugreina úr 40,9% mannaflans i
47,5%.
Upplýsingar þessar er að finna
— reiknaðar i mannárum — i yfir-
liti um mannfjölda, mannafla og
tekjur sem Framkvæmdastofnun
rikisins hefur gefið út.
Valdarán hersins
í Pakistan
# Stjómmálamenn
handteknir
# — herlögum lýst yfir
Islamabad 5/7 Reuter — Herinn í Pakistan framdi
valdarán ídag, setti stjórn Zulfikars Ali BhuttO/ forsæt-
isráðherra/ af og lýsti yf ir herlögum í landinu. Jafnfram
lofaði yfirmaður herforingjaráðsins/ Zia-ul-Haque, því i
útvarpsávarpi að kosið skyldi til þings í landinu í októ-
ber.
Zia.hershöfðingi er rúmlega
fimmtugur að aldri og fyrrver-
andi riddaraliðsforingi. Að sögn
varð ekkert mannfall við valda-
töku hersins. Undanfarið hefur
veriö óeirðasamt i Pakistan milli
stuðningsmanna stjórnar og
stjórnarandstæðinga og er talið
að minnsta kosti um 350 manns
hafi verið drepnir. Flokkur
Bhuttos vann mikinn kosninga-
sigur i þingkosningum 7. mars, en
stjórnarandstæðingar sökuðu
hans menn um að hafa falsað
kosningaúrslitin og kröfðust
nýrra kosninga.
Herinn hófst handa við valda-
ránið fyrir dögun og handtók
flesta leiðtoga jafnt stjórnar sem
Ali Bhutto á velmegtiardögum I Karachi; deilan við stjórnarandstöð-
una reyndist honum dýrkeypt.
stjórnarandstöðu, þar á meðal
Bhutto. Zia hershöfðingi lét á sér
skilja i útvarpsávarpinu að hann
og félagar hans hefðu gripið til
þessara aðgerða sökum þess, að
þeir hefðu verið úrkula vonar um
aö stjórnmálamennirnir kæmu
sér nokkurntima saman. Bæði
þjóðþingið og fylkisþingin fjögur i
landinu verða leyst upp. Stjórn-
málastarfsemi veröur bönnuð og
sumar greinar stjórnarskrárinn-
ar numdar úr gildi. Zia hershöfð-
ingi hét þvi þó, að stjórnmála-
flokkum yrði aftur leyft að starfa
er kosningar færu i hönd.
Hærra kaup fyrir salt-
fískvinnu á Snæfellsnesi
Saltfiskverkendur greiða eftir 4. taxta
Samkomulag hefur oröið
um það milli atvinnurek-
enda og 4 verkalýðsfélaga
á Snæfellsnesi að greiða
hærra kaup fyrir saltfisk-
vinnu en um var samið á
Loftleiðum.
Við hringdum i Sigurö Lárusson
formann verkalýðsfélagsins i
Grundarfirði og sagði hann okkur
að samkomulag hefði orðiö um að
greiða samkvæmt 4. taxta fyrir
þessa vinnu I stað 3. taxta sem
samkomulag varð um i stóru
samningunum.
Eftir að töxtum var fækkað svo
mjög sem varð I samningunum
munar töluverðu á launum eftir 3.
og 4. taxta, eða um 14 krónum á
timann i dagvinnu.
Hjá Viglundi Jónssyni, saltfisk-
verkanda i Ólafsvik, fengum við
þær upplýsingar aö vinna viö
saltfisk hefði jafnan verið greidd
hærra en önnur fiskvinna; hefðu
nær allir saltfiskverkendur þar
um slóðir greitt samkvæmt hin-
um gamla 8. taxta. Það hefði þó
ekki munað eins mikiö um þá yf-
irborgun eins og þessa, þvi bilið
milli taxta hefði verið minna en
nú er.
eng.
Júgóslavar styðja evrópukommúnista
BEOGRAD 4/7 Reuter — Rato
Dugonjic, meðlimur forsætis-
nefndar Kommúnistasambands
Júgóslaviu, fordæmdi i dag atlög-
ur sovétmanna og bandamanna
þeirra að spænska kommúnista-
flokknum og öðrum evrópu-
kommúnistum. Sagði Dugonjic i
ræðu að það væri skýlaus réttur
Kommúnistaflokks Spánar að á-
kveða stefnu sina án utanaðkom-
andi ihlutunar, og væri flokkurinn
i þvi efni ekki ábyrgur fyrir nein-
um nema félögum sínum og
spænsku verkalýðsstéttinni.
Dugonjic minnti á samþykktir
ráöstefnu evrópskra kommún-
istaflokka i Austur-Berlin 1976, en
þar var lögð áhersla á sjálfstæði
og jafnrétti allra kommúnista-
flokka. Halda yrði fast við sam-
þykktirnar frá Berlin, sagði Dug-
onjic, að öðrum kosti væri hætta á
þvi að alþjóðahreyfing kommún-
ista biði tjón af.