Þjóðviljinn - 13.07.1977, Page 5

Þjóðviljinn - 13.07.1977, Page 5
Miövikudagur 13. júli 1977 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5 Fischer farinn að ókyrrast eft- ir fimm ára einangrun — og vill nú ólmur tefla einvígi við Viktor Kortsnoj GEIMSUIMASUMUS Gunnar Steinn í Frakklandi: Evian 12.7..Frá Gunnari Steini Pálssyni: Robert Fischer, sem i fimm ár hefur lifaö i einangrun og helgaö sig hinum margvislegustu áhuga- málum, hefur á nýjan leik gefiö sig skákinni algerlega á vald og hefur hann um þessar mundir geysilegan áhuga á aö tefla ein- vigi viö einn af betri stórmeist- urum heimsins. Blaöamaöur frá Sviss, Ever Hrausharr, náöi fyrir skömmu tali af Fischer og er hann fyrsti blaöamaöurinn sem kemst i tæri viö hinn dyntótta stórmeistara slðan hann einangraði sig meö heimsmeistaratitilinn i fórum sinum. Hrausharr sagði aöspurð ur, að hann hefði eytt 12 klukku- stundum með Fischer I Los Angeles fyrir skömmu og voru þeir saman á rölti um stræti borg- arinnar tvær kvöldstundir, eða réttara sagt tvær nætur, þvi eins og kunnugt er fer Fischer ekki á stjá fyrr en undir miðnætti og vakir þá fram undir morgun. Aö þvi leytinu til hafa lifsvenjur hans ekkert breyst frá þvl aö hann gisti á Loftleiðahótelinu forðum og heimtaði skyrið sitt kl. 4 að nóttu og lét opna sundlaugina á svip- uðum tima. Fischer, sem um tima helgaöi sig trúmálum, helgar sig nú skák- inni alfariö, hann vinnur marga tima á dag til að útbúa upplýs- ingakerfi um skák fyrir tölvu og á það að sjálfsögðu að vera hið al- fullkomnasta sinnar tegundar hér á jörðu. Bandariski stórmeistar- inn hefur undanfarið I síauknum mæli fylgst meö helstu skák- Robert Fischer, bandarlski skáksnillingurinn sem lagöi undir sig heiminn á dögum heimsmeistaraeinvígisins viö Spassky. Hann hefur nú hug á aökoma fram I sviösljósiöeftir fimm ára hvlld. Hver man ekki tima heimsmeistaraeinvlgisins hér á landi? Þarna aöstoöar Sæmundur Pálsson Fischer viö aö komast á keppnisstaö. mótum sem fram fara og rann- sakað til botns þær viðureignir sem þar fara fram. Einnig hefur hann með aðstoö einkaritara sins haft bréfasamband við nokkra stórmeistara. Þannig er m.a. þessi áhugi á einvigi við Kortsnoj sprottinn. Bandariskur, elliær auðkýf- ingur hefur reyndar boðist til að greiða 200 miljónir dollara I verö- laun fyrir einvigi Fischers gegn góðum stórmeistara. Sá hængur er þó á að sá gamli vill hafa ein- vlgið i Bandarikjunum, og gæti honum reynst erfitt aö fá þangað a.m.k. austantjaldsskákmenn. Auk þess mun skákheimurinn vera hættur aö taka mark á þessum karli vegna fyrri reynslu, en áður hefur hann lofaö stórum fjárfúlgum i allar áttir en jafnoft svikið að reiða þær af hendi. Fischer lætur sér nægja að láta einkaritara sinn skrifa öll bréf sin, hripar aðeins nafnið sitt undir, sem reyndar þykir hið mesta hrafnaspark. öllum er að sjálfsögðu gefinn kostur á að svara bréfunum i hið opinbera pósthólf Fischers, en enginn fær að vita hans raunverulega heim- ilisfang né áimanúmer nema ör- fáir vinir hans og vandamenn. Og hann heldur áfram flakki sinu milli borga til að forðast að menn geti rakið slóð hans. En með einhverjum ráðum tókst svisslendingnum Hrausharr aö komast að Fischer og var tekið vel á móti honum. Vafalaust hafa Hart barist um næstu einvígi Luzern í Sviss öruggt með sjálft Heimsmeistaraeinvígið ? — nema því aðeins að Kortsnoj verði næsti áskorandi Genf 11.7., Frá Gunnari Steini Pálssyni: Nú þegar eru fjölmargir aðilar farnir að freista þess aö fá að halda næsta skákeinvigi um heimsmeistaratitilinn. Um þessar mundir virðist -uzern I Sviss, sem sá um einvígi þeirra Polugajevskis og Meckings, koma einna sterklegast til ■greina. En Luzern hefur aldeilis sam- keppni. Þannig hefur t.d. Royal Hotel i Frakklandi, sem óneitan- lega býður uppá afar fullkomna og þægilega aðstöðu, mikinn áhuga á fleiri skákviðburðum og vist er að bæði Korstsnoj og Polugajevski munu báðir bera þessu hóteli góða sögu að einvíginu loknu. Reykjavik og a.m.k. ein borg i Þýskalandi eru einnig staöir sem nefndir eru I sambandi við þetta einvlgi. Það er á monnum aö heyra að Island komi mjög sterk- lega til greina enda hefur land- anum tekist vel að sjá um skák- mót og einvígi. Viktor Korstsnoj sagði i samtali við Þjóðviljann i kvöld að hann hefði mikinn áhuga á aö tefla i Reykjavik hvort sem það væri einvigi um heims- meistaratitilinn eða réttinn til að skora á heimsmeistarann. Opin- berlega munu bæði alþjóða skáksambandið FIDE og sovéska skáksambandið hafa lagt blessun sina á Luzern sem staö fyrir ein- vlgið milli Karpovs og þess stór- meistara sem hlutskarpastur verður I áskorendaeinvigunum. I Luzern verður eftir nokkra daga haldin alþjóðleg ráðstefna á vegum FIDE og mun heims- meistarinn Karpov verða meðal gesta þar. Karpov mun um leið athuga allar aðstæöur fyrir loka- einvígiö. En fari svo, sem mörgum þykir liklegt, aö Korstsnoj, sem mörgum þykir Hklegasti áskor- andinn, verði sigurvegari, er þarna stór hængur á, og i rauninni nær útilokað, aö Luzern veröi fyr- ir valinu. Kemur það til af þvi aö Kortsnoj um á sinum tima hafa sóst eftir rikisborgararétti I Sviss með aðsetur i Luzern i huga, en ennþá hefur ekkert ákveðið svar borist. Er trú margra að ástæðan sé sú að Luzern hafi i langan tima rennt hýru auga til heimsmeistaraeinvlgisins en um leið gert sér ljóst að rússar myndu aldrei samþykkja borg, sem tæki Kortsnoj uppá sína arma, sem keppnisstaö. I Luzern hafa áhugamenn um einvígið mikil pólitisk áhrif og munu þeir hafa komið þvi til leiöar að Korts- noj hefur enn ekki hlotið náð fyrir augum svisslendinga. En nú á Kortsnoj næsta leik. Avinni hann Euwe, forseti FIDE. Hans biöa erfiö verkefni á hans siöasta starfsári. sér rétt til að skora á heimsmeist- arann mun hann setja Luzern allra aftast á óskalistann ef marka má þær sögur sem á lofti eru i Genf um þessar mundir. Reyndar hefur Kortsnoj gert samning við skákklúbb i Köln um að þjálfa þar næstu tvö árin skák- menn og jafnvel þýska landsliðið. Fyrir þetta fær Kortsnoj dágóðan skilding, auk þess sem hann veröur gerður að þýskum rikis- borgara eftir hálft annað ár. miklir peningar verið I boði fyrir þetta viðtal en Fischer gaf sér einnig góðan tima og tók nætur- svefninn af blaðamanninum tvisvar i röð. Kortsnoj jákvæöur Viktor Kortsnoj sagði i viðtali við Þjóðvifjann i kvöld, að hann hefði fyrir mánuði fengið bréf frá Bobby Fischer, fyrrverandi heimsmeistara i skák,þar sem bandariski stórmeistarinn bað hann um aö hitta sig aö máli sem allra fyrst. Með viðræður um ein- vigi i huga. Lýsti Fischer yfir miklum áhuga á aö komast aftur inni skáklifið af fullum krafti og sagð- ist Korstnoj gera allt sem i sinu valdi stæði til að svo gæti orðið. „Þetta er að minu áliti engin spurning um peninga, Fischer langar að tefla og mér þykja lik- urnar góöar á aö koma mætti á laggirnar einvigi. Fischer er að minu áliti einstakt „séni” og það verður að gera allt til aö koma honum fram i dagsbirtuna að nýju. Og nú er tækifærið, Fischer er æstur I að tefla skák um þessar mundir.” Kortsnoj sagöi aö ein- vígið kæmi báðum að miklum notum, fyrir sig væri það mikil- vægt þar sem Fischer væri mjög frægur maöur og það myndi draga hann sjálfan mun meira fram i dagsljósið. Fyrir Fischer væri þarna tækifæri til aö koma fram i sviðsljósiö aö nýju, Kortsnoj væri jú einn af sterkustu skákmönnum heims. Fischer hefur fylgst mjög náið meö öllu þvi sem fram hefur farið i skák- heiminum að undanförnu. „Hann er örugglega ekki lakari nú en þegar hann háði einvigiö við Spassky i Reykjavik 1972,” sagði Kortsnoj. Eftir einvigið mun Kortsnoj halda til Bandarikjanna til að tefla fjöltefli og I leiðinni hitta Fischer að máli og þá verða ákvarðanir um einvigið teknar, hvar teflt verður, hvenær o.s.frv. Spassky ekki upplagður og fimmtu skák- inni frestað Evian 12.7.. Frá Gunnari Steini Pálssyni: Fimmtu einvigisskák Spasskys og Portisch sem fara átti fram i Genf i dag var frestað. Boris Spassky bað um frestun og gaf þá skýringu að hann væri ekki vel upp lagður. Staðan i einviginu eftir fjórar skákir er þannig, að Portisch hefur 2,5 v. en Spassky 1,5 v. Spassky hefur hvitt i næstu umferð sem tefld verður á fimmtudag.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.