Þjóðviljinn - 13.07.1977, Síða 6

Þjóðviljinn - 13.07.1977, Síða 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 13. júli 1977 Spillt dama í fýlu A bak við hinn hvita skjöld flokksins, sem hefur krossinn og frelsið á Iatlnu að tákni, leynast margir svartir sauðir.... Uss, það er ekki kommunum að þakka Stærsti flokkur ttaliu, Eemocrazia cristiana, Kristilegt lyðræði, er sérstætt fyrirbæri. I ann er flokkur kapitalista og smáborgara, snikjuliðs sem lifir á hinum stóra, þjóönýtta geira italsks efnahagslifs, en einnig bænda og margra verkamanna, sem láta ráða mestu um pólitfska afstöðu sina, að kaþólska kirkjan blessar þennan flokk, DC, þótt þau tengsl séu ekki lengur eins sterk og áður var. DC hafði 48% atkvæða þegar honum best gekk, en er nú kominn niður í 38%. Hann hefur hvorki getaö stjórnað landinu i anda strangrar kröfu- gerðar nýkapitaiisma né heldur getað skapað sér þolanlega sam- búö við hina róttæku verklýðs- hreyfingu. Og hann er sundur grafinn af firnalegum hneykslum og fjármálaspillingu. Viljum vera í andstöðu t dag heimsæki ég ritara flokksins i Emiliu, litinn mann og dálitið flóttalegan til augnanna (þvi miður hefur nafn hans fallið niöur á minnisblöðum minum.) Hann situr undir krosshanga og bilæti af Jóhannesi páfa (ekki Páli). Ég segi honum frá Sjálf- stæðisflokkinum, sem kveðst eiga vilja allar stéttir eins og hans flokkur. — Þiö kristilegir hafið 27% at- kvæða hér i héraði og borg. Kommúnistar bjóða ykkur til virkrar þátttöku i héraðsstjórn undir vigoröinu „opið hérað”) þótt þeir séu sjálfir i hreinum meirihluta. Eruð þið hræddir viö aö þaö yrði fordæmi á landsmæli- kvarða ef þið segðuö já? — „Opiö hérað” er reyndar meira en slagorð hjá kommúnist- um, nokkur alvara er aö baki. Þeir bjóða okkur upp á sæti i nefndum og héraðsstjórn, en við viljum ekki ganga inn á það, af þvi að þá værum við ekki lengur I stjórnarandstöðu hér I héraöinu, og það er ekki nógu gott lýöræðí aö okkar dómi ef umtalsveröa stjórnarandstöðu vantar. Og við erum ekki sáttir við héraðsstjórnastefnu PCI (komm- únista). Hún þýðir miðstjórnar- vald I smærri stil; i stað þess að hafa eitt heilbrigðisráðuneyti höfum við nú átján. Sjálfir höfum við alltaf viljað dreifingu valds til héraða, hverfaráða og svo fram- vegis. Við viljum nota þetta til að breyta hinu gamla miöstjórnar- riki, en ekki til að byggja upp nýj- ar valdamiðstöðvar eins og PCI gerir. Hættulegt fyrir lýdrædið — En ef ykkur kristilegum er svo annt um dreifingu valds, af hverju komið þið i veg fyrir fram- kvæmd stjórnarskrárákvæða um héraðsstjórnir allt þar til sósial- istar neyddu ykkur til að láta þau taka gildi um 1970? — Jamm, sagði ritarinn og var satt aö segja vandræðalegur. Við erum með dreifingu valds, en auövitaö er mikil tregða I kerfinu gegn breytingum. Og svo fannst okkur eftir strið, að hættulegt væri fyrir iýðræöið, ef kommún-, istum yrði leyft aö leggja undir sig hverja valdamiöstöðina af annarri með rauðum héraðs- stjórnum. Við urðum þvi að fara varlega i að framkvæma stjórn- arskrána. (Ég vona að þið takiö eftir að þetta er mjög merkileg játning: af þvi að kommúnistar hlutu að sigra I frjálsum kosningum I nokkrum héruðum, þá varð að taka stjórnarskrána og lýöræðið úr sambandi!) En við viljum sem sagt dreifa valdi sem mest, til nefnda al- mennings, til hæfilegra stórra sveitafélaga. Á meðan dreifing valds er ekki i anda marxismans; hvenær hefur marxisminn dreift valdi? spurði ritarinn. Einkaframtak Ég nennti ekki að rifast við hann meö tilvlsun til einmitt italskra marxista. En spuröii hvort hann teldi það hlutverk flokks sins að berjast fyrir einka- framtaki, t.d. vernda það fyrir framsókn hinna rauðu sam- vinnufélaga. — Þess er að geta, sagði hann, að kaþólskir menn eiga einnig all- sterka hefð i samvinnuhreyfingu. En hvað um það, við viljum ekkí að samvinnufélög séu sett I ein- hverja forréttindastöðu. Opinber- ir aöilar eiga ekki að snúa sér bara til samvinnufélaga eins og gert er hér á Bolognu, þeir eiga að hlita lögmálum markaöarins. Og okkur finnst einnig, að viss sam- vinnufélög séu gervifélög til þess að sjá PCI fyrir peningum. — Eigið þið i átökum við komm- únisk borgaryfirvöld út af barna- heimilum sem kirkjan rekur? — Ekki lengur. PCI hefur i anda sinnar sögulegu málamiðl- unar hætt að etja kappi við kirkj- una á þessu sviði uppeldismála. Trúað fólk stjórnar mörgum barnaheimilum hér, en svo eru mörg beinlinis á vegum borgar- innar. Kommaspilling? — Kommúnistar og aðrir vinstrimenn gagnrýna kristilega mjög hart fyrir að „hygla sinum” og fyrir allskonar spillingu. Hafið þið eitthvað til að punda á þá i staðinn? spurði ég. — Spilling og fyrirgreiðslupóli- tik eru fyrirbæri sem fylgja þeim flokki sem er við völd, sagði rit- arinn sallarólegur, eins og ekkert annað kæmi til mála. Af eðlileg- um ástæðum eru slik fyrirbæri siður hjá þeim sem eru I stjórnar- andstöðu. En bæði i Parma og Ferrara hafa komið upp mútu- mál, sem leitt hafa til málaferla gegn borgarfulltrúum kommún- ista. Ekkert glæpsamlegt hefur reyndar komist upp hér f Bol- ogna, þótt okkur þyki ýmislegt vafasamt i sambandi viö bygg- ingarleyfi og fleira. (Ég skal skjóta þvi hér að, að kommúnistar höfðu verið fljótir aö reka mútuþegana i Parma og Ferrara úr flokknum.) Besta borg landsins — Er ekki erfitt að vera i stjórnarandstöðu I borg, sem meira aö segja fréttaritarar há- borgaralegra blaöa segja aö sé betur stjórnað en nokkurri ann- arri borg á ttaliu? — Það er rétt, að Bologna er i góðu lagi, en það er ekki komm- unum aö þakka, heldur þvl aö hér býr duglegt og menntað fólk. Kommar hafa verið heppnir, þessi borg hefur mætt færri vandamálum en ýmsar aðrar. En þaö er satt sem þér segið, þeir eru afskaplega flinkir viö aö auglýsa sig. Þeir hafa fengið hvern blaða- snápinn af öðrum til að trúa þvi, aö Bologna sé vist besta borg I Evrópu. Þeir fengu t.d. alla Evrópu til að tala um áætlun sina um aö gera upp gamla sögulega Fyrst eftir strið sýndi flokkur Kristilegs lýðræðis, DC, og svo kirkjan, kommúnistum mikla heift. Vatikanið skipti sér misk- unnarlaust af þvi hvernig trúað fólk kaus og setti þá út af sakra- menti sem studdu kommúnista. í þorpum Emiliu voru Mariumynd- ir bornar milli húsa kommúnista og beðiö fyrir þeim aumu syndur- um og börnum þeirra. Hlaupa- munkar, frati volanti, fóru um hérað og veittustað mönnum með áminningu um að dauöinn vofir yfir. Þessi harða afstaða hefur breyst. Siðan Jóhannes páfi gaf út bréf sitt, Pacem in terris, hefur það verið viðurkennd kenning, að enda þótt marxismi sé röng heimsskoðun, þá geti menn haft samstarf við þann alþýölega marxisma sem „tekur upp hug- sjónir réttlætis, verndar hina snauðu, hafnar auðmýkingu mannsins”, eins og einn kardin- ála komst að orði á nýiegri bisk- upastefnu. Engu aö siður reyndi Vatikanið enn i fyrra að hafa áhrif á kosningarnar og þá gegn kommúnistum, sem ekki tryðu á hið sanna frelsi mannsins. En vissulega eru tengsl kirkju og flokksins DC losaralegri en áð- ur. Fjölmargir trúaðir menn kjósa kommúnista og sitja á þingi.á þeirra vegum. Forystu- menn kaþólska verklýðssam- bandsins, CISL, telja að það sé ekki alvörulýðræði I landinu, ef fyrirfram á að vera útilokað að kommúnistar séu i rikisstjórn. Stjórn Andreottis hjarir nú á þvi, að kommúnistar stilla sig um að feila hana á þingi. Kommúnistar hafa nú þegar allmikil áhrif á ýmsa lagasetningu. En eins og ritarinn i Bologna : — hin sögu- lega málamiðlun á enn langt i land. Tilboð kommúnista um það samstarf sem kallast söguleg málamiðlun hefur reyndar komið DC I klipu. Kommúnistar bjóða liösinni sitt og er jafnan visað á bug —samttaka þeir upp þráöinn aftur og aftur með sannkallaöri kristilegri þolinmæöi. „PCI býður sig fram til hjónabands sem heið- viröur og hæfur aöili, sem vill þjóna þjóöinni”, segir Padovani i bók sinni um flokkinn „En DC hagar sér hinsvegar eins og feit og spillt dama, sem visar með dónaskap á bug heiðvirðu bón- oröi”. Nánar um þetta bónorð, sögu- lega málamiðlun, á morgun. Framhald Helstu foringjar fiokksins, Fanfani, Zaccagnini og Andreotti: Ég tryði þvl ekki þótt það stæði I blöðunum... Það er langiir gangur að hinni sögulegu málamiölun miðbæinn. Aætlunin var svosem ágæt — en hvar ætla þeir aö fá peninga til að framkvæma hana? — Að lokum: hvernig mundi yðrur verða við persónulega ef þér vöknuðuð einn morgun viö fréttir um að Berlinguer og Andreotti hefðu myndaö sam- steypustjórn i Róm? — Þvi get ég ekki svaraö, það er óhugsandi, sagði ritarinn...

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.