Þjóðviljinn - 13.07.1977, Page 10

Þjóðviljinn - 13.07.1977, Page 10
10 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 13. júli 1977 Hákon Bjamason sjötugur Liklega er fátitt, aö lff og starf manns í opinberri þjónustu sé svo samtvinnaö eins og raun hefir á oröiö um Hákon Bjarnason og skógræktina á íslandi. Þaö er ekki fyrir þá sök fyrst og fremst, aö hann hefir i hvorki meira né minna en i 42 ár veitt forstööu þeirri rikistofnun, sem fer meö málefni skógræktar i þessu landi, heldur hitt, hvernig hann hefir hagaö þeirri forstööu. Hann hefir allan þennan langa tima stjórnaö stofnun sinni af köllun vakninga- manns, en ekki meö hugarfari hins nákvæma og innhverfa em- bættismanns. Fyrir þvi hefir löngum staöiö nokkur gustur frá Skógrækt rikisins, þótt hún sé aö þvi er mannafla og veltu fjár- muna varöar, meöal hinna minni rikisstofnana. Hákon Bjarnason tók viö stofn- un sinni óvenjulega ungur maöur, aöeins 28 ára gamall. Starfsdag- urinn er þvi oröinn langur, og Há- kon hefir hagaö störfum sfnum svo, aö hann hefir lika veriö strangur, a.m.k. oftast. Hákon getur nú aö starfsdegi sinum loknum séö mikinn árangur, en hann hefir lika mátt þola ýmis vonbrigöi. Slikt er hlutskipti brautryöjanda. Þegar hann snýr nú heim úr viking til rólegra ævikvölds, eru þaö merk timamót, ekki sist þeg- ar fer einn þeirra manna, sem settu svip á áratugina um miöbik þessarar aldar. Hákon Bjarnason fæddist 13. júli 1907 I Reykjavik, sonur hins þjóökunna merkismanns, Agústs H. Bjarnasonar prófessors, og Sigriöar Jónsdóttur, ölafssonar ritsjóra og alþingismanns. Hann lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum I Reykjavik 1926 og hélt aö þvi loknu til náms i skógrækt við Landbúnaöarháskólann I Kaupmannahöfn, fyrstur tslend- inga til þess aö stunda þaö nám viö háskóla. Þaðan brautskráöist hann vorið 1932. Næsta vetur á eftir vann hann sem aðstoöar- maöur á Plantefysiologisk labor- atorium viö sama háskóla. Heim til tslands kom hann voriö 1933 og tók þá viö framkvæmdastjórn Skógræktarfélags tslands, sem haföi veriö stofnaö á Alþingishá- tiöinni á Þingvöllum 1930, en siö- an litt látiö á sér kræla, þar til Hákon tók viö framkvæmda- stjórninni. Hinn 1. mars 1935 var Hákon skipaöur skógræktar- stjóri. Hann tók þar viö litlu og fá- tæku búi og litlum skilningi al- mennings eöa stjórnvalda á þeirri starfsemi, sem hann átti aö veita forstöðu. Til marks um þaö má nefna, aö allt framkvæmdafé Skógræktar rikisins á fjárlögum áriö 1934 var 7.500 kr. Úr þessu rættist litiö næstu árin og fyrir þvi mun hafa komið til tals, aö hann tæki aö sér starf auk skógræktarstjórastarfsins viö At- vinnudeild Háskóla íslands, sem um þessar mundir var fyrirhugaö aö setja á stofn. Af þessari ástæöu dvaldist Hákon erlendis veturinn 1936-37 til þess aö kynna sér vinnubrögö við tilraunastarfsemi i jarörækt. Hann var fyrst viö hina heims- þekktu tilraunastöð I Rotham- stead I Englandi hjá prófessor Fischer, sem talinn er höfundur nútfma tilraunastærðfræöi, og siöar I Stokkhólmi hjá prófessor Olaf Tamm, kunnasta jarövegs- fræöingi Svia um þær mundir. Til þess kom þó ekki, aö Hákon færi aö Atvinnudeild Háskólans, heldur tók hann voriö 1937 viö for- stööu Mæöiveikivarna. Minnist ég þess sem strákur, aö faöir minn sagöi okkur þetta vor, nýkominn frá Reykjavik, aö Hákon Bjarna- son væri nýtekinn viö þessu starfi vegna þess hver dugnaöarforkur hann væri talinn, en mikið þótti viö liggja aö láta hendur standa fram úr ermum til þess aö hamla gegn vágesti þeim, sem bariö hafði aö dyrum hjá islenskum sauöfjárbændum. Mun kannski ýmsum finnast nú I ljósi þeirrar viðureignar, sem Hákon átti siöar i viö sauöfjárræktarmenn, aö hér væri nokkur kaldhæðni örlaganna aö verki gagnvart báöum aöilum. Starfi sinu viö Mæöiveikivarnir gegndi Hákon til ársins 1941. Fleiri opinberum störfum utan vettvangs skógræktarinnar mun Hákon ekki hafa gegnt, ef frá er skilin seta I ýmsum ráöum og nefndum, svo sem Náttúrvernd- arráöi frá stofnun þess til ársins 1972, samstarfsnefndinni til varn- ar mengun frá álverinu I Straumsvik o.fl., sem ástæöu- laust er upp að telja hér. Samhliöa starfi skógræktar- stjóra var Hákon framkvæmda- stjóri Skógræktarfélags íslands tilloka sjöunda áratugarins. Hon- um varð snemma ljós þýöing þess, aö samtök áhugamanna stæöu aö baki rikisstofnuninni, sem sjá átti um framgang skóg- ræktar i landinu, eöa viö hliö hennar. Ég hygg, aö sú sam- vinna, sem myndaöist milli þess- ara tveggja aöila, sé nokkuö ein- stæö hér á landi. Enginn vafi er á, aö hún hefir haft mikla þýöingu. En fyrir þær sakir, hve náin sam- vinnan hefir veriö löngum, hefir almenningur i landinu ekki gert nægan greinarmun á rlkisstofn- uninni og áhugamannafélags- skapnum og þvi hlutverki, sem þessir aöilar gegna hvor um sig. Fyrr var á það minnst, að þaö var ekki kansellistill yfir embætt- isferli Hákonar Bjarnasonar, heldur fór þar boðberi — eða áróðursmaðwvef menn vilja held- ur þaö orö. Enda væri þaö likara dóttursyni Jóns Ólafssonar rit- stjóra, sem lengst af stóð gustur af og gekk ekki troðnar slóðir. Ég hefi oft velt fyrir mér, hver væri skýringin á þvi, hve vel honum varð ágengt að fá fjölda fólks til aö tileinka sér skógræktina sem hugsjónamál, þvi aö einmitt' fyrstu þrjá áratugina i starfi sinu haföihann ekki marga stórvaxna eða viðlenda skógarreiti til þess' að flagga meö. Vissulega hafði Hákon oröiö á valdi sinu, bæöi tal- aö og ritað. En það hefði vart dugaö honum til lengdar. Ég held aö skýringin sé miklu fremur óþreytandi elja við aö kynna þetta hjartans mál sitt, þar sem fáir dagar máttu falla úr, svo að hann væri ekki að. í þvi birtist m.a. það, sem getið var i upphafi þessa máls, að starf Hákonar Bjarnasonar væri jafnframt iif hans. Hinn brennandi áhugi áróðurs- mannsins Hákonar á starfi sinu er hins vegar ekki fyrirbæri, sem kemursvHandiutan úr geimnum. Hann á sér mjög sterkar Islensk- ar rætur i þvi tvennu, sem ég hygg að séu mestu hugðarefni hans: Lif og saga þjóðarinnar og töfrar og örlög landsins, sem hún byggir. Hann kynntist landinu snemma. Fyrst sem messadreng- ur á gömlu Esju hjá Þórólfi Beck skipstjóra og frænda sinum i strandferðum og siðar á ferðalög- um sinum á landi. Kannski er hann eini núlifandi Islendingur, sem farið hefur riðandi hringinn i kringum landið tvisvar og siðar auðvitað ótal sinnum á bíl. Enda er þekking hans á landinu með ólikindum. I hringferöinni 1933 hóf hann sýnatöku á eldfjallaösku, sem leiddi til samstarfs þeirra dr.Sig- urðar Þórarinssonar við ösku- lagarannsóknir. Það fæddi svo afturafsér heila fræðigrein innan jarðfræðinnar: Oskulagatimatal- ið. Ahugi Hákonar á sögu þjóðar- innar, sem hann kann flestum mönnum betur, á sér vafalaust náin tengsl við athuganir hans á örlögum gróðurrikis á Islandi, og þá einkum birkiskógana. Þá raunasögu þekkir hann að sjálf- sögðu betur en allir aðrir íslend- ingar. Rannsókn hennar hefur verið meiri háttar viðfangsefni hans á löngum ferli. Um það efni fjalla margar rit- gerða hans. Og er þá komið að merkum þætti, sem minnst skal á þessum timamótum: Ritstörfun- um. Hér veröa þau aö visu ekki rakin nema að litlu leyti. En Há- kon á þvi láni aö fagna að hafa skrifað ritgerðir, sem standast munu tönn timans. Eina ritgerð held ég þó að beri hæst: „Abúð og örtröð”, sem birtist i Arsriti Skógræktarfélags tslands 1942. Hún er nú sigild I islenskum nátt- úrufræðibókmenntum. Hér er i fyrsta sinn gerð tilraun til að áætla viðáttu gróðurlendis á Is- landi, og reyndist ótrúlega lík nið- urstaða og siðar hefur fengist við gerð gróðurkorta. Og ræddar eru og raktar orsakir gróðureyðing- arinnar á íslandi af meiri skarp- skyggni en áður hafði verið gert. Alyktanir Hákonar i þessari rit- gerð hlutu ekki almenningshylli. Þær voru rödd hrópanda i eyði- mörku. Nú er almennur skilning- ur að vakna á réttmæti þeirra eft- ir aldarþriðjung. Ekkisíst eftir að ljóst er orðið, að þær eru ekki ein- skorðaðar við Island eitt, heldur hefur sama saga gerst vitt um veröld. I starfi sinu hefur Hákon Bjarnason svo barist fyrir þvi að bæta fyrir syndir fortiðar. Höfuð- starf hans á þeim vettvangi hefur verið auðgun islensku flórunnar, fyrst og fremst með innflutningi trjátegunda, en einnig alls kyns jurta, sem til gagns mættu verða. Þessi þáttur verður ekki rakinn hér, það er gert allrækilega i riti, sem innan skamms kemur út i til- efni þessa afmælis Hákonar. Að- eins skal hér nefnd sú niðurstaða, að þann tima, sem Hákon Bjarna- son hefur verið skógræktarstjóri, hafa borist til landsins að hans til- hlutan eða starfsliðs hans 110 teg- undir trjáa frá rúmlega 900 stöð- um á jörðinni. Margur léti sér nægja minna lífsverk, þvi að þessi uppskera hefur ekki borist á silfurdiski. Hún hefur kannski ekki kostað blóð, svita og tár, en allavega og eingöngu komist i hlöðu fyrir brennandi áhuga og fjörutiu ára elju. Aldarfjórðungur er nú siðan ég hóf störf I Skógrækt rikisins undir stjórn Hákonar Bjarnasonar, og hafði áður haft af honum nokkur kynni. Fyrir þessi löngu kynni og samskipti á ég honum miklar þakkir að gjalda, og ekki siður Guðrúnu, konu hans, sem i óvenjulegum mæli hefur verið þátttakandi i starfi eiginmanns sins. A heimili þeirra hjóna hefi ég átt margar ógleymanlegar stundir bæði einn og i hópi félaga okkar. Margar ánægjustundir á ég lika frá ferðalögum með Há- koni, svo að ekki sé minnst á þær, sem við höfum átt saman úti i skógi hér og þar. Við höfum lika oft tekið harðar brýnur, svo sem skógræktarmanna er háttur. Og aldrei hefur slegið i svo harða brýnu milli okkar, að við höfum ekki getað sest niður á eftir og tekið upp léttara hjal eins og ekk- ert hefði i skorist. Hér hefur birst sá eiginleiki Hákonar — ein af mörgum andstæðum I farihans — að á sama tima og hann var yfir- maður, oft og tíðum strangur, stundum föðurlegur, iðulega ósanngjarn, var hann jafnframt góður félagi, sem lét væringar niður falla, er nóg var leikið. A þessum merku timamótum I ævi Hákonar Bjarnasonar sendi ég honum, Guðrúnu og börnum þeirra bestu árnaðaróskir og þakka samskiptin i öll þessi ár. Sigurður Biöndai Hákon Bjarnson fyrrverandi skógræktarstjóri er 70 ára i dag. Þegar ég lit yfir farinn veg og langt samátarf með Hákoni Bjarnasyni er margs að minnast og yfir þeim minningum hvilir ævintýrablær. Ég hugsa til heiðrikjunnar og sibjartra nátta, þegar fyrstu starfsár Hákonar Bjarnasonar hófust á Islandi. Hann var trúboði i vissum skilningi, sýndi Island annað og betra land með miklum fram- tiðarmöguleikum ef þjóðin vildi leggja það á sig að skilja hvað þyrfti að gera til þess að landið yrði betra og byggilegra en það er i dag. Það er óhætt að fullyrða að með kenningum Hákonar Bjarnasonar um þýðingu skógræktar á íslandi hafi farið vakningaralda meðal islensku þjóðarinnar sem hreif jafnt eldri sem yngri til fylgis við skógræktarhugsjónina. Ég minnist enn i dag stofn- fundar skógræktarfélags Borgar- fjarðar fyrir 40 árum þar sem mættu um 60 manns og flest af þvi bændur úr héraðinu. Þar flutti Hákon Bjarnason eina af sinum snjöllu ræðum um gildi skógræktar á Islandi. Að lokinni ræðu hans reis upp aldraður þekktur bóndi, Ha'íl- -grimur Nielsson á Grimsstööum, og lýsti þvi yfir að hann gæfi skógræktarfélaginu 20 ha. skóg- lendi úr jörð sinni. Hákon Bjarnason er lánssamur maður. Hann hóf störf sin i þann mund sem þjóðin var vöknuð til meðvitundar um rétt sinn og mátt og áður en sá hugsunarháttur ruddi sér til rúms að hugsjónir um sigur góðra málefna væru lft- ils virði. Hákon Bjarnason er einn þeirra manna sem aldrei spyr um hvað klukkan sé eða hvort sé hvíldar- dagur, hann vinnur að frámgangi málefna skógræktarinnar skil- yrðislaust. Það er oft erfitt hlutskipti fyrir unga menn að hefja störf við stór og umfangsmikil verkefni. Hin aldna kynslóð er stundum vana- föst og jafnvel þröngsýn og finnst það eitt vel ráðið sem mótað er á langri ævi. Ungir menn verða þvi að takast á við margvisleg vandamál og kveða niður for- dóma og staðnað kerfi fortíðar- innar, samfara vinnu við að byggja upp umfangsmikil verk- efni og fara inn á nýjar leiðir. Hákon Bjarnson hefur reynst þessum vanda vaxinn. I sam- starfi hefur hann reynst sam- vinnuþýður og hefur frábært lag á að sameina gjörólfkar skoðanir, enda oft komið fyrir að menn sem ætluðu að vera harðsnúnir and- stæðingar hans hafa snúiö við blaöinu eftir nánari kynni af manninum og að lokum reynst góðir liðsmenn skógræktar- og gróðurverndarmála. Persónuleg kynni Hákonar Bjarnasonar við Sportbíll í vanskilum Dregið var 5. júli i happdrætti Blindrafé- lagsins og kom vinningurinn, Ford Capri sportbifreið, á miða nr. 11633. Blindrafélagið, Hamrahlið 17. Hjúkrunarfræðing vantar i hálfa stöðu við skóla frá 1. september. Upplýsingar veitir forstöðukona.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.