Þjóðviljinn - 13.07.1977, Blaðsíða 16
DJOÐVIUINN
Miövikudagur 13. júli 1977
Aðalsimi Þjóöviljans er 81333 kl. 9-21 mánudaga til föstju-
daga, kl. 9-12 á laugardögum og sunnudögum.
Utan þessa tima er hægtað ná i blaðamenn og aðra starfs-
menn blaðsins i þessum simum. Ritstjórn 81382, 81527,
81257 og 81285, útbreiðsla 81482 og Blaðaprent 81348.
Einnig skal bent á heima-
sima starfsmanna undir
nafni Þjóðviljans i sima-
skrá.
I
Norræn
menning-
arhátíð á
Norður-
landi
Norræni menningarsjóöurinn
hefur veitt styrk sem nemur 1,6
miljónum isl. kr. til 5 bæjarfélaga
á Norðurlandi, Akureyrar, Siglu-
fjaröar, Dalvikur, Olafsfjarðar
og Húsavikur, sem varið veröur
til dagskrár og skemmtanahalds
þar nyrðra vikuna 13.-20. ágúst
n.k. Bæjarfélögin fimm veita til
samans jafn miklu fé til þessa
fyrirtækis og er áætluð norræn
dagskrá alla daga vikunnar á
Akureyri en 2-3 daga i smærri
bæjunum. Undirbúningur gengur
mjög vel, sagði framkvæmda-
stjóri menningarvikunnar, Ólafur
Rafn Jónsson, i samtali við
Þjóðviljann, og vænta menn mik-
illar og almennarþátttöku bæjar-
búa og gesta i þessu skemmtana
haldi.
Væntanlegir eru til landsins
fjölmargir norrænir listamenn,
m.a. djasstrió og djasskvartett
frá Sviþjóö og Finnlandi,þjóölaga-
söngvarar frá Noregi og Sviþjóð,
leikflokkur frá Danmörku, auk
færeyskra listamanna. Framlag
íslendinga er ekki fullfrágengiö
ennþá, en i undirbúiningi er norð-
lensk myndlistarsýning I Iðnskól-
anum á Akureyri, sýning Alþýöu-
leikhússins á Skollaleik á
Akureyri og á Siglufirði, hljóm-
leikahald Ingimars Eydals og
hljómsveitar á Ráðhústorginu,
brúðuleikhús og dansleikir svo
eitthvaö sé nefnt.
Frumkvæöið að menningar-
vikunni kom fram á fundi
norrænu félaganna fyrir nokkru,
en i fyrra var ein slik haldin i
Kópavogi og sú þriöja i Vest-
mannaeyjum i haust. 1 sumar eru
u.þ.b. 50 hliöstæðar menningar-
vikur haldnar á Norðurlönd-
unum. Framkvæmdanefnd skipa
fulltrúar bæjarfélaganna fimm
auk fimm fulltrúa norrænu félag-
anna á stööunum. Formaður
framkvæmdanefndarinnar er
Bárður Halldórsson.
—A.I.
20%
hækkun
á útseldri
vinnu
Rikisstjórnin stað-
festi i gær ókvörðun
verðlagsnef ndar um
að leyfa hækkun á
útseldri vinnu í sam-
ræmi við niðurstöður
kjarasamninga VSí og
ASÍ, það er 2 1/2% í
sérkröf ur og 18 þúsund
krónurnar. Farið var
fram á 28% hækkun á
útseldri vinnu, en
hækkunin sem leyfð
var nemur innan við
20%.
Hafi hækkun á kaup
iðnaðarmanna orðið
umfram ramma AS(
samkomulagsins verða
iðnmeistarar og aðrir
sem selja út vinnu að
bera aukninguna
sjálfir.
SAMNINGAR FARMANNA
Ekkert hefur gerst
segir Sigurður Sigurðsson i samninganefnd undirmanna
Siguröur Sigurösson starfsmaður
Sjómannafélags Reykjavlkur.
Mynd eik.
Þótt búiö sé aö semja viö flest
landfólk og fiskimenn eiga far-
menn enn I kjaradeilu viö sina at-
vinnurekendur. Deilan sú er til-
tölulega nýkomin til sáttasemj-
ara og i húsakynnum hans i Toll-
stööinni hittu Þjóöviljamenn aö
máli Sigurö Sigurösson starfs-
mann Sjómannafélags Reykja-
vlkur en hann er I samninga-
nefnd undirmanna á farskipum.
— Það hefur hvorki gengið né
rekiö i þessum viðræöum. Við
lögðum fram langan kröfulista I
endaðan mai en útgerðarmenn
hafa einungis samþykkt 4-5 atriði
sem ekkert vigta og ekkert kosta.
Það er varla farið að vinna neitt
af alvöru i þessu máli enn.
— Hverjar eru ykkar höfuö-
kröfur?
— Við setjum hækkað kaup á
oddinn. Farmenn hafa dregist svo
aftur úr öðrum stéttum að þaö
tekur engu tali. Ég get nefnt sem
dæmi að eftir samningana 1972
höfðum við 9.7% hærra kaup en
kranamenn i uppskipun. Nú
vantar okkur 19% upp á þeirra
laun.
— Hafa verið stifir fundir upp á
siðkastir?
— Nei, deilan er tiltölulega ný-
komin til sáttasemjara og ég held
að fundurinn sem hófstkl. 15 I dag
sé sá fimmti. Siöasti fundur var i
fyrri viku, við vorum látnir biöa
meðan verið var að ganga frá
samningum viö fiskimennina. Og
eins og ég sagöi þaö hefur ekkert
gerst, sagði Sigurður.
—ÞH
Knýja þatfá um efndir á loforðum i dagvistunarmálum:
Eins og flestum mun kunnugt
var skipuö nefnd I slöustu kjara-
samningum til aö gera tillögur I
dagvistunarmálum og var þaö I
fyrsta sinn sem fjallaö var um
þennan málaflokk I almennum
kjarasamningum. Þar sem hætt
er aö segja aö I dagvistunar-
máium rlki nánast algert öng-
þveiti I dag og hvarvetna langir
biölistar eftir dagvistunar-
plássum, ræddum viö viö einn
nefndarmanna I nefnd þeirri
sem ASl skipaöi til aö fjalla um
þennan málaflokk, Aöalheiöi
Bjarnfreösdóttur, en aörir I
Konurnar komast
ekki að heiman
þótt þörfín á vinnuafli þeirra sé gifurleg,
segir Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir, formaður Sóknar
nefndinni frá ÁSI voru Einar
ögmundsson og Þórunn Valde-
marsdóttir.
Aðalheiður sagði, að sam-
starfið i þessari nefnd heföi
verið mjög gott og einkiyn heföi
verið mikill styrkur af full-
trúum frá menntamála- og fé-
lagsmálaráðuneytinu, en einnig
áttu atvinnuéekendur fulltrúa I
nefndinni.
Voru lagöar fram tillögur um
að framlag i fjárlögum til dag-
vistunarstofnana hækkuðu úr
150 miljónum i 450 miljónir, en
Aðalheiður sagði að sú tala
myndi fullnægja þeim um-
sóknum sem þegar lægju fyrir.
Hefði ríkisstjórnin ekki talið sig
geta gefið loforð um alla þessa
upphæð, en heitiö þvi að bæta
verulega viö það fjármagn, sem
á siðustu fjárlögum var váriö til
dagvistunarstofnana. Varðandi
efndir á þessu loforði sagði
Aðalheiður:
„Það er að sjálfsögðu nauð-
synlegt að fylgja þessu máli vel
eftir. Ég tel að lofaö hafi verið
að upphæðin yrði mjög nærri
þeirri tölu sem við nefndum,
enda liggja þegar fyrir um-
sóknir um fé til dagvistunar-
stofnana sem þessu nemur.
Þetta er mjög brýnt mál, sem
ekki er hægt að draga. Það er
nauðsynlegt að öll börn fái að-
gang að dagvistunarstofnunum
ef foreldrar óska þess. Við
bentum á ýmsar lausnir, sem
ættu að flýta þróuninni, t.d. aö
konur, sem hafa unnið á barna-
heimilum, en fara svo i Fóstur-
skólann, þurfi ekki að taka aftur
vinnuskylduna inni á barna-
heimilunum.
Sömuleiðis hef ég persónulega
mikinn áhuga á að reyna að
koma upp meira samstarfi t.d. I
stóru fjölbýlishúsunum og þar
sem ætti að vera hægt að taka
eina ibúð til sameignlegra þarfa
bæði fyrir börnin i húsunum og
eldra fólkið.
Astandið úti á landi er lika
viða mjög slæmt i dagvistunar-
málum, og að það skuli
þurfa að flytja inn vinnuafl á
sumum stöðum bæði frá Astra-
liu og Pakistan vegna þess að
það skortir dagvistunarrými
fyrir börnin svo að konurnar
komist út að vinna er auðvitaö
fáránlegt.Okkar tillögur gera
ekki ráð fyrir einni lausn um-
fram aðra, en hverju sveitarfé-
lagi á aö vera i sjálfsvald sett
hvort það reisir dagheimili,
leikskóla eða skóladagheimiii”,
sagði Aðalheiður að lokum.
þs
„Sé ekkert smit að Laxalóni”
— segir Frank Bregnballe, danskur
sérfrædingur sem Skúli
á Laxalóni fékk hingað
,,Ég hef ekki séð neitt á þessum
fiskum, sem bendir til þessaöþeir
séu með smitandi nýrnasjúkdóm.
Ég hef reynt að skoða sérstaklega
nýrun i fiskunum og finna ein-
kenni sem bentu til þessa sjúk-
dóms t.d. á húðinni, en ekki getað
fundið þau. Ég get þó ekki fullyrt
að sjúkdómurinn finnist ekki i
stöðinni, en mér sýnist ekkert
benda til þess”,sagöi danskur
sérfræðingur, Frank Bregnballe
frá Jótlandi, en Skúli Pálsson á
Laxalóni hefur fengið hann hing-
að til að rannsaka fiskinn I Laxa-
lóni. Sem kunnugt er hefur fisk-
sjúkdómanefnd komist að þeirri
niðurstööu að laxaseyði i Laxa-
lóni séu sýkt af smitandi nýrna-
sjúkdómi, en Skúli hefur ekki vilj-
að fallast á þá sjúkdómsgrein-
ingu.
Var haidinn blaðamannafundur
með Frank Bregnballe þar sem
lögfræðingur Skúla, Sveinn
Snorrason, gerði grein fyrir komu
hans til landsins. Sagöi Sveinn að
þegar niðurstöður fisksjúkdóma-
nefndar heföu legiö fyrir, hefði
verið farið fram á aö fá hingað er-
lenda sérfræðinga til að rannsaka
fiskinn og þegar ljóst var að
þeirri beiðni yrði ekki sinnt, heföi
Skúli fengið Frank Bregballe,
sem væri mjög reyndur í fisk-
eldismálum og fisksjúkdómum,
til að koma hingaö og rannsaka
fiskinn. Hefur hann nú skilaö
niðurstöðum sinum, þar sem
fram kemur að almennt heil-
brigðisástand fiskanna i Laxalóni
sé gott, þótt þar sé að finna fiska
með ýmsa algenga sjúkdóma,
sem eölilegt sé að upp komi i svo
stórum fiskeldisstöðvum. Engin
sýnanna sem tekin voru bentu til
þess að þarna væri kominn upp
smitandinýrnasjúkdómur. Frank
vildi þó ekki fullyrða aö sjúk-
dómurinn væri ekki fyrir hendi,
en taldi að jafnvel þótt einhverjir
fiskar væru meö þessa bakterlu,
þá væri hún tæplega svo hættuleg
sem fisksjúkdómanefnd heföi
Frank Bregnballe: ,,Sé engin
merki um smitandi nýrnasjúk-
dóm.”
talið og auk þess gæti sjúkdómur-
inn aðeins hafa borist i stöðina
með hrognum úr islenskum ám.
Þannig myndi alger niðurskurður
á fiskistofninum i Laxalóni ekki
tryggja að hægt yrði að stöðva út-
breiðslu nýrnaveikinnar, ef i ljós
kæmi aö hún væri fyrir hendi I
stöðinni.Varðandi spurningu
blaðamanna um það hvort
hugsanlegt væri að sjúkdómurinn
heföi verið i fiskinum i april, en
væri nú horfinn,sagði hann að það
væri hugsanlegt, þótt hæpið væri
aö smitandi sjúkdómur hyrfi á
svo skömmum tima. Um rann-
sóknir Norðmannsins Haastens,
sem taldi að um smitandi nýrna-
sjúkdóm væri að ræða i laxi i
Laxalóni, sagði Frank að hann
teldi Haasten mjög hæfan fisksér-
fræðing, en þess bæri þó að geta
að einkenni af smitandi nýrna-
sjúkdómi i fiski væru nijög svipuð
einkennum tveggja annarra sjúk-
dóma, „soft water desease” og
„gas bubble desease ”.Engir is-
lenskir visindamenn fylgdust
með rannsóknum Franks á fisk-
inum, en fulltrúum fisksjúk-
dómanefndar hafði verið boðið á
blaðamannafundinn meö Frank
Bregnballe, en þeir mættu ekki.
Rannsóknirnar voru gerðar 7. —
11. júli og voru tekin sýni af fiski 1
— 2 svar á dag. ÞS