Þjóðviljinn - 23.07.1977, Síða 4

Þjóðviljinn - 23.07.1977, Síða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 23. júli 1977. Málgagn sósíalisma, xerkalýdshreyfingar og þjóðfrelsis. (Jtgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkvæmdastjóri: Ei&ur Bergmann Bitstjórar: Kjartan Ólafsson Svavar Gestsson Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson. Umsjón meö sunnudagsbla&i: Árni Bergmann. Auglýsingastjóri: (Jlfar Þormóösson. Ritstjórn, afgrei&sla, auglýsingar: Sf&umúla 6, Simi 81333 Prentun: Bla&aprent hf. Stefna Alþýðu- bandalagsins og verkalýðs - hreyfingarinnar 1 umræðum um nýlega vaxtahækkun hefur komið greinilega fram að andstaða Alþýðubandalagsins er samhljóða afstöðu verkalýðshreyfingarinnar. Forseti Alþýðusambandsins hefur itrekað að að- gerðir Seðlabankans ganga i þveröfuga átt við stefnu verkalýðshreyfingarinnar sem sett var fram i nýafstöðnum kjara- samningum. Vaxtahækkunin hafi verið mjög óheppileg ráðstöfun og muni flýta fyrir aukningu verðbólgunnar. Sömu sjón- armið komu fram hjá fulltrúa Alþýðu- bandalagsins i bankaráði Seðlabankans. t yfirlýsingu Inga R. Helgasonar kom fram að stórhækkaðir vextir á skammtima lán- um og reksturslánum til atvinnulifsins muni auka rekstursvandkvæði atvinnu- veganna og leiða til hækkaðs verðlags á vöru og þjónustu á hinum innlenda mark- aði og þar með ýta undir kröfur útflytj- enda um gengislækkun. Vaxtaaðgerð- irnar muni þvi búa til meiri vanda en þeim er ætlað að leysa. Hinn sameiginlegi dómur Alþýðubanda- lagsins og verkalýðshreyfingarinnar felur i sér kjarna umræðunnar um vaxta- hækkunina. örvæntingarfull leit mál- gagna rikisstjórnarinnar að stuðnings- yfirlýsingum breyta engu um þá niður- stöðu. Sameiginleg andstaða Alþýðu- bandalagsins og verkalýðshreyfingar- innar er sá dómur sem tekur af öll tvi- mæli. ótti Framsóknar Hin mikla sókn Alþýðubandalagsins á siðustu mánuðum hefur skapað mikinn ótta i herbúðum Framsóknarflokksins. Leiðarar Timans eru dag eftir dag helg- aðir Alþýðubandalaginu. Er þar gripið til ýmissa undarlegra ráða i vörninni. Greinilegt er að aðalritstjóri blaðsins, for- maður þingflokks Framsóknarflokksins, hefur enn ekki náð sér eftir ráðstefnu- glauminn i heimsborginni og telur við hæfi að bjóða lesendum hálfgert rugl. Á fimmtudag er Kjartan Ólafsson talinn hafa boðað i Þjóðviljanum sömu stefnu og Dimitroff og i gær er Þjóðviljinn sakaður um að vera málgagn bilasala! Afhjúpun Þjóðviljans á uppgjöf rikis- stjórnarinnar i glimunni við verðbólgu- vandann fer greinilega mjög i taugarnar á Timanum. Höfundur kenningarinnar um ,,hina sterku stjórn” sér að hún er orðin að öfugmælavisu. í stað þess að sýna karl- mennsku og játa hreinlega uppgjöfina er gripið til örvæntingarfullra ráða og reynt að drepa málinu á dreif. Engar tilraunir eru gerðar til málefnalegrar umræðu, ein- göngu farið með fleipur eitt. Þótt vissu- lega sé álitamál hvort svara beri leiðara- skrifum af þvi tagi sem birst hafa i Tim- anum undanfarna daga, þykir Þjóðvilj- anum þó rétt að gera eina tilraun til að hjálpa ritstjóra Timans að átta sig á nokkrum einföldum staðreyndum islensks veruleika. I fyrsta lagi er ljóst að rikisstjórnin hefur engar tillögur um aðgerðir til lausn- ar verðbólguvandanum. Þjóðviljinn hefur bent á margvislegar uppgjafaryfirlýsing- ar sem birst hafa i málgögnum rikisstjórn- arinnar. Morgunblaðið og Timinn hafa yf- irleitt reynt að fela uppgjöfina með óljósu orðalagi. Visir hefur hins vegar haft hreinskilni til að játa orðinn hlut. I öðru lagi benti Þjóðviljinn á fánýti boð- skapar Morgunblaðsins um að verðbólgu- vandinn væri þjóðinni að kenna. Sú ábend- ing kom fram i leiðara Þjóðviljans daginn eftir að Morgunblaðið flutti ásökunina á hendur þjóðinni. Siðan hefur það gerst að Timinn hefur tekið undir óhróður Morgun- blaðsins um hina islensku þjóð og reynt að afsaka ófarir rikisstjórnarinnar með hugsunarhætti þjóðarinnar. Visir hefur hins vegar einnig að þessu leyti haft manndóm til að neita að taka þátt i hinni ómerkilegu blekkingariðju Morgunblaðs- ins og Timans.Blaðið hefur réttilega bent á að aðgerðir stjórnvalda og eðli efna- hagskerfisins eru fyrst og fremst orsakir verðbólgunnar. Hugarfar almennings er afleiðing en ekki orsök. Leiðari Tímans i gær sýnir hve rökþrota blaðið er orðið i umræðu um aðalefna- hagsvanda þjóðarinnar. Ritstjóri blaðsins er örvæntingarfullur yfir þvi að uppgjöf rikisstjórnarinnar skuli vera svo augljós sem raun ber bitni. Visir, málgagn stjórn- arliðsins, er ekki einu sinni reiðubúinn að taka þátt i blekkingarleiknum um sök þjóðarinnar. Þótt Þjóðviljinn virði þá hreinskilni Vis: is sem kemur fram i viðurkenningu blaðs- ins á uppgjöf rikisstjórnarinnar og afneit- un á sakargiftum i garð islensku þjóðar- innar, þá er rétt að benda hinum nýheim- komna ritstjóra Timans á gagnrýni Þjóð- viljans á tillögur Visis um lausn á verð- bólguvandanum. í leiðara Þjóðviljans fyrir nokkru var rakið hvernig kenning- arnar bandariska hagfræðingsins Milton Friedman sem Visir hefur gert að postula sinum i efnahagsmálum ’hafa i fram- kvæmd leitt til atvinnuleysis og al- mennrar fátæktar. Þótt ábendingu um þennan ágreining Þjóðviljans og Visis sé hér komið á fram- færi i von um að hún megi auka skilning aðalritstjóra Timans á islenskum veru- leika,er hugsanlegt að ritstjórinn hafi á tiðum ferðalögum og löngum dvölum er- lendis á undanförnum misserum glatað svo sambandi við land sitt og þjóð að hann geri ekki lengur greinarmun á samkomu- lagi um staðreyndir og ágreiningi um leið- ir. Staðreyndin er uppgjöf rikisstjórnar- innar. Ágreiningurinn er um leiðir til lausnar verðbólguvandanum. Kanslarinn enn Stakir steinar Morgunbla&s- ins velta fyrirséri gær, hvernig á þvi standi, að Þjóðviljinn var litiö hrifinn af þeirri miklu dýrkun á Helmut Schmidt kanslara og vesturþýsku sam- félagi, sem hægriblööin og Alþýöubla&iö höföu I frammi me&aná stóöheimsókn kanslar- ans til tslands. Þjóöviljinn haf&i meðal annars haldiö fram, aö þaö væri sannarlega „hæpiö fordæmiy aö Vestur-Þýskaland heföi um margt þróast i nei- kvæöa áttmeö lagasetningu um óæskilegar sko&anir (Berufs- verbot) — einmitt á þeim tlma þegar lýöréttindi voru í fram- sókn um sunnanveröa álfuna. ; Þýzkaland ; hefur þróast Vestur-þýzki iafnaðar- mannaleiöloginn Helmut Schmídt er taliíi hæpin fyrirmynd að dómi ÞjóAvilj- ans 1 í tvær áttir Eftir siBari heimsstyr}- oldina hefur Þýzkaland þróait ( Ivar ittir Vestur- Þýzkaland til lýBraaBis- legra stjórnarhitta. þar sem kristilegir demókrat- ar og jafnaBarmenn hafa skipzt i um stýrisvakt Á efnahagssviBi hefur Vest- ur-Þýzkaland byggt á lög- málum hins frjálsa marfc - Þarítti Ut .11« rar~lu li.ldu, k]6~ |raS aum kull.B h.tur 1 »..tuthlul.hura iK UnUuiu.Hit.ii II, *n .u,lu,t,l.it.num .1 ura þarf aB fjólyrBa um Berlln armúrinn eBa takmarkanir i ferBafrelsi fólks Hver ssamilega upplýstur maB- ur veit aB þjóBfálags ástand þessara tveggja rikja, V- og A Þýzkalands. er gjoróllkt. nánast eins svart og hvltt. Nsestum Rófan í garðinum Það er mjög i anda fyrri heföa, aö Morgunblaöiö minnist ekki einu oröi á þá hluti, sem vesturþýsk stjómvöld eru gagn- rýnd fyrir, meðal annars I ýms- um málgögnum sessunauta Helmuts Schmidts I Alþjóöa- sambandi sósialdemókrata. Staksteinamenn hafaþaöeitt til málanna aö leggja, aö Þjóövilj- inn gagnrýni HelmutSchmidt til þess aö geðjast stjórnvöldum I Austur-Þýskalandi. Nú vildi svo skemmtilega til, aö enginn minntist einu or&i á „hitt þýska rikiö” I sambandi viö heimsókn Schmidts, hinn opinberi gestur ekki heldur. Staksteinar halda sig sem fyrr á rökfræðisló&um karlsins sem sagöi hróöugur: Eófan vex I garöinum, en frændi minn á heima á Blönduósi. Skáldið og ríkin tvö Þýskalöndin tvö hafa, vel á minnst, oftar en ekki veriö á dagskrá hér i blaöinu i sam- bandi viö feril söngvaskáldsins Wolf Biermans. Hann ólst upp i Vestur-Þýskalandi, hélt austur yfir til aö taka þátt i uppbygg- ingu sósialisma, en var rekinn þaöan i fyrra fyrir hreinskilna kröfugerö slna um betri sósíal- isma. Hann hefur nú um skeiö veriö I Hamborg, og gerst meö- limur flokksdeildar Kommúnistaflokks Spánar i þeirri borg (þar er allmikiö af spænskum farandverkamönn- um). í Hamborg hafa Bierman borist margskonar hótunarbréf frá hægrigaurum sem vilja helst kála þessum óstýriláta „evrópukommúnista”. Þaö er eins líklegt, aö Wolf Bierman muni axla sín skinn á nýjan leik — nýjar fregnir, aö visu óstaö- festar, herma aö hann muni setjast aö i Hollandi. Kollveltur Streituhlaöin viöleitni Stak- steina til aö tengja allt þaö.sem Þjóðviljinn segir, viö „austur- evrópukommúnisma” veldur reyndar ýmsum kollveltum mjög undarlegum. Hér á dögun- um var velt vöngum yfir þvi i leiöara, hvort ekki gæti ver- ið skynsamlegt að auka ábyrgð og umboö sérfræöinga i fisk- verndarmálum. Um leiö haföi Morgunblaöiö komist aö þeirri fróölegu niöurstööu, aö slikar skoöanir væru ættaöir beint frá rússum, vegna þess aö i þeim fælist fyrirlitning á kjörnum fulltrúum, á stjórnmálamönn- um. Viöhöfum reyndar staöiö i þeirri meiningu, aö Morgun- blaöiö teldi þaö einmitt eina af höfuösyndum sovétskipulags, aö þar fengju jafnvel ekki sér- fróöir menn neinu ráöiö fyrir yfirgangi pólitikusa þeirra sem ráöa yfir flokkiog landi. En þaö gerist sem oftar, aö túlkun Morgunblaösins á sovéskum, kinverskum eöa öörum „aust- rænum” veruleika fer eftir þvi einu, hvernig reynt veröur aö láta hana koma inn i islenska, pólitiska umræðu. Fertugasti og þriðji Morgunblaðiö hefur gert mikla leit aö mönnum hrifnum afnýlegum vaxtahækkunum. Sú leit hefur ekki gengið sérstak- lega vel. Þvi var þaö blaöinu mikiö fagnaöarefni, þegar for- ma&ur Samtakanna, Magnús Torfiölafsson, lýsti i blaöinu vel- þóknun á þessari ráöstöfun - og er þeim tiöindum helgaöur hálf- ur leiöari. Þaö er annars eftirtektarvert, hvernig Magnús Torfi hefur I hverju málinu af ööru tekiö þann kost, aö styöja rikisstjórn- ina, sem er enn sem komiö er ekki i neinum sérstökum vand- ræöum meö þingmeirihluta, hvað sem siöar veröur. Þaö er satt aö segja hlálegt hlutskipti formanns stjórnarandstöðu- flokks aö veröa I reynd fertug- astiog þriöji þingmaöur hinnar ráövilltu og dáölitlu stjórnar, sem i stólum situr þessi misser- in. —áb

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.