Þjóðviljinn - 16.08.1977, Side 6

Þjóðviljinn - 16.08.1977, Side 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 16. ágúst 1977 Viö Þorsteinn hittumst allt of sjaldan. En i vor hitti ég hann i hinum fagra garöi frænda hans viö Nýbýla- veginn. Eftir þann fund vissi ég aö hann átti ekki langt eftir. 8. þ.m. haföi ég ákveöiö aö heimsækja hann daginn eftir og vissi vel, að þaö gat orðiö síöasta kveðjustundin. En næsta morgun sá ég fréttina um lát hans i Þjóöviljanum. Þessi kveöja er þvi heldur siöbúin. En mér finnst ég þurfa aö koma henni til skila, þótt ég viti þess engan kost. Mér finnst eins og ég hafi misst náinn ástvin. Og þó er sá missir af öörum toga. Það er ástvinar- missir, sem ég á sameiginlegan meö fjölmörgum is- lendingum óskyldum bæöi m'ér og honum, sem hafa kynnst honum af kvæðum hans og sumir persónu- lega. Heimurinn er orðinn annar viö fráfall hans, kaldari, grárri og dapurlegri. Viö söknum hans eins ogfiflanna og sóleyjanna i túninu á siösumrum, eins og vetrarblómsins og blágresisins, eins og ilms mjaðarjurtarinnar og söngs lóunnar, sem hausthret- in svipta okkur. Eftir er þó bragöiö af holtasægjun- um, sætukoppunum og moldarberjunum, sem „aldrei hverfur úr munni mér”, þar sem „blandast allavega smalaunaöur, smalaþrár, smaladraumar, smala- beiskja og smalatár” „allslausa drengsins, sem á ekkert minna en allan heim”. t ljóðum Þorsteins Valdimarssonar fékk landiö mál. Enginn hefur talaö tungu þess jafnhreina og af jafnmikilli alúö, ástúö og iþrótt siðan Jónas Hall- grimsson leiö. Þaö var eins og landiö sjálft talaöi til okkar meö tungu ljúflings sins, eins og vættir þess i björgum, hólum og blómum ræddu viö okkur. Sú björk, sem hann skar úr fiölu sina, „hafði tvenna rót, og stendur önnur meö álfum”, eins og hann segir um Ingimund vin sinn i ágætu kvæöi. Þegar Þorsteinn mótmælti erlendu hernámi, þá hafði þaö annan og dýpri hljóm en rödd einstaklings eöa félagssamtaka. Það var rödd tslands. Minningarnar um samfylgd Þorsteins um óbyggöir tslands getur enginn tekiö frá mér. 1 tveimur þessara ferða bar það fyrir augu okkar, er varð tilefni ljóöa, sem ég tel aö ekki megi glatast islenskum bókmennt- um. Bæði eru þau skrifuö á titilblað ljóöabóka hans, sem hann færöi mér aö gjöf. önnur þessara ferða var ganga á Langjökul, en þar hef ég séö einna stórbrotn- asta fegurö á tslandi. Þessi jökulganga varð kveikja þess kvæöis, sem hér fer á eftir: Langjökuls breiðri bungu frá á berum hnjánum morgun hverjan þyrftu á heimsins hag að sjá hundingjarnir, sem þrúga og merja'hann. Þögnin og heiðiö himinvitt héldu þeim þar um stund á nálum, og kannski gaddurinn gæti þitt grómið af þeirra köldu sálum. Hin feröin var til Kerlingarfjalla. Við fórum aö skoöa vetrarblóm, sem þá stóð i mestum blóma þar uppi. Þorsteinn horföi á blómiö gegnum stækkunar- gler að minnsta kosti heila klukkustund og virti fyrir sér háttalag flugnanna, sem annast frævunina. Hann var svo heillaöur, að hann mátti varla mæla. Þetta varö honum siðar tilefni kvæöisins „Vetrarblóm” og hljóðar svo: t vordraumi hríöanna varstu mér nær; hver veit hvort þig dreymdi þá barnsaugu kær, sem fagnandi litu þig ljóma, hve viðkvæmt og blitt eins og lóunnar lag — svo leysti þig sól undan fönninni i dag i vökunnar brumi og blóma. Já, viðar en út yfir auðnirnar sér og óðar en þeyskýin dúnhvitu ber lýkst upp fyrir svefnþungum sjónum þin glitrauða króna og skelfur svo skær sem skuggsjá alls undurs, er blómgast og grær, — ný veröld i viknandi snjónum. Og dögg er þaö ei, heldur unaöartár, sem yfir þig hrynja um kinnar og brár þins vinar úr draumnum i vetur; hann krýpur þér fölur i fannanna bráö, — ei færir það neinn, er hann vildi þér tjáð i mildasta ljóö eöa letur. Ég kann engin kveöjuorö, sem eru Þorsteini verö- ug. En þegar ég leit á hinar dýru gjafir hans, lagöi hann mér sjálfur orð á tungu. Hann var eins og „skuggsjá alls undurs, er blómgast og grær” og það sem vinur hans vildi tjá á skilnaðarstund „færir ei neinn i letur”. Brynjólfur Bjarnason Þorsteinn Ég kynntist Þorsteini Valdimarssyni nokkru eftir að ég hóf störf á ritstjórn Þjóöviljans. Hann átti þar tvo góða vini sem nú eru látnir, Bjarna Benedikts- son frá Hofteigi og Jón Bjarnason fréttaritstjóra. Kynni okkar Þor- steins breyttust brátt i vináttu sem hefur haldist alla tið siöan. Þorsteinn var ákaflega óvenju- legur maður. Viö sem búum á norðurhjara heims höfum flestir þann hátt á aö vera dulir við fyrstu kynni og bregöa huliðs- hjálmi yfir tilfinningar okkar. Þorsteinn var tilfinningin holdi klædd. Hún birtist i andliti hans sem var i senn festulegt og við- kvæmt og ekki sist i óvenjulega fögrum augum; þar hef ég séð speglast gleði og góövild, reiði, fyrirlitningu og spott — langoftast þó gleöi og góövild. Viö gengum saman Keflavíkurgöngur endur fyrir löngu, og ég gætti þess jafnan aö vera i námunda viö Þorstein þvi aö mér fannst hann vera hugsjón göngunnar i manns- gervi; hann bjó lika stundum til þulur og ákvæðavísur sem viö kyrjuðum á leiöinni. Þegar ég minnist á göngur kemur upp i hugannást Þorsteins á náttúrunni. Hann skynjaöi hana á sama hátt og Jónas Hallgrims- son: „Smávinir fagir, foldar skart, / fifill i haga, rauð og blá / brekkusóley, við mættum margt / muna hvort öðru aö segja frá.” Ég gekk einusinni heilan dag um Grimmansfell i Mosfellssveit ásamt Þorsteini og fleiri vinum. Veðrið var eins og þaö getur fegurst orðiö á tslandi — og i heimi — svo hlýtt að við böðuöum okkur i lækjunum. Sigriður Theódórsdóttir jarðfræöingur var með i hópnum; hún var aö ljúka prófritgerð sinni og stundaði segulmælingar á fjallinu. A þess- um dýrlega degi fannst okkur Þorsteini nafnið Grimmansfell ærið forneskjulegt og kalt og gáf- um þvi fjallinu nýtt nafn og harla frábrugöið islenskri örnefnahefö; við kölluðum það „Fjallið hennar Siggu \Raunar eru til hliðstæður að slikri nafngift, til að mynda Fjallið eina. Nokkru seinna kom Þorsteinn til min — ég lá þá á sjúkrahúsi — og gaf mér afar fagra bók sem þóttist geyma myndir af undursamlegustu stöð- um jarðar. A saurblaðið hafði Þorsteinn skrifað með kopar- stunguhandbragði sinu: „Margt er hér i myndir bundið, sem mönnum varð til undrunar. Þó verður hvergi fyrir fundið fjallið hennar Sigriðar.” Þetta er visan eins og hún er jafnan fegurst, i tærum einfald- leik. Þessi litla frásögn má einnig skáld 1918-1977 verða áhangendum náttúru- nafnakenningarinnar til nokkurr- ar umhugsunar. Þorsteinn lauk námi i guðfræði viö Háskóla Islands 1946. Ég man ekki til þess aö ég ræddi nokkurn tima viö hann um trúmál, en af kynnum minum viö hann hygg ég að hann hafi stundað guð- fræðinám af ást á trésmiðssynin- um frá Nasaret, kenningum hans og starfi, en hafi aldrei hugsað sér aö setjast i hóp skriftlæröra en á þeim hafði trésmiðssonurinn raunar litlar mætur. Ég man eftir fagurri grein sem Þorsteinn skrifaði eittsinn i Þjóðviljann þar sem hann lýsti þvi að kenningar trésmiðssonarins hefðu gert sig að sóslalista. Að loknu háskóla- námi dvaldist Þorsteinn um skeið erlendis og sökkti sér niður i klassiska tónlist. Hún átti mjög greiöan aðgang að huga hans, og ég hygg að hún hafi haft meiri áhrif á hann en nokkuö annaö. Viö hittumst jafnan á sinfóniutónleik- um, leituðum hvor annan uppi i hléunum, og ég sá á andliti hans og augum hver áhrif tónlistin haföi haft á hann; um það þurfti ég aldrei að spyrja. Þegar fluttur var sigildur kveðskapur af ein- söngvurum eða kórum var oftast að finna i tónleikaskrá þýöingar Þorsteins Valdimarssonar á text- um sem fluttir voru. Ég man ekki til þess aö ég hafi nokkurn tima borið þýðingar textanna saman við frumskáldskapinn, en ég bar þæralltáf saman við tónverkin.og ég dáöist að þvi hvernig Þor- steinn kunni aö velja orö sem féllu á fullkomnasta hátt að til- finningum tónverkanna. Þor- steinn stundaði ljóöagerö all- mikið; fyrsta ljóöabók hans kom út 1942 og hann var að búa þá nF undu til prentunar þegar hann lést. Mér hefur alltaf þótt vænt um skáldskap Þorsteins og oft opnað bækur hans mér til hugar- hægðar. Hann orti kvæöi sem eru tær lýrik og önnur sem eru mun óaðgengilegri. Hann bjó yfir sér- stæðri kimnigáfu, sem m.a. birt- ist i limrunum en sérkenni þeirra er það að hann sá oftast viðfangs- efnin af allt öörum sjónarhóli en venjulegt fólk. Viö hin löngu kynni af kvæðum hans hef ég búið mér til þá skýringu að hann hafi fyrst og fremst verið tónskáld sem notaöi orð en ekki tóna til V aldimarsson í dag fer fram minningarathöfn um Þorstein Valdimarsson, skáld, i Kópavogskirkju kl. 15. Útförin verður gerð á morgun, miðvikudag. Verða minningargreinar um skáldið einnig i blaðinu á morgun. þess aö koma tilfinningum sinum og skoöunum á framfæri. Þessi einkennilega kenning hefur aö minnsta kosti auðveldað mér að átta mig á sumum torræðustu kvæöum hans sem jafnframt hafa vaxið i huga minum. Kenningar náttúruvisindanna herma að Þorsteinn Valdimars- son sé horfinn og að ég muni aldrei hitta hann framar. Þessar kenningar eru rangar. Þorsteinn á varanlegan sess i hugskoti minu og mun halda áfram að gleöja mig meöan öndin blaktir i brjóstinu. Magnús Kjartansson Þegar mér varð hugsað til Þor- steins, vinar mins, Valdimars- sonar, sem nú eru dáinn, heyröi ég fyrir mér tóna úr sönglagi eftir Chopin. Það kom til af þvi, að Þorsteinn þýddi eitt sinn að minni beiðni ljóð við nokkur af sönglög- um Chopins, er sungin voru hér i Reykjavik á 100. ártið tónskálds- ins fyrir um þaö bil þrjátiu árum. Þorsteini tókst svo vel upp meö þessi pólsku Ijóö, aö enginn þýöandi ljóðanna annar, er ég þekki til, hefir náð ööru eins sam- ræmi við sönglögin og hann. Þetta lag, sem ég áðan nefndi, varð mér enn fegurra fyrir þann innileik, sem Þorsteinn lagði i ljóðiö. Það var svo sem engin furöa, þótt Þorsteini tækist öðrum skáldum betur að samræma ljóð og lag hvort öðru. Hann var sjálf- ur tónlistarmaður að upplagi og einnig aö mennt, haföi ungur leik- ið á harmónium og nam siðar pianóleik i Tónlistarskólanum i Reykjavik, sihrifinn nemandi. Hann átti góðan og gamlan flygil úr konunglegri og keisaralegri verksmiðju Bösendorfers i Vinar- borg, sem hann hafði miklar mætur á og handlék á einveru- stundum sér til hugarhægðar. Og hann lék á fleira en flygilinn sinn. Hann gat raunar látiö „sinfón” og „brekkulúður”, „lýrustokk” og „systurspil” hljóma ef svo bar undir. Það er lifandi músik i ljóð- um hans, þau óma — eins og hann sjálfur komst aö oröi — ,,i einum hljómi allra radda þrár”, þau hafa tónahreim og-hryn, og það „hindarspil”, sem hjalaöi i gigju skáldsins, skirskotaði til enn æðri tóna: hann sveif sem skáld um svo hreina og sólbjarta veröld, að jafnvel treginn kom fram I angur- mildu brosi. Þorsteinn átti eitt- hvað skylt við Schubert. Hann þurfti ekki að bera grimu, hann var það, sem hann vildi vera, kærleiksrikur maður og sannur i sér, og hann lifði i samræmi við það, — einnig sem skáld. Þorsteinn þýddi iðulega texta fyrir okkur i útvarpinu á minni tið þar, meðal annars ljóðin við „Matteusarpassiu” Bachs, og hann þýddi „Söguna af dátanum” við tóna Stravinskýs, „Lind- bergh-flugið” Brechts, „Hans og Grétu” Humperdincks og ótal- margt annaö sem ekki týr að nefna, ævinlega af hnitmiöaöri nákvæmni og tillitssemi við tónlistina. Hið siðasta, sem ég fékk frá hans hendi, var þýöing á ljóði eftir Nietzsche, „Feneyjar”, sem ég haföi fyrir nokkru beðiö hann um. Hann færði mér þýöing- una i hléi á sinfóniutónleikum i vetur sem leið, þá nýkominn af sjúkrahúsi eftir erfiðan uppskurð. Kvæðið var skrautritað á stóra pappirsörk með hinni fögru, flúruðu rithönd Þorsteins og var engu likara en að orðin fengju vængi þegar á pappirnum. Hann sagði mér, að þaö heföi aðeins tekið sig tvær klukkustundir að snúa þessu kvæði Nietzsches, „það kom allt i einu, — þarna á spítalanum”, sagði hann, „en ég fór ekki alveg eftir bókstafnum, lét það eftir mér að vikja við einu atriði eins og mér fannst eiga bet- ur við mig sjálfan'\Ég vona að mér leyfist að birta hér þetta sið- asta ljóð Þorsteins: Feneyjar Nýlega stóð ég og beið á bryggjunni um rauða nótt. A braut greindi ég söng hrislast sem gullna dögg um titrandi spegil, fjær, æ fjær... Kæna, ljósöldur, ljóð — allt rann i svima og þrá út i hvarf og þögn. Og sál min, næm eins og siturspil, söng, snortin ósýnisblæ, einnig sinn bátsöng, undurhljóð... ó, unaðar skjálfandi djúp! — Heyrði nokkur það ljóð? Ekki get ég varizt þeirri hugsun að það sé einkennileg tilviljun, að ég skyldi finna upp á þvi, að biöja Þorstein um þýðingu á þessu ljóði, og að hann skyldi verða við bón minni, eins og þá var ástatt fyrir honum. Hvernig gat mig grunað, að þetta yrði hans svana- söngur? Sem litill drengur stóð hann við sitt draumavatn i paradis bernskunnar og beið eftir svönunum. Nú beið hann á bryggjunni um rauða nótt. Beið? Nietzsche beið ekki, hann stóð I

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.