Þjóðviljinn - 16.08.1977, Page 7
Þriðjudagur 16. ágúst 1977 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7
Min skodun er sú að þá beri hiklaust að fara eftir
tiliögum Hafrannsóknarstofnunar án undansláttar
Örlagastund
Það hljóta að teljast stórtið-
indi, þegar tslendingum er
bannað að veiða þorsk. Um ald-
ir hefur það fyrirkomulag rikt
að þeir , sem vildu, hafa getað
veitt eins og þeim sýndist, og
sem þeir gátu, hvar og hvenær
sem var. Það eru þvi geysimikil
viðbrigði, þegar taka skal upp
stjórnun fiskveiða, vandinn
óendanlega stór og vonlaust að
leysa hann án þess að einhverj-
um finnist sinn hlutur skertur.
Ef við litum á sildina, verður
ekki annað sagt, en að vel hafi
tekist, með verndun og vöxt
hennar, og þvi full ástæða til að
ætla, aö eins gæti orðið með
þorskinn. Allar aðgerðir okkar i
þessum málum eru byggðar á
lögum frá 1948, um visindalega
verndun landgrunnsins. Mér
skilst, að ekki séu i lögum þess-
um nein ákvæði um, hvort hin
visindalega verndun, skuli mið-
ast við álit visindamanna er
stunda rannsóknir á landgrunn-
inu, og lifi þeirra fiska er i sjón-
um synda, og við veiðum, okkur
til lifsframfæris. Eða hvort
miða skuli við álit þeirra stjórn-
visindamanna, er allt sitt hafa á
þurru, og rannsaka helst hvað
aukið geti atkvæðamagn við-
komandi, við kosningar til al-
þingis.
Skiljanlega getur orðið regin-
munur á áliti þessara hópa, og
hefur það reyndar greinilega
komið fram. Þegar svo skerst i
odda, sem gerðist milli Haf-
rannsóknarstofnunar og ráðu-
neytis i sambandi við lágmarks-
stærð fisks sem veiða má, hver
á þá að ráða? Min skoðun er sú
að þá beri hiklaust að fara eftir
tillögum Hafrannsóknarstofn-
unar, án undansláttar. Þar
talar sá aðili er haldbestu þekk-
inguna hefur, og á að geta dreg-
ið raunhæfustu ályktanir af
þeim gögnum, sem fyrir liggja.
Ekki verða fiskifræðingar okkar
sakaðir um of mikla svartsýni,
nægir þar að nefna sildina, hún
hvarf, og islenskt efnahagslif
rambaði á barmi glötunar; þaö
var þungur skellur. Þó hefur
tekist að viðhalda hér á landi
svokölluðu velferðarþjóðfélagi,
oftar en einu sinni hefur syrt i
álinn, og mönnum verið skipað
að herða sultarólina. Einkenn-
andi er, að undantekningar litið,
er allt komið á ystu nöf, þegar
gripið er til einhverra ráðstaf-
ana, þær verða þvi harðari en
ella, og bitna ætið verst á þeim
sem minnst mega sin.
Fer ekki að verða timabært,
að sýna meiri forsjá, láta ekki
sifellt reka á reiðanum, þar til i
óefni er komið?
Mér er það ætið ofarlega i
huga, að við lifum á fiskveiðum,
einnig að framleiðsla matvæla
hlýtur að vera lifvænleg i svelt-
andi heimi. En höfum við al-
mennt gert okkur það ljóst, hve
ótæmandi auðlindir fiskimiðin
umhverfis landið eru? Höfum
við veitt þvi næga athygli, að
fiskurinn er búinn þeim eigin-
leikum að viðhalda sjálfum sér;
þetta eru óskaplega einföld
sannindi, en einmitt þessvegna,
er svo auðvelt að láta sér sjást
yfir þau. Það er talað um ör-
lagastundir i lifi manna og
þjóða. Við tslendingar lifum nú
eina slika, á viðbrögðum okkar
veltur framtið lands og þjóðar,
ákvörðunin skapar örbirgð eða
allsnægtir. Verndun og upp-
bygging þorskstofnsins og
stjórnun fiskveiða, eru það þýð-
ingarmikil atriði varðandi efna-
hagslegt sjálfstæði landsins, að
nú duga engin vettlingatök.
Enga sérhagsmuni á að taka til
greina, hér er það hagur heild-
arinnar sem máli skiptir. Það á
ekki að skirrast við að taka nú
einu sinni i taumana, áöur en
komið er á heljarþröm. Ef það
eru stjórnmálamennirnir, sem
ætla að ráða,verður að gera þá
kröfu til þeirra, að þeir geri
nauðsynlegar ráðstafanir, þótt
óvinsælar verði. Afgerandi
ákvarðana er þörf, og með öllu
óafsakanlegt að leyfa veiðar
umfram það hámark, sem Haf-
rannsóknarstofnun leggur til.
Slikt mun hafa i för með sér
óbætandi skaða. Það gildir
sama um þorskseiðin og mann-
anna börn, þau þurfa sinn tíma
til að vaxa, sýna hvað i þeim
býr. Þetta verðum við að sætta
okkur við, og skertir stundar-
hagsmunir eru sár sem gróa, en
útrýming þorsksins yrði sú hol-
und að nægði tslandi til ólífis.
Þvi átakanlegra yrði slíkt
óhapp, að aldrei fyrr i sögu
lands og þjóðar, hafa verið að-
stæður til að framkvæma, nær
hverjar þær ráðstafanir sem
nauðsynlegar teljast, til við-
halds auðlinda okkar. A meðan
við berjumst fyrir lifi þrorsks-
ins og okkar, með boðum og
bönnum, sem islenskir fiski-
menn verða að lúta, er að minu
mati óverjandi að leyfa öðrum
þjóðum veiðar hér við land. Það
leikur rökstuddur grunur á, að
þeir þurfalingar, er njóta góðs
af þverrandi auðlindum tslands,
fari ekki að settum reglum.
Ólöglegur veiðarfærabúnaður
hefur sannast á þá, og óskap-
legur seinagangur virðist á að
aflaskýrslur berist. Hvort sem
þær segja svo hálfan sannleik
eða allan.
Þeir samningar um fiskveið-
ar, sem gerðir hafa verið, og
framkvæmdir, ættu nú að hafa
sýnt heiminum svo ekki verður
um villst, að séu íslendingar af-
lögufærir, láta þeir af hendi það
sem umfram er. Þvi á undan-
förnum árum Jiöfum við tekið
brauðið frá munni okkar barna,
og gefið það þjóðum, sem flest-
ar ef ekki allar, eru betur meg-
andi en við. Þvi er mál að linni,
austri útlendra úr þverrandi
auðlindum tslands, enga samn-
inga við þá fyrr en betur horfir,
og virðum sjálfir 275.000 tonna
markið.
Suöureyri, á þorskveiðibanns
dögumT, 1977.
Gestur Kristinsson.
leiðslu á brúnni, heillaður af óttu-
söng ræðaranna á hinum tigulegu
gondólum. Beið Þorsteinn ferju-
mannsins? Varþaðhérí kvæðinu,
sem hann einkum vék við orðum,
kallaði gondólana einu nafni
kænu?
Nú er hann kominn yfrum,
minn aldavin, meö þrá sina og
von, — von, sem var sifrjó af þvi
að hún gat ómögulega rætzti lif-
anda lifi. Þessa von sina iklæddi
hann þeirri álfkynjuðu ijóðrænu,
sem honum einum var eigin, og
sem hann lifði og dó fyrir. Alla
mina daga mun ég minnast hins
prúða söngvasvans, sem bar
nafnið Þorsteinn Valdimarsson.
Hann var einstakur maður. Friður
sé með honum.
Arni Kristjánsson.
Fáirstaðirá Fróni eru eins hlý-
ir og vinalegir og Hallormsstaður
á Héraði eystra, ekki sist á hey-
önnum og á haustmánuði.
Þar man ég Þorstein best og
þar finnst mér enginn hafa átt
frekar heima.
Elskulegri, ljúfari og skilnings-
rikari dreng hef ég aldrei þekkt.
Alltaf reiðubúinn aö greiða götu
manns, léttur i lund og spori.
A æskuslóðum inni i Laugarnesi
kynnist ég fyrst þessum ljóða-
manni vorsins. Hann var þar
gestur vinar okkar Kolbeins i
Kollafirði. Komdu vinur og fáðu
hjá mér Vilta vor. t kjallaranum
á Bergstaðastræti hjá móðursyst-
urhansGuðbjörgu,ef ég man rétt.
Sama snyrtimennskan þar og alla
tlð hjá þvi, sem ég kynntist af
hans fólki. Vilta vor — ungur
drengur hreifst af þvi vori — þeim
andblæ hreinlyndis og lifsástar.
Guðfræðineminn söng svo hlýtt
og kvað svo blitt. Hann átti tóninn
hreinan, skæran og sannan I þess-
ari misbliðu veröld.
Arin liðu, við hittumst meö
höppum og glöppum. Ætið fór ég
léttari I spori af fundi þessa hóg-
láta og brosandi lífsunnanda.
Allt I einu eigum við báðir
heima i Kópavogi. Þorsteinn
minn, okkur langar að biðja þig
að yrkja um þessa barnabyggð.
Hún er tiu ára sem kaupstaður
núna 1965. — Viltu ekki f nefið,
vinur, segir skáldiö. Það má at-
huga málið. Aldrei hafa grýttir
hálsar og hrjóstrug klettaklungur
hlotið annan eins lofsöng,
ástaróö lífið sem þar býr:
Heyrið þið bara:
Vagga börnum og blómum
borgin hjá vogunum tveimur
risinn einn árdag úr eyði, —
heill undrunarheimur.
Og blikið i bernskum augum
er bros gegnum tár
sögunnar, sem oss fæddi
og signir oss þurrar brár.
Vagga börnum og blómum,
borgin i önn og draumi,
farvegur, framtið brotinn
af fallþungum straumi.
A'.t þú iokið þvi lausnarstriði
er lönd skjálfa við?
Sýndu þitt svar i verki
og set þér æ hærra mið.
Griðland börnum og blómum.
Brosi við framtið sinni
allt sem þú vaxtar og verndar
i vöggunni þinni. —
Þó að flóðbyigja fleygrar tiöar
sé fallþung og ströng
geym þinna grænu vinja
og gleym ei lóunnar söng.
Elskusemin og ástin tilallssem
lifir er þessu skáldi svo irmgróin,
hagleikurinn, smekkvisin, tón- og
söngvisin bregðast honum ekki.
Enn liða ár. Upp kemur sú hug-
mynd að halda menningarviku i
Kópavogi árið 1970. Til Þorsteins
er fyrst leitað og viðtökurnar eru
sem fyrr. Heldurðu að það væri
ekki ráð að hafa heimahaga
höfundanna höfuðefni fyrsta
dagsins, segir hann. Það var
ráðið á stundinni og magnað
kvæði aö lifsþekkingu, ljúfum
minningum frá bernsku dögum
og sárum er horfnir voru ástvinir
góðir þeir frændur Þorsteins,
feögarnirSæmundsen,Einar yngri
og eldri, varð upphaf þessarar
vöku og það sem lifir lengst i
minni vitund.
Já, stutt er ævin,en dáðin löng.
Það er öllum harmabót I mis-
vindasömu lifsstriði að kynnast
góðu fólki, manneskjum þar sem
hjartað heyrist slá.
Þrjár slikar unaðsverur tengd-
ar Kópavogi hafa horfið okkur á
skömmum tima, Gerður Helga-
dóttir, Barbara Arnason og nú
Þorsteinn Valdimarsson. Lista-
menn, svoafbar.en um leið sjálf-
um sér og boðskap sinum svo
samvaxnir að enga þekki ég betur
fallna sem fyrirmyndir um öll
mannleg samskipti.
Það má minna á að Þorsteinn
var Kór Menntaskólans við
Hamrahlið mikill hollvættur.
Mér finnst sem hið undurfagra
erfiljóö hans um snillinginn Ró-
bert A. Ottósson gæti eins fylgt
höfundi sinum:
Eldiúðrar duna
og draga skjótt
dumbrauðan seim
I þögn og nótt.
Hví mun þar
eftir þrotinn dag
þjóta á tindum
slikt sólarlag?
Af þvi að gleði
unaðslöng
yljaði blæ hans
og fyllti söng.
Nú er söngur þinn þagnaður
elskulegi vinur. Þér fylgja eins og
frændum þinum forðum
„saknaðaraugu úr heimatröðum,
meðan sér til reykja”.
Hjálmar óiafsson.
Vögguljód
Birt i minningu látins vinar,
skálds og ljóðaþýðanda. Kvæðið
er eftir Maikoff, lag eftir Tsjai-
kovski (op. 16 nr. 1).
Sofi sveinninn.rótt,
sælt og hljótt, sælt og hljótt,
dýrðarfulla draumanótt.
Svæfi og verndi sveininn minn
sól og örn og vindurinn.
Upp i hreiður örninn flaug,
eygló sökk i hafsins laug.
Kári heim á fæti frár
ferðast eftir nætur þrjár.
Móðir storms á ströndu beið,
storminn spyr: „Hvarrannst
þú skeið?
Striddir þú við stjörnufans,
steigst á bárum tryllidans?”
„Lék ég ei viö lón og sker,
lét i friöi stjarnaher;
hrærði vöggu hægt um stund,
hneig þá sveinn i væran blund.”
Sofi sveinninn rótt,
sælt og hljótt, sælt og hljótt,
dýrðarfulla draumanótt.
Svæfi og verndi sveininn minn
sól og örn og vindurinn.
Þórarinn Guðnason
islenskaði.
Við, sem höfum skipað okkur
undir merki sósialismans i rétt-
indabaráttu vinnandi fólks,
höfum oft notið þess með marg-
víslegum hætti að eiga að bar-
áttufélögum og vinum marga
fremstu listamenn landsins i
flestum greinum lista. Vegna ná-
ins félagsskapar og langvarandi
vináttu höfum við tiðum getað til-
einkað okkur fyrr og betur það
framlag á sviði lista, sem þessir
félagar okkar skópu til að efla til-
finningar- okkar og skilning á lif-
inu, samfélagi okkar og landi.
Einn þessara listamanna, Þor-
steinn Valdemarsson skáld, lést
sunnudaginn 7. þ.m.
Ég átti það að þakka sameigin-
legum vini okkar Þorsteins,
Bjarna heitnum Benediktssyni,
rithöfundi frá Hofteigi, að ég
kynntist honum fyrr en ella. Það
mun vera um 30 ár siðan ég var
staddur með þessum tveim and-
riku félögum i sólbjartri lyng-
brekku, þar sem einhver úti-
skemmtun sósialista var haldin.
Eðlilegt var að mikið væri leit-
aú i smiðju til Þorsteins, sem var
allt i senn, fjöllærður maður með
margháttaða Verkreynslu, alltaf
hógvær og hjálpfús og hjartahlýja
hans brást aldrei. Um langt ára-
bil áttum við skoðanabræður hans
greiðan aðgang að hinum miklu
mannkostum hans, einkum þegar
kaffistofan Miðgarður að Þórs-
götu 1 var okkar annað heimili á
námsárunum.
Það var einmitt á þeim tima,
sem Þorsteinn var að kveða sér
hljóðs sem ljóðskáld. A þessum
árum var samsöngur mikið tiðk-
aður til að lifga upp félagsstarf
ungra sósialista. Sérstaklega var
mikið sungiö af róttækum bar-
áttusöngvum eftir hópferð á
heimsmót æskunnar i Berlín 1951.
Þorsteinn var lærður tónlistar-
maður og lagði því mikinn skerf
til okkar pólitisku sönglistar-
mála. Framlag hans er meðal
annars að finna i „Söngvabókin”
sem Bókaútgáfan Argalinn gaf út
árið 1953. Þar er ljóðið Friöarhvöt
við lag eftir rússneska tónskálcúö
Sjostakovitzj og kvæðiö Volstrit
við lag Sigursveins D. Kristins-
sonar og Hallgrims Jakobssonar.
Þorsteinn tók þátt i heimsmóti
æskunnar i Búkarest i Rúmeniu
árið 1953 og starfaði af eldmóði að
undirbúningi þessa ógleymanlega
viðburðar, sem varð til þess, að
margir bundust vináttu- og
tryggðaböndum, sem enst hafa til
þessa dags.
Við, sem kveðjum Þorstein i
dag i hinsta sinni, eigum óvenju-
margt til huggunar og gleði: Góð-
ar minningar og fögru ljóðin
hans.
ölafur Jensson
Nú er syngjandi svifinn
svanur úr Austurvegi
héðan á burtu hrifinn
hann, sem vér gleymum eigi.
Vinur friðar og frelsis
fagurkeri og drengur
óvinur haturs og helsis
heilsar oss ekki lengur.
Þó að héðan sé horfinn
hann mun samt áfram lifa,
Ijóðin hans létt og sorfin
lengi hjörtunum bifa.
»>óroddur Guðmundsson.
Þorsteinn Valdimarsson fædd-
ist 31. október 1918 að Bruna-
hvammi i Vopnafirði. Foreldrar
hans voru Pétur Valdimar Jó-
hannesson bóndi þar og Guðfinna
Þorsteinsdóttir, en hún gaf út
bókmenntaverk undir nafninu
Erla. Þorsteinn lauk stúdents-
prófi 1939 og kandidatsprófi i guð-
fræði 1946. Hann stundaði nám við
Tónlistarskólann i Reykjavik og
hélt tónlistarnámi áfram i Vinar-
borg og Leipzig. Hann var kenn-
ari við Stýrimannaskólann i
Reykjavik frá 1957.
Ljóðabækur Þorsteins eru þess-
ar: Villta vor (1942), Hrafnamál
(1952), Heimhvörf (1957),
Heiðnuvötn (1962), Limrur
(1965), Vegastafrófið, barnavisur
(1966), Fiðrildadans (1967), Yrkj-
ur (1975), og þegar hann lést hafði
hann að fullu búið til prentunar
niundu ljóðabók sina, Smalavis-
ur.
Þorsteinn þýddi mikið af ljóð-
um, tvo óperutexta, klassiska
texta sem fluttir voru af ein-
söngvurum eða kórum á sinfóniu-
tónleikum, texta við söngleiki og
mikinn fjölda annnarra söng-
ljóða.