Þjóðviljinn - 16.08.1977, Page 11
Þriöjudagur 16. ágúst 1977 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 11
Fram—Breiðablik 1:4
á Laugardalsvelli
Nýtt andlft á
llði Breiða-
bliksmanna!
Eftir slæman og áhuga-
lausan fyrri hálfleik í
viðureign Fram og Breiða-
bliks sl. sunnudag mættu
Blikarnir með óþekkjan-
legan svið í seinni hálfleik-
inn og skoruðu þá fjögur
mörk gegn engu hjá ráð-
þrota Frömurum. Eitthvað
hlýtur Þorsteinn Frið-
þjófsson að hafa lesið yfir
sinum mönnum i leikhléi
þvi Breiðab li ks menn
sýndu raunar á sér nýtt
aldlit og buðu upp á knatt-
spyrnu sem í senn var ógn-
andi og árangursrík.
Blikar hafa raunar í sumar
leikið oft á tiðum ágæta
knattspyrnu, en ógnun og
einbeitni hefur oftast vant-
að þar til á sunnudaginn að
allt var sett í botn og Fram
varð að þola þriggja
marka tap.
Þaö voru þó Framarar sem
skoruöu fyrsta mark leiksins á 43.
minútu og höfðu þvi forystu 1-0 i
leikhléi. Kristinn Jörundsson fékk
þá boltann frá Pétri Ormslev og
skoraði af öryggi framhjá Ólafi
Hákonarsyni sem nú lék aö nýju i
marki Breiðabliks.
Fyrri hálfleikurinn einkenndist
af einhverri lognmollu i herbúð-
um beggja liöa, en i leikhléi voru
það sem sagt Breiðabliksmenn
sem hristu af sér slenið og yfir-
spiluðu Framara gjörsamlega.
Mörkin komu þannig:
5. min.:ólafur Friðriksson með
hörkuskot af löngu færi, boltinn
skaust með jörðu og endaði i blá-
horninu án þess að Árni Stefáns-
son kæmi vörnum við. 1:1.
10. min.:Langur „krossbolti”
Gisla Sigurðssonar af vinstri
kanti upp i hægra vitateisgshorn,
Þór Hreiðarsson með fyrirgjöf á
Sigurjón Randversson sem sneri
á varnarmenn Fram og skoraöi
gott mark, 2:1.
32. min.:Ólafur Friðriksson með
fast skot að marki sem stefndi i
netmöskva Framara. Kristinn
Atlason varð þó fyrir boltanum,
breytti stefnu hans verulega, en
engu að siður skoppaði boltinn inn
fyrir marklinu. 3:1.
43. min.:ólafur Friðriksson enn
á ferð með laglega fyrirgjöf á Jón
Orra Guðmundsson, sem stóð
óvaldaður á markteigshorni og
skallaði boltann yfir Arna
Stefánsson i stöngina fjær og það-
an inn fyrir marklinu. 4:1.
Bæði liðin áttu sin tækifæri fyrir
utan þau fimm sem gáfu tnörk.
Ólafur Friðriksson, langbesti
maður Breiðabliks i þessum leik,
sivinnandi, átti m.a. skot i stöng i
siðari hálfleik og eftir að staðan
var orðin 2:1 áttu Frmarar nokk-
ur gullin tækifæri til þess að jafna
metin, en misnotuðu þau ölí.
Ekki er óliklegt að Framarar
leggi nú alla áherslu á úrslitaleik-
inn i Bikarkeppninni sem nú er
framundan. A.m.k. sýndu þeir
þessum leik ekki mikinn áhuga og
enginn leikmaður náði að rifa sig
verulega upp úr meöalmennsk-
unni. Arni Stefánsson var að
þessu sinni óöruggur i markinu.
Breiðabliksmenn tóku sitt hlut-
verk hins vegar af alvöru. Þeir
léku án miðherja sins Hinriks
Þórhallssonar, en sóknarleikur-
inn gekk engu að siður upp og var
áberandi meri vinnsla og leik-
gleði hjá Blikunum heldur en
Frömurum. —gsp
Harka
i Eyjum
Það vakti mikla athygli
hversu gifurleg harka var i
leik tBV og ÍBK i í.-deildar-
keppninni. Leikurinn fór
fram í Eyjum og á timabili
missti dómari leiksins, Þor-
varður Björnsson, öll tök á
honum. Einnig var ýmsum
áhorfendum heitt i hamsi svo
að til vandræða varð. Litil
gæsla var á vellinum og
mættu Eyjamenn huga betur
að sliku, ef ekki á illa að fara.
Hún var oft þung Valssóknin i leiknum gegn FH. Þarna skallar Kristján Asgeirsson að marki FH.
Ljósm. — G.Jóh.
íslandsmótið 1. deild: FH—Valur 1:1
Jöfnunarmark Vals
á elleftu stundu
Það var heldur betur farið að
fara um áhangendur Vals á
Kaplakrikavellinum á sunnudag-
inn. Aðeins ein minúta til leiks-
loka og staöan 1:0 FH i hag. Þrátt
fyrir nær stöðuga Valssókn allan
leikinn og mýgrút af góðum tæki-
færum var þarna allt útlit fyrir
fyrsta tap Valsliðsins i 19 leikjum.
En ekki voru allir búnir að sætta
sig viö oröinn hlut. Einn af þeim
var Magnús Bergs. Siðasta sókn
Vals i uppsiglingu og eftir send-
ingu frá Inga Birni Albertssyni
geröi Magnús sér litið fyrir og
sendi sannkallaöan þrumufleyg i
bláhornið vinstra megin, gersam-
lega óverjandi fyrir Ragnar Þor-
valdsson i marki FH. Orslitin 1:1
eru samt þrátt fyrir allt nokkuð
sanngjörn. Valsmenn voru mun
meira með boltann og sóknarlot-
urnar æði margar, en FH-ingar
börðust eins og ljón allan tfman,
gáfu aldrei grið og það öðru frem-
ur gaf af sér þetta stig sem á
timabili virtist ætla að tvöfaldast.
Leikurinn á Kaplakrika var að
mörgu leyti mjög góður. Bæði lið-
in böröust vel og oft sást bregöa
fyrir skemmtilegu samspili leik-
manna. Veður var ágætt og völl-
urinn i nokkuö góðu ástandi.
Valsmenn léku undan vindinum
i fyrri hálfleik. Sóttu þeir nær lát-
laust allan fyrri hálfleikinn, þó án
þess að markatækifærin væru
neitt sérlega hættuleg. Vantaði
Valssókninni greinilega illilega
Guðmund Þorbjörnsson en hann
gat ekki leikið vegna flensu.
Seinni hálfleikur var ámóta
fjörugur og sá fyrri. Valsmenn
voru meira með boltann en tæki-
færin létu á sér standa. Langskot
Atla Eðvaldssonar skipuðu helst
einhverja hættu.
FH-ingar
ná forystunni:
Á 20. min seinni hálfleiks kom
svo mark FH-inga. Eftir eina af
tiltölulega hættulausum sóknum
FH gómaði Sigurður Dagsson
boltann. Ólafur Danivalsson
fylgdi á eftir, og viti menn. A ein-
hvern ótrúlega klaufalegan hátt
missti Sigurður boltann úr greip-
um sér beint fyrir fætur ólafs
sem þakkaöi gott boö og skilaði
boltanum rétta boöleið i markið,
1:0. Fremur fáséð mistök hjá
markmanni á borð við Sigurð.
Eftir markið lögðu Valsmenn
greinilega allt á eitt spil. Sóknar-
þunginn var geysimikill og tæki-
færunum hreinlega rigndi niður.
En allt kom fyrir ekki og minút-
urnar fjöruöu út hver af annarri.
Um lokaminútuna þar þarf ekki
að fjölyrða meira.
FH-ingar börðust mjög vel i
þessum leik. Þeirra besti maöur
var Janus Guðlaugsson sem átti
sannkallaðan stórleik. An hans
hefðiaðöllum likindum Valssigur
séð dagsins ljós. Ragnar Þor-
valdsson i markinu stóð sig og
mjög vel.
Valsliðið lék ágæta vel úti á
veilinum i þessum leik. í sóknina
vantaði hinsvegar allan brodd,
greinilegt hversu mikilvægur
leikmaður Guðmundur Þor-
björnsson er þar i herbúðum. Atli
var góður, sivinnandi og fylginn
sér. Athygli vakti afspyrnuléleg
frammistaða Harðar Hilmars-
sonar sem oft á tiðum virtist eng-
an áhuga hafa á þvi sem úti á
vellinum var að gerast.
Dómari var Sævar Sigurðsson.
Verður ekki sagt að hann hafi
gert hlutverki sinu nein stórkost-
leg skil. —hól.
tslandsmeistarar Vals i Islandsmótinu í handbolta utanhúss
Valur vann
á útimótinu í
hand-
knattleik
Valsmenn eru harðir i horn að
taka hvortsem eríhandbolta eða
knattspyrnu. A sunnudaginn
bættu þeir einni skrautf jöðrinni i
hattinn með sigri yfir Vikingi
22:18 í úrslitaleik Isiandsmótsins
I handbolta. Sigur Váls i mótinu
kom engum á óvart. Þeir voru
með jafnbesta liðið auk þess sem
áhuginn virtist vera meiri en hjá
flestum öðrum liðum 1 mótinu.
Jón P. Jónsson var drjúgur i
leiknum gegn Vikingi, skoraði 10
mörk. Björn Magnússon skoraði 4
mörk og Jón Karlsson var með 3.
Aðrir skoruöu minna. Hjá Vikingi
var ólafur Einarsson drýgstur í
að skora.
Þá fór fram leikur um 3. sæti i
mótinu. Fram vann Hauka með
22 mörkum gegn 18.