Þjóðviljinn - 24.08.1977, Side 5

Þjóðviljinn - 24.08.1977, Side 5
Miövikudagur 24. ágúst 1977 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5 Byggðin i Nassarsuaq eru sex eöa sjö yfirgef nar, bandariskar blokkarlengjur. Grænlensk æska ilutt i skóla til Danmerkur Af hverju skyldu nú gróöa- hyggjumenn nútimans sækjast eftir úthjara sem Grænlandi? Fyrir þvi eru margar ástæöur en þær helstar að við Grænland eru gjöful fiskimið, þar er að finna úranium og þar verður i framtiðinni unnin olia. Af þessum sökum hafa hvit- ingjar augastað á landinu, og landið ber þess illilega menjar; þar er að finna sóðalegar rústir yfirgefinna mannabústaöa þeirra, þar sem viðdvölin hefur ekki orðið nógu arðvænleg til þess að sest yrði þar að til frambúðar, og þar er að finna sundur- sprengda náttúru þar sem leitaö er og hefur verið að þvi dýrmæta úranium. Þið eruð fyrir! Þegar gróðaleitin hófst voru landsbúar, Eskimóarnir, fyrir. Þá voru þeir reknir upp af dval- arstöðum sinum, smalað til danskra byggða eða yfirgefinna ameriskra herskála, stundum til að gera ekki neitt, stundum til þess að vinna léttvægustu aðstoð- arstörf fyrir herraþjóðina á hverjum tima og hverjum stað.Ef gróðavonin brást og flytja þurfti byggðina til, var fyrst aflögð þjónusta við þá Grænlendinga, sem ekki vildu fylgja með sem trússhestar, slöan var versluninni lokað og eftir stóðu bjargarlausir Grænlendingar slitnir úr tengsl- um viðfyrri lifsmáta, búnir að fá nasaþef af heimsmenningunni, án þess þó aö kunna nokkur skil á henni né heldur að hafa náö tök- um á henni, og sá kostur einn fyr- ir hendi að fylgja herraþjóöinni eftir til þess staðar sem henni þóknaðist næst að setja sig niður á. Mismunandi byggðir Að sjálfsögðu eru til mismun- andi form byggöa I landinu; i sumum byggöum er þokkalegt mannlif i öðrum hörmulegt. t Kúlúsukk eru frelsarar og verndarar mannkynsins með her- stöð og herkana. Þar reka Danir flugvöll. Þangað hafa og verið fluttar Eskimóafjölskyldur. En þeim er ekki séö fyrir vinnu; þær lifa á atvinnubótastyrk frá dönsku herraþjóöinniog eru hafð- Um afrek frænda okkar og vina, Dana... Grænland hefur verið gott land þegar Eirikur rauði kom þangað. Þa var bæði gott að lifa þar sem hvitingi og sem Eskimói. Enn þá er Grænland gott land og gjöfult. Enn þá er gott að lifa þar sem hvit- ingi, Amerikani eða Dani, en það er hundalif fyrir meginþorra eins harðgerasta kynstofns jarðarinn- ar, Eskimóana, þrátt fyrir að það er þeirra eigið land, þeirra föðurland. A þessum stað sést ekki fullorð- ið innfættfólk. Börn eru þar ekki heldur; reyndar var verið aö flytja til Danmerkur einn flug- vélarfarm af grænlenskum ung- börnum til skólanáms um fjög- urra mánaða skeiöþann 11. ágúst sl. Það er aðeins ein kynslóð Grænlendinga á þessum staö; nokkrir karlmenn um þritugt og siöan stúlkur svo sem 16 ára og uppundir það 25 ára. Og allt i einu ertu orðin útjösk- uð, tuttugu og fimm ára græn- lensk stúlka, æskublóminn horf- inn, orðin magamikil, lenda- og brjóstasið, eða svo, að svinfullir Danir sjá það meira að segja, og þú ert send eitthvað á burtu. En hvert? Kannski heim? Hvar áttu þá heima? Hvað biður Grænlendinga? Frá Narssaq ir á staðnum til þess aö styt ta hin- um amerisku frelsurum og dönsku herrunum stundir i skammdeginu. 1 Narssaqer hins vegar nokkurt menningar- og atvinnulif. Þar er nú verið að sprengja niður fjöllin i leit að úranium. Þaðan er útgerö. Þar er fiskvinnsla og skinnaverk- smiðja. Þar lifa innfæddir þokka- legu lifi i dönskum timburhúsum og flestir þeirra hafa nógan starfa. t Bröttuhliðeru flestir ibúarnir Grænlendingar, nema embættis- menneinsog kennarar. Þar lifa i- búarnir af þvi aö yrkja grýtta jörðina, hafa svo sem 30 -40 kind- ur og nokkur hross, stunda fisk- veiðar og hengja upp i skreið, skjóta sel og selja skinn. Þar er afkoman ekki svo ýkja bágborin, en lifshamingja séð á yfirbragði ekkert til að hrópa húrra fyrir. Nassarssuaq er yfirgefinn, bandariskur flugvöllur, sem lagð- ur var i Kóreustriöinu. Inn af flugvellinum er dalur, sem nú heitir Spitaladalur vegna þess að þar ráku Kanar sjúkrahús fyrir lemstraða og sjokkeraða herkana sem ekki mátti sýna Bandarisku þjóðinni fyrr en þeir höfðu verið i endurhæfingu til likama og sálar um nokkurn tima. Nú er þessi mikli herspitali rústir einar, sóðalegar og ljótar. í námunda við flugvöllinn reistu Kanar skála úr steypuflek- um. Þessir skálar eru nú iveru- staðir herraþjóðarinnar dönsku, sem rekur flugvöllinn. I Nassar- ssuaq eru á að giska þrjúhundruð manns starfandi við flugþjónust- una og það sem henni fylgir, en megnið af þvi góssi er i eigu dótt- urfyrirtækis SAS, Arcitc-hótels- ins. Allir starfsmenn i' ábyrgðar- stöðum eru þar danskir, svo og þeir sem vinna vel launuð störf faglegs eðlis. Annaö fólk er grænlenskt eða kynblendingar. Kynsvall og drykkjuskapur Það hefur mikið verið um það ritað að Grænlendingar drekki öll reiðinnar býsn. Þetta er að vissu marki rétt. Þó er drykkjuskapur þeirra svipur hjá sjón miðaö við þá æðisgengnu drykkju sem þeir Danir stunda sem þarna dveljast og vinna. Þá er átt viö þá Dani sem ekki gegna lykilstöðum. Það er heldur ekki blóminn af danskri þjóð sem til Grænlands fer; fégir- ugir sjálfshyggjumenn blindaðir af naflasjónarmiði þrönghyggj- unnar. Grænlensku karlmennirnir fá vinnu við að aka um á úrsér- gengnum bilskrjóðum flugþjón- ustunnar, 'ferma og afferma flug- vélar, og sá sem lengst hafði náð allra sinna landa á þessum stað var skipstjóri á hótelbáti, enda af fólki sem ekki hafði misst fót- anna, heldur hafði hamingjusam- lega náð að halda áfram búskap, sem það hafi stundað árhundruð- um saman. Grænlensku stúlkurnar hins vegar störfuðu við uppþvott i eldhúsi, hreinsun og tiltekt á her- bergjum hótelgesta og danskra starfsmanna. En aöalhlutverkið er óupptalið. Þeim er og ætlað aö sjá dönsk- um fyrir kynlifi! Þær eru ungar og brosmildar, fallegar flestar. Þær koma á hót- elbarinn á kvöldin. Þær þiggja glas hjá dönskum eöa kaupa sér Cóla. Danskur leitar á og þær bregðst vel við. Danskur fúlsar við. Þær bregðast vel við. Annar danskur leitar á og enn bregöast þær vel við. Og nóttin logar ekki, hvorki hjá „skidefulle” Dönum né niðurbeygðum og vanræktum grænlenskum stúlkum. Og siöan endurtekur sagan sig, kvöld eftir kvöld, viku eftirviku, mánuð eftir mánuð: innantómt náttúruleysi i drykkjuæði. „Jafnaðarmaðurinn” Anker Jörgensen var á Grænlandi á Scuna tima og undirritaður. Hann átti ekki sjö dagana sæla. Hann var grýttur. í hann var fleygt knippum af brenninetlum. I hann var kastaö fúleggjum. Enda fór hann til herrarikisins tveimur sólarhringum fyrr en ætlaö hafði verið, og Grænlendingar biða nú eftirvæntingafullir eftir þvi á hvern veg hann muni hefna sin. Meira að segja Danir, sem búið hafa árum saman á Grænlandi, telja vist að hann muni hefna sin; ég vissi um tvær fjölskyldur sem tóku sig upp og fluttumeö alltsitt hafurtask til Danmerkur af ótta við hefndarráðstafanir danska „jafnaðarmannsins”. Ég átti orðastað við fulltrúa einskonar grænlensks miðflokks, hægfara. Hann hafði það helst út á Dani að setja að þeir stjórnuðu landinu eftir dönskum siðum og reglum, sem ekki hentuðu á Grænlandi; reistu byggðir og bú að danskri fyrirmynd, sem heldur ekki hentuðu grænlenskum að- stæðum, kenndu Grænlendingum upp á danskan móð á dönsku. Þessu vildi hann kippa i lag. Um sjálfstæðismál þessarar rótlausu, fjörutiuþúsund manna þjóðar vildi hann ekki ræða. Og hvað með sjálfstæði handa Grænlendingum? Þeir eru komnir of langt frá upprunalegum lifsmáta til þess að geta tekið hann upp á nýjan leik. Þeir eru komnir of stutt inn i brjálæði tækniveraldarinnar til þess að geta hafið nútimalif i landi sinu upp á eigin spýtur. Þetta er afrek „frænda vorra og vina” frá Danmörku. Þannig ætla þeir sér lika að halda þjóð- inni; mátulega fávisri, mátulega rótlausri, mátulega niðurlægðri, þó svo sú skilgreining á fávisi, rótleysi og niðurlægingu sé ekki til nema i hugarheimi óþjóðlegra peningahyggjumanna, allar göt- ur þar til þeim hefur tekist aö ná þvi af grænlenskum auðævum á landi og i sjó, að lengur sé ekki gróðavon. Til þessa hjálpar Kan- inn, NATO; EBE og við Islend- ingar, ýmist með beinum aðgerðum eðá sinnuleysi. En von Grænlendinga erbundin æskunni, þeim hluta hennar sem ekki lætur skikka sig i hlutverk þrælsins án þess að blóöið renni. Sú er og von fleiri þjóða.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.