Þjóðviljinn - 24.08.1977, Síða 12

Þjóðviljinn - 24.08.1977, Síða 12
12 SÍDA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 24. ágúst 1977 Tefldu með lifandi mönnum Skák með lifandi mönnum er nokkuð sem ekki sést oft hér á landi. Þetta þykir oft hin besta skemmtun og er þá skemmst að minnast, er þeir Bent Larsen og Friðrik ólafsson tefldu með lifandi mönnum á Laugarvatni á meðan Heimsmeistaraeinvígið stóð yfir hér á landi 1972. Þeir fyrir norðan tóku upp þráðinn á nýjan leik og fengu til liðs við sig tvo nýbakaða Norðurlanda- meistara í skák, Guð- laugu Þorsteinsdóttur og Jón L. Árnason. Skákin var hin skemmtileg- asta, og má með sanni segja að hinir fjölmörgu áhorfendur hafi skemmt sér konunglega. Það sama verður kannski ekki sagt um þá sem tóku að sér hlutverk skákmannanna. Skákin stóð i eina klst. og má nærri geta að sumir voru orðnir ansi þjakaðir, þó einkum kóngarnir, sem urðu að standa sleitulaust hreyfing- arlausir. Fór svo, að svarti kóngurinn fékk aðsvif, enda Jón ekkert á þeim buxunum að hreyfa hann um of. En hér birt- ist skákin eins og hún kom mönnum fyrir sjónir að Melgerðismelum: Hvftt: Guðlaug Þorsteinsdóttir Svart: Jón L. Árnason Benoni-byr iun 1. d4 Rf6 Jón L. Arnason og Guðlaug Þorsteinsdóttir viö taflborðiö að Melgerðismelum. Skákinni lauk með sigri Jóns eftir snarpa viðureign. DB-mynd 2. c4 c5 3. Rf3 (Hógvær ieikmáti, einkenn- andi fyrir Guðlaugu. Hún reynir augljóslega að forðast þær flækjur sem iðulega koma upp eftir 3. d5). 3. .. cxd4 6. Be2 Be7 4. Rxd4 e6? 7. 0-0 0-0 5. e3 Rc6 8. Rc3 a6 (Ollu skarpara er hér 8. — d5, og svartur virðist ekki eiga i miklum erfiðleikum með að jafna taflið.) 9. b3 d6 12. Rd5 Rxd5 10. Bb2 e5 13. cxd5 Rb8 11. Rf3 Da5 14. e4 f5 (Blæs til sóknar. Staðan má nú heita i jafnvægi.) 15. Rd2 fxe4 19. a3 Kh8 16. Rxe4 Bf5 20. b4 Db6 17. f3 Rd7 21. Dd2 Rf6 18. Khl Hac8 22. Rc3 (?) (Hér verða Guðlaugu á mis- tök, og Jón nær frumkvæöinu i sinar hendur. Sterkara var að leika 22. Bd3, og staðan er i jafn- vægi.) 22. .. Dd4! 23. Hfdl Dh4! (Drottningin ræðst til atlögu á kóngsvængnum þar sem varnir hvits eru hvað veikastar fyrir.) 24. Del Dh6 25. Hacl Hce8 29. Hd2 Hf5 26. Bd3 Bxd3 30. Rg3 Hf6 27. Hxd3 Rh5 31. Hc7 b5 28. Re4 Rf4 32. Dcl (Með lúmskri hótun: 33. Hxe7) 32. ..Bd8 33. Hc6 Hg6 34. Del? (Afleikur i bullandi tima- hraki. Betra var 34. Kgl, þó að svartur hafi geysisterka sókn eftir 34. — Bh4 t.d. 35. Rfl Bf2 —! 36. Kxf2 Hxg2 — 37. Kel e4! o.s.frv.) 34. .. Bh4 35. Kgl Rh5 (Hér fór Guðlaug yfir tima- mörkin, er staðan er farin veg allrar veraldar. Svartur vinnur peð og mylur kóngsstöðu hvits um leið.) Deilt um landspildu í Vík í Mýrdal: Ráðuneytið er á móti opinberri umræðu Heilbrigðisráðuneytið hefur sent frá sér greinargerð vegna fréttar á þriðju sfðu Þjóöviljans i gær um mælingu og giröingu á landspildu i Vík I Mýrdal. 1 lok greinargerðarinnar kemur fram að ráðuneytiö vill ekki taka þátt i frekari blaðaskrifum um málið. Greinargerð áðuneytisins er svo- hljóöandi i heild sinni: Vegna fréttar i Þjóöviljanum þirðjudaginn 23. ágúst 1977, sem ber yfirskirftina: „Ráðunéyti sendi fulltrúa til að sjá um yfir- troðslu”, óskar heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið eftir þvi að eftirfarandi verði birt á siðum Þjóðviljans: Um nokkurt skeið hefur staðið yfir deila um eignarrétt aö hluta lands þar sem verið er að reisa heilsugæslustöö í Vik i Mýrdal og ráðgert var að reisa læknisbú- stað. Heimamenn ráðstöfuðu þessu landi undir umrædd mann- virki og lýstu þvi yfir við ráðu- neytið að þaö væri kvaöalaust. Siðan kom á daginn aö skv. gjafa- afsali hafði hluta landsins veriö ráöstafað undir elliheimili og að ekki hafði verið leitað eftir sam- þykki gefenda til breytinga þar á. Fyrir skömmu kom og fram aö- ili, sem telur sig eiga hluta um- rædds lands, þ.e.a.s. þar sem fyrirhugað var aö reisa læknisbú- staöinn. Styður þessi aðili kröfu sina það sterkum rökum að mati ráðuneytisins að ráðuneytiö telur ekki fært að leggja fé I frekari framkvæmdir við umrætt verk fyrr en fengist hefur viðunandi lausn á þessu deilumáli. Sam- kvæmt lögum nr. 56/1973 um heil- brigöisþjónustu ber rikinu aö greiða 85% kostnaðar við bygg- ingu heilsugæslustöðvar, þannig að mikið er i húfi að mati ráðu- neytisins að rétt sé að málum staðið. Fyrir nokkrum dögum var ráöuúeytinu tilkynnt að sá aðili, sem telur sig eiga hlut umrædds lands, hygðist. láta mæla þá spildu sem hann telur sig eiga. Ráðuneytið taldi ástæðu til þess að senda fulltrúa sinn á vettvang til þess að verða vitni að um- ræddri mælingu enda bentu likur til aö þegar kæmi til lögbannsað- geröa af hálfu heimamanna. Sú fullyrðing greinarhöfundar að fulltrúi ráðuneytisins hafi tek- iö þátt i mælingunni og lagt á ráö- in um girðingaframkvæmdir er að sjálfsögðu röng. Fyrir atbeina sýslumannsins i Vik féllust aðilar á sáttatilraun i málinu og var lögbannsaðgerðum þvi frestað. Ráðuneytið telur ekki aö þaö muni stuðla að samkomulagi i þessu máli að ræöa þaö frekar á opinberum vettvangi. Heilbrigðis- og tryggingamálaráöuneytiö, 23. ágúst 1977 bækur The Good Life. John Esmonde and Bob Larbey. Penguin Books 1977. Höfundarnir setja saman efni fyrir sjónvarp og útvarp. 1 þess- ari bók, sem hefur verið prentuð þrisvar sinnum siðustu tvö árin, segir frá manneskjum sem taka sig til og fara að stunda sjálfs- þurftarbúskap. (Jtgáfa bóka um slik efni hefur aukist siðustu árin víða i Evrópu og Bandarikjunum og auðvitaö á Englandi. Ýmsir eru orðnir þreyttir á borgarlifi og tilbreytingarlitiili skrifstofuvinnu eða verksmiðjuvinnu og meðal þeirra er að finna lesendur slikra bóka, sem þessarar. Ýmsir hafa gert tilraunir til að lifa af sjálfs- þurftarbúskap og sumum hefur tekist það. Doctor Caro. Bernard Packer. Heinemann 1977 Höfundurinn hefur stundað margvislegar atvinnugreinar, hann vann um tima i verksmiðju, var farmaður og skólakennari og býr nú i Washington og starfar sem þýðandi úr spænsku. Hann var á herskólanum i West-Point eftir að hann hvarf að heiman, en hann er borinn og barnfæddur i Ffladelfiu. Það er ör atburðarás i sögu Packers, Carr, sem er aðal- persónan, neitar að sætta sig við orðinn hlut. Hann er nýr maðurog með nýtt andlit, eftir andlits- breytingu, sem var gerð á honum og leitin hefst þar til henni lýkur i litauðugri borg einhversstaðar i Suður-Ameriku, leit sem lýkur meðhefnd. Höfundi tekstað ná til þrifum i lýsingum á fjölskrúðug- um söfnuði flakkara, gleði- kvenna, flóttamanna og ævin- týrafólks, sem er komið saman i þessari frumskógaborg og filósófiskum vangaveltum aðal- persónanna. Höfundurinn nær einnig nokkurri spennu, sem ekki slaknar fyrr en á réttum tima. 8215 nýjar íbúdir á 10 árum Ifréttinni i gær um nýbyggingar I Rvk. á 10 ára timabili féli niöur einn tölustafur og varð af þvi meinleg villa. A þessum 10 árum voru teknar i notkun 8215 nýjar ibúðir.en ekki 821 eins og stendur i blaðinu i gær. Leidrétting 1 sunnudagsgrein Hjörleifs Guttormssonar „Auðlindir, rann- sóknir og islensk atvinnustefna”, féllu niður fáein orð efst i 5ta dálki, þannig að merking raskað- ist. 1 heild er málsgreinin rétt svona: ,,A þvi eigum viö nú að hafa ráö andstætt þvi sem var um gengnar kynslóðir i landinu og i þessum efnum verður að brjóta blað hiö fyrsta með skynsamlegri stefnu- mörkun, ákveðinni forystu um rannsóknir og með fjárveiting- um, sem ekki eru fyrst og fremst sniönar aö skammsýnum nýt- ingarsjónarmiöum”. Rafveita Hafnarfjarðar auglýsir eftirtalin störf laus til umsóknar. 1. Starf deildartæknifræðings (sterk- straums) 2. Starf rafvirkja 3. Starf tækniteiknara, hálfs dags starf frá 1. okt. n.k. Umsóknum skal skila á sérstökum um- sóknareyðublöðum til Rafveitustjóra, sem veitir nánari upplýsingar um störfin. Rafveita Hafnarfjarðar.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.