Þjóðviljinn - 24.08.1977, Side 14

Þjóðviljinn - 24.08.1977, Side 14
14 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 24. ágúst 1977 Halda tónleika á föstudaginn Föstudaginn 26. ágúst efna þær Anna Rögnvaldsdóttir fiöluleikari og Agnes Löve píanóleikari til tónleika i Norræna húsinu. Þetta eru fyrstu tónleikar Onnu Rögn- valdsdóttur, sem nýkomin er heim frá námi i London. Anna er fædd á Siglufirði árið 1949, dóttir hjónanna Rögnvalds Rögnvaldssonar og Guðrúnar Albertsdóttur. Hún hóf nám i fiðlúleik 9 ára gömul, i TÖnskóla Siglufj.,stund- aði siðan nám við Tónlistarskól- ann i Reykjavík hjá Ingvari Jón- assyni og Birni Olafssyni og lauk þaðan fiðlukennaraprófi vorið 1971. Eftir það kenndi hún við ýmsa skóla, lék I Sinfóniuhljómsveit Is- lands og fór á hennar vegum á ár- legt mót sinfóniuhljómsveita, i Orkney Springs i Bandarikjunum sumarið 1972. Haustið 1973 fór Anna til fram- haldsnáms i London, þar stundaði hún fyrst nám við Guildhall School of Music and Drama, hjá Yfrah Neaman,og að tilhlutan hans sótti hún sumarmámsekið i Nizza i Frakklandi. Fékk hún til þess styrk frá franska sendiráð- inu á tslandi. S.l. 3 ár hefur hún stundað nám við Trinity College of Music hjá próf. Béla Katona, sem er mjög virtur kennari i London. Agnesi Löve þarf ekki að kynna, hún er orðin þekktur Agnes Löve pianóleikari hérlendis, hefur komið fram á fjölda tónleika og sem einleikari með Sinfóniu- hljómsveit Islands. Anna Rögnvaldsdóttir A efnisskránni verða verk eftir Corelli, Jóhann Sebastian Bach, Mozart, og César Franck. Tónleikarnir hefjast kl. 20.30. 41þýðubandalagið á Vestfjörðum. Aðalfundur kjördæmisráðs Aiþýðubandalagsins á Vestfjörðum verður haldinn að Laugarhóli i Bjarnarfirði, Strandasýslu, dagana 10. og 11 sept. n.k. Fundurinn hefst klukkan 2 laugardaginn 10. sept. Auk aðalfundarstarfa verður rætt um stjórnmálin, héraðsmál og félagsstarf Alþýðubandalagsins. Dagskrá nánar auglýst siðar. — Stjórn kjördæmisráðs. Kjördæmisþing á Noröurlandi eystra Alþýðubandalagið i Norðurlandskjördæmi eystra heldur kjördæmis- þing i Alþýðuhúsinu á Akureyri laugardag og sunnudag, þann 27. og 28. ágústn.k., oghefst þingið klukkan 13:30 á laugardag. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Otgáfa Norðurlands. 3. Framboð til alþingiskosninga. 4. önnur mál. Umræðufundur um verkefni landsfundur. Næsti umræöufundur Alþýðubandalagsins i Reykjavik verður hald- inn fimmtudaginn 25. ágúst kl. 8.30 að Grettisgötu 3. Rætt verður um verkefni landsfundarins. Alþýðubandalagið i Borgarnesi og nærsveitum heldur almennan félagsfund að Klettavik 13 (hjá Eyjólfi) mánu- daginn 29. ágúst n.k. kl. 20.30. Fundarefni: Vetrarstarfið. Umræðufundur um verkefni landsfundar. Næsti umræðufundur á vegum Alþýðubandalagsins i Reykjavik verður haldinn fimmtudaginn 25. ágúst kl. 8.30 að Grettisgötu 3. Rætt verður um verkefni landsfundarins. B/V Þormóður goði RE 209 er til sölu með eða án veiðarfæra. Upplýsingar á skrifstofu vorri. Bæjarútgerð Reykjavikur, simi 24345. «.í55EfflB ^orrænlr styrkir til þýðingar og útgáfu Norðurlandabókmennts Siðari úthlutun 1977 á styrkjum til útgáfu norrænna bók- mennta i þýöingu á aðrar Noröurlandatungur fer fram á fundi úthlutunarnefndar 10.-11. nóvember n.k. Frestur til að skila umsóknum er til 20. SEPTEMBER N.K. Tilskilin umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást i mennta- málaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, Reykjavík, en umsóknir ber að senda til NABOLANDSLITTERATURGRUPPEN , Sekretariatet for nordisk kulturelt samarbejde, Snare- gade 10. DK-1205 Köbenhavn K. Menntamálaráðuneytið, 22. ágúst 1977. Konan min Júlíana Björnsdóttir Háaieitisbraut 26 andaöist i Borgarspltalanum 19. ágúst. Útförin verð- ur gerð frá Fossvogskirkju föstudaginn 26 . ágúst kl. 10.30 Baldur Guömundsson Slök tilþrif Framhald af bls. 11 ið rétt fyrir leikhlé og enn gerði ólafur sig sekan um herfileg mistök. 1 seinni hálfleik var svo að segja allur máttur og áhugi úr leikmönnum. Blikar náðu sér þó nokkuð á strik og þeim tókst að laga stöðuna i 3:2 með mörkum frá Þóri Hreiðarssyni og Ólafi Friðrikssyni. Dómari var Kjartan Óiafsson og má segja að frammistaða hans hafi verið í nokkru samræmi við annað sem fram fór á vellinum. gsp/hól Fullkomna Framhald af bls. 1 borgarinnar hefur tekið saman. Ályktun stjórnar Félags járn- iðnaðarmanna er á þessa leið: „Stjórn Félags járniðnaðar- manna beinir þvi til Borgarráðs Reykjavíkur að Reykjavikurborg gangist fyrir stofnun öflugs hluta- félags eða sameignarfélags til að byggja upp og reka fullkomna skipalyftu og þurrkvi ásamt skipaviðgerða-og skipasmiöastöð i Reykjavik. Skipalyfta og þurrkvi ásamt skipaviðgerðastöð miðist við að þar verði hægt að framkvæma allar viðgerðir á stærri fiskiskip- um og öllum kaupskipum Isl. skipastólsins. Jafnframt verði skipulagt I næsta nágrenni stöðv- arinnar athafna- og bygginga- svæði fyrir iðnfyrirtæki sem starfa að viðhalds- og viðgerðar- þjónustu við skip. Leitast veröi viö að fá m.a. eftirtalda aðila auk Reykjavlkur- borgar, sem þátttakendur I fé- lagsstofnun til að hrinda verkefni þessu 1 framkvæmd, vélsmiðjur og járniðnaðarfyrirtæki I Reykja- vík, útgerðarog skipafélög I Reykjavfk og tryggingarfélög sem taka að sér tjóntryggingar báta og skipa, svo og aðra aðila sem vilja stuðla að endurreisn skipaviðgerða og skipasmiðaiðn- aðar I Reykjavík. Það er álit stjórnar Félags járniðnaðarmanna að undanfarin ár og áratugi hafi skipaviðgerðir og skipasmiðaaðstaða I Reykja- vik staðnað og á engan hátt fylgt eðlilegri tækniþróun og að siðari ár hafi jafnvel verið um beina afturför á ræða. Jafnfram er það álit stjórnar Félags járniðnaðarmanna að bygging skipalyftu og þurrkvlar ásamt skipaviðgerða og skipa- smíðastöð þurfi aö vera fyrsta verkefniö I nýrri atvinnu upp- byggingu I Reykjavík.” Meistaraheppni Framhald af bls. 11 allt kom fyrir ekki þó að eittsinn fengju menn ekki betur séð en að boltinn hrökklaðist innfyrir marklinu eftir skemmtilegt sam- spil Karls og Tómasar. 1 liði 1A var Jón Gunnlaugsson einna bestur og Hörður og Pétur stóðu sig báðir mjög vel. Hjá ,’B bar Tómas af, leikmað- ur sem tvimælalaust á heima i landsliðinu. Dómari var Valur Benediktsson. Voru margir dóm- ar hans bæði tilviljanakenndir og rangir svo ekki sé meira sagt. RG/hól Vonast Framhald af bls. i fyrr, þar sem megin-hluti lána, sem þessi fyrirtæki skulda, eru gengistryggð, auk þess sem geng- isfelling myndi auka verðbólguna og bitna illa á launafólki i land- inu. Hjaltisagði að lokum, að ympr- að hefði verið á ýmsum atriðum til úrlausnar vanda frystihús- anna, en allt væri þetta nú i at- hugun hjá Þjóðhagsstofnun, og ó- vist væri hvenær þvi verki yrði lokið. — AI Vatnsbirgðir Framhald af bls. 2. veitan dragi til sin vatn frá þétt- býlissvæðunum. Rannsóknirnar sem gerðar hafa verið fyrir hitaveituna og Gerðahrepp hafa vissulega mjög mikiö gildi fyrir öll Suöurnesin, en til þess að heildarmynd fáist þyrftu öll sveitarfélögin þar aö sameinast um rannsóknir á þessu svæði. Hvernig er með mengun á þessu svæði? Við gerðum á sinum tima rannsóknir fyrir Álverið I Straumsvik á svæðinu þar i kring. Þá var i athugun að Reykjavikur- borg flytti öskuhauga slna suður á Leirdali undir Lönguhlið, en meö þessari rannsókn varö ljóst aö einmitt það svæöi er mjög við- kvæmt og að þar væri útilokað að hafa ruslahauga. Við höfum alltaf talið malar- námið viö Rauðamel hættusvæði, vegna þeirra vinnuvéla sem þar eru i notkun og ógætilegrar með- ferðar á oliu. Blöndunarstööin fyrir oliumölina bætir ekki úr skák, og þvi skrifuðum við hita- veitunni I júli s.l. en Rauðimelur er tæplega i kilómeters fjarlægð frá vinnslusvæði hennar. Hita- veitan brást strax við og skrifaði heilbrigöisfulltrúa umdæmisins og vinnur hann nú að gagnaöflun i málinu. Meira vitum viö ekki á þessu stigi. Um Keflavikurflugvöll gildir það sama og um fleiri athafna- svæði þarna, að gera þarf heildarrannsókn á svæöinu, eink- um meö tilliti til mannvirkja- gerðar. Ég tel nokkra hættu á oliumengun frá vellinum, og eins frá ruslahaugum þeirra. Herinn sér sjálfur um alla ferskvatnsöflun fyrir sig, og eru þeir bæöi með vatnsból utan og innan girðingar. Þeir umgangast þessi vatnsból með mikilli vand- virkni, en ég tel að þeir séu nú þegar búnir að fullnýta þaö vatn sem þar fæst. Annars verður vatnsvinnslu- svæöi Keflavikurflugvallar ekki aðskilið frá vatnsvinnslu- svæðum Keflavikur og Njarð- vlkur. Þarna þarf sameigirdegt heildarskipulag, sem hitaveitan, vatnsveiturnar og herinn þurfa að eiga aðild að. ^ Reiðhjóli stolið frá blaðbera 10 ára drengur, Þorfinnur Ómarsson, varð fyrir þvi að hjól- inu hans var stolið I gærmorgun við Bergstaðastræti 78. Þorfinnur ber út Þjóðviljann i bakhús við Bergstaðastrætið, og hafði lagt hjóliö á gangstéttina fyrir framan húsið meðan hann skrapp inn i garðinn. Skipti það engum togum að hjólinu var stol- ið á meðan. Hjólið er eins árs gamalt, blátt og hvittaf Raleigh gerö. Þeir sem orðið hafa hjólsins varir hringi i Ómar Ragnarsson, sima 31211, eða i Þjóðviljann, sima 81333. Feit og falleg síld Hringur frá Keflavik kom inn með300tunnuraf feitriog fallegri sild tilKeflavikur igær,og verður sildin frysti til útflutnings. Sjöstjarnan i Njarðvikum opn- aði af þessu tilefni aftur i gær og hyggst frysta sildina úr Hringi, þótt ekki treysti fyrirtækið sér til þess að verka þorsk. Mikið flugvélatjón sómala DJIBÚTI 23/8 Reuter — Haft er eftir áreiðanlegum heimildum i Djibúti að sómalski flugherinn hafi beðið mikið tjón i bardögum við eþiópska stjórnarherinn sfð- ustu daga. Eþiópar segjast hafa skotið niður fyrir sómölum 18 striðsþotur af sovésku gerðinni Mig yfir eþiópsku landi. Sómalska stjórnin neitar þvi enn- þá, að her hennar taki nokkurn þátt I bardögunum i Ogaden, en segir að skæruliðar sómalska þjóðernisminnihlutans þar standi einir i striðinu gegn Eþiópiu- stjórn. Bakhjarl... io " 'O ÖO Lj '—) l Hafið þið athugað að skrifborðsstólarnir frá PENNANUM eru ómissandi fyrir námsmanninn á heimil- inu Ekki veitir af að styðja vel við bakið á skóiafólk- inu escnzo- Hallarmúla 2

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.