Þjóðviljinn - 17.09.1977, Page 4
4 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 17. september 1977
Málgagn sósíalisma,
verkalýðshreyfingar
og þjóðfrelsis.
Otgefandi: Ctgáfufélag Þjóðviljans.
Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann
Ritstjórar: Kjartan Ólafsson
Svavar Gestsson
Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson.
Umsjón með sunnudagsblaði:
Árni Bergmann.
Auglýsingastjóri: Úlfar Þormóðsson
Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar:
Siðumúla 6. Simi 81333.
Prentun: Blaðaprent hf.
Mannréttindi
ekki forréttindi
Kjörtimabilið 1967-1971 flutti Alþýðu-
bandalagið margar tillögur á alþingi um
hækkun elli- og örorkulifeyris. Þá var
ástandið þannig i kjaramálum aldraðra
og öryrkja að blaðaviðtöl birtust við fólk
sem leið næringarskort vegna fátæktar.
Astandið var blettur á islenska samfélag-
inu. Orðið „velferðarþjóðfélag” var þá
stundum notað um ísland; það hafði sömu
áhrif og bitrasta háð.
Tillögur þær sem Alþýðubandalagið
flutti á kjörtimabilinu 1967 —1971 um mál-
efni aldraðra og öryrkja voru allar felld-
ar. Með kosningasigri Alþýðubandalags-
ins skipti um stjórnarfar i landinu og
Magnús Kjartansson heilbrigðis- og
tryggingaráðherra vinstristjórnarinnar
gaf út bráðabirgðalög um tekjutryggingu
aldraðra og öryrkja. Með þeim bráða-
birgðalögum hækkaði hámarkslifeyrir um
liðlega 40%. Mun það vera i fyrsta og eina
sinn sem sett hafa verið bráðabirgðalög
hér á landi til þess að bæta kjör alþýðu. Á
vinstristjórnarárunum lagði Alþýðu-
bandalagið höfuðáherslu á að tryggja kjör
aldraðra og öryrkja með viðunandi hætti
og þó stórt skref væri stigið vildi flokkur-
inn gera enn betur. Vinstristjórnin sat
ekki lengi; Alþýðuflokkurinn og Sjálfstæð-
isflokkurinn gerðu bandalag við hlaupa-
menn Samtaka frjálslyndra um að fella þá
rikisstjórn. Þá tók við hægristjórn Sjálf-
stæðisflokksins og Framsóknarflokksins;
forstjóraflokkarnir tveir hygluðu sinum
samviskusamlega eftir helmingaskipta-
reglunni, en aldraðir og öryrkjar máttu
una stórskertum hlut sinum.
Verkalýðshreyfingin tók málefni aldr-
aðra og öryrkja upp i kjarasamningunum
sl. vor og knúði þá meðal annars fram
svokallaða heimilisuppbót handa einstæð-
um öldruðum og öryrkjum. Rikisstjórnin
undirritaði samning um þessi mál og hún
átti siðan að sjá um að framkvæma þenn-
an samning. Nú hefur reynt nokkuð á
framkvæmdina um hrið og ákvæði samn-
ingsins eru túlkuð svo þröngt að aðeins
sárafáir njóta þessarar heimilisuppbótar.
Þannig er framkvæmd núverandi for-
stjóraflokka á öllum málaflokkum sem
lúta að kjaramálum alþýðu, en þó skera
málefni aldraðra og öryrkja sig úr.þvi þar
er um að ræða þjóðfélagshóp sem á sér
engan heildarmálsvara, engin hagsmuna-
samtök, ekkert sérstakt kjarabaráttufé-
lag. Þar með er niðst á þeim sem eiga
erfiðast með að bera hönd fyrir höfuð sér.
í Þjóðviljanum i gær er birt viðtal við
öldruð systkini, 78 og 72ja ára, sem halda
heimili saman. Þau eru bæði lasburða og
borga hærri upphæðir i meðöl en mat:
„Maður getur lifað, af þvi að maður lifir
spart, kaupir litið af óþarfa og gengur allt-
af í sömu fötunum.” Þessi setning eftir
systkinunum tveimur minnir óþyrmilega
á viðreisnarár Alþýðuflokksins og Sjálf-
stæðisflokksins, á þá tima sem kjör þessa
fólks hafa verið hvað hraklegust i landinu.
Það er eitthvert stærsta mannréttinda-
mál okkar tima að tryggja þessu fólki við-
unandi lifeyri. Opinberir starfsmenn hafa
verðtryggðan lifeyri; það eru mannrétt-
indi, ekki forréttindi. Fyrir mannréttindi
eiga opinberir starfsmenn ekki að gjalda
með lægra kaupi eins og stjórnarblöðin
halda fram, en þau hafa dag eftir dag ráð-
ist að þvi fólki sem nú er á eftirlaunum op-
inberra starfsmanna.
Þess er ekki að vænta að sú rikisstjórn
sem leggur sig fram við að neita fátæku
öldruðu fólki um 10.000 krónur meðan hún
kaupir ónýtt hús fyrir hundruð miljóna,
geri umbætur i kjaramálum aldraðra.
Hins vegar er alveg ljóst að Alþýðubanda-
lagið mun setja lifeyrismál aldraðra og
öryrkja á oddinn af enn meiri þunga en
nokkru sinni fyrr hvort sem flokkurinn
verður framvegis utan stjórnar eða innan.
Flokkurinn mun beita sér fyrir þvi að
allir njóti þeirra mannréttinda að hafa
viðunandi eftirlaun, það sem nú er kallað
„verðtryggður lifeyrir”. Árásir forstjóra-
flokkanna á eftirlaun, opinbera starfs-
menn og sviðingshátturinn við úthlutun
svokallaðrar heimilisuppbótar bendir til
þess að baráttan fyrir sjálfsögðum mann-
réttindum verði harðsnúin enn um sinn.
En hana ber að heyja engu að siður.
— s.
Eiríkur Tómasson: Fleiri fang-
elsi og strangari refsingar engin
lausn.
Fangelsi og
refsingar
engin lausn
Nú þegar dómsmálaráðherra
hefur tilkynnt að fjölga eigi
fangelsum ritar aöstoðarmaður
hans Eirikur Tómasson ágæta
grein á SUF-siðu Timans og
leyfir sér að draga i efa að það
séu rétt viðbrögð við vaxandi
afbrotaöldu að hrópa á strang-
ari refsingar og fleiri fangelsi.
Hann segir i lok greinar sinnar:
,,Sé öllu á botninn hvolft, þá er
það engin lausn á þeim vanda
sem við nú stöndum frammi
fyrir að hrópa á strangari refs-
ingar eða fleiri fangelsi. Strang-
ari refsingar leiða til einskis
nema ógæfu fyrir þjóðfélag okk-
ar og bygging fleiri fangelsa er
úrræði sem getur að vfsu veriö
nauðsynleg til að taka við þeim
sem þegar hafa gerzt brotlegir
við lög en leysir þó engan vanda
til frambúðar, eins og fyrr
greinir.
Rétta leiðin til að stemma
stigu við afbrotum er að sjálf-
sögðu sú að grafast fyrir um
rætur meinsins og reyna að upp-
ræta það. Orsakir afbrota eru að
sjálfsögðu fjölmargar, en þær
algengustu er eflaust: Upplausn
allt of margra heimila, ofneyzla
áfengis og fikniefna og loks sú
verðbólga sem geisað hefur hér
á landi á undanförnum árum. Á
þessum sviöum öllum biða okk-
ar allra risavaxin verkefni til
þess að takast á við. Þar til ráð-
izt verður að fyrrgreindum
meinsemdum af fullum krafti er
ekki að vænta verulegs árang-
urs I baráttunni gegn fjölgun af-
brota.”
Umtalsverður
árangur
Eins og sagt hefur verið frá i
fréttum eru til stofnanir i þessu
þjóðfélagi, sem eru mun árang-
ursrikari en fangelsin i barátt-
unni við afbrotaölduna. Er þá
fyrst og fremst átt viö Ungl-
ingaheimili rikisins i Kópavogi.
Samkvæmt upplýsingum for-
stöðumanns eiga aðeins sex
unglingar af þeim áttatiu, sem
dvalist hafa þar á fimm árum,
enn við teljandi erfiðleika að
striða. Þetta er umtalsverður
árangur.
Stofnunum af þessu tagi er
fyrst og fremst ætlað það hlut-
verk að endurhæfa einstaklinga
til þess að gera þeim kleift að
taka þátt i lifsbaráttunni án
þess að verða þar utangátta,
einangraðir, sjálfum sér hættu-
legir eða öðrum i vanmáttugri
uppreisn gegn umhverfinu.
A sumum stofnunum hafa
„vandamál” af þessu tagi verið
leyst með lyfjagjöfum, enda
ódýrara fyrir þjóðfélagið að
Kristján Sigurðsson, forstöðumaður, ásamt öðrum umsjónar-
mönnum upptökuheimiiisins, blaðamönnum og unglingum á blaöa-
mannafundinum i fyrradag.
hafa slatta af fólki syndandi og
sauðmeinlaustaf lyfjum, heldur
en að þurfa að hafa af þvi meiri
fyrirhöfn með raunverulegum
lækningartilburðum.
Á unglingaheimilinu hefur
verið unnið merkilegt starf.
Þótt aldurinn á táningunum
sem þar koma inn eftir að öll
sund hafa lokast sé ekki hár er
með ólikindum hvað þeir hafa
reynt og lent i.
Það hefur stundum andaö
köldu til Upptökuheimilisins, og
skakkaföll i starfinu verið ti-
unduð i fjölmiðlum. Borið hefur
á skoðunum sem þeim að þar sé
allt of frjálslegt, umsjónarmenn
skeri sig á engan hátt úr, krökk-
unum leyfist of mikið o.s.frv.
Það liggur i þessum tóni að það
sem krakkarnir þurfi sé agi,
aðhald og gæsla. En það er mik-
ill misskilningur að þessar að-
ferðir dugi til þess að gera úr
krökkunum guðsenglabörn og
bindindismenn. A upptökuheim-
ilinu hefur hinsvegar tekist aö
skapa heimilisanda um leið og
margháttuð ábyrgð er lögð á
krakkana. Við þetta myndast
trúnaðartraust milli þeirra og
umsjónarmanna sem ryður
brautina fyrir opnar samræður.
Allt starfið miðast að þvi að
auka sjálfstraust, dómgreind og
hæfni krakkanna til þess að fást
við vandamál sin.
Ekki er að efa að Unglinga-
heimilið i Kópavogi hefur lækn-
aö sjálfseyðingarhvöt margra
ungmenna. Hitt er annað mál
hversu göfugt það starf er að
aðlaga einstaklinga þvi þjóðfé-
lagi, sem við búum við og er á
margan hátt snarbrjálað og
spillt, og fá þá til að sætta sig við
það.
Væri arðbœr
fjárfesting
Að lokum er vert að vekja at-
hygli á þeim vanda sem Ungl-
ingaheimilið á við að striða eins
og raunar margar aðrar með-
ferðarstofnanir. I þjóðviljanum
i gær segir svo:
„Unga fólkíð þarf aö fara aft-
ur út i lifið eftir dvölina á heim-
ilinu. Og hvert fer þaö? Sumir
halda heim til föðurhúsanna, ör-
fáir fara i sveit, en alltof margir
verða hreinlega að standa á eig-
in fótum.
Ekki reynist sú úrlausn alltaf
vel, þvi 15 ára unglingur er
sjaldan það sterkur, að hann
geti unnið úr öllum sinum
vandamálum einn og óstudd-
ur.
Margur unglingurinn leitar
þá til starfsmanna heimilisins
eftir hjálp og er reynt að að-
stoða eftir bestu getu, en ekki
hefur enn verið veitt fé til skipu-
lagðrar aðstoðar við unglingana
eftir dvöl á heimilinu.”
Væri ekki nær að verja fé I
þessa starfsemi heldur en fleiri
fangelsi?
— ekh.