Þjóðviljinn - 17.09.1977, Blaðsíða 5
Laugardagur 17. september 1977 ÞJÓÐVILJINN — StÐA S
LÉTT ROKK MEÐ
DJASSÁHRIFUM
1 Morgunsáriö — Ólafur Þóröar-
son
Fálkinn hf.
Stjörnugjöf:
Þó að ólafur Þórðarson hafi
verið meðlimur i hljómsveitinni
Ríó lengst af á sinum tónlistar
ferli, þá er þessi fyrsta en von-
andi ekki hans siðasta sólóplata
blessunarlega laus við Rióáhrif,
heldur vill svo skemmtilega til
að platan ber sterkan svip af
hljómsveitinni Þokkabótá flest-
um sviðum: lögin, útsetning-
arnar, hljóðfæraleikurinn,
raddirnar, textarnir og „sánd-
ið”, allt ber þetta sterkan svip
af Þokkabót.
Þegar betur er að gáð er þetta
þó ekki neitt skritiö þvi aö fyrir
utan að vera góð fyrirmynd þá á
Þokkabót stóran þátt i plötu-
gerðinni.
Magnús Kinarsson fyrrver-
andi Þokkabótar félagi hefur
samið eitt lagið, óvænt auöiegö,
og tvo lögin, Sjaddi Mollo og
Piccaló, hefur hann samið i fé-
lagi við ólaf, þá aðstoðar hann
einnig með söng, bassa- og git-
arleik, Ingólfur Steinsson að-
stoðar með söng, bassaleik og
áslátt, Eggert Þorleifsson með
blásturshljóðfæri og llalldór
Gunnarssonhefur gert alla text-
ana að undanskyldum tveimur
þjóðvisum, Karlinn undir klöpp-
inniog Kamalando. Þessir þrir
siðastnefndu voru allir meðlim-
ir i Þokkabót þegar siðast sást
til þeirra.
Að undanskyldum áðurnefnd-
um lagasmiðum Magnúsar.eru
öll lögin eftir ólafsjálfan nema
eitt fyrnt lag, Kamalando. og
eru þau flest nokkuð góð og ekki
meira, en nokkrir stuttir blást-
urshljóðfæramilliþættir, sem
einnig eru eftir ólaf, eru mjög
skemmtilegir og athyglisverðir
og hefði þeirra þáttur gjarnan
mátt vera miklu stærri. ólafur
sér einnig um söng, gitar- og
hljómborðsleik, áslátt o.fl..
Magnús Ingimarsson útsetti
blásturshljóðfærin sem eru
mjög áberandi i útsetningunum.
Fyrir utan áðurnefndan Eggert
sjá um blásturshljóðfærin þeir
Jón Sigurösson, Snæbjörn Jóns-
son, Hafsteinn Guömundsson,
Gunnar Ormslev, Vilhjálmur
Guöjónsson, Kristján Þ.
Stephensen, Jósef Magnússon,
Siguröur Snorrasonog Siguröur
Markússon. Þá aðstoða einnig
Guömundur „Jesús” Bene-
diktsson og Magnús Thor með
söng, Karl Sighvatsson leikur á
hljómborð, Ragnar Sigurjóns-
soná trommur, Reynir Sigurðs-
son á vibrafón og marimbu.
Þórður Arnason leikur á gitar,
Helgi Guðmundsson leikur á
munnhörpu og Pálmi Gunnars-
soná bassagitar. Hljóðfæraleik-
ur og söngur er allur hinn vand-
aðasti, þó að hvergi sé um nein
stór átök að ræða. Textarnir
hans Halldóis eru mjög góðir og
miklu betri en gerist og gengur
og notast hann bæði við stuðla,
höfuðstafi og rim með góðum
árangri og ekki skortir hann
yrkisefni, enda af nógu að taka
þó að Þorsteinn Eggertsson og
hans likar taki ekkert eftir þvi. 1
titillaginu tekur hann fyrir lifs-
gæðakapphlaupið og endar það
kvæði á:
„Aframhaldandi stöðustreð,
steyttir vixlar — og sál
i veð.
Þreyttur, krepptur með
galið geð
ég kveð
þann heim,
til veggjar ég sný.
En maginn tekur þá ráðin á
ný.
Hafragrautinn háma i mig
og slátur
hressist allur við og
tek á rás,
reyni að sýnast einskis
eftirbátur,
svo enginn fari að stela
minum bás.”
Þá yrkir hann um það hvernig
okkar rotna auðvaldsþjóðfélag
hefur farið með Gunnu góöu og
segir m.a.:
„Slitin ertu á slorugu plani
og slævð er hugsun þin,
af gróðahyggjufeigðarflani,
sem falsar alla sin.”
1 Dager stórsniðugur texti og
háðið hittir beint i mark:
„1 dag vil ég stórmenni
sleikja,
stóra sigara reykja,
eins og þið vitið hver. ..
A morgun skal ég velta
og valsa
væna ávisun falsa
eins og þið vitið hver....
Ef mikill gerist gróði.
ég gef i liknarsjóði.
Stundum eitthvað ruglast
min rúta
þá ég ráðherrum múta
eins og þið vitið hver ...
Fallitt ég á flösku mig hressi
ferst ég siðan úr stressi,
eins og þið vitið hver....?”
Það er annars skritið, að ef ég
spila þetta lag án þess að vera
með hugann alveg við textann
en raula samt með hef ég marg-
sinnis staðið mig að þvi að
segja: „Eins og Kiddi litli
Finn...” i staðinn fyrir: „Eins
og þið vitið hver...” alveg óvilj-
andi, og ennþá skritnara er, að
ég hef frétt að þetta kemur fyrir
fleiri en mig, hvernig sem á þvi
stendur.
t Morgunsáriö er rokkplata
með sterkum djassáhrifum,
léttum og auðmeltum, og það
skemmtileg er hún, að ég tel það
hafa verið skref aftur á bak hjá
ólafi að ganga til liðs við Rió
eftiraðhafa verið laus við „syk-
urleðjulögin” þeirra hinna um
alltof stutt-an tima. Og vona ég
að næst þegar heyrist frá ólafi
verði það á hans annarri sóló-
plötu.
Umslagið er gamaldags og
ómerkilegt, en textar fylgja
með á sérprentuðu blaði.
— jens
Vandað og fallegt rokk
Rick Wakeman, Jon Anderson og Steve Howe, skemmtilegustu
hljómlistarmenn I þeirri tegund tónlistar sem þeir leika. tirklippa
úr Melody Maker 20. ágúst s.I.
Going For The One — Ycs
Atlantic / FALKINN hf.
Stjörnugjöf:
Þegar breska hljómsveitin
Yes var stofnuð árið 1968 af
þeim don Anderson söngvara,
Peter Banks gitarleikara, Chris
Squirebassaleikara, Tony Kaye
hljómborðsleikara og Bill
Bruford trommuleikara, vakti ,
hún strax mikla athygli og virð-
ingu sem hún hefur haldiö alla
tið siðan fyrir vandaðan,
sérkennilegan og stilhreinan
flutning, t.d. hefur hún verið
kosin besta hljómsveit heimsins
i virtum tónlistarblöðum ár eftir
ár, þó að ljóst væri strax eftir
fimmtu hljómplötuna, Close to
thc edge, sem hljómsveitin
sendi frá sér 1972, að hún væri
algerlega stöðnuð, sem gerði þó
ekki svo mikið til þar sem hún
var komin það langt i tónlistar-
þróuninni að mörg ár mega liða
og mikil tónlistarbylting eiga
sér stað til að hinar frábæru
plötur hliómsveitarinnar fari að
teljast gamaldags.
Þrjú ár eru liðin siðan siðasta
Yes píatan Reíayer fcom út, en á
þessum þrem árum hafa allir
núverandi meðlimir hljóm-
sveitarinnar,þeir Jon Anderson
söngvari, Chris Squire
bassaleikari, Stcve Howe
gitarleikari, Alan White
trommuleikari og Rick Wake-
nian hljómborðsleikari, sent frá
sér sólóplötur, hverja annarri
betri og er þvi engin furða að
uggur hafi verið i mönnum um
að Going for the oneyrði þynnri
fyrir vikið, þar sem búast mátti
við aðþað besta hafi verið notað
á sólóplöturnar.
Þegar ég setti Going for the
one i fyrsta skipti á fóninn brá
mér heldur betur i brún þegar
ég heyrði fyrsta og jafnframt
titillagið, Going for the one.sem
byrjar á þvi að talið er i lagið og
svo byrjar það á venjulegum
rokk og ról „frasa” sem gæti
alveg eins verið byrjun á Fisk-
urinn hennar Stinu eða ein-
hverjum álika leiðinlegum slag-
ara. En sem betur fer rætist úr
laginu þegar á liður, en um
greinilegt frávik er að ræða i
þessu lagi frá fyrri Yes-plötum,
þrátt fyrir frábæran hljóðfæra-
leik sem munar litlu að kaffæri
þýða rödd Anderson og min
vegna hefðu þeir félagar alveg
mátt láta þetta lag vanta á plöt-
una. En ef maður hlustar á
erlendar hljóðvarpsstöðvar má
greinilega heyra að ekki eru all-
ir á sama máli, þvi að lagið
virðist vera mjög vinsælt i
mörgum löndum.
Það sem eftir er af plötunni er
aftur á móti allt mjög skemmti-
egt og athyglisvert og ber þar
hæst lagið Awaken sem er tæp-
lega 16 minútna langt. t þessu
frábæra lagi, sem er eftir
Anderson og Howe, sannar Yes
það enn einu sinni að hún ber
höfuð og herðar yfir aðrar rokk-
hljómsveitir.Wakemani«ýnir að
hann er listamaður sem á heima
i Yes frekar en nokkur ann-
ar, hljómborðsleikur hans
rennur svo skemmtilega eðli-
legur og ómissandi undir þýðri
og fallegri rödd Andersons er i
fljótu bragði virðist frekar eiga
heima i sálmalögum heldur en
þungum rokklögum. Enda segja
sumir að hann syngi alveg eins
og engill, en þar sem ég hef þvi
miður aldrei heyrt engla syngja
þá er hann fyrir mig ómissandi
fyrir þann fallega og mjúka blæ
sem hann setur á tónlistina, auk
sinna skemmtilegu laga og
ágætra ljóða. Howeer nákvæm-
asti gitarleikari sem um getur
og er hann ásamt Wakemanog
Anderson skem mtilegasti
hljómlistarmaður á sinu sviði
sem ég hlýði á. Þá er Squire
mjög nákvæmur i sinum
skemmtilega bassastil sem
hann hefur þróað með sér i gegn
um árin og White er góður
„beat” trommuleikari.
Þó að ekki sé um neina fram-
för að ræða hjá Yesá Going for
the oneþá er platan eins og allar
aðrar Yes-plötur i hópi allra
bestu hljómplatna sem út hafa
komið frá upphafi. Og þó að ég
spili hana daginn út og inn f æ ég
ekki leið á henni ennþá, heldur
er hún alltaf skemmtilegri en i
næsta skipti á undan.
Umslagið er einnig mjög
skemmtilegt og vandað eins og
öll önnur Yes-plötuumslög, en
það er eins og venjulega hannað
af listamanninum Roger I)ean.
—jens.