Þjóðviljinn - 17.09.1977, Qupperneq 11

Þjóðviljinn - 17.09.1977, Qupperneq 11
Laugardagur 17. september 1977 ÞJóÐVILJINN — StÐA 11 BRIDGE V etrarstarf að hefjast Fjármögnun og dreifing móta Að nýafstöðnu Evrópumóti er ekki úr vegi að hugleiða þátttöku okkar þar siðast- liðin ár. Arangurinn hefur ekki verið til að hrópa húrra fyrir. Af hverju? Vitnum f Hjalta Elias- son: ,,Það er ekki hægt að bú- ast við árangri, þegar menn kómast einu sinni á ári út til keppni, eða varla það, og mæia öðrum spilurum þar.” Þetta er málið i hnotskurn. Island er einangrað land, litil þjóð, fjarri kjarna þeirra landa, sem fremst standa i iþróttinni. Fjár- hagslega séð erum við bridge- menn ákaflega illa settir. En hvað má gera til að bæta þetta ástand? Útvega fjármagn? Til þess þarf að gera ýmislegt meira en gott þykir. Félög innan BSI hafa skiljanlega tak- markaðan áhuga á útvegun fjármagns til handa stjórn BSI og þess vegna leggst þetta mál þyngst á herðar Reykjavikur- félaganna (firmakeppnin.) Astæðan fyrir tregðu utan- bæjarfélaganna á útvegun fjármagns er réttilega sú, að þaö sem þau fá i staðinn er litið sem ekkert annað en að fá að vera með. Þjónusta BSl við landsbyggðina er léleg, sam- skiptin lltil, keppnir fáar. Er svo komið, að sum svæðin fá meira út úr svæðamótum sinum, heldur en nokkurn tlma landsmótum... Dreifing móta er einnig léleg, og það er fyrst með tilkomu bikarkeppni BSl að lands- byggðarmenn öðlast tæki- færi til að keppa við utan- sveitarmenn á sinum heima- velli. Yfirgangur Reykja- vikur er of mikill og hlut- verk nátttröllsins er orðið leiðigjarnt. Þessu þarf að breyta! Undankeppnir sem úrslit má halda nánast alls staðar, þar sem byggt ból er. Akureyringar hafa beðið um undankeppni Islandsmóts i sveitakeppni. Hvað er til fyrir- stöðu, að þeir fái hana? Kostnaður? Látum ekkisvona. Hvað hafa utanbæjarmenn farið með mikinn kostnað i ferðir .sinar hingað suður; er ekki sanngjarnt að dreifa þessu? Hugleiðum málið... Bikarkeppni BSÍ — Undanúrslit Nú er búið að draga i 4 sveita úrslitum bikarsins. Rikharður Steinbergsson—Armann J. Lár- usson og Jón Hauksson—Jó- hannes Sigurösson. I sveit Rík- harðs eru: Rikharður—Bragi Erlendsson, Steinberg Rik- harðsson—Tryggvi Bjarnason, Jón Asbjörnsson—Simon Sim- onarson. I sveit Armanns eru: Armann—Jón Páll Sigurjóns- son, Sævin Bjarnason—Vil- hjálmur Sigurðsson, Haukur Hannesson. I sveit Jóhannesar eru: Jóhannes—Guðmundur Ingólfsson, Einar Jóns- son—Magnús Torfason, Gisli Torfason—Karl Hermannsson. Um skipan sveitar Jóns,er það að segja, að samkvæmt bestu heimildum þáltarins, er hún skipuð eftirtöldum : Jón H. Ge- org Tryggvason, Hilmar Rós- mundsson—Sveinbjörn Jónsson, Pálmi Lórenz. Um sjötta mann- inn er ekki vitað. Engu skal spáð hér um úrslit, þvi lukkan hefur löngum verið stór hluti af bikarmótum fortlð- arinnar. Þó eru sveitir Armanns og Rikharðs sýnu sterkari á papplrnum, hvort sem mark er á þvi takandi. Undanúrslitunum skal vera lokið fyrir septemberlok. Frá Ásunum Ásarnir hafa samið keppnis- dagskrá sira fram að febrúar- byrjun, og fer hún hér á eftir: 19. sept. til 3. október Hausttvimenningur (3 kvöld) lO.okt. íil 24. október.Opið mót (boðsmót), tvimenningur (3 kvöld). 31. okt. til 14 nóvembcr. Hrað- sveitakeppni, tileinkað Þor- steini Jónssyni. 21. nóv. til 12. desember og eftir áramót. Aðalsveitakeppnin, nýtt snið. —8 umferðir Monrad. 19. desember. Jólasveina- keppni, með tilheyrandi veislu. Sumarbridge B.Á.K. lokið Sverrir Armannsson úr Kópa- vogi, sonur hins kunna meistara Armanns J.Lárussonar,sigraði óvenju glæsilega i heildar- keppni sumarsins i samanlögð- um árangri. Sverri er óþarft að kynna,þvi þóttungursé, er hann trúlega einn af albestu spilurum okkar og verðugur fulltrúi þeirrar kynslóðar, sem komið hefur fram, nú hin allra siðustu ár. Þátturinn óskar Sverri til hamingju, með sigurinn. Næsta keppni Ásanna er hin árlega haustkeppni félagsins, sem er 3 kvölda tvi- menningur. Sigurvegarar uröu i fyrra þeir Guðmundur Péturss. og Sigtryggur Sigurðs- son. öllum er heimil þátttaka. Keppnisstjóri er Sigurjón Tryggvason. Spilað er i Félags- heim. Kópavogs, á mánudögum og hefst keppni kl. 20.00 stund- vislega. Einnig eru félagar minntir á aðalfund Asanna, sem er laugardaginn 24. sept. 1 sambandi við sumarbridge BAK, má geta þess,að alls tóku 395 pör þátt í keppninni i ár, en til samanburðar, má geta þess, að í fyrra spiluðu rúml. 280 pör. Frá Bridgefélagi Kópavogs Vetrarstarfsemin hófst hjá okkur 8. sept, með tvimenning, sem 16pör tóku þátt i. Fimmtu- dagin 15. sept., vará ný spilaður eins kvölds tvimenningur. Spil- að verður reglulega á fimmtu- dögum I vetur, i Þinghól, Hamraborg 11. Frá Bridgefélagi hjóna Stefnt er að þvi, að hefja keppni þ. 27. sept., meö 1 kvölds tvimenningi. Húsnæðisskortur hrjáir félagið,en spilað verður á þriðjudögum, hálfsmánaðar- lega. Nýkjörin stjórn félagsins, er þannig skipuð: Július Snorrason formaður, Gisli Isleifsson gjaldkeri og Gunnar Bjartmarz ritari. Keppnisyfirlit komið frá B.R. Og við minnum á, að keppni hefsthjá BR, nú á miðvikudag- inn, i Domus Medica. Stjórn BR, skipa nú: Páll Bergsson, Þorfinnur Karlsson, Stefán Guðjohnsen, Baldur Kristjáns- son og Ólafur Haukur ölafsson. September-desember 1977. Domus Medica kl. 20.00 fyrsta þriðjudag hvers mánaðar, en annars alltaf á miðvikudögum. Keppnisstjóri: Páll Hjaltason 21. sept., miðvikudagur Tvi- menningskeppni 28. sept., miðvikudagur Tvi- menningskeppni 4. okt., 12. okt., 19. okt., 26. okt., Butler-tvimenningskeppni i riðlum. Spiluö eru sömu spil i öllum riðlum. 1. nóv., þriðjudagur. Frjálst kvöld, ásamt úrslitum Butler. 9. nóv., 16. nóv., 23. nóv., Umsjón: Baldur Kristjánsson ólafur Lárusson þriggja kvölda hraðsveita- keppni. 30. nóv., 6. des., 14. des. Tvi- menningur. Nánar er visað I fréttatil- kynningu, sem félagið hefur sent öllum félagsmönnum. Munið aö tilkynna þátttöku I öll lengri mót með minnst viku fyrirvara til keppnisstjóra eða einhvers stjórnarmanna. Af landsbyggðinni Þátturinn hafði samband við Guðjón Pálsson Borgarnesi, og tjáði hann okkur, að þessa dag- ana væri stjórnin að undirbúa vetrardagskrá sina, en trúlega hæfist regluleg keppni ekki fyrr en i októberbyrjun. Um leið vill þátturinn skora á hin ýmsu félög, að hafa sam-„ band við okkur, og skýra frá helstu atriðum i starfseminni. Utanáskriftin er: Bridgeþáttur Þjv. Siðumúla 6. Spil frá EM Eins og getið var um I upphafi þáttarins tóku Islendingar þátt I Evrópumótinu i bridge sem fór fram i Helsingör i Danmörku i sumar. Hér kemur spil frá leik okkarmanna við Júgóslava,og i aðalhlutverkunum eru nýlið- arnir I islenska landsliðinu, Hörður Arnþórsson og Þórarinn Sigþórssson. Allir á hættu — Vestur gefur: Norður ♦ AK107 * AK107 Vestur AlOxx » v< y : !G109xx 4 xxx Suður #. )xx V xx ❖ Jxx * IGxx Þar sem þeir Hörður og Þór- arinn sátu N-S, gengu sagnir: Vestur Norður Austur Suður 2H d p 2S p 3H d p p 4S d p.... Framhald á 14. siðu Austur & G986 V Dxx ♦ Dxx *K9xx Myndlistarskólinn á Akureyri: Senn rætist úr húsnæðismálunum A blaðamannafundi öxfirðinganna á Hótel Sögu i gær. Frá v.:Friðrik Jónsson, oddviti Presthólahrepps, Kristján Armannsson, fram- kvæmdastjóri Sæbliks, og Björn Guðmundsson, oddviti Keldunes- hrepps. Deilur um rœkjuveiðarnar á Öxarfirði: Heimabátar geta veitt alla rækjuna — segja noröanmenn Senn mun rætast úr húsnæðis- málum Myndlistarskólans á Akureyri, að þvi er Helgi Vilberg tjáði okkur i fyrradag. Skólinn hefur nú starfað I þrjú ár og ávallt verið á hálfgerðum hrakhólum með húsnæði. Nú hefur hins vegar svo ham- ingjusamlega tiltekist, að skólinn er i þann veginn að flytja i nýtt húsnæði. Slikt átak er þó engan veginn auðveldlega hrist fram úr erminni, sist fyrir þá, sem ekk- ert eiga nema áhugann. Nýlega var opnuð á vegum Myndlistarskólans á Akureyri málverkasýning og er hún i Gall- eri Hábæ og nokkuð einstæð. Þrjátiu og þrir myndlistarmenn hafa gefið i sýninguna sitt verkið hver. Eru þau að sjálfsögðu öll til sölu og verður ágóðanum varið til bóka- og tækjakaupa fyrir Mynd- listarskóiann. Listamennirnir, sem gefið hafa verkin, eru: Aðalsteinn Vestmann, Akur- eyri, Alfreð Flóki, Björg Þor- steinsdóttir, Bolli Gústafsson, Bragi Ásgeirsson, Einar Þorláks- son, Eirikur Smith, GIsli Guð- mann, Akureyri, Guðmundur Ar- mann, Helgi Vilberg, Akureyri, Hringur Jóhannesson, Hörður Ágústsson, Jens Kristleifsson, Jó- hannes Geir, Jón Reykdal, Jónas Guðmundsson, Kjartan Guðjóns- son, Kristinn J. Jóhannsson, Ólafsfirði, Óli G. Jóhannsson, Akureyri, Pétur Friðrik, Ragna Róbertsdóttir, Ragnheiður Jóns- dóttir, Sigurður Sigurðsson, Sveinn Björnsson, Valgerður Bergsdóttir, Valtýr Pétursson, Veturliði Gunnarsson, Þorbjörg Þórðardóttir, Þorvaldur Skúla- son, Þórður Hall, örlygur Krist- finnsson, örlygur Sigurðsson og örn Ingi. Sýningin var opnuð i gær, kl. 20.30. Verður hún opin virka daga frá kl. 18-22 og helgidaga frá kl. 15-22. Allir þeir listamenn, sem til var leitað um að gefa verk á sýning- una, tóku þvi með miklum ágæt- um, rétt eins og ekkert væri sjálf- sagðara. Og raunar hafa fleiri en hér að framan eru taldir, heitið myndum. Myndlistarskólinn á Akureyri byrjar 3. okt. Innritun nemenda hefst n.k. miðvikudag. Auk venjulegrar kennslu hyggst skólinn standa fyrir styttri nám- skeiðum. Þrir fastir kennarar starfa við skólann. —mhg. Dcilur standa nú yfir um rækju- veiðarnar á öxarfirði, en þær eiga að hefjast 1. okt. n.k. Veiði- kvótinn er 650 tonn og hefur sjáv- arútvegsráðherra ákveðið að skipta honum til helminga milli Kópaskers og Ilúsavlkur. Haf- rannsóknastofnunin hefur lagt til, að 8 bátum verði leyft að stunda veiðarnar og verða þá væntan- lega 4 frá hvorum stað. Kópaskersbúar og aðrir þeir, sem hlut eiga að máli á þeim slóð- um, eru mjög óánægðir með þessa ákvörðun ráðherrans.og af þvi tilefni kvöddu þeir Kristján Armannsson, framkvæmdastj. Sæbliks h.f. á Kópaskeri, Björn Guðmundsson, oddviti Keldunes- hrepps, og Friðrik Jónsson, odd- viti Presthólahrepps fréttamenn á fund sinn á Hótel Sögu i gær, þar sem þeir skýrðu sin sjónarmið. Norðanmenn lögðu á það meg- inþunga, að heimabátum væri auðvelt að afla allrar þeirrar rækju, 650 tonna, sem veiða mætti á öxarfirði, sem og að vinna hana. Atvinnulif á Kópaskeri væri einhæft. Vegna slæmra hafnar- skilyrða yrðu þeir einvörðungu að treysta á afla smærri báta. Það væri lifsskilyrði fyrir framtið og þróun byggðar norður þar að skapa sem besta atvinnumögu- leika á Kópaskeri fyrir það fólk, sem þar og i grannbyggðunum yxi upp, en hefði ekki aðstöðu til þess að stunda landbúnað. Rækjuveiðarnar eru veigamikill þáttur i þeirri viðleitni og það er hið fyllsta óréttlæti að meina okk- ur að sitja einum að þeim þegar svo er komið, að þær eru orðnar okkur viðráðanlegar. Svo mæltist þeim félögum. Annars fengu þeir fréttamönnum i hendur alllanga „greinargerð vegna rækjuveiða á öxarfirði”, en vegna rúmleysis er ekki unnt að rekja efni hennar hér nú. — mhg Fjórir sóttu um prófessorsstödu Fjórir sóttu um prófessorsem- bætti i jarðeðlisfræði við verk- fræði- og raunvisindadeild Há- skóla Islands, en umsóknarfrest- ur rann út 1. sept. Umsækjend- urnir eru: Dr. Guðmundur Pálmason, dr. Leó Kristjánsson, Ragnar Stefánsson, jarðskjálfta- fræðingur, og Sveinbjörn Björns- son, eðlisfræðingur.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.